Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Blaðsíða 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 Tilvera DV lífift Myndasýning frá Nepal í kvöld mun Helgi Benedikts- son kynna í máli og myndum gönguferðir í Nepal. Meðal ann- ars mun Helgi segja frá ferð á Langtang-svæðið í október síð- astliðnum auk þess að kynna fyrirhugaða ferð á slóðir Ever- est-f]alls í október næstkomandi. Þá verða sýndar myndir og sagt frá fyrirhugaðri ferð haustið 2001 til fyrrum konungsríkisins Mustang sem er afar einangrað ^og þarf sérstakt leyfl til að ferð- ' ast um. Myndasýningin fer fram í versluninni Nanoq og hefst kl. 20.30. Krár ■ STEFNUMOT 30 Hin víðfrægu Stefnumótakvöld Undirtóna halda áfram öllum til ómældrar gleöi. Nú er það Stefnumót 30. Þeir Undir- tónamenn eru að venju búnir aö massa upp feitt prógramm. Aö þessu sinni eru það sveitirnar Vítis- sódi, Bris og Úlpa. Rokk, ról og ró- legheit er stefna kvöldsins. 9 m SOLEY A THOMSEN Sóley, einn sætasti dídjei veraldar, spilar feitt r’n’b og fönkí hip-hop á Kaffi Thom- sen. Úber-tjill og næsheit. ■ UÚFT Á CAFÉ ROMANCE Sænski píanósnillingurinn Raul Petterson leikur léttum fingrum á pí- anóið á Café Romance. ■ NÆS Á NAUSTINU Söngkonan og píanóleikarinn Liz Gammon styttir gestum stundir í koníaksstofu Naustsins. Djass ■ CESARIA EVORA Miðar á tón leika söngkonunnar Cesaria Evora '!'seldust upp á rúmum tveimur tímum strax viö upphaf miðasölu Listahá- tíöar og varö strax mikil eftirspurn eftir aukatónleikum. Nú halda Ces- aria Evora og hljómsveit hennar aukatónleika í Broadway klukkan 19. Sími miðasölunnar er 552 8588. Miðasala Listahátíöar er opin alla virka daga kl. 9-17 og laugar- daga kl. 10—14. Leikhús ■ SIÐASTI SNORKO Það parf varla aö kynna verðlaunaleikritið Abel Snorko býr einn fyrir neinum. Þetta slykki er búið að ganga fyrir fullu husi tvö leikár, í kvöld er 89. sýning. Hún er jafnframt næstsíöasta sýn- ingin. Eins og áður er hún sýnd á stóra sviöinu í Þjóðleikhúsinu kl. 20. Það eru enn til miöar þannig að þiö ættuö aö drífa ykkur! Opnanir ■ HRAUN OG VATN Svava Sigríöur Gestsdóttir lýkur myndlistarsýningu sinni í Veislugalleríi Listhússins viö Laugardal í dag. Sýningin ber heitið Hraun og vatn. Þetta er 12. einka- sýning Svövu, en hún hefur tekiö þátt í mörgum samsýningum. Sjá nánar: Líflð eftir vinnu á Vfsi.is Listahátíð í Reykjavík: Berfætta dívan á Broadway - Cesaria Evora er komin langt að til að syngja fyrir Reykvíkinga Söngkonan Cesaria Evora frá Grænhöfðaeyj- um hélt í gærkveldi tón- leika á Broadway við góð- ar undirtektir og eru aðr- ir tónleikar fyrirhugaðir í kvöld. Hún hefur vakið heimsathygli fyrir söng sinn á undanfomum ámm og hafa gagnrýnend- ur hælt tónlist hennar í hástert. Ganga sumir svo langt að líkja henni við stjörnur á borð við Billie Holiday og Edith Pflaf. Sjáif gerir Evaro lítið úr slíkum samanburði: „Ég kann ekki við að vera bor- in saman við þær. Ég er að vísu mikill aðdáandi þeirra og finnst þær báðar stórkostlegar söngkonur en hver manneskja hefur sín eigin sérkenni og stíl. Það hefur því lítið upp á sig að vera að bera okkur saman á þennan hátt.“ Tónlist Evora er hin angurværa og seiðmagn- aða morna tónlist sem meðal annars hefur haft mikil áhrif á ýmsa evr- ópska tónlistarmenn. Sjálf lýsir Evora henni svo: „Morna er hefðbundin tónlist Grænhöfðaeyja sem fjallar um allt milli himins og jarðar svo sem ástina, hið daglega líf, sól- ina og sjóinn.“ Evora bæt- ir þvi við aö annarra strauma gæti í tónlist sinni: „Heimaborg mín, Mindelo, er hafnarbær og er því suðupottur mis- munandi menningarstrauma sem skila sér í tónlistina. Það er því erfitt að benda á einhverja ákveðna áhrifavalda í tónlist minni heldur koma þau víða að.“ Lét ekki frægðina stíga sér til höfuðs Cesaria Evora ólst upp við kröpp kjör í Mindelo og hóf ung að syngja á börum og kafflhúsum borgarinn- ar. Náði hún fljótlega mikilli hylli í heimalandi sínu en sló ekki í gegn á alþjóðavettvangi fyrr en á tíunda áratugnum en þá var hún komin á fimmtugsaldur. Þegar Evora var Bíógagnrýni Cesaria Evora - berfætta dívan „Ég kunni aldrei við að ganga í skóm og þess vegna var ég alltaf berfætt," sagði söngkonan Cesaria Evora um nafngiftina. DV-MYND HILMAR ÞÓR spurð hvemig það hefði verið að hljóta svo skyndilega heimsfrægð sagði Cesaria að það hefði gert sér gott. „En það var ekki eitthvað sem breytti mér. Ég lét það ekki stíga mér til höfuðs og er því enn sama manneskjan innst inni og ég var áður.“ Hún kveðst heldur ekki finna svo mikinn mun á því að syngja á stórum sviðum en á litlum reyk- mettuðum krám: „Fyrir mér kemur það i sama stað niöur hvort ég kem fram á stóru sviði eða litlu. Eini munurinn er að fleiri sjá mig á stóru stöðunum. Ég næ ekki síður góðu sambandi við áhorfendur þar.“ Cesaria býr á Grænhöfðaeyjum en þarf að dvelja langdvölum er- lendis vegna tónleikaferöalaga: „Ég er 7 til 8 mánuði á ári á tónleika- ferðalagi og 4 til 5 heima. Þetta get- ur verið mjög þreytandi fyrir konu á mínum aldri en þetta er hluti af vinnunni minni og ég verð að gera það. Þar að auki er þetta gott fyrir ferilinn." Þrátt fyrir hinar miklu fjarverur vegna tónleikaferðalaga segist Evora vera í góðum tengslum við fósturjörðina. „Það er enginn vandi að halda sambandi við fóður- landið. Ég er í stöðugu símasam- bandi við fjölskylduna til að sjá hvort ekki sé allt í lagi. Þetta er auð- veldara nú en áður fyrr með allri fjarskiptatækninni svo sem símum og faxtækjum. Jafnvel þó að maður sé fjarri heimahögum getur maður þvi verið mjög nærri," sagði Ces- aria Evora. Ekki gefst Evora tími til að skoða sig um á íslandi meðan á dvöl henn- ar stendur enda verður hún hér að- eins í þrjá daga og dagskráin þétt- skipuð: „Ætli ég haldi mig ekki bara á hótelinu. Ég vildi gjaman skoða mig meira um en er þvi mið- ur ekki með bíl,“ sagði Evora að lokum. -EÖJ Háskólabíó - I Kina spiser de hunde •k -k'k'k Enn koma Danir á óvart Bjöm Æ. Norðfjjörö skrífar gagnrýni um kvikmyndir „Eg leyfi mér aö fullyrða aö engri þjóö aö undanskildum Bandaríkjamönnum hefur tekist aö búa til jafnháöska ofbeldiskómedíu og I Kina spiser de hunde. íslendingar ættu ekki síöur aö fiykkjast á hana en Nattevagten, Breaking the Waves og Festen." Óhætt er að fullyrða að Danir séu leiðandi í norrænni kvikmyndagerð. Jafnvel mætti halda því fram að danskar kvikmyndir bæra af í evr- ópskri kvikmyndagerð um þessar mundir. I kjölfar Dogme æðisins hlaut danska myndin Dancer in the Dark gullpálmann í Cannes. Mynd Lasse Spang Olsen, I Kina spiser de hunde, á lítið skylt við ofurraunsæi Dogme eða söngleik Lars von Triers. Hún er hasarmynd, uppfull af gríni og spennu. Og skyldu einhverjir vera haldnir þeim fordómum að Danir geti ekki búið til slíka mynd leiðréttist það hér með. Ég leyfi mér að fullyrða að engri þjóð að undanskildum Banda- ríkjamönnum hefur tekist að búa til jafn háöska ofbeldiskómedíu og I kina spiser de hunde. íslendingar ættu ekki síður að ílykkjast á hana en Nattevagten, Breaking the Waves og Festen. Bankaafgreiðslumaöurinn Arvid (Dejan Cukic) lifir afskaplega tilbreyt- ingarlausu lífi þar til kærastan (Trine Dyrholm) yfirgefur hann með ásökun- um um að hann sé leiðinlegasti mað- ur í heimi. Að henni óafvitandi breyt- ist það sama dag. Arvid kemur í veg fyrir bankarán með því að slá banka- ræningjann (Peter Gantzler) í höfuðið með skvass-spaöa. Eftir að hafa kom- ist að því að ræninginn þurfti sárlega á peningunum að haida ákveður Arvid að bæta fyrir hetjuskap sinn. Hann biður bróður sinn, glæponinn Harald (Kim Bodnia), um að aðstoða sig við rán á peningaflutningabíl. Þeir láta slag standa ásamt aðstoðarmönn- um Harald, kokkunum Peter (Tomas Villum Jensen) og Martin (Nikolaj Lie Kaas). Smátt og smátt tekur Arvid aö breytast úr saklausri bankatusku í harðsvíraðan ofbeldissegg undir Nietzscheískum predikunum bróður síns. Gott og iilt skiptir engu, heldur þol einstaklingsins. Smekkur og sið- ferði era afstæð - I Kína borða þeir hunda. Það er ekki sist leikurunum að þakka hversu vel tekst til. Margir eru kunnuglegir hkt og Kim Bodnia úr Pusher, Trine Dyrholm úr Festen og Nikolaj Lie Kaas úr Idioteme - aðrir standa sig ekki síður. I öllum hama- ganginum og látunum missa persón- urnar aldrei danska raunsæisyfir- bragðið - kannski það sé bara vegna þess að þær era ekki bandarískar. Myndin býr einnig yfir vel útfærðum hasaratriðum og einhverjtun besta bílaeltingarleik sem lengi hefur sést - að bandarískum myndum meðtöldum. Háðið verður svartara með hverri mínútu myndarinnar og jafnvel spuming hvort hún gengur ekki fram af sjálfri sér á endanum. Um það verða áhorfendur sjálfir að dæmi en ljóst má vera að I Kina spiser de hunde er enn ein rósin í hnappagat danskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Lasse Spang Olsen. Handrit: Anders Thomas Jensen. Aöalhlutverk: Dejan Cukic, Kim Bodnia, Tomas Villum Jensen, Nikolaj Lie Kaas og Peter Gantzler.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.