Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Blaðsíða 11
11
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
Útlönd
Bandarísk stjórnvöld ómyrk í máli eftir forsetakosningarnar í Perú:
Fujimori ógn við lýðræð-
ið í Rómönsku Ameríku
Alberto Fujimori, forseti Perús,
ítrekaði í gær að ekki hefðu verið
brögð I tafli þegar hann var endur-
kjörinn í síðari umferð forsetakosn-
inganna á þriðjudag. Stjómarand-
staðan neitaði að taka þátt í kosn-
ingunum og bandarísk stjórnvöld
fordæmdu stjórn Fujimoris og köll-
uðu hana alvarlega ógn við lýðræð-
ið í Rómönsku Ameríku.
Hinn 61 árs gamli Fujimori var
kjörinn í forsetaembættið í þriðja
sinn á sunnudag eftir að stjómar-
andstæðingurinn Alejandro Toledo
dró framboð sitt til baka og hvatti
kjósendur til að sitja heima. Toledo
óttaðist að Fujimori myndi beita
brögðum til að tryggja endurkjör
sitt.
Alþjóðlegir eftirlitsmenn höfðu
viljað fresta kosningunum.
Fujimori visaði á bug staðhæfmg-
um Toledos um að hann væri ein-
ræðisherra og sagðist ætla að senda
utanríkisráðherra sinn til sérstaks
fundar Samtaka Ameríkurikja í
Kanada. Þar á ráðherrann að gefa
réttar upplýsingar um kosningam-
ar, eins og Fujimori kallar það.
Nýendurkjörinn förseti fær heimsókn
Alberto Fujimori, nýendurkjörinn forseti Perús, fékk mæta menn í heimsókn
til sfn í forsetahöllina í Lima í gær. Innanríkisráðherrann Cesar Saucedo og
tveir háttsettir foringjar úr her landsins komu til aö óska honum til haminglu.
Fujimori ávarpaði perúsku þjóð-
ina í gær og fullvissaði hana um að
hann myndi vinna í þágu lýðræðis-
ins._
„Ég lofa að valda ykkur ekki von-
brigðum. Ég ætla að hefja sannkall-
aða lýðræðisvæðingu Iandsins,“
sagði Fujimori sem fékk ekki nema
rétt rúm flmmtíu prósent atkvæða,
þrátt fyrir að hann væri einn í
framboði.
Bandarísk stjómvöld voru harð-
orð í garð F'ujimoris í gær. Talsmað-
ur utanríkisráðuneytisins í Wash-
ington sagði að þar á bæ væri ekki
hægt að taka kosningamar gildar
þar sem kvartanir alþjóðlegra eftir-
litsmanna um að ekki hefði gefist
tími til að sannreyna nýtt atkvæða-
talningarkerfi voru ekki teknar
gildar.
Bóndasonurinn Toledo, sem
braust til mennta og starfaði um
tíma sem hagfræðingur hjá Alþjóða-
bankanum, sagði að hann myndi
koma i veg fyrir að Fujimori tækist
að sverja embættiseiðinn 28. júlí
með mótmælagöngu til höfuðborg-
arinnar úr öllum landshornum.
Börn í Sierra Leone
Sér fyrir endann á átökum?
Fulltrúar SÞ fari
til Sierra Leone
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna
sögðu á mánudaginn að í undirbún-
ingi væri að senda friðargæslu-
menn að nýju til Sierra Leone og
leitast þannig við að ljúka borgara-
styrjöld sem staðið hefur í landinu
síðastliðin 9 ár ef frá er talið sam-
komulag sem náðist á síðasta ári
um afvopnun skæruliða.
Stuðningsmenn yfirvalda þar í
landi hafa þegar náð borginni Luns-
ar á sitt vald og hafa skæruliðar
flutt sig um set norðar í landið þar
sem er að finna auðugar demanta-
námur.
Leiðtogar Vestur-Afríkuríkja
hafa ákveðið að leiðtogi skæruliða,
Foday Sankoh, verði fluttur úr
landi og þá fyrst verði hægt að rétta
í máli hans.
Töfralæknar
Töfralæknirinn Katuza frá Mexíkó situr hér ásamt lærisveini sínum í ævafornu gufubaði með jurtir við hönd og kyrjar.
Gufubaðið var hannað á sínum tíma til að lækna sjúkdóma og önnur líkamleg óþægindi.
Stjórnarflokkur á Grænlandi:
Andvígur flugskeytavarnar-
kerfi í herstöðinni í Thule
Annar stjómarflokkanna á Græn-
landi, Inuit Ataqatigiit (LA), hefur
lýst andstöðu sinni við áform
bandarískra stjómvalda um aö setja
upp eldflaugavarnarkerfi í herstöð-
inni í Thule, að því er grænlenska
útvarpið greindi frá í gær.
Herstöðin í Thule á Norðvestur-
Grænlandi myndi gegna lykilhlut-
verki í eldflaugavamarkerfi Banda-
ríkjanna. Kerfinu er ætlað að verja
Bandaríkin gegn eldflaugaárásum
óvinveittra ríkja.
„Grænland er hluti alþjóðasamfé-
lagsins og heimskautaþjóðanna.
Ilokkurinn getur ekki fallist á
áform Bandaríkjanna um svokallað-
ar flugskeytavamir," segir á heima-
Jonathan Motzfeldt
Félagar Motzfeldts I grænlensku
heimastjórninni eru á móti eld-
flaugavarnarkerfi í Thuie.
síðu grænlenska útvarpsins. Þar er
vitnað í ályktun sem samþykkt var
á landsfundi IA um helgina. í álykt-
un flokksins kemur fram að Græn-
land og allt norðurheimskautssvæð-
ið eigi að vera vopnlaust.
Þótt grænlenska heimastjórnin
hafi viðtæk völd ná þau þó ekki til
utanríkis-, varnar- og öryggismála
sem eru á ábyrgð stjórnvalda í
Kaupmannahöfn.
Hinn stjómarflokkurinn á Græn-
landi, jafnaðarmannaflokkurinn Si-
umut, vill ekki leyfa neitt sem
myndi brjóta í bága við samning um
takmörkun langdrægra kjarna-
flauga frá árinu 1972 sem Bandarik-
in og Sovétríkin undirrituðu.
Vertu ekki í fýlu
Nýjung
Air Sponge
umhverfisvænn
lyktargleypir
iFæst nú í:Húsasmiöjunni, Garðheimum og Bensínstöðvum Esso.
Pontiac Sunfire
oz-»
039*
Argerð: 1996 Ekinn: 54.200 km Velarstærð: 2200cc 5g.
Litur: Vinrauður
Aukahlutir: Geislaspilari, þjófa- __
vörn, spoiler og álfelgur. &) TOYOTA
Verð: 1.090.000,- kr. Betnnotad.rbflar
Sími 570 5070