Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 DV 5 Fréttir Skagfirðingar bera landbúnaðarráðherra á höndum sér: Fékk lúxushnakk úr gjöf Einstæöur gripur Guöni Ágústsson landbúnaðarráðherra með hnakkinn góða ásamt starfsfólki söölasmíðastofunnar Hestsins á Sauðárkróki. að DV-MYND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON. Þakkaö fyrir sig Guðni búinn að taka við hnakknum og ávarpar eigendur söðlasmíðastofunnar Hestsins, þau Hannes Friöriksson og Þórdísi Jónsdóttur. kom. Guðni byrjaði daginn á að heimsækja starfsfólk Búnaðarsam- bands Skagfirðinga og eftir að hafa heimsótt söðlasmíðastofuna Hest- inn, var litið við hjá Sveini Guð- mundssyni og stóðið hans skoðað. Þá var voru þau Ingibjörg og Sig- urður, mjólkurbændur í Vík, heim- sótt og ráðherrann fór einnig í kaffi til þess þekkta hestafólks Skafta og Hildar á Hafsteinsstöðum. Þannig báru Skagfirðingar landbúnaðarráð- herrann á höndum sér þegar hann kom í heimsókn. En aftur að hnakknum úr hlýra- leðrinu. Það er enskur heildsali sem selur þeim hjá Hestinum nautsleðr- ið sem þau nota í framleiðsluna. Þessi maður ferðast um allan heim til að selja leður og hann var yfir sig hrifinn af hnakknum og fullyrti að svona framleiðsla væri hvergi ann- ars staðar til í heiminum. -ÞÁ hlýraleðri DV, SAUDÁRKRÓKI: Guðni Agústsson landbúnaðar- ráðherra fór aldeilis ekki tómhent- ur heim úr for sinni til Skagafjarð- ar nú fyrir helgina. Þá heimsótti hann ýmsa staði er tengjast land- búnaðinum í héraðinu, en á söðla- smiðastofunni Hestinum færði starfsfólkið ráðherranum forkunn- arfallegan hnakk úr hlýraleðri, og er hann sá eini í heiminum sem vit- að er um úr slíku efni en fiskroð er einmitt sútað á Króknum. Mikill undrunarsvipur kom á ráðherrann en hann þakkaði fyrir sig á viðeigandi hátt: „Góðar eru gjafir ykkar en meira fmnst mér samt um þann hug og vináttu sem að baki býr. Þaö verður stoltur reið- maður sem heldur héðan úr hér- aði,“ sagði Guðni í ávarpi til starfs- fólksins. Hannes Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Hestsins, sagði þegar hann afhenti Guðna hnakkinn að starfsfólkið væri á einu máli um að ráðherrann ætti það inni hjá Skag- firðingum að fá eilítinn þakklætis- vott fyrir framgöngu sína í málum þeim til handa. Auk þess yrði ráð- herrann náttúrlega að hafa eitthvað verulega veglegt undir sér í hópreið- inni á landsmótinu i sumar. Það var vitaskuld afgreiðsla ráð- herrans á Hestamiðstöð íslands í Skagafjörð sem Hannes I Hestinum vék þarna að en fyrir það mál er Guðni án efa langvinsælasti ráð- herrann í Skagaflrði. Móttökumar voru líka góðar hvar sem hann Fyrsti aðalfundur Einingar-Iðju í Eyjafirði: Tvöfalda á vinnudeilusjóðinn DV, AKUREYRI:_____________________ Aðalfundur Einingar-Iðju var haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Þetta var fyrsti aðalfundur félagsins en það var sem kunnugt er stofnað fyrir ári síðan við sameiningu Verkalýðsfélagsins Einingar og Iðju, félags verksmiðjufólks á Akur- eyri og nágrenni. Eining-Iðja er þriðja stærsta stéttarfélag landsins og það langstærsta utan Reykjavik- ursvæðisins. Fjárhagsleg afkoma félagsins á árinu 1999 var lakari en vonast hafði veriö eftir. Tæplega 6,5 millj- óna króna tap varð af reglulegri starfsemi en vegna mikilla endur- bóta á orlofshúsum félagsins sem allar eru gjcddfærðar á árinu, sam- tals að upphæð 21,7 milljónir króna, varð 20,7 milljóna króna halli á or- lofssjóði. „Þetta ár var okkur dýrt að ýmsu leyti. Þótt sameining félaganna hafi sem slik gengið sérlega vel þá kost- aði hún engu að síður töluverða fjármuni og þótt fjárhagslegur ábati verði af sameiningunni til lengri tíma litið er hann ekki farinn að koma fram í reikningum síðasta árs. Undirbúningur kjarasamninga og kjarasamningaviðræður kostuðu líka sitt, sem og endurbætur á Al- þýðuhúsinu. Stjóm félagsins hefur nú ráðist í ákveðnar aðgerðir sem eiga aö snúa þessu við en þó er ljóst að yflrstandandi ár getur einnig orðið kostnaðarsamt. Annars ein- kenndist árið af því hversu marga fundi við héldum og þar bar hæst undirbúning kjarasamningavið- ræðna. Ég get fullyrt að félagið hef- ur aldrei staðið jafn vel að þeim málum. Niðurstöður samninganna hefðu hins vegar þurft að vera betri,“ segir Bjöm Snæbjömsson, formaður Einingar-Iðju. Sem fyrr er sagt varð verulegur halli á orlofssjóði og tap félagssjóðs jókst einnig nokkuð á milli ára, úr 6,3 milljónum króna í 10 milljónir króna. Hins vegar jókst hagnaður vinnudeilusjóðs og var 6,3 milljónir Björn Snæbjömsson Endurkjörinn formaöur Einingar-lðju. króna á árinu og fræðslusjóður skilaði einnig nokkrum hagn- aði. Rekstur sjúkrasjóðs var áfram lítillega neikvæður en greiðslur dagpen- inga úr sjóðnum, sem vega lang- þyngst í rekstri hans, námu 25,1 milljón króna á árinu. Rekstur ann- arra sjóða var hefðbundinn. Á aðalfundinum voru samþykkt- ar nokkrar breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs. Tímabilum sem dag- peningar eru greiddir var fækkað en fyrsta tímabilið lengt, útfarar- styrkur var festur í einni tölu og reglum um endurgreiðslu fyrir sjúkranudd breytt ásamt því sem endurgreiðslan var hækkuð. Þá var samþykkt að hækka félagsgjald í 1,3% og er tilgangur þess tvíþættur. Annars vegar er ákvæði í síðustu samningum um hærra framlag í starfsmenntasjóð og hins vegar er verið að hækka framlag í vinnu- deilusjóð úr 0,1% í 0,25% með það að markmiði að tvöfalda vinnu- deilusjóðinn á samningstímanum. Hann er nú um 60 milljónir króna en stefnt er á að hann verði um 120 milljónir króna þegar samningar eru næst lausir. -gk íslensku þolfimimeistararnir Jóhanna Rósa og Halldór: leið á heimsmeistaramót „Þetta verður hörkubarátta enda erum við að keppa við at- vinnumenn," segir Jóhanna Rósa Ágústsdóttir sem heldur út til Þýskalands í dag ásamt Halldóri B. Jóhannssyni til að keppa á heimsmeistaramótinu í þolfimi sem fram fer í bænum Riesa um næstu helgi. Rósa og Halldór eru bæði íslandsmeistarar í greininni og hafa mörgum sinnum áður keppt á mótum erlendis. Halldór lenti í 3. sæti á heimsmeistaramót- inu í fyrra svo hann hefur titil að verja og Jóhanna Rósa vonast til þess að komast sem næst úrslitun- um en hún lenti í 20. sæti á mót- inu í fyrra. Ekki með í hópakeppninnl Fyrir utan keppni í einstaklings- flokkum er einnig hópakeppni á mótinu. íslendingar hafa hins vegar ekki sent kandídata í hópakeppnina síðan 1996 en þá lenti íslenski hóp- urinn í 16. sæti og var Jóhanna Rósa í þeim hópi. „Það er ekki um svo marga ein- staklinga að ræða til þess að mynda hóp með,“ segir Halldór sem kosinn Heimsmeistaramót fram undan Jóhanna Rósa og Halldór á góðri stund á heimsmeistaramótinu í fyrra sem haldiö var í Hannover en þar lenti Halldór í 3. sæti. var fímleikamaður síðasta árs og ýjar að því að íslenskir þolfimendur séu svo miklir egóistar að þeim finnist best að æfa einir. Undirbúningurinn undir mótið hefur gengið vel hjá islensku þolfimimeisturunum en þó hefur Halldór þurft að taka tillit til meiðsla sem hann hlaut á alþjóð- legu móti fyrir skömmu. Einnig eru þau bæði 1 háskólanámi og vinnu með því þannig að það hefur tekiö sinn tíma frá æfmgunum. „Ég verð mjög svekktur ef ég kemst ekki í úr- slit,“ segir Halldór sem segist þó ef- ast um að hann geti sigrað sigur- vegarann frá því í fyrra en þó skyldi maður aldrei segja aldrei. -snæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.