Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Blaðsíða 28
NYR NISSAN PATROL
Stóra fíkniefnamáliö:
Segja magnið
mun minna
Aðalmeðferö stóra fíkniefnamálsins
svokallaða hófst í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær. Tvö aðalvitni voru yfir-
> heyrð í dómsal í gær. Flestir hinna 19
ákærðu hafa viðurkennt aðild sína að
málinu, en draga verulega úr magni
eiturlyfjanna sem flutt voru til lands-
ins í gámum Samskipa á tæplega
tveimur árum. Níu manns hafa setið í
gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna
þessa máls síðan í september í fyrra.
Við rannsókn málsins lagði lögregl-
an í Reykjavík hald á 24 kíló af hassi,
4 kíló af amfetamíni, 1 kíló af kókaíni
og 6000 e-töflur en þar sem meintir höf-
uðpaurar málsins hafa stundað þessa
iðju í mörg ár er heildarmagn fíkniefn-
anna talið mun meira. -SMK
Mjölverksmiöjurnar:
Friður í fjórar
loðnuvertíðir
DV, AKUREYRI:
„Ég er ekki þeirrar náttúru að fara
alltaf ánægð heim af samningafundum
en lengra varð, tel ég, ekki komist
núna,“ segir Signý Jóhannesdóttir, for-
maður verkalýðsfélagsins Vöku á
Siglufirði, um samningana sem tókust
milli 8 fískimjölsverksmiðja á Norður-
og Austurlandi og starfsfólks í þeim.
Samningurinn er mjög áþekkur þeim
-sem gerðir hafa verið við aðra að und-
anfómu. Atkvæði verða greidd um
samninginn á næstu dögum og verkfalli
hefur verið frestað til 10. júní. -gk
ísafjarðardjúp:
Leitað að
neyðarsendi
Neyðarsendir fór í gang í gærkvöld á
Vestfjörðum. Erfitt reyndist að staðsetja
sendinn og leituðu bæði einkaflugvél og
fólk á landi að honum. Fyrst var óttast
um bát undir Grænuhliðinni á ísafjarð-
ardjúpi, en hann fannst heill á húfi.
Sendirinn fannst svo á gámasvæði í Bol-
ungarvik, sem getur útskýrt erfiðleik-
ana við að finna hann vegna þess að
"gámamir lokuðu fyrir ákveðnar send-
ingaráttir en ekki aðrar._____-SMK
Lést af völd-
um fallsins
Bráðabirgðaniðurstöður krufningar-
innar hafa leitt í ljós að tvítug stúlka
sem fannst látin fyrir framan húsið að
Engihjalla 9 í Kópavogi á laugardaginn
lést af völdum fallsins af svölum á
efstu hæðum hússins.
Maður á þrítugsaldri var handtek-
inn í íbúð í fjölbýlishúsinu eftir að lik
stúlkunnar fannst en talið er að fólkið
hafi komið saman að Engihjalla 9.
Hvorugt þeirra bjó í húsinu en maður-
jt inn þekkir til fólks þar. -SMK
FI5KINN MINN...
ÞSFRETTASKOTIÐ
ISÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað f DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
a ■ ■ |n9var
B 550 5555
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAI 2000
Vor á Austurvelli
Meö fingur í frjósamri mold og bros mót sólu. Ekkert jafnast á við vordag í Reykjavík.
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Nýtt atvinnuleikhús
- Loftkastalinn, Leikfélag íslands og Hjóðsetning í eina sæng
Tvö stærstu „poppleikhúsin"
ásamt Hljóðsetningu tilkynntu í
morgun að þau væm á leið í eina
sæng undir nafninu Leikfélag Is-
lands.
Á annað hundrað starfsmanna
mun vinna hjá fyrirtækinu. Á þess
vegum eru tveir leikhússalir og
fjögur hljóðver.
Þessi sameining mun án efa skerpa
línurnar í leikhúsheiminum og fyrir-
sjáanlegt er að listrænar áherslur
verði skýrari með tilkomu þessa nýja
afls. Á síðasta leikári hýstu Iðnó og
Loftkastalinn hvort um sig um 40.000
gesti eða samtals 80.000 - jafnmikið
og stóra leikhúsin drógu til sín.
Fastráðnir listamenn verða ráðnir
til leikhússins strax næsta haust. Eig-
endur leikhússins era: Stefán Hjör-
leifsson framkvæmdastjóri, Hallur
Helgason, starfandi stjómarformað-
ur, Baltasar Kormákur, Karl Pétur
Jónsson, Sigurður Sigurjónsson, Öm
Ámason, Jóhann Sigurðarson, Jón
Ingi Friðriksson, Kristján O. Andrés-
son, Þórhallur Andrésson, Breki
Karlsson, Ágúst Einarsson, Magnús
Geir Þórðarson og Stöð 2, sem mun
þó ekki eiga meira en 10% samkvæmt
heimildarmanni blaðsins.
- En hvaða áhrif getur þetta haft á
leikara?
„Væntanlega mun þetta hafa þau
áhrif að stóra leikhúsin geta einbeitt
sér að því að sýna „þyngri“ stykki en
þetta nýja fyrirtæki sýnir söngleiki
eða „léttara" efni sem gríðarleg eftir-
spum er orðin eftir,“ sagði Bergur
Þór Ingólfsson leikari. Aðrir lista-
menn sem DV setti sig í samband við
vora flestir ánægðir með sameining-
una en höfðu þó þann fyrirvara á að
þetta gæti orðið til þess að kjör leik-
ara yrðu verri.
Islendingar passi upp á fiskinn
- segir Kenneth Clarke, fyrrverandi iðnaðar- og fjármálaráðherra Breta
Fyrrverandi iðnaðar- og fjármála-
ráðherra Breta, Kenneth Clarke, var á
íslandi um helgina á vegum Bresk-ís-
lenska verslunarfélagsins. í gær hélt
hann fyrirlestur um gengi evrunnar og
Evrópusambandið á Hótel Loftleiðum.
„Öll Evrópuríki hagnast af því að
vera í Evrópusambandinu, en ís-
lendingar þurfa að vera sérlega vara-
kárir vegna fisksins," sagði Clarke í
viðtali við DV.
„Ég veit ekki nóg um íslensk stjóm-
mál til þess að geta gefið ráð varðandi
þetta, en þar sem ísland byggir fjárhag
sinn að stórum hluta á fiskinum held
ég að enginn íslendingur myndi vilja
ganga í Evrópusambandinu án þess að
skilja nákvæmlega hvaða áhrif sú inn-
ganga hefði.“
Biðröð Evrópuríkja eftir að komast
inn í Evrópusambandið hefur mynd-
ast, en Clarke útskýrði að þau lönd
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Fjallað um ESB og Evruna
Kenneth Clarke, fyrrverandi iönaöar-
og fjármálaráðherra Bretlands.
sem biðu f þessari röð væra ekki af-
greidd í þeirri röð sem umsóknir
þeirra bærust. ísland, sagði Clarke,
myndi ekki þurfa að bíða lengi eftir að
komast inn vegna þess að fjárhagur ís-
lands væri í mun betra ástandi heldur
en hjá fyrrverandi kommúnistarikjum
Evrópu.
Bretland hefúr ekki notað evruna,
en Clarke taldi líklegt að svo yrði fyrr
en varir.
„Að mínu áliti ætti Bretland að taka
upp evruna við réttar fjárhagsaðstæð-
ur. Við getum tekið ekki tekið hana
upp núna því í augnablikinu er pund-
ið of sterkt," sagði Clarke. Fyrir vikið
era vörur bændastéttar Bretlands dýr-
ari en sömu vörur Evrópuríkja sem
nota evruna og hefur það valdið mikl-
um vandræðum meðal bænda og það
sama má segja um iðnað í Bretlandi.
Seinni partinn í gær fór Clarke svo
að skoða Gullfoss og Geysi. Hann tók
sjónaukann með í fór i von um að sjá
fúgla, en Clarke er mikill áhugamaður
um fúglaskoðun. -SMK
Magnús Geir Þórðarson sem er
leikhússtjóri nýja leikhússins segir
að þeir muni bera hag listamannanna
fyrir bijósti og bjóða þeim sem fast-
ráðnir verða upp á mikinn sveigjan-
leika. „Leikfélag íslands hefur einnig
áhuga á að þróa íslenskt sjónvarps-
efni, en eins og alþjóð veit þá hefur
Skjáreinn sýnt og sannað að til er
markaður fyrir það. Hljóðsetning,
Iðnó og Loftkastalinn era öll mjög
sterk fyrirtæki og hefur Hljóðsetning
m.a. verið með sérsamning við Disn-
ey á hljóðsetningu allra Disney-
mynda sem sýndar era hér á landi.
Þama hefúr því skapast vettvangur
fyrir framleiðslu á afþreyingar- og
menningarefni sem nokkur skortur
er á.
í dag skortir ekki tæknilegar lausn-
ir til þess að koma frá sér efni - það
er bara gott efni sem vantar. Fyrir-
tækið mun einbeita sér að því að
anna þessari eftirspum og gerir það
væntanlega í samstarfi við þá miðla
sem fyrir era.“ ÓRV
SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES
SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT
PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI
SÍMI 581 1010
SPENNANDI KOSTUR FVRIR HÓPA
r
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/