Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 Skoðun DV Of miklir peningar. - Veröur aö vandamáti hjá fjármátaráöherra. Hvað er að fjármálaráðherra? Myndirðu vilja fylgjast með brúðkaupi hr. Ólafs Ragnars og Dorritar? Áslaug Háifdánardóttir kennari: Nei, ekkert frekar. Helgi Pétur Guðjónsson verkamaður: Nei, og mér finnst ekki aö þaö eigi aö sjónvarpa því. Dagbjört Hauksdóttir, 13 ára: Nei. Guðmundur Jónsson viðski ptaf ræöi ngu r: Já, þetta veröur spennandi ár. Brynja Óskarsdóttir: Já, þaö er stórkostlegt og yndislegt aö hann hafi fundiö hana. Ég sam- gleöst honum. Ólafía Lárusdóttir: Já, aö sjáifsögöu. Hvaö heldur þú? Þaö er nú ekki oft svo spennandi sjónvarpsefni. Hrafnkell Daníelsson skrifar: Það gengur líklega fram af mörg- um eftir nýlegt fréttaviðtal við fjár- málaráðherra. Hann kemur fram í fréttum Stöðvar 2 (25. maí sl.) og segir það vandamál að það skuli vera tekjur af ríkissjóði og ríkis- stjómin í vanda yfir því hvað gera eigi við peningana. Það furðar ef- laust marga að maðurinn skuli ekki sjá að það eru mörg mál í þessu þjóðfélagi sem brýnt er að taka á. Heilbrigðismálin eru t.d. í algjörum ólestri og í þau þarf að leggja mikla fjármuni. Einnig má nefna félags- lega kerfið sem er bæði óaðgengi- legt og þungt í vöfum, auk þess sem þeir sem þurfa að leita til þess eru venjulega betur settir án þess. Síðast en ekki sist ber að nefna kjör öryrkja og aldraðra sem eru orðin líkt og svartur blettur i þessu þjóðfélagi. Margir hafa lent í því að tapa stöðu sinni sem frjálsir þjóðfé- lagsþegnar þegar þeir hafa orðið ör- skrifar: RÚV gerir það ekki endasleppt þegar nauðungaráskriftir og inn- heimtuoffors er annars vegar. Ég þekki til heimilis þar sem son- ur í háskólanámi býr heima hjá móður sinni tímabilsbundið. Hún er með sjónvarp og neyðist því til að greiða áskrift Ríkisútvarpsins-sjón- varps. Það eitt kemur í veg fyrir að hún fengi sér áskrift að Stöð 2 eða örbylgjuloftnet til að ná Skjá einum og losna við leiðindin á RÚV. En RÚV dugir ekki að hafa svona tangarhald á bara einum fjölskyldu- meðlima. Því var það að sonurinn umræddi fékk bréf frá þessari há- „Mig langar til að benda fjármálaráðherra á það að nota þessa peninga sem hann er í„vandrœðum“ með til að gefa því fólki sem verst er sett í þessu þjóðfélagi. “ yrkjar. Ástæðan er sú að ríkið lítur á þetta fólk á svipaðan hátt og litið var á gyðinga þriðja ríkisins á sín- um tima. - Önnur samlíking kemur ekki upp í hugann. Ríkið vill ekkert fyrir þetta fólk gera og þar fyrir utan refsar ríkið því ef það vill gifta sig eða halda fjölskyldunni saman. Það er gert með þvi að tekjutengja bætur þessa fólks við tekjur maka þess. Því miður er það svo að þing- menn okkar og ráðherrar eru al- gjörlega búnir að missa samband við fólkið í landinu og eru þar með úr tengslum við raunveruleikann. „í bréfinu stóð eitthvað á þá leið að innheimtuhjörðinni þœtti skrýtið að hann væri ekki skráður fyrir sjónvarpi, kominn á þennan aldur. “ æruverðugu stofnun um daginn. í bréfinu stóð eitthvað á þá leið að innheimtuhjörðinni þætti skrýtið að hann væri ekki skráður fyrir sjónvarpi, kominn á þennan aldur. Með skrifunum fylgdi eyðiblað, sem hann var vinsamlegast beðinn um að fylla út. Þar átti hann að láta getið sjón- varps- eða útvarpseignar sinnar ef Svo á víst að heita að þingmennirin- ir eigi að vinna fyrir fólkið í land- inu og vera umbjóðendur þess. Hvað er gert við umboðsmenn sem standa sig ekki fyrir umbjóð- endur sína? Jú, þeir eru einfaldlega reknir. Og starfsmenn fyrirtækja sem standa sig illa i starfi ? Jú, þeir eru reknir. Það er kominn tími til að þessir umboðsmenn okkar Is- lendinga fari að vinna fyrir umbjóð- endur sína, í stað þess að standa í innbyrðis deilum. - Hætta að hugsa um það eitt að maka eigin krók. Það er kominn tími til að vinna vinnuna sína af einhverju viti. Mig langar til að benda fiármála- ráðherra á það að nota þessa pen- inga sem hann er í „vandræðum" með til að gefa því fólki sem verst er sett i þessu þjóðfélagi rétt til þess að geta lifað nokkuð áhyggjulausu lífi. Það verður aðeins gert með bættum kjörum til þessa fólks. Og afnemið tekjutengingu maka. - Það er prinsipmál. einhver væri. Með þessu fylgdi svo umslag, skráð á RÚV. Nú var það svo með þennan unga mann að hann var alls ekki tilbúinn til að láta Pétur eða Pál senda sig í geðþóttaferð út í pósthús. Því hringdi hann á RÚV og mótmælti. Kom þar í samræðum hans og fraukunnar sem varð fyrir svörum, að hún tilkynnti honum að hann væri „latur, ungur maður!.“ Samtal- inu lauk fljótlega eftir það. Þetta var lítil og lýsandi saga af ríkissjónvarpinu sem innheimtir nauðungaráskriftargjaldið með töngum og endursýnir svo gamla Taggart-þætti á besta kvikmynda- sýningartíma um helgar. RÚV sendir fólk á pósthús Pagfari Vel menntaöir og logagylltir Með lögum skal land byggja, segir einhvers staðar og á þetta hefur alþýða manna treyst og jafnframt að lögreglulið landsins sjái um að lögunum sé framfylgt. Nýlega bárust þó af því fréttir að nýliðar fengjust vart í Lögregluskóla rikisins og slíkt kæmi óneitanlega niður á lög- gæslunni. Haft var eftir yfirlögregluþjóni að ómenntað afleysingafólk væri því eitt á ferð, íklætt lögreglubúningum. Af því mátti draga þá ályktun að heldur bæri að varast einkennis- klædda lögreglumenn. Þeir kynnu lítið fyrir sér enda sagði yfirlögregluþjónninn að mistök ófaglærðra gætu haft alvarlegar afleiðingar. Heldur var það þó léttir lögðhlýðnum borg- urum skömmu síðar þegar greint var frá stöðu- einkennum og merkjum íslensku lögreglunnar. Það kom til af því að ríkislögreglustjórinn sást gjaman borðalagður á myndum og raunar svo drengilega að hann sló út herforingja í Suður- Ameríku sem þó eru með skrautlegustu mönn- um. Því þótti ástæða til að kanna borða á jökk- um, axlarsprota, borða á einkennishúfum, arm- merki og húfumerki lögreglunnar. Við þessar rannsóknir kom í ljós að treysta mátti aö minnsta kosti hluta liðsins, væru þeir borðalagð- ir og skrýddir. Miðað við aðsóknina að lögregluskólanum og Einkennisbúningar hafa aðdráttar- afl. Því fleiri strípur, því betra. Eft- ir að myndir birtust af stöðuein- kennum lögreglunnar brá svo við að umsóknum rigndi yfir skólann. þá ófaglærðu menn sem sprönguðu um í ein- kennisbúningum lögreglunnar virtist full ástæða til þess að athuga búnað þeirra lögreglumanna sem fólk þurfti af einhverjum ástæðum að eiga samskipti við. Viðvörunarljós kviknuðu væri maðurinn strípulaus á ermum og skrautlaus á öxlum. Þar gat verið kominn botninn á liðinu, svokallaður lögreglumaður 4 eða héraðslög- reglumaður án lögreglunáms. Við þær kringum- stæður væri fullur skilningur á þvi að borgar- inn forðaði sér frá hinum ómenntaða þjóni. Smálegt skraut á öxlum er strax skárra því það bendir til þess að lögregluþjónninn hafi lok- ið námi og lögreglustjarna á kragahorni jakka bendir til þess að um sé að ræða aðstoðarvarð- stjóra. Skrautlegri menn en varðstjórar eru guli- trygging fyrir löglegri meðferð borgaranna enda eykst þá skraut jafnt á jökkum sem húfum. Strípur á ermum eru bestar, allt frá einni upp í fiórar. Aðalvarðstjóri ber eina mjóa og staðgeng- ill lögreglustjóra eina breiða. Toppamir eru svo með tvær eða þrjár breiðar og ríkislögreglustjór- inn sjálfur að kalla gylltur upp að olnboga. Upplýsingar um stöðu lögregluþjóna komu borgurunum ekki aðeins vel heldur gerbreyttu þær stöðu Lögregluskóla ríkisins. Einkennisbún- ingar hafa aðdráttarafl. Því fleiri strípur, því betra. Eftir að myndir birtust af stöðueinkennum lögreglunnar brá svo við að umsóknum rigndi yfir skólann. Borgurunum er létt enda verða lög- reglumenn framtíðarinnar vel menntaðir - og logagylltir. Afí. Hvað á barniö að heita? - Gætum að stafafjöldanum. Ólög um mannanöfn Reið amma skrifar: Um páskana var dótturdóttir mín skírð. Hún hlaut tvö nöfn. Samtals eru þessi nöfn - með bilum og föður- nafni - þrjátíu og þrír stafir. Nú fékk dóttir mín upphringingu frá Hagstofu íslands um að barnið fengi ekki að bera bæði nöfnin í Þjóð- skrá, þar sem þau væru of löng. Dótt- ir mín spurði þá hvort ekki mætti þá skrá bæði nöfnin og nota svo bara „d.“ í staðinn fyrir „dóttir" þar sem allir viti hvað það þýðir. Dóttir mín fékk algjöra neitun við þessu. Svona eru reglurnar var sagt. Hefði bamið verið drengur með jafnmarga stafi i nafni sínu hefði allt nafnið verið fært í Þjóðskrá, þar sem „son“ er bara þrir stafir, en „dóttir" sex stafir. - Er nú ekki kominn tími til að endur- skoða þessar reglur. Hér er kynja- misrétti á ferð. Lágflug Neytenda- samtakanna Sigurlaug skrifar: Ég er undrandi á hve flugfélagið Go auglýsir stíft að þar kosti flugferð- in frá 10.000 kr. Samt hefur marg- sinnis komið fram að þessi lágu far- gjöld eru ófáanleg nema örfá sæti í september. Hvað er þá verið að aug- lýsa? Þetta finnst mér svik við neyt- endur og leiðir hugann að þvi hvar Neytendasamtökin haldi sig í þessu máli. Þaðan heyrist ekki múkk til vamar hagsmunum ferðafólks. Það er eins og Neytendasamtökin geti aldrei sinnt nema einu máli i einu. Þessa mánuði er það campylobakter- ían. - Mér finnst ótækt að þessi mik- ilvægu samtök skuli alltaf vera á svona miklu lágflugi. Stofnfundur Samfylkingar? Elín Einarsdóttir skrifar: Blaðagrein sem Svanfríður Jónas- dóttir alþm. skrifar í Dag sl. miðviku- dag um menntun og uppsprettu fram- fara hefst á þessum orðum: „Á stofn- fundi Samfylkingarinnar var horft til framtíðar þegar áherslur voru lagð- ar. Við sem studdum Alþýðuflokkinn í kosningum til margra ára, vitum ekki til að neinn stofnfundur hafi verið haldinn þar sem Samfylking- unni var breytt í alvöru stjórnmála- flokk. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir hefur lagt til að nafnið breytist i Jafnaðarflokkur. Það virðist vera bannorð enn sem komið er. Kannski leggjast allaballar gegn því. Varla hinn fámenni Kvennalisti eða Þjóð- vaki. Enn þá er Samfylkingin ekkert nema samróma viljayfirlýsing um flokksstofnun. En hvenær? Einkaþotu fyrir forsetaembættið Eggert- Jónsson hringdi: Ég er ekki að grínast þótt ég leggi fram þá hugmynd að keypt verði einkaþota fyrir forsetaembættið. Ég veit ekki betur en Flugmálastjórn hafi sína eigin flugvél tU umráða og ekkert nema sjálfsagt. Einkaþota sem fyrst og fremst nýtist fyrir forseta og fylgdarlið bæði hér og tU utanflugs (og jafnvel önnur embætti ríkisins) myndi borga sig tUtölulega fljótt. Það væri líka ólíkt þægUegra að geta ferð- ast með embættisflugvél en almennri farþegaflugvél, sem svo kannski er ekki einu sinni á áætlun. wserbsl Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reylfiavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.