Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2000, Blaðsíða 14
+ 14 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjðlmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fýrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Ekki sérlega fínn kóngur AbduUah II Jórdaníukóngur, sem var hér í heimsókn í lok síðustu viku, er ekki sérlega flnn félagsskapur. Ríki hans er ekki lýðræðisríki á vestrænan mælikvarða. Harð- stjórn yfirvalda hefur raunar farið vaxandi síðan Abdullah tók við af föður sínum Hussein í fyrra. Um síðustu áramót voru tólf samvizkufangar i fangels- um Jórdaníu. Fjögur hundruð manns voru handtekin af pólitískum ástæðum á árinu og sextíu þeirra hlutu dóma hjá Öryggisdómstóli ríkisins, sem ekki fer eftir alþjóðleg- um stöðlum. Pyndingar eru stundaðar í fangelsum. Sem dæmi um ástandið í Jórdaníu má nefna, að rit- stjóri og útgefandi kvennablaðsins Sawt al-Mar’a voru handteknir í fyrra eftir að hafa birt viðtal við jórdanskan þingmann, sem gagnrýndi forstjóra Öryggismálastofu Jórdaníu. Engar sakir var hægt að fmna gegn þeim. Skömmu fyrir áramót voru sett útgáfulög í Jórdaníu, sem ekki standast alþjóðlega staðla, svo sem Mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Ríkisstjórn lands- ins hefur að vísu lýst yfir, að hún ætli ekki að framkvæma hörðustu ákvæðin, en þau standa þó enn. Suleiman al-Hamdan al’Ajarmeh lézt í fyrra af völdum pyndinga í Öryggismálastofu Jórdaníu, annar fangi missti fjórar táneglur og hinn þriðji fótbrotnaði. Játningar sam- vizkufanga í fyrra voru í tugum tilvika fengnar með pynd- ingum, sem skjalfestar hafa verið af Amnesty. Þetta gerist í tiltölulega menntuðu og þróuðu samfélagi Jórdaníu, þar sem fólk er almennt mjög háttvíst. Raunar geta Jórdanir státað af nokkur þúsund ára sögu hámenn- ingar. Þeir eiga ekki skilið arfakóng, sem hagar sér eins og hann eigi líf og limi fólksins í landinu. Þótt ástandið sé verra í mörgum löndum, þar á meðal í sumum nágrannalöndum Jórdaníu, svo sem ísrael, er eng- in ástæða til að hlaða veizluboðum á smáfanta á borð við Abdullah II. Þeir túlka boð vestræns fyrirfólks sem stað- festingu þess, að þeir megi vera harðstjórar. Kóngurinn í Jórdaníu og fagra drottningin hans eru semsagt ekki fólk, sem venjulegt og heiðarlegt fólk vildi taka í hendina á og sitja með til borðs. Ástæðulaust er fyr- ir forseta íslands að setja ráðherra og embættismenn í þá stöðu að þurfa að bugta sig fyrir slíku fólki. Sem þingmaður efndi núverandi forseti íslands til kynna við vafasama náunga í röðum valdamanna í þriðja heiminum, svo sem Mexíkó og Víetnam. Það var sagt gert af viðskiptaástæðum, en ekki verður þó sagt, að neinn hafi orðið loðinn um lófana við að heilsa slíkum. Ef forsetinn hyggst halda áfram að bjóða hingað illa sið- uðum valdhöfum, er kominn tími til að stinga við fótum. Lýðræðissinnum ber skylda til að efna til mótmæla. Leið- ara á borð við þennan ber að birta á heimsóknartíma, en ekki eftir hann af kurteisisástæðum. Meginorsök þess, að lög og réttur dreifist hægt um þriðja heiminn og að alþjóðleg viðskipti eiga erfitt upp- dráttar, er andvaraleysi vestrænna ráðamanna og kaup- sýslumanna fyrir meginþáttum lýðræðis. Með meiri hörku gegn harðstjórum má ná hraðari árangri. Með meiri áherzlu á að knýja valdahafa til laga og rétt- ar, til lýðræðis og mannréttinda, skapast betra andrúms- loft og meira öryggi fyrir samskipti og viðskipti af hvers konar toga. Vestrænir ráðamenn, sem flaðra upp imi harð- stjóra, spilla vestrænum langtíma-hagsmunum. Frá þessum sjónarhóli var heimsókn Abdullah II Jórdaníukonungs til íslands utarlega á gráa svæðinu, mis- ráðið gestaboð, sem má ekki verða til eftirbreytni. Jónas Kristjánsson DV Skoðun & „Ég verð að finna mér borg, finna mér borg til að búa í,“ sungu hin Talandi höfuð eitt sinn og eitt sinn tilkynnti ég, með ugg í brjósti, að Reykjavík væri alls ekki Reykjavík lengur, heldur Kópavogur. Þetta kom til af því að byggja átti risakringlu í Smára- hvammslandinu sem þjón- að gæti Kópavogsbúum fjær og nær. Mér þótti ég ákaf- lega fyndin, man ég, þegar ég lýsti því hvemig höfuð- borgin væri flutt, horfin og útlæg, urin upp af risakringlu sem ekki að- eins væri miðstöð verslana heldur „þjónustu" líka. Þaö var þvi hálfgerð óþægindatil- finning sem greip mig þegar ég las grein um verslunarmiðstöðina upp- rísandi og uppgötvaði að forspá mín var alls ekki úr lausu lofti gripin. Nýtt hlutverk verslunar Borgin, sem margir eru famir að líta á sem hálfgert náttúruíyrirbæri (sbr. Reykjavík menningarborg: menning og náttúra), er nú að ganga Smáraborg Ulfhildur Dagsdóttir bókmenntfræOingur í gegnum enn eitt breytinga- skeiðið. Eitt af þvi sem um sker er að borgin er að skipt- ast upp í smærri einingar, bita eða kubba: í stað þess að borgin hringi sig kring- um einn miðbæ - þar sem er líf og þar sem er fjör - með- an úthverfin eru svefnbæir, hvíldarstaðir og kjamafiöl- skylduútópíur, þá er borgin að skiptast upp í marga smærri „miðbæi“. Þannig er ________ miðborgin sett til hliðar af verslunarmiðstöðvum, sem nú vaxa I hverju úthverfi. Verslunarmiöstöövar eru að taka við miðstöðvarhlutverki miðbæja. Þangað sækja menn ekki aðeins vöru og verslun heldur skemmtun og fé- lagsskap. Eftir að hafa gengið frá við- skiptum á netkaffinu er hægt að kaupa sér nærfót og nýja skó og fá sér síðan kvöldverð við kerti á einu kaffihúsanna, skella sér í bíó og það- an á barinn, allt í einni ferð. Þú þarft aldrei aö fara út úr verslunarmið- stöðinni þinni, því það er líklegt að þú vinnir þar líka: I verslunarmið- stöðvum úti í hinum mikla heimi eru iðulega hótel, svo í stað þess að ferðast til borga, ferðast fólk nú til kringla til að eyða sumarfríinu á ein- faldan, aðgengilegan og jafnframt ár- angursríkan hátt. Borg hinna dauðu Þannig hefur það að finna sér borg, finna sér borg að búa í, öðlast nýjan og uggvænlegan undirtón: borgin er ekki lengur borg heldur kringla jafnframt því sem hugmynd- in um heimaborg eða óhulta borg hefur gufað upp. Því svo óheppilega vill til að ég þjáist af kringhifóbíu og upplifi mig alltaf eins og ég hafi lent í miðri zombíumynd. í hinni dásamlegu Degi dauðans hefur heimurinn eins og við þekkjum hann gerbreyst í vistfræðilegu slysi sem gerir það að verkum að hinir dauðu rísa grænir úr gröfum sínum og þrá það eitt að borða heila úr lifandi mönnum. Næst á eftir því að gera innkaup, það er. Þeir lifandi dauðu tlykkjast því í stóra og glæsilega verslunarmiðstöð og ferðast þar dálítið valtir í rúllu- stigum, horfa gapandi í glugga og tína af handahófi ofan í körfur. „Verslunarmiðstöðvar eru að taka við miðstöðvarhlut- verki miðbœja. Þangað scekja menn ekki aðeins vöru og verslun heldur skemmtun og félagsskap. “ Þetta er sú sýn sem blasir við mér þegar ég skunda spennt í inn- kaupakringlur, staðráðin í að gerast þátttakandi í lífsgæðakapphlaupinu og kaupa allt sem ég þarf í einni ferð. Um leið og ég stíg inn í loftkælt and- Óásættanlegt skipulag Nú liggur fyrir að allar þær tillögur sem bárust í samkeppni um deiliskipulag og hönnun grunnskóla og leikskóla á Hörðuvöllum er gjörsamlega óásættanlegar. Byggingarmagnið er hrein- lega allt of mikið þannig að Hörðuvallasvæði fái áfram að njóta sín. Það hlýtur að verða hlutskipti meirihluta Sjálfstæðisflokksins að draga til baka hugmyndir sínar um stórfelldar byggingafram- kvæmdir á þessum við- kvæma bletti í bæjarlandinu. Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirói Öllu snúiö á hvolf Það er athyglisvert að í umsögn dómnefndar koma fram margvíslegar athugasemdir við þá tillögu sem þó fékk fyrstu verðlaun. T.d. segir; „Vafi leikur á hvort tillagan er fullkomlega raunsæ í kostn- aðarviðmiðunum einkum i ljósi tæknilegra útfærslna ..." og í annars stuttum texta segir einnig; „Hvoru tveggja þarfhast endur- mats“, „Herbergi ganga- varða vantar", „Leita þarf leiða til úrbóta" og „Þetta þarfnast endurskoðunar". Vankantamir eru því marg- ir. í keppnislýsingu segir m.a. um markmiðsetningu skipulagsins: „Samkeppnis- svæðið einkennist af sér- stæðu samspili hrauns, lækjar, tjarn- ar og graslendis, sem myndar eitt feg- ursta svæði bæjarins. Leggja ber megináherslu á að byggingar falli vel að umhverfinu, taki tillit til þess og styrki sérkenni þess.“ En þegar kemur að umsögn dóm- nefndar um verðlaunatillöguna hefur öllu verið snúið á hvolf. í stað þess að byggingin „falli vel að umhverfinu" er byggingin komin í „markvissa mótsetningu" við umhverfið. í áliti dómnefhdar segir: „Höfundur velur að gera bygginguna áberandi í um- hverfinu og draga ekki úr fyrirferð hennar. Með þessu móti næst mark- viss mótsetning við umhverfið." Öllu lengra er ekki hægt að hverfa frá sett- um markmiðum: Bera Bakkabræður Ijós í bæinn? Verðlaunatillagan gerir ráð fyrir að leikskólinn verði grafinn inn í um- hverfið. í sjálfu sér ekki svo slæm lausn en I áliti dómnefndar segir m.a: „Deildum í leikskóla er vel fyrir kom- ið, en stjórnun og önnur rými líða fyrir skort á dagsljósi." En vafalaust „Bœjaryfirvöld verða því nú að gera það upp við sig hvort þau vilja rústa þá mynd sem Lœkjarsvœðið og Hörðuvellimir sýna eða hœtta við allt saman. “ - Á fundi bœj- arstjómar Hafnarfjarðar. mun það ekki vefjast fyrir ráðamönn- um bæjarins að bera íjós i keröldum inn í bæinn eins og Bakkabræður forðum daga. Nema ef vera skyldi að þeir sætti sig við að stjóm leikskól- ans líði fyrir skort á dagsljósi líkt og bæjarstjórnarmeirihlutinn. Umferðarmálin í hnút Þá verður ekki betur séð en að um- ferðarmálin á svæðinu lendi í einum hnút. Grunnskólanum er ætlaður staður í krikanum á stærstu og um- ferðaþyngsu gatnamótum bæjarins. Aðkoma að heilsugæslunni, Hjúkrun- arheimilinu Sólvangi og Hafnarhús- unum verður gjörsamlega óásættan- leg. Sama má segja um aðkomu að leikskólanum. Þá er einnig ljóst að með þeim tillögum sem fyrir liggja er öllum áformum um frekari uppbygg- ingu öldrunar- og heilbrigðisþjónustu á svæðinu varpað fyrir róða. Gler og grjót Það sem eftir stendur þegar sam- keppnistillögumar á svæðinu hafa verið skoðaðar, er að markmiðssetn- ing og boðað byggingarmagn geta aldrei farið saman. Bæjaryfirvöld verða því nú að gera það upp við sig hvort þau vilja rústa þá mynd sem Lækjarsvæðið og Hörðuvellimir sýna eða hætta viö allt saman. Hin sjón- rænu tengsl milli Lækjarsvæðisins og Setbergshverfis verða rofin. Verð- launatillagan gerir ráð fyrir að í staö smárra húsa, skemmtilegra hraun- myndanna og Lækjarins gini yfir svæðið gríðarmiklir glerflákar og grjótveggir. Það er engin sátt við um- hverfið. Tryggvi Harðarson Með og á móti Fullfær um kennslu iska skólaketfið kennt stœrðffœði? Meingallaðar kennslubækur a „Þegar meta á niðurstöður prófa B verður aö hafa í huga að margir samverkandi þætt- ir em áhrifsvaldar, s.s. nem- endur, kennarar, foreldrar og námsefni. Tímamagn sér- kennslu til skólanna skiptir einnig máli og loks má horfa til einstakra prófa sem mælitækja á þau markmið sem unnið hef- ur verið eftir. Öllum þeim sem Þorsteinn Sæberg skólastjóri aö skólamálum starfa er ljóst að alltaf má gera betur. Til þess að svo megi verða þarf viðhorf samfélagsins og umræðan i þjóðfélaginu að vera jákvæð um grunnskólann, völ á náms- efni til kennslu þarf að vera 1. flokks, til skólanna þurfa að ráðast bestu kennarar á hverj- um tíma og sérkennslumagn þarf að vera í samræmi við þörfina. Þá þurfa samræmdu prófin aö mæla kunnáttu nem- enda í samræmi við gefin markmið. Grunnskólinn á ís- ““ landi í dag er fullfær um að kenna stærðfræði en til að hámarka námsárangur þarf að standa eins vel að öilum ofangreindum þáttum og hægt er á hverjum tíma.“ „Þetta er skelfi- • leg þróun. Miðað við tilraunir til að r bæta stærðfræði- kennsluna virðist frekar síga á ógæfuhliðina heldur en hitt. Fyrir 30 árum gerði Svein- björn Bjömsson athugun á kennslubókum hér og á Norð- urlöndunum. Þá kom í ljós að íslensku bækumar voru mjög lakari heldur en þær erlendu. Síðan var farið út i stór- átak í mengjakennslu. Sú misheppn- aða tilraun rann út í sandinn. Þá vom Helga Sigur- jónsdóttir kennarí standa samdar kennslubækur fyrir grunnskólastigið. Þær em meingallaðar á margan hátt en era enn notaðar. Þar virð- ist allt standa pikkfast. Þau böm sem leita til mín vantar oft undirstöðuna í stærðfræði. Ef við ætlum að teljast til vísindaþjóða þá get ég ekki séð annað en þetta hafi það í fór með sér að ís- lenskir nemendur hætta að sig í háskólum erlendis." Slæleg útkoma nemenda í samræmdum prófum í stæröfræöl í vor hefur valdiö vonbrigöum. Útkoman varö sú aö um helmingur nemendanna féll á prófinu. + rúmsloft verslunar er eins og ég tapi áttum, um mig fer aðkenning að of- sóknaræði og að mér slær dofi, eins og heilinn hafi breyst í hafragraut: eða verið hreinlega étinn? Úlfhildur Dagsdóttir Ummæli Einkaframkvæmdin „Einkaframkvæmdin virðist njóta sín best við lausn á arðbæmm verkefnum sem fjár- magna sig sjálf með not- endagjöldum. Einka- framkvæmd getur leitt til þess að uppbyggingu verði flýtt til hagsbóta fyrir alla aðila ... Til em dæmi um mjög vel heppnaðar einka- framkvæmdir þar sem verkefni aftar- lega í forgangsröð hins opinbera hafa verið leyst farsællega á gmndvelli arð- semi þeirra. Þau hafa þá fjármagnað sig sjálf með þjónustgjöldum notenda, t.d. veggjaldi eða vægu skuggagjaldi eft- ir árangursríkan samtakamátt margra." Gunnar I. Birgisson alþm. í Mbl. 27. maí ' Réttlát nauðung „Fréttir greina frá því að yfirvöld Húsavíkurkaupstaðar hyggist skylda íbúana í bænum til að greiða fyrir sem nemur einu sæti í flugvélum sem fljúga munu til og frá Húsavík. Með þessu eru Húsvíkingar neyddir til að niðurgreiða ferðakostnað allra sem ferðast flugleiðina til og frá bænum, jafnt Húsvíkinga sjálfra sem annarra. Er þetta réttlát nauðung? Er réttlátt að einn Húsvíkingur sé skikkaður til að niðurgreiða ferðir annars Húsvíkings? Eða er réttlátt að Húsvíkingar séu í sameiningu neyddir til að niðurgreiða ferðir sumra erlendra ferðamanna hér á landi? Yfirvöld nyrðra virðast áhta að svo sé.“ Úr Vef-Þjööviljanum 25. maí. Landvinningastefna Ef Norðmenn hefðu gert sína kröfu byggða á þykkt setlaga og við síð- an mótmælt henni, er líklegt að ákvörðun yrði ekki tekin í málinu. Miðað við þá vitneskju sem menn hafa í dag um hafsbotninn í síldarsmugunni er ólíklegt að þar megi finna oliu í jörðu. Hafsbotninn er hluti af úthafsskorpu þar sem lítið er um olíu og fyrsta kastið sé þetta i raun land- vinningastefna í síldarsmugunni.“ Haft eftir Sveinbirni Björnssyni, deildarstj. auölindadeildar Orkustofnunar, í Mbl. 27. mal. Lag fyrir hús- og ríkisbréf „Nú er lag til að kynna þann góða fjárfest- ingarkost sem er bæði í húsbréfúm og íslenskum ríkisbréfum, miðað við núverandi ávöxtunar- kröfu. Stöðugleiki krón- unnar, tengt verðtryggingunni, hefur skilað góðri ávöxtun í erlendri mynt og dæmin sýna, að húsbréf með ríkisábyrgð eru meö 2 til 3 prósent hærri ávöxtun en í öllum helstu nágrannaríkjum okkar." Halldór J. Kristjánsson, bankastj.Landsbank- ans, í Degi 27. maí. Þetta svokallaða tekjubil er nú bara goðsögn vinstrimanna. Það endurspeglar ekkert annað en mismikla menntun. Magalending Ástand efnahagsmála hefir verið töluvert til umræðu að undanfömu. Sitt sýnist hverjum eftir því hvort augum er litið til hagvaxtar og at- vinnustigs eða verðbólgu og við- skiptahalla. Fullyrða má að þegar markmið hagstjórnar eru skoðuð hafi tvö þeirra náðst, það er þau sem lúta að fullri atvinnu og vaxandi framleiðslu. í sögulegu samhengi er verðbólga lítil, en aftur á móti ósam- rýmanleg þeim áformum að halda henni á stigi helstu viðskiptaríkja okkar. Erlendar skuldir Viðskiptahallmn sem er meiri og þrálátari en sögur fara af meðal þró- aðra ríkja vekur áhyggjur margra sem stendur stuggur af vaxandi er- lendum skuldum sem honum eru samfara. Erlend lán eru ekki ætiö lán í merkingu happs, ekki einu sinni lán í óláni eins og saga ýmissa þróunarríkja sýnir. Dæmi eru þess að ríkin hafi orðið að fara fram á niðurfellingu erlendra skulda að hluta vegna hinnar miklu greiðslubyrðar sem þær leggja á efnahag þeirra. Hefir slík eftirgjöf oft verið veitt i ljósi þessi hversu mikil ógn veikburða stjómarfari getur stafað af aðhaldsaðgerðum, nauðsyn- legum til greiðslu þeirra. Orkar þó oft tvímælis hvemig til þeirra var stofnað. Mörg þessara lána eru til orðin vegna stórframkvæmda á sviði grunngerðar olíuvinnslu eða ann- arra þátta sem hafa ekki skilað þeim arði sem til var ætlast. Mikill hluti aukn- ingar skulda íslendinga rek- ur rætur sínar til annarra orsaka en fjárfestingar fyr- irtækja og innviðafjárfest- ingar svo sem samgöngu- mannvirkja og virkjana. Andleg vanheilsa? Einkenni skuldasöfnun- ar íslendinga nú er gríðar- leg aukning einkaneyslu sem jafnvel hefir verið líkt við and- lega vanheUsu, svo ekki sé dýpra í árina tekið, er annars eðlis en erlend lán tU fiárfestingar sem býr í haginn tU frambúðar með aukningu og end- urbótum framleiðslutækja. Þrátt fyr- ir vaxandi tekjur hefir því hinn títt nefndi þjóðhagslegi spamaður dreg- ist saman sem hlutfall þeirra. Venju- lega hefir því verið haldið fram að jaðarneysluhneigðin færi minnkandi með auknum tekjum og að þegnar þeirra ríkja sem hafa háar tekjur spöruðu stærri hluta viðbótartekna sinna en þeir sem byggju við þrengri kost. Sú virðist þó ekki vera raunin nema að vissu marki. Þótt lágar tekjur og lítUl spamað- ur standi þróunarrikjum fyrir þrif- um í og meö vegna þungrar fram- færslubyrðar sökum örrar fólksfjölg- unar og bamafiölda. Ýtt er undir neyslugleði íslendinga þar sem hver og einn er hvattur tU að erfa sjálfan sig að sem mestum hluta eigna Kristjón Kolbeins viöskiptafræöingur sinna. Slík viðhorf auka vart innlendan sparnað sem væri þó fuU þörf. Séu tvær stærðir framreiknað- ar, kemur að því að sú sem minni var í upphafi verði stærri en sú er stærri var, vaxi hin minni hraðar. '<" Óhjákvæmileg umsklpti Nú eru skuldir íslenskra einstaklinga sem samsvar- ar hálfs annars árs ráðstöf- unartekjum þeirra. Þykir komið út á ystu nöf hvað það snertir. Finnst Bandaríkjamönnum nóg um skuldir sinar þótt þær nemi einungis jafn- viröi tveggja þriðju hluta skulda ís- lendinga miðaðar við tekjur. Jafn þrálátur viðskiptahalli og verið hefir undanfarin ár leiðir tU þess að er- lendar skuldir þjóðarinnar vaxa stöðugt sem hlutfaU þjóðartekna. Hvar vámörk aö þessu leyti verða sett er undir mati hvers og eins kom- ið. Engu að síður eru þau fyriry hendi. Þótt bjargbrúnum og hruni verði ekki blandað inn í þessa umræðu er ljóst að einhvers staðar á núverandi vegferð verða óhjákvæmUega um- skipti, með einum eða öðrum hætti verði lent. Sem mjúk lending eða brotlending skal ósagt látið því allt eins víst er að magalent verði þar sem farþegar og áhöfn slyppu ósködduð. Kristjón Kolbeins „Venjulega hefir því verið haldið fram að jaðameysluhneigðin fœri minnkandi með auknum tekjum og að þegnar þeirra ríkja sem hafa háar tekjur spöruðu stœrri hluta viðbótartekna sinna en þeir sem byggju við þrengri kost. - Sú virðist þó ekki vera raunin nema að vissu marki. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.