Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Qupperneq 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
Fréttir DV
Meintur morðingi sjónvarpsstjörnunnar Jill Dando:
Trúi ekki að þetta
sé morðinginn
- segir Jakob Frímann Magnússon, sem þekkir til ákærða
„Þetta var einn
af okkar smærri
bræðrum, lítil-
magni sem hafð-
ist gjarnan við á
kaffihúsi þvi í
Lundúnum sem
íslendingar
vöndu komur sín- jjn Dando
ar á. Þess vegna Myrtfyrir
þekktum við utan heimili
hann og ég er S/tt/
ekki frá því að Lundúnum fyrir
við höfum séö rumu QrL
hann daglega .......
þarna á kafííhúsinu í flmm ár,“
sagði Jakob Frímann Magnússon
um Lundúnabúann, Barry Bulsara,
sem ákæröur hefur verið fyrir
Jakob Frímann
Magnússon
Hitti meintan
moröingja á
kaffíhúsi daglega
í fímm ár.
ur fyrir morðið
morðið á sjón-
varpsstjörnunni
Jill Dando en hún
var skotin fyrir
utan heimili sitt í
Lundúnum fyrir
rúmu ári. Síðan
þá hefur Lund-
únalögreglan leit-
að morðinjga
sjónvarpsstjöm-
unnar án árang-
urs þar til Barry
Bulsara var hand-
tekinn og ákærð-
rr í vikunni.
Kynlegur kvistur
„Ég trúi ekki að Barry sé morð-
inginn og hvað þá að honum skyldi
takast að leyna gjörðum sínum svo
lengi. Ég er ákaflega vantrúaður á
þetta en á hitt ber að líta að lögregl-
unni gæti auðveldlega tekist að
klína á hann morðinu ef enginn
annar finnst. Barry Bulsara er
ósköp ólánlegur og eiginlega það
sem við hér á íslandi köllum kyn-
legan kvist,“ sagði Jakob Frímann.
Kaffihúsið þar sem íslendingam-
ir í Lundúnum og Barry Bulsara
vöndu komur sínar á heitir Unique
og er rekið af írönskum vetinga-
manni sem sá aumur á Barry og
notaði hann til sendiferða og ann-
arra viðvika þegar þurfti gegn kaffi-
bolla.
Kaffihúsið er staðsett í næstu
götu við heimili hinnar myrtu sjón-
varpsstjörnu en gegnt heimili henn-
ar bjó Jakob Frímann sjálfur. Að
sögn Jakobs hafði Barry mikið yndi
af því að sýna íslendingum og öðr-
um gestum á Unique myndir af
frænda sínum, Freddy heitnum
Mercury, söngvara Queen:
Frændi Freddy Mercury?
„Engin trúði þvi að þeir væru
frændur en samt sýndi hann okkur
myndir af sér og Freddy saman og
sagðist hafa erft eitthvert fé að hon-
um látnum. Hitt þykir mér þó ótrú-
legra að Barry Bulsara sé hinn
raunverulegi morðingi Jill Dando,“
sagði Jakob Frímann.
-EIR
Enn sama
misskiptingin
- segir Einar Karlsson
DV,~STYKKISHÓLMI:
Verkalýðsfélag Stykkishólms
fagnaði 85 ára afmæli sinu í Félags-
heimili Stykkishólms á verkalýðs-
daginn 1. maí. Fram kom meðal
annars í ræðu formannsins, Einars
Karlssonar, að þrátt fyrir 85 ára
framþróun ríkti enn sama misskipt-
ingin, bæði félagslega og fjárhags-
lega, þegar fyrirtæki veltu ofsa-
gróða en segðu á sama tíma nei við
launahækkunum láglaunafólks.
Guðmundur Gunnarsson, formað-
ur Rafiðnaðarsambandsins, hélt
ræðu í afmælinu og minnti menn á
að vera á varðbergi gagnvart kröf-
um um aukinn vinnutíma og tók
sem dæmi aðbúnað verkafólks þeg-
ar vinna hófst klukkan 5 að morgni
og endaði klukkan 22 án matartíma
þar sem menn höfðu ekki rétt á
slíku þá. -DVÓ
DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON
Námsfólk á vegamótum
Suðurlandsstúdentar og brautskráöir nemendur afýmsum brautum Fjöibrautaskóia Suöurlands. Þetta unga fólk
stendur nú á vissum vegamótum í lífi sínu og fer í ýmsar áttir í námisínu.
Fyrsta skóflustungan:
Iðnaðarhverfi í
Grundarfirði
102 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurlands:
Hluti nemenda far-
PVTgRUNDARFIRDI:
Björg Agústsdóttir sveitarstjóri
tók í liðinni viku fyrstu skóflustung-
una að nýju iðnaðar- og athafnsvæði
í Grafarlandi við Kvemá. Töluvert
hefur verið byggt af iðnaðarhúsnæði
í Grundarfirði á síðustu árum og var
því þörf á að taka nýtt svæði undir
slíkar lóðir. Það var Erla Bryndís
Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt á
Teiknistofunni Eik ehf., sem vann
deiliskipulag svæöisins.
Fyrsta skóflustungan var tekin
fyrir 290 fermetra stálgrindar-
skemmu sem Ásgeir Valdimarsson
hyggst láta reisa undir útgerðarstarf-
semi sína og telur líklegt að húsið
muni risa á timabilinu ágúst-septem-
ber. Þegar hefur veriö úthlutaö fimm
lóðum á svæðinu. -DVÓ
Borgnesingar
jarðgera
DV, BORGARNESI:
Auglýst verður eftir 20 fjölskyld-
um í Borgarbyggð til að stunda jarð-
gerð í tilraunaskyni. Á fundi bæjar-
ráðs Borgarbyggðar á dögunum
vom lagðar fram tillögur í jarðgerð-
armálum. Lögð var fram greinar-
gerð Stefáns Gíslasonar og aögeröa-
áætlun varöandi jarögerð lifræns
úrgangs, val á safnkössum og fleira.
Samþykkt var að kaupa 23 safn-
kassa af þremur mismunandi gerð-
um. -DVÓ
tölvuvæddur næsta ár
- aðstoðarskólameistari kvartaði yfir lakari skólasókn
DV, SELFOSSI:_________________
102 nemendur brautskráðust
frá Fjölbrautaskóla Suðurlands
fyrir skömmu. Af þessum hópi
voru 66 að ljúka stúdentsprófi.
Þeir 36 nemendur sem voru að
ljúka námi af öðram brautum
voru flestir að klára nám á iðn-
brautum, auk meistaranáms í
nokkrum iðngreinum og þrír
nemendur brautskráðust af
hússtjómarbraut.
í máli Örygs Karlssonar að-
stoðarskólameistara við út-
skriftina kom fram að aldrei
hafi fleiri nemendur verið
skráðir í skólann en á önninni
sem nýliðin er, eða alls 686. Að
meðaltali var hver nemandi
skráður i 16,3 einingar í upp-
hafi annar. 79,65% eininganna
sem lagðar voru undir stóðust.
Meðalnemandinn lauk því 13,1
einingu.
örlygur sagði að skólasókn hafi
verið heldur slakari en oft áður ein-
ungis 36% nemenda hafi verið með
8-10 i skólasókn.
Á nýliðinni vorönn var í fyrsta
skipti frá stofnun skólans ekki
kennt í öldungadeild. Á undanfom-
um árum hefur dregiö úr aðsókn að
öldungadeildinni auk þess sem
menntamálaráðuneyti hefur gert
auknar nýtingarkröfur í deildinni.
Því voru fjárveitingar á fjárlögum
fyrir árið 2000 ónógar til að halda
deildinni úti á vorönn miðaö við
nemendafjölda síðustu anna. Boðið
verður upp á nám í öldungadeild
næsta haust.
Fjölbrautaskóli Suðurlands er
þróunarskóli í upplýsingatækni og
mikið er lagt upp úr tölvunámi og
tölvuvæðingu í skólanum. Skólinn
er einn þeirra framhaldsskóla sem
verður í átaki við að fartölvuvæða
framhaldsskólanema og þegar ný
námskrá tekur gildi næsta vetur
verða nýjungar í henni tengdar far-
tölvuvæðingu. -NH
Sandkorn
Höröur krístjánsson
netfang: sandkom@ff.is
Guðni með hnakk
Mikil fyrirheit
og miklar vanga-
veltur voru um
að breyta stíl á
opinberum mót-
tökum hingað til
lands. Með ráð-
herrann og
hestaáhuga-
manninn
Guðna Ágústs-
son í fararbroddi var kynnt áætlun
um heiðursvörð hestamanna á
Keflavíkurflugvelli. Áform voru
uppi um aðstöðu fyrir hestamenn á
flugvellinum. Síöan þessi áform
voru kunngerð hefur margt tiginna
manna stigið á íslenska grund.
Hins vegar hefur minna farið fyrir
fánaborg íslenskra hestamanna og
ekki einu sinni að það bregði fyrir
ilm af þeim ferfættu. Nú mun allt
standa til bóta þar eð Guðni er bú-
inn að fá lúxushnakk að gjöf. Því
vænta menn þess að sjá ráðherr-
ann þeysa um flugbrautina næst
þegar tigna gesti ber að garði...
Verða kosningar?
Ástþói
Magnússon
friðarsinni og
forsetafram-
bjóðandi, er
ekki aldeilis af
baki dottinn.
Þó stuðnings-
menn hans
hafi ekki
reynst upp-
fylla ströngustu kröfur og hon-
um ekki gert mögulegt að bæta þar
úr, þá hefur hann nú fundið nýja
leið til að beina fjölmiðlum að mál-
inu. Hann hefur einfaldlega kært
til æðstu dómstóla tilbúnað sem
hann telur aðfor að sínum málstað.
Gárungar velta því nú fyrir sér
hvemig fari ef Ástþóri verður úr-
skurðað í vil. Verða forsetakosn-
ingar eftir allt saman, eða það sem
meira er, verður Ólafur að skila
Dorrit...?
Hvar er Framsókn?
Fjarska lítið
virðist fara fyrir
framsóknar-
mönnum í hinni
pólitísku um-
ræðu þessa dag-
ana. Á sama
tíma og sjálf-
stæðismenn
keppast um
auglýsinga-
mennsku í vegagerð, Vinstri
grænir út af umhverfis: og virkjun-
armálum og Samfylking flaggar
Össuri, þá heyrist ekki múkk í
framsóknarmönnum. Sérfræðingar
velta því nú fyrir sér hvort HaH-
dór Ásgrlmsson sé að undirbúa
leiftursókn og muni þegar minnst
varir tefla öflu sínu liði fram í fjöl-
miðla landsins, íslendingum í sum-
arleyfi væntanlega til óblandinnar
ánægju...
Máttur orðsins
Guðbergur
Bergsson
impraði á þvi í
pistli fyrir
nokkru að
máttur orðsins
gæti
mikill. Orðið
er oft talið
geta verið
ýkja beitt
vopn i viðskiptum manna.
vitum við hvort orð geti flutt fjöll
eins og trúin er stundum sögð
gera, en hitt vitum við að mörg orð
væm betur ósögð. Eigi að siður
hefur máttur orðsins og umfjöllun
Guðbergs Bergssonar orðið einum
hagyrðingi tilefni að vísukorni:
Orðið hefur mikinn mátt
marga konu tefur.
En að það væri á við drátt
mig aldrei grunað hefiu-.