Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Side 9
9
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
X>V____________________________________________________________________________________________________Neytendur
Mosinn
upprættur
Þegar vora tekur lætur mosinn í
grasflötinni oft á sér kræla. Fjórar
ástæður eru helstar fyrir því að
mosi dafnar í garðinum.
Skuggi slæmur fyrir gras
í fyrsta lagi á gras erfitt með að
vaxa á skuggsælum svæðum. Þar
nær mosinn oft yfirhöndinni. Bleyta
í jarðvegi skapar einnig kjöraðstæð-
ur fyrir mosa og sama má segja um
súran jarðveg. Loks getur áburðar-
skortur valdið því að mosinn vex úr
hófi fram.
Til þess að losna við skugga af
grasflötinni getur verið nauðsynlegt
að klippa tré í garðinum. Ef tré eru
ekki ástæðan fyrir birtuleysinu
skyggja byggingar hugsanlega á flöt-
ina. Þegar svo ber undir getur verið
ástæða til að endurskipuleggja garð-
inn, setja möl eða hellur á svæðið,
eða planta skuggþolnum lágvöxnum
runnagróðri og jafnvel skuggþoln-
um fjölærum blómum í stað þess að
hafa þar mosavaxna flöt.
Blautur jarðvegur
Bleyta í jarðvegi getur orsakað
mosa. Vökvun eykur því mosavöxt-
inn og jafnvel getur lausnin falist í
því að setja framræslurör undir
jarðveginn. Ef mikið rignir á svæð-
inu getur verið mjög erfitt að losna
alveg við mosann.
Berið kalk á garðinn
Súr jarðvegur skapar kjörskilyrði
fyrir mosa. Til að koma í veg fyrir
það er nauðsynlegt að bera áburðar-
kalk eða e.t.v. skeljasand á garðinn
öðru hverju. Kalkið bætir skilyrði
fyrir örverur í jarðveginum og hef-
ur þannig góð áhrif á allt lífið í
garðinum. Hentugt er að bera það á
með nokkurra ára millibili.
Áburð árlega
Nauðsynlegt er að bera áburð á
grasflötina á hverju vori. Bera þarf
á jafnt yfir aUt grasið, fyrst um
miðjan maí, og jafnvel ca tveim til
þrem vikum seinna aftur. Góð við-
miðun er að bera um 6-8 kg á hverja
100 fermetra. Yfirleitt er nóg að bera
á tilbúinn áburð, t.d. Blákom, sem
inniheldur helstu næringarefni, auk
nokkurra snefilefna. Líka er hægt
að bera húsdýraáburð á garðinn en
það er meiri vinna og skapar hættu
á illgresi. Slíkur áburður þarf að
vera a.m.k. tveggja vetra gamall svo
allt illgresisfræ sé farið úr honum.
Ekki er mælt með húsdýraáburði í
garðinn árlega.
Heimild: Heimasíða Karls Guð-
jónssonar garðyrkjufræðings,
www.islandia.is/~kalii. -HG
Kartöflurækt
„Um kartöflur gildir flest það
sama og um annað grænmeti, nema
að þær þurfa að spíra í nokkrar vik-
ur áður en þær eru settar niður,“
segir Ásdis Lilja Ragnarsdóttir,
garðyrkjufræðingur hjá Blómavali.
Hún segir að nú sé nóg að láta út-
sæðið spíra í um viku til tíu daga og
setja það síðan niður þar sem svo
langt er liðið á vorið. „Hægt er að
setja kartöflurnar niður fram til 10.
júní en það þarf að passa upp á að
hafa 25-30 sm bil milli útsæðisins
en passa þarf að spírumar snúi upp.
Hún ráðleggur fólki að miða við að
setja um 5 kg af útsæðiskartöflum á
hverja 25 fermetra, það sé hæfilegt
magn. Þá má vara sig á að hafa jarð-
veginn ekki of blautan þegar gróð-
ursett er, annars verða kartöflurnar
móttækilegri fyrir aUs konar sjúk-
dómum. -HG
Garðar R. Árnason garðyrkjuráðunautur:
Heimaræktað
grænmeti er best
- hagnýt ráð við grænmetisræktina
Tím! garðverkanna hafinn
Margir fleiri en skólakrakkar rækta sitt eigiö grænmeti en meöal vinsælustu
tegundanna eru kartöfiur, guirætur og rófur.
Nú er gróðurinn
tekinn að lifna við
og margir farnir að
skipuleggja garð-
ræktina fyrir sum-
arið. Talsverður
fjöldi fólks ræktar
eigið grænmeti
heima við og segir
Garðar R. Ámason
garðyrkjuráðu-
nautur að til þess
að fá góða upp-
skeru að sumri
verði forvinnan að vera í lagi.
„Vinna þarf jarðveginn vel til að nóg
loft sé í honum og ræturnar nái að
breiða úr sér. Síðan er mjög gott að
búa til raðir þar sem smáplöntum er
sáð eða plantað með vissu miilibili
eftir að gefinn hefur verið áburður."
Tvískipt áburðargjöf
Garðar segir að áburðargjöfm
skiptist yfirleitt í tvennt. „Fyrst er
gefinn áburður áður en plönturnar
eru settar niður og honum blandað
vel saman við moldina. Eftir að
plönturnar hafa náð sér á strik er aft-
ur gefmn áburður en þá i mun minni
mæli tO þess að jurtimar þrífist sem
best.“ Garðar mælir með blákorni
eða Græði 1 fyrir grænmetisplöntur
en einnig er hægt að nota húsdýraá-
burð. „Þar ber að hafa í huga að líf-
rænn og tilbúinn áburður er alls ekki
sambærilegur, þannig að það er ekki
hægt að skipta út sama magni af líf-
rænum áburði fyrir tilbúinn eða öf-
ugt.“ Sumar tegundir þurfa einnig á
að halda snefilefnum á borð við bór
og molybden, um 15-25 g. Þetta eru
tegundir á borð við blómkál, næpur,
gulrætur og sellerí.
Blandið bór út í vatn
Garðar mælir með því að fólk
blandi bór eða molybdeni út i vatn og
vökvi með því ef þess þarf, í stað þess
að reyna að dreifa því í höndunum,
enda um mjög lítið magn að ræða.
Annar kostur er að blanda snefilefn-
unum út í þurran sand og dreifa hon-
um yflr beðið.
Slæmt fyrir spergilkál
Garðar varar þá við sem ætla að
rækta spergilkál í garðinum í sumar
við því að gefa of mikinn köfnunar-
efnisríkan áburð. „Of mikið köfnun-
arefni veldur því að stöngullinn verð-
ur holur og græn blöð vaxa upp úr
hausunum. Ef ætlunin er að rækta
salat í sumar má passa sig að gefa
ekki of mikinn áburð, því salatið fer
illa ef mikiil áburður er gefinn á
frjósaman jarðveg. Hámarksáburðar-
gjöf er um 1 kg á hverja 10 fermetra í
mjög rýran jaröveg að sögn Garðars.
Kál þarf vökvun
Almennt er það grænmeti sem
mest er ræktað hérlendis nokkuð
harðgert og íslensk veðrátta gerir því
ekki mikið til. Þó er blómkál og kína-
kál mjög viðkvæmt fyrir miklum
þurrki. Þetta gildir þó ekki um allar
tegundirnar og ber ávallt að sjá til
þess að í þeim hluta garðsins þar sem
það er ræktað geti vatn runnið í
burtu.
Sendinn jarövegur þurrari
„Ef menn eru í vafa hvort þarf að
vökva eða ekki, er auðvitað einfald-
ast að stinga hendinni niður í jarð-
veginn og finna hvert rakastigið er.
Ræturnar liggja ofarlega þannig að
það þarf ekki að grafa svo djúpt. Al-
mennt er þó reglan sú að þar sem
jarðvegur er sendnari þomar hann
fyrr en þar sem hann er leirkenndur
og því þarf ekki að vökva hann jafn-
rnikið," ráðleggur Garðar.
Passað upp á bil milli plantna
Hann segist talsvert vera spurður
um hve mikið bil á að vera milli
plantna í garðinum og segir hann
auðveldast fyrir garðeigendur að búa
til raðir í matjurtagarðinn, á um
40-50 sm bOi og planta síðan á viðeig-
andi bOi I raðirnar. „MikOl munur er
á því hvert bOið þarf að vera á mOli
plantna hjá einstökum tegundum.
„Seinsprottnu blómkáli þarf t.d. að
planta með um 50 sm millibOi á kant
en snemmvaxnar tegundir þurfa
minna pláss. Gulrætur þurfa t.d. um
15-20 sm á mOli raða og á miOi
plantna í röð þarf um 2-5 sm. Reynd-
ar þarf að grisja plönturnar þegar
gulrótarfræin eru komin upp og blöð-
in byrjuð að skipta sér. Þá er hent
einstaklingum innan um þannig að
bOið á mOli þeirra sem eftir verða sé
ekki meira en um 2-5 sm.“ Ekki þýð-
ir að reyna að planta því sem grisjað
er upp á nýtt, það borgar sig aldrei
að sögn Garðars.
Plastdúkar gagnast vel
Garðar segir góða lausn í matjurta-
görðum að strengja akrýl- eða plast-
dúk yfir beðið, eða glært plast á bog-
um. „Það hækkar hitastigið á plönt-
unum. Hann varar þó við því að und-
ir plastdúk geti orðið ansi heitt og
þegar sólin skin getur hitinn undir
plastinu náð 30-40 gráðum á Celsius.
Þá þarf að lofta vel undir dúkinn.
Síðan þarf að gata hann reglulega eft-
ir því sem veðráttan verður hagstæð-
ari þannig að þegar fer að líða fram á
sumar verður hann aUur í tætlum.
Akrýldúkurinn andar hins vegar.
Hann hleypir bæði lofti og raka í
gegnum sig, gagnstætt plastinu, en
það þarf að fergja hann vel á hliðun-
um tO að hann geri sitt gagn. Ég
bendi þó á að ef dúkurinn er mjög
strekktur yfir beðið getur reynst
nauðsynlegt að slaka á honum þegar
fer að líða aðeins á sumarið því það
hefur slæm áhrif á plönturnar ef þær
ná að vaxa alveg upp í dúkinn og
hann heftir vöxt þeirra.
Plastdúkur gegn illgresi
• Síðan má t.d. planta salati í gegn-
um plastdúk sem settur er yfir jörð-
ina og planta jurtunum þar i gegn.
Þannig er komið í veg fyrir Olgresis-
myndun. Garðar segir að svartur
plastdúkur sé ákjósanlegur í þessu
Garðar R.
Árnason
garöyrjkju-
ráöunautur
Seinni
áburðargjöf
grömm
2 x 250 g
2 X 250 g
1-2 x 250 g
1-2 x 250 g
O
500 g
O
1-2 x 250 g
0
O
0
O
250-350 g
Þol
Þolir illa þurrk
NokkuB harögert
Þolir illa þurrk
Nokkuö harögert
Þolir illa þurrk
Nokkuö harögert
Nokkuö harögert
Nokkuö harögert
Nokkuö harögert
Nokkuö harögert
Þolir illa mikla bleytu
Nokkuö harögert
Nokkuö harögert
Bil milli plantna
sentímetrar (sm)
40x40
50x35
50x40
40x40
37x37
25x25
20x8' 45x15*
20x5
25x25
40x40
55x30
50x30
30x15
1 Sflaaaupnittið 2 Síinsprottia
skyni, þá nái Olgresisfræ ekki að
spíra sem það geri ef sett er hvítt
plast yfir beðið.
Leitið ráða
Aðspurður um vandamál í mat-
jurtaræktinni segir Garðar að snigl-
ar séu stundum tO trafala, þeir eru
t.d. sólgnir í salat og jarðarber.
„Margir þekkja gamalt húsráð sem
er að setja út pOsner sem sniglarnir
sækja í. Það er líka hægt að koma
fyrir spýtu í beðinu eða blautum
striga þar sem sniglarnir sækja und-
ir og ná þeim síðan að deginum. Ég
veit líka um marga sem hafa sett
skeljasand eða venjulegan sand í beð
þar sem snigla verður vart, þeim er
mjög Ola við að skríða á sandi. Versti
kvOlinn sem sækir í grænmeti er aft-
ur á móti kálmaðkur. Honum verður
að ná á meðan eggin eru að klekjast
út. Þau liggja í jarðvegsyfirborðinu
við rótarhálsinn á káli eða rófum og
má sjá þau þar ef maðkurinn er bú-
inn að verpa þar. Hins vegar er þetta
ekki mjög algengt vandamál. Yfirleitt
er lítið mál að rækta grænmeti
heima í garðinum og enn skemmti-
legra að taka það upp. AOir sem hafa
reynt vita að það grænmeti sem mað-
ur hefur ræktað sjálfur bragðast
best,“ segir Garðar R. Árnason garð-
yrkjuráðunautur að lokum. -HG
Reynsla og þekking,
vönduö og
persónuleg þjónusta.
Opiö
án.-fös.10-18 ^ r r
laug.10-1 B fój ^TMÓ
Fékafanl 9 • S. 553 1300
Ut
xneð t'S***
... og reyndu
hressilega á þig!
pn
Scarna Ladakh GTX
Verð 19.490
Burstað leður, Gore-Tex.
Millistifur veltisóli,
grjótvörn. Frábærir í léttar
sem erfiöar gönguferðir.
Þeir alvinsælustu!
L
V'i
NANOQ*
- lífið er áskonm!
Kringlunni