Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Síða 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Viðskiptabiaöið Marel afhendir fyrstu kjúklingaflæðilínuna í sumar mun Marel afhenda fyrstu flæðilínu fyrir kjúkling auk MPS hugbúnaðar til viðskiptavinar í Bandaríkjunum. Flæðilínan bygg- ist á sömu eiginleikum og flæðilín- ur fyrir flakasnyrtingu, sem eru vel þekktar í frystihúsum hér á landi og erlendis. Þessi fyrsta flæðilina sinn- ar tegundar mun styrkja markaðs- sókn Marel á sviði kjúklingaiðnaðar verulega og bindur fyrirtækið mikl- ar vonir við árangur af þessu fyrsta verkefni. Flæðilínur hafa veriö í stöðugri þróun allan síðasta áratug og er Marel nú í fararbroddi hvað varðar framleiðslu á flæðilínum fyrir fisk- Stuttar fréttir Samstarf Klaks, Talentu og Uppsprettu Klak ehf., dótturfélag Nýherja hf„ Talenta hf. og Uppspretta SA hafa undirritað samstarfssamninga sem fela í sér að aðilamir muni vinna saman að þvi að byggja upp og fjár- magna sprotafyrirtæki á sviði upplýs- ingatækni. Áhættufjárfestingarsjóðirnir Talenta, sem er í vörslu íslandsbanka- FBA hf„ og Uppspretta, sem er í vörslu Kaupþings hf„ munu m.a. skoða verkefni með fjármögnun þeirra að markmiði, veita ráðgjöf á sviði fjármögnunar og aðstoða við uppbyggingu á tengslaneti við erlenda íjárfesta. Klak mun hins vegar leggja sprotafyrirtækjunum til húsnæði og aðstöðu, aðgang að búnaði, aðgang að rekstrarumhverfi, ráðgjöf á sviði stjórnunar og markaðsmála, auk reynslu og þekkingar á uppbyggingu fyrirtækja á sviði upplýsingatækni. „Með tilkomu Klaks og samstarfs þess við öfluga fjárfesta býðst frum- kvöðlum nýr kostur í því að fjár- magna og þróa hugmyndir sínar með þeim hraða sem alþjóðlegt umhverfi á sviði upplýsingatækni krefst," segir í frétt frá Nýherja. Þar er bent á að vandamál frumkvöðla og sprotafyrir- tækja í dag eru ekki síst tengd stjóm- un, rekstri og markaðssetningu og hefur því sérstaklega veriö hugað að þessum þáttum í þeirri þjónustu sem Klak veitir. „Það er von samstarfsaðilanna að framkvæði þeirra muni stuðla að enn frekari uppbyggingu þekkingariðnað- ar á íslandi og þannig leggi þeir sitt af mörkum til að nýta þau gríðarlegu tækifæri sem framþróun upplýsinga- tækni á alþjóðavettvangi hefur skap- að,“ segir í frétt frá Nýherja. Flytjandi semur um dreifingu símaskrárinnar Talenta-Hátækni á markað í júní - fyrsta erlenda félagið á Verðbréfaþingi íslands I morgun hófst hlutaijárútboð Talentu-Hátækni hf„ áhættufjárfest- ingarsjóðs sem fjárfestir í innlendum og erlendum fyrirtækjum á sviði upp- lýsingatækni, fjarskipta og tölvuþjón- ustu. Sjóðurinn er rekinn af Talentu hf„ dótturfélagi Íslandsbanka-FBA. Verðbréfaþing íslands hf. samþykkti að skrá Talentu-Hátækni hf. á Vaxtar- lista VÞÍ, enda verði öll skilyrði skráningar uppfyllt. Sjóðurinn er þar með fyrsta erlenda félagið sem skráð er á VÞÍ. Nýtt hlutafé Talentu-Hátækni (Talenta Luxembourg Holding S.A., C- deild), sem nemur 30,5% af nafnverði útgefmna hlutabréfa eða 350 milljón- um króna að nafnverði, verður selt með áskriftarfyrirkomulagi á genginu 1,50. Hámarkshlutur hvers aðila í út- boðinu eru 20 milljónir króna að nafn- verði og lágmarkshlutur 100.000 krón- ur að nafnverði. Útboðið hófst í morg- un og ráðgert er að sölutímabili ljúki þann 2. júní, eða fyrr seljist allt hluta- fé fyrir þann tíma. Talenta hf. er rekstraraðili sér- hæfðra sjóða sem fjárfesta í helstu vaxtargeirum atvinnulífsins. „Útboð þetta og skráning er fyrir marga hluti sérstakt," segir Bjarni K. Þorvarðar- son, framkvæmdastjóri fyrirtækisins í samtali við Viðskiptablaðið. „Talenta-Hátækni er fyrsta erlenda fé- lagið sem skráð er á Verðbréfaþingi Islands, en félagið er starfrækt í Lux- embourg." Bjarai bendir einnig á að þetta er í fyrsta skipti sem það sölu- fyrirkomulag er viðhaft i tengslum við nýskráningu á VÞÍ að þeir hafa forgang sem fyrstir skrá sig fyrir hlutafé, þar sem móttöku áskrifta verður hætt þegar allt hlutaféð er selt. Tilgangur útgáfu nýs hlutafjár er að afla fjármagns til frekari fjárfest- inga í samræmi við fjárfestingar- stefnu Talentu-Hátækni. Við fjárfest- ingarákvarðanir sjóðsins er litið til þess að fyrirtæki hafi fram að færa nýja tækni eða nýja notkun á eldri tækni sem skapað geti aukinn hagnað eða hagsæld, t.d. í formi aukinnar framleiðni, aíkastagetu eða frítima. Íslandsbanki-FBA er umsjónaraðili hlutafjárútboðsins og skráningarinn- ar. Einungis verður tekið á móti raf- rænum áskriftum á vef FBA, www.fba.is. iðnað og hugbúnaði tengdum þeim. Markaðssetning á flæðilínum í kjúklingaiðnað hófst á þessu ári í Bandaríkjunum en forprófanir höfðu farið fram í Englandi í fyrra á notkun flæðilínu við úrbeiningu á fuglakjöti. í frétt frá Marel kemur fram að kjúklingaflæðilínan var fyrst kynnt á vörusýningu í Atlanta i janúar sl. og vakti mikla athygli kjúklmgaframleiðenda. Meðal ann- ars var þessi vara kynnt sem ein áhugaverðasta nýjungin á sýning- unni í fagtímaritinu „Poultry". í kjölfar árangursríkra prófana hjá stórum viðskiptavinum Marels í bandarískum kjúklingaiðnaði skrif- aði Marel USA, dótturfyrirtæki Marels, undir samning við Foster Farms, stærsta kjúklingaframleið- anda á vesturströnd Bandaríkjanna, um kaup á fyrsta kerfmu af þessu tagi. Kostir kjúklingaílæðilínunar fel- ast í einstaklingseftirliti með nýt- ingu, afköstum og gæðum við úr- beiningu, sem byggist á Marel MPS hugbúnaði og sér hann um að safna og birta gögn til ákvarðanatöku fyr- ir framleiðslustjóra. Auk þess er hráefnisflæði, vinnuaðstaða og gæðaeftirlit stórbætt miðað við nú- verandi vinnsluaðferðir. Þessi fyrsta flæðilína sinnar tegundar mun styrkja markaðssókn Marels á sviði kjúklingaiðnaðar verulega og bindur fyrirtækið miklar vonir við árangur af þessu fyrsta verkefni, þar sem verksmiða Foster Farms í Wasington riki mun verða þunga- miðja áframhaldandi markaðssetn- ingar á hugbúnaði og hátæknilausn- um. Nú standa yfir lokaprófanir á flæðilínunni og í lok vikunnar verð- ur hún send sjóleiðis til Bandaríkj- anna. Jón Birgir Gunnarsson og Magnús Rögnvaldsson við nýju kjúklingaflæðilín- una. Flytjandi hefur gert samning við Landssímann um flutning og dreif- ingu á símaskránni 2000. Um er að ræða nýjung í dreifingu símaskrárinnar sem hingað til hefur verið dreift frá póst- húsum landsins. Skráin verður alhent almenningi á öllum afgreiðslustöðvum Flytjanda um land allt sem eru um 80 talsins. í frétt frá Flytjanda kemur enn fremur fram að gerður hefur verið samningur við Skeljung og verður simaskráin afhent á öllum Shellstöðv- um í landinu sem eru rúmlega 50 tals- ins. Þar með getur almenningur nálg- ast símaskrána utan hefðbundins skrifstofutíma en flestar Shellstöðvar eru opnar fram á kvöld. Þá verður hægt að kaupa haröspjaldasímaskrá fyrir 400 kr. á þessum stöðum. Hægt verður að sækja síma- skrána á næstu Shellstöð. Strik.is og Tæknival hf. með samstarfssamning - náið samstarf um tæknifréttir og tilboð Asgeir Friðgelrsson, framkvæmdastjóri Striks.is, og Ámi Sigfússon, framkvæmdastjórl Tæknivals, glaðbeittir eftir undirrltun samningsins. Strik.is og Tæknival hf. hafa gert með sér samning um náið samstarf fyrirtækj- anna. Samstarfið felst meðal annars í því að Tæknival leggur til efni á tölvuvef Striks.is og býður tilboðsvör- ur á Verslunar- og þjónustu- vef Striks sem einnig eru á vef Tæknivals eða BT. Samstarf Striksins og Tæknivals um efni felst í því að gestum Striksins er boð- inn auðveldur aðgangur að völdu efni á heimasíðu Tæknivals en þar birtast nýjar fréttir, tengdar tölv- um, tækni og Neti, á degi hverjum. Fyrirsagnir fréttanna munu birtast samtímis á Strik.is, samkvæmt samningi fyrirtækjanna, og með þvi að smella á fyrirsögn frétta fara les- endur Striks.is yfir á heimasíðu Tæknivals. Verslunarsamstarfið tekur samkvæmt samningnum til tilboða frá Tæknivali eða BT - sem er heimilismarkaður Tæknivals - og kveður á um fimm til tíu tilboð sem ávallt verða í boði á Verslunar- og þjónustuvef Striks, undir vefnum Tölvur. Fyrirtækin tvö, Strik.is og Tæknival hf„ hafa á undan- fornum mánuðum unnið saman að þróun Skólatorgs- ins í samvinnu við Selásskóla og Skýrr hf. Skólatorgið er gagnvirkt vefútgátu- og sam- skiptakerfi fyrir skóla og heimili. Skólatorgið opnar vefsetur sitt í ágúst. ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 DV HEILDARVIÐSKIPTI i 162 m.kr. Hlutabréf 96 m.kr. Bankavixlar 48 m.kr. MEST VIÐSKIPTI Tryggingamiðstöðin 15 m.kr. j 0 Islandsbanki-FBA 11 m.kr. Össur 10 m.kr. MESTA HÆKKUN : © Nýheiji 8,7% ! Q Marel 5,4% : © Pharmaco 4,9% MESTA LÆKKUN o Þorbjörn hf. 7,8% 0 Vinnslustöðin 5,8% 0 Tryggingamiðstöðin 4,9% ÚRVALSVÍSITALAN 1.545 stig Breyting O -0,48% BaMiB Islenski hui inn fjárfestir íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. hefur keypt kr. 316.754 að nafnverði af nýju hlutafé í Softa ehf. en með því er sjóðurinn að nýta þann forgangsrétt sem félagið nýtur til að skrá sig fyrir nýju hlutafé í Softa ehf. Fyrir átti sjóð- urinn 23,08% í félaginu en með þessari aukningu verður hluturinn 25,78%. Auk þessa hafa íslenski hugbúnaðar- sjóðurinn og alþjóðlega fjarskiptafyrir- tækið Sonera, í sameiningu keypt um 45% hlut í ZOOM hf. Hlutur íslenska hugbúnaðarsjóðsins er 13,30%. Enn- fremur hefur sjóðurinn ásamt öðrum fjárfestum fest kaup á nýju hlutafé í LandMati Interaational hf. MESTU VtÐSKiPTt j 0 Islandsbanki 10 Eimskip | Q Össur v. Búnaðarbanki S© FBA síöastliöna 30 daga ~ 348.252 328.382 277.215 249.022 232.630 0 Samvinnuf. Landsýn 21% 0 Fiskiöjus. Húsavíkur 20% 0 Samvinnusj. íslands 10 % : 0 Frumherji 8% : 0 SR-Mjöl 6% 8.', í 4--Í í: W=13 < ' ,-,4i síöastl/öna 30 daea 0 Fiskmarkaöur Breiöafjarðar 26% 0 Stálsmiöjan 25% 0 Þorbjörn 21% : 0 Þróunarfélagiö 19% 0 ÚA 19% Annað stærsta fjarskiptafyr- irtæki Kína á markað China Unicom, sem er annað stærsta fjarskiptafyrirtæki Kina, ætl- ar að bjóða út 2.459 milljón nýja hluti í hlutafiárútboði sem verður undan- fari skráningar félagsins á hlutabréfa- markað.’Ætlunin er að skrá hlutabréf China Unicom bæði í Bandaríkjunum og í Hong Kong. Gert er ráð fyrir að útboðið muni skila fiórum milljörðum bandaríkjadala i nýtt hlutafé. IBHpowjones 10299,24 O 0,24% f*lNIKKEI 16228,90 O 0,10% HBs&p 1378,02 O 0,25% Pul NASDAO 3205,11 O 0,01% B^ftse 6257,60 O 0,65% :Hdax 7060,05 O 0,62% B IcAC 40 6233,45 O 0,46% BSM 30.5.2000 kl. 9.15 KAIIP SALA SlM Dollar 75,420 75,800 Stsl Pund 113,080 113,660 8*1 Kan. dollar 50,250 50,560 £ £1 Dónsk kr. 9,4730 9,5250 rjtíÍNorskkr 8,4780 8,5250 .j "'■{ Sœnsk kr. 8,3940 8,4400 BBR.martc 11,8869 11,9583 t • 1 Fra. ftanki 10,7745 10,8393 i B B Belg. franki 1,7520 1,7625 im Sviss. franki 45,0000 45,2500 CShoII. gyllini 32,0714 32,2641 (“3 Þýskt mark 36,1361 36,3533 ZH •*- I'ra 0,03650 0,03672 | QB Aust. sch. 5,1362 5,1671 iE' li Port. escudo 0,3525 0,3546 2H|spá. pcseti 0,4248 0,4273 ■I * 1 Jap. yen 0,70520 0,70940 •; Irskt pund 89,740 90,279 SDR 99,8000 100,4000 ^ECU 70,6761 71,1008

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.