Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2000, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 I>V 37 «. Tilvera Bíófréttir Erin féll af stallinum Hin vinsæla Erin Brockovich náði ekki að halda efsta sæti list- ans fjórðu vikuna í röð en féll þó ekki nema um eitt sæti. Ný spennu- mynd, Rules of Enga- gement, sem skartar Tommy Lee Jones og Samuel L. Hackson í að- alhlutverkum, halaði inn rúmar fimmtán milljónir dollara. Rules of Engagement gerist að nokkru leyti í réttarsal. Tommy Lee Jones leik- ur lögfræðing á vegum hersins sem tekur að sér að verja herforingja ____________ nokkurn, sem höfðu orðið á mikil mistök í björgunarleið- angri. Herforinginn er hetja og hefur fengið mörg heiðursmerki fyrir vask- Rules of Engagement Tommy Lee Jones leikur her- lögfræöinginn Hayes Hodges sem fær þaö verkefni aö verja hetju sem ákærö er fyrir mis- heppnaöa björgunartilraun. lega framgöngu. Lög- fræðingurinn hefur eig- in reynslu af hetjuskap hans, en hann bjargaði lífi hans í Vietnamstríð- inu þrjátíu árum áður. í fjórða sæti er Return to the Sun, ný mynd þar sem X-files leikarinn David Duchovny gerir enn eina tilraun til að festa sig í sessi sem kvikmyndaleikari en hefur ekki haft erindi sem erfiði hingað til. Myndin er rómantísk gamanmynd þar sem mótleikari Duchovny er Minnie Driver; hefur myndin yfirleitt fengið góða dóma og ætti að fá jafna og góða aðsókn. alur upphæðir í þúsundum bandaríkjadollara. SÆTI FYRRI VIKA UTILL (DREIFINGARAÐIU) HELGIN : INNKOMA ALLS: DAGARÍ SÝNINGU O Rules of Engagement 15.011 15.011 3 e 1 Erin Brockovich 9,808 89.362 24 0 2 The Road To El Dorado 9.085 25.123 10 0 Return To Me 7.820 7.820 3 0 3 The Skulls 6.450 20.199 10 0 Ready To Rumble 5.257 5.257 3 0 4 Romeo Must Die 4.552 45.844 19 0 5 High Fidelity 4.241 12.789 10 0 7 Final Destination 3.835 33.897 24 © 6 American Beauty 3.348 121.638 208 © Black and White 2.212 2.966 5 © 8 Mission To Mars 1.563 57.001 31 © 14 Fantasia/2000 1.295 40.208 100 © 11 The Cider House Rules 1.108 54.782 122 © 12 My Dog Ship 0.964 30.582 89 © 9 Here on Earth 0.948 9.515 17 © 13 Price of Glory 0.720 2.725 10 © 16 Boy's Don't Cry 0.674 10.369 185 © 10 Whatever It Takes 0.566 8.472 17 © 17 The Sixth Sense 0.512 292.516 248 Vinsælustu kvik- DV-MYND HILMAR Kokkur í riki sínu „Hefekki flýtt mér heldur leitaö aö hinni fullkomnu staösetningu og tel mig hafa fundiö hana hér á Óöinsvéum, “ segir Siguröur Hall meistarakokkur. Nýr kvöldverðarstaður á Hótel Óðinsvéum Að hætti Sigga Hall „Það hefur verið vitað mál að einn daginn myndi ég fara út í veitinga- húsarekstur aftur en ég hef ekki flýtt mér heldur leitað að hinni fullkomnu staðsetningu og tel mig hafa fundið hana hér á Óðinsvéum. Þannig að ég er alsæll,“ segir matreiðslumeistar- inn Sigurður Hall sem á laugardag hyggst opna veitingastað undir nafn- inu Siggi Hall á Óðinsvé. „Gamli veitingastaðurinn á Óðins- véum hefur verið hannaður upp á nýtt og honum gjörbreytt,“ segir Sig- urður en Siggi Hall á Óðinsvé mun taka um 70 gesti í sæti á efri hæð og 20 í sal á neðri hæð. Að auki reiknar Sigurður með að stunda einhverja veisluþjónustu úti í bæ enda bjóði stærð eldhússins vel upp á slíkt. Ekki horfinn úr sjónvarpi Aðspurður um stíl hins nýja stað- ar segir Sigurður að matseðillinn verði einfaldlega að hætti Sigga Hall. „Þetta verður vandaður veit- ingastaður með áherslu á fersk- leika, gæði og íslenskt hráefni," seg- ir hann og bætir við að scrstaklega verði vandað til vals á vínum. Siggi Hall á Óðinsvé er ekki fyrsti veitingastaðurinn sem Sigurður rekur. „Ég hef verið alls staðar,“ segir hann. „Ég var meö eigin veit- ingastað í Noregi í níu ár og hef stjórnað bæði hótelum og veitinga- stöðum. En um alllangt skeið hef ég mest starfaö í fjölmiðlum, bæði í sjónvarpi og útvarpi, og skrifað kokkabækur jafnframt því sem ég hef verið í landkynningu og veit- ingamennsku." Þrátt fyrir nýja veitingastaðinn ætlar Sigurður hvorki að yfirgefa siónvarpsáhorfendur né lesendur sína. „Ég er smáhléi frá sjónvarps-'*' gerð eins og er en fer af stað aftur í sumar að framleiða þætti sem verða sýndir í haust eða á næsta ári. Og ég mun einnig skrifa fleiri kokka- bækur,“ segir hann og bendir á að þar sem Siggi Hall á Öðinsvé verði eingöngu kvöldverðarstaður gefist ágætur tími til annarra starfa auk þess sem við matargerðina gefist gott tóm til ígrundunar á efni fyrir bæði sjónvarpsþætti og kokkabæk- ur. -GAR myndir ársins Það sýnir vel hinar miklu al- mennu vinsæld- ir The Sixth Sense að hún heldur efsta sætinu á mynd- bandalistanum þrátt fyrir að Star Wars I: The Phantom Menace hafi verið gefin út í síðuastu viku. Þessar tvær Star Wars I: The Phantom Menace. Þaö góöa mætir hinu illa í Stjörnustríös- ævintýramyndaflokknum. sem stungið er í fangelsi fyrir morð sem þeir ekki frömdu. Þá kíkir rétt inn á listann Rogue Trader, mynd sem seg- ir frá banka- manninum Nick Leeson, sem tókst að setja alþjóðleg- an banka á hausinn. kvikmyndir báru æg- ishjálm yfir aðrar kvikmyndir á síðasta ári hvað vinsældir snertir. Star Wars var vinsælasta kvik- myndin og The Sixth Sense í öðru sæti, en þess má geta að hún er enn sýnd í kvik- myndahúsum í Bandaríkjunum og er þessa dagáha að kom- ast yfir 300 milljóna dollara markið og er þegar komin í hóp vinsælustu kvik- mynda sem gerðar hafa verið. Ein önnur ný kvikmynd fer ofar- lega á listann, er það gamanmyndin Life með Eddie Murphy og Martin Lawrence í aðalhlutverkum. Leika þeir tvo sein- heppna smákrimma FYRRI VIKUR VIKA nnu (DREIFINGARAÐILI) Á USTA 1 The Slxth Sense (myndform) 2 Star Wars I: The Phantom... (skífan) 1 2 Mickey Blue Eyes (háskólabíó) 3 3 The 13th Warrior isam-myndbönd) 2 Life (sammyndbönd) 1 4 Big Daddy iskífan) 4 9 Lake Placld (bergvík) 2 5 The Haunting (sammyndbönd) 3 6 Generafs Daughter (háskólabíó) 8 7 A Simple Plan (skífani 3 14 Outside Providence (skífani 2 10 American Pie (Sámmyndbönd) 7 11 South Park.......(warner myndiri 5 8 What Becomes of the...(STjöRNUBíó) 3 12 Killing Mrs. Tingle (skífan) 5 16 Runaway Bride (sammyndbönd) 8 17 Playing By Heart (myndformi 4 13 Friends 6, þættir 9_12 (warner myndir) 3 18 Never Been Kissed iskífan) 8 _ Rogue Trader (háskólabíó) 1 —■ mmmmmmmmmmmmúm Sviðsljós Aðlaöandi er konan ánægð: Julia hreykin af brjóstunum Julia Roberts hefur gert stormandi lukku sem kynþokkafúllur og meðvit- aður einkaritari í kvikmyndinni Erin Brockovich. Leikkonan er líka afskap- lega ánægð með sjálfa sig, og má alveg vera það. „Eru þau ekki ótrúleg?" spyr Julia í viðtali við sænska Aftonbladet. Og þar á hún að sjálfsögðu við brjóstin á sér. Þau fengu sérstaka meðferð til að þau gætu svo gott sem sprengt kjóla per- Julia Roberts Stórleikkona sem vekur athygli og aödáun fyrir nýjustu myndina sína. sónunnar utan af sér. Ekki var þó um að ræða upplyftibrjóstahaldara. „Ég þurfti að eyða 25 mínútum í búningsherberginu til að fá þau full- komin. Þér er óhætt að trúa því að ég var stolt af mér í fyrsta skiptið. Ég hljóp út og kallaði til allra sem heyra vildu: Horfið á mig, sjáið hvað ég er flott. Ég var alveg heilluð," segir Julia. Þokkadísin er þó leið yfir því að besta atriði myndarinnar, að hennar mati, var klippt úr. „Ég var í þunnum náttkjól og það leit út sem ég væri ekki í neinum brjóstahaldara imdir. Það var svo flott. Og svo var það bara klippt burt,“ segir leikkonan og hugsar leikstjóra mynd- arinnar, Steven Soderbergh, þegjandi þörfina. I þessari nýjustu mynd sinni leikur Julia Roberts á móti breska stórleikar- anum Albert Finney. Hann hefúr lýst yfir hrifningu sinni á Juliu og er ekk- ert hissa á að hún skuli vera jafnmikil stjama og raun ber vitni, með tilheyr- andi svimandi háum launum. „Það var gaman að vinna með henni að því að það var fullt af óvæntum upp- ákomum. Ég var stoltur af henni sem atvinnumanni," sagði Finney i viðtali við breska blaðið Daily Telegraph fyr- ir helgi, í tilefni Bretlandsfrumsýning- ar kvikmyndarinnar. Búin að fá nóg af Bretum Breska leikkonan Minnie Driver segir ekkert varið í breska karl- menn þar sem þeir séu svo nískir. Hún er sem sé búin að fá nóg af löndum sínum. „Þeir fara með^ mann á McDonalds, láta mann borga og spyrja mann að þvi hvort systir manns sé með einhverjum,“ segir Minnie sem nú býr i Los Ang- eles. Þar hefur Minnie hitt mann sem hegðar sér betur en landar hennar. Sá heitir Josh Brolin og er stjúpsonur Barbru Streisand. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.