Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 I>V Erítrear á undanhaldi Her Erítreu hefur fariö hailoka í bar- dögunum viö Eþíópa síöustu daga. Eþíópski herinn burt frá Erítreu Stjórnvöld í Eþíópíu tilkynntu í morgun að hersveitir þeirra hefðu verið kaliaðar heim frá vesturhluta Erítreu eftir að þær náöu hemaðar- markmiðum sínum. Eþíópar hófu sókn gegn nágrönn- um sínum í Erítreu fyrir rúmum tveimur vikum til að endurheimta land sem Eritrear lögðu undir sig í landamærastríðinu í maí 1998. Eþíópar sögðu i gær að herir óvin- anna væm að því komnir að leysast upp og að þeir hefðu yfirgeflð stöðv- ar sínar á austur-vígstöðvunum. Eþíópiskar herflugvélar gerðu árásir á Asmara, höfuðborg Erítreu, í gær í fyrsta sinn í tvö ár. Var sprengjum varpað á herstöðina á aðaiflugvelli borgarinnar. Búist er við aö friðarviðræður deilenda hefjist í Algeirsborg í dag, eftir sólarhrings töf. Skothríð: Fjórir drengir í Klakksvík stofna fjölda í hættu Tveir lögreglubílar urðu fyrir skemmdum og fjöldi manns var í lifshættu þegar fjórir 13 og 14 ára drengir í Klakksvik í Færeyjum hófu að skjóta í allar áttir út um glugga einbýlishúss í bænum í gær. Maður í nærliggjandi húsi fékk glerflís i augað þegar kúla úr einum rifflinum fór í gegnum rúðu. Þá fékk maður sem ók bíl sínu hjá hús- inu einnig glerflís í fótlegginn. Tveir lögregluþjónar sem voru kvaddir á vettvang þurftu að leita skjóls undan kúlnahríðinni. Svæðið kringum húsið var girt af og eftir nokkra stund tókst að fá drengina til að hætta skothríðinni. Þeir em ekki sakhæfir vegna ungs aldurs síns, að sögn lögreglu. Trimble aftur í stjórn David Trimble er aftur oröinn fyrsti ráöherra á Noröur-írtandi. Heimastjórnin á NorðuMrlandi endurreist í nótt Tólf ráöherrar norður-írsku heimastjómarinnar komu til vinnu sinnar í morgun. Heimastjómin var endurreist á miðnætti en þá haföi hún ekki verið starfandi frá því í febrúar þegar bresk stjórnvöld leystu hana upp vegna deilna um af- vopnun írska lýðveldishersins. End- urreisn heimastjómarinnar var mikilvægur þáttur í að blása nýju lífi í friðarsamkomulagið frá 1998. Herinn tók völdin á Fídji í gærkvöld: Stjórnarskráin numin úr gildi Herforingjastjómin á Fídji-eyjum lét í morgun undan kröfum valda- ræningjans Georges Spreights og nam úr gildi stjórnarskrá landsins sem gerði manni af indverskum ætt- um kleift að verða forsætisráðherra landsins. Frank Bainimarama, leiðtogi her- foringjastjómarinnar, undirritaði opinbera tilskipun þess efnis að aft- ur skyldi horfið til stjórnarskrár- innar frá 1990 þar sem innfæddum Fídjibúum er hyglað. Herinn á Fídji tók völdin í gær- kvöld vegna sivaxandi óaldar í kjöl- far valdaráns Speights og vopnaöra félaga hans fyrir ellefu dögum. Valdaræningjamir halda Mahendra Chaudry, fyrsta indverska forsætis- ráðherra eyjanna, og um þrjátiu öðrum í gíslingu í þinghúsinu í höf- uðborginni Suva. Fylgst meö fréttunum Stuöningsmaöur vaidaræningjans Georges Speights á Fídji skoöar biööin til aö fá nýjustu fréttir. Tilskipun herforingjastjómarinn- ar kemur til móts við eina helstu kröfu Speights sem segist vera að berjast fyrir réttindum innfæddra Fídjibúa. Um 44 prósent íbúa Fídjí eru af indversku bergi brotin og ráða yfir helstu þáttum efnahags- lífsins, svo sem sykurrækt og ferða- þjónustu. Fjölmiðlar á Fídji sögðu í morgun að viðræður stæðu yfir milli manna Speights og fulltrúa frá hernum sem vilja að gíslamir verða látnir lausir. Meðal gíslanna er dóttir forsetans sem fór frá í gærkvöld til að herinn gæti tekið völdin. Speight sagði á fundi með frétta- mönnum í morgun að hann væri óá- nægður með stjóm Bainimarama þar sem hann stæði of nærri forset- anum og leiðtoga valdaránsins 1987 sem hafi svikið innfædda. Drottnlng og keisari stlnga saman nefjum Silvía Svíadrottning og Akihito Japanskeisari ræddu saman um landsins gagn og nauösynjar í kvöldveröarboöi í sænsku konungshöllinni í Stokkhólmi í gær. Akihito keisrari og eiginkona hans, Michiko, eru í þriggja daga heimsókn hjá frændum okkar Svíum. Ekki er annað að sjá en vel fari á meö drottningu og keisara. Lögreglan nýtur aðstoð- ar kollega sinna í Arvika Rannsóknarlögreglan í Orrefors nýtur nú aöstoðar lögreglunnar í Arvika við að upplýsa morðið á tíu ára gamalli stúlku i Orrrefors í Sví- þjóð á laugardag. Lögreglan í Arvika fékkst við svipað morðmál ekki alls fyrir löngu þar sem fjög- urra ára drengur var myrtur. „Morðrannsókn sem snýst um böm er mjög sérstæð. Það væri hræsni að hlusta ekki á þá sem hafa reynslu af slíku,“ sagði fulltrúi lög- reglunnar í Orrefors. Tuttugu og fimm lögreglumenn vinna nú hörðum höndum að því að finna meintan banamann litlu stúlkunnar. Hafa lögregluyfirvöld lagt áherslu á að vinna að rann- sókninni á breiðum grundvefli í staö þess að afmarka hana strax frá upphafi. Lögreglan telur sig vita hvers konar vopn er um að ræða og er það eggvopn af ákveðinni tegund. Nú er hins vegar lögð áhersla á að upplýsa ástæðu verknaðarins áður en hægt verður að benda á hinn seka. I gær, mánudag, var fyrsti skóla- dagurinn í grunnskólanum í Orre- fors eftir morðið á laugardag. „Við höfum verið að taka á móti börnum og fuflorðnum, kveikt á kertum og haft einnar mínútu þögn,“ sagði Conny Karlsson, sóknarprestur á svæðinu sem hefur skipulagt áfalla- hjálp í samráði viö sálfræðinga, lækna og kennara skólans. Rannsókn málsins er í fullum gangi og nú síöast var byrjað að yf- irheyra bömin sem gistu í tjaldúti- legunni þessa örlagaríku aðfaranótt laugardags. Þar hefur m.a. komiö fram að nokkar stúlknanna í hópn- um hafi orðið að flýja af tjaldsvæð- inu undan ágangi piltanna sem rifu tjaldhæla upp og áreittu stúlkumar á annan hátt. Gistu þær því á heim- ili einnar sem bjó skammt frá tjald- svæðinu. Klukkan hálfljögur um morgun- inn vaknaði ein stúlkanna við hróp sem bárust að utan en ályktaði sem svo að það væri einn af strákunum. Lýsti hún hljóðinu og sagði að það hefði verið eins og þegar vatni væri hellt yflr tjald. Lögreglan hefur enn sem komið er ekki fengið heildstæða lýsingu á því hvernig morðið atvikaðist og enn sem komið er hefur enginn ver- ið ákærður. Grunur leikur þó á að börnin í tjaldútilegunni gætu komið þar eitthvað við sögu. Lögreglan mun á næstunni ein- beita sér að því að bera saman göt á tjaldinu við meint morðvopn. imimœvmmá Styður Peres aforætisráðherra ísra- els, sagðist í gær myndu styðja Shimon Peres í for- setakosningum til að taka við af núver- andi forseta lands- ins, Ezer Weisman. Neita að hafa styrkt Kohl Siemens Ag neitaði í gær fullyrðing- um þess efnis að þeir hefðu gefið millj- ónir marka i kosningasjóð fyrrum kanslara Þýskalands, Helmuts Kohl. Sæl tvö met David Hempleman Adams setti tvö met á mánudag er hann varð fyrstur manna til að fljúga lengur en 13 klukktíma í loftbelg, einn og óstuddur. Seinna metið setti hann þegar hann varð fyrstur til að fljúga yfir íshafið á sama loftbelg. 44 drepnir á Jakarta Stjórnvöld í Indónesíu tilkynntu fyrr í dag að skæruliðar hefðu myrt 44 og sært hundruð á Jakartaeyju í stríði ólíkra trúarhópa sem staðið hefur yfir í landinu að undanförnu. Fórnarlömb voru að mestu kristin. Sprengingar í íran Fjögur skot úr sprengjuvörpu hæfðu Austur-Tehran í dag að því er fram kom í íranska útvarpinu. Engum sögum fer af mannfalli eða skemmdum en talið er aö stjómar- andstæðingar standi að baki árásinni. Clinton til Evrópu Bifl Clinton, for- seti Bandaríkjanna, hóf Evrópufór sína sem standa mun í um viku í Portúgal í dag. Þar ætlaði Clinton að tala við ráðamenn landsins, x á m. Jorge Sampaio, forseta landsins. Clinton mun einnig heim- sækja Þýskaland og Rússland. „Siðferðilega æðri“ Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, vigði í gær formlega nýja brú þar í landi sem hann kaflaði af því tilefhi „siðferði- lega æðri“ brú yfir fljótið Dóná. Hætt í patéinu Skoskur aöalsmaður og hans frú hafa ákveðið að sniðganga frægt verslunarhús í Edinborg af því að verslunin neitar að hætta sölu á gæsalifrarpaté. Þau hjón, sem eru miklir dýravemdunarsinnar, hafa hótað að snúa ekki aftur fyrr en söl- unni verður hætt. Larsen til Líbanon Terje Roed Larsen, sérlegur sendifufltrúi Sameinuðu þjóðanna er væntanlegur til Líbanons í dag til að staðfesta hvort ísraelar hafi með öUu yfirgefið Suður-Líbanon. Að því búnu mun Larsen eiga viðræður við utanríkisráðherra Sýrlands, Farouq al-Shara. Um 4500 friðargæsluliðar eru nú að störfum í Suður-Líbanon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.