Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 5. JÚNl 2000
Skoðun l>v
Spurning dagsins
Ætlarðu að ferðast eitthvað
um hvítasunnuhelgina?
Sigurður Jóelsson sölumaður:
Nei, ég reikna ekki meö því.
Elmar Árnason nemi:
Ég ætla meö Birgi í Þórsmörk.
Lilja Gísladóttir, vinnur í 10-11:
Nei.
Rakel Sigurjónsdóttir, vinnur í 10-11:
Nei, vera heima og slappa af.
Ama Vaigarðsdóttir nemi:
Ég er aö fara til Svíþjóöar í viku.
ATTU í BREIÐHOLTI
HOFUM AKVEÐINN KAUPANDA AÐ
2ja hers. ÍB. í BREIÐHOLTI,
HELST í HÓLUNUM. GÓÐAR
GREIÐSLUR. HRINGDU NÚNA.
2ja herberqja
Mikið til sölu
- „En nú er sýnilega breyting fram undan."
íbúðaverð mun fara lækkandi
Arni Sigurðsson
skrifar:
Allt tal um verðlag hér, og þó
einkum verðbólguna, er eins inni-
haldslaust og við er að búast þegar
enginn veit betur en annar hvers
vegna verðbólgan hefur lifnað hér
við á ný. Gleggsta dæmið um þetta
er þegar fréttastofur ljósvakamiðl-
anna sækja forstjóra Þjóðhagsstofn-
unar til að tjá sig um efnahagsvand-
ann. Eins og t.d. í hádegisfréttum
Bylgjunnar sl. miðvikudag. - Maður
var engu nær.
Fjölmiðlar gerðu vel í því að
rekja garnimar úr aðilum hins svo-
kallaða vinnumarkaðar. Þar er af
nógu að taka: Verktökum á vegum
ríkis og sveitarfélaga (les: Reykja-
víkurborgar) sem maka krókinn
ótæpilega á þvi að fræsa og malbika
sömu götumar ár eftir ár, fram-
kvæmdamönnum í þjónustugeiran-
um (nánast hvaða tegund sem er)
iðnaðarmönnum í þjónustufyrir-
tækjum og fasteignasölum. - Já,
fasteignasölum, sem hafa lagt sitt
þunga sitt lóð á vogarskálamar tii
að hækka fasteignaverð og verð-
bólguna um leið á sl. 2 til 3 árum.
Með átakinu um könnun
á verðmyndun matvara,
sem viðskiptaráðherra hef-
ur boðað í kjölfar yfirlýs-
inga forsœtisráðherra, má
augljóst vera að hátt verð-
lag hér, almennt talað, er
nú í hœttu, svo og þeir sem
undir því kynda. “
í síðasta fasteignablaði Morgun-
blaðsins er því haldið fram á forsíðu
að íbúðaverð haldi áfram að hækka.
Viðlíka fyrirsagnir hafa verið á for-
síðu þessa blaðs undanfarið. Með
því er verið að magna það vanda-
mál sem verðhækkun íbúða er. Og
einmitt í fylgiblaðinu um fasteignir,
þar sem uppistaðan er auglýsingar
fasteignasala. Það skyldi þó ekki
vera að þarna sé um einhvers kon-
ar samspil að ræða?
En nú er sýnUega breyting fram
undan; íbúðaverð mun taka stefn-
una niður fyrr en varir. Þanþol
fólks í fjármálum er nefnilega á
þrotum. Einkum hjá yngra fólkinu.
Afborganimar eru að sliga það og
einhverju verður að sleppa; bílnum,
ferðalögum eða þá að hætta við
íbúðarkaupin.
Tilhneiging í þessa átt sést
einmitt í fasteignablaði Mbl. þar má
sjá íbúðir á svokölluðum „góðum“
stöðum (í vesturbænum eða „mið-
svæðis“, hvað sem það svo þýðir)
sem hafa verið vikum saman á sölu-
lista. Væri svo mikU eftirspurn sem
sagt hefur verið ættu þær að seljast
samstundis. Þetta er merkið. Niður
mun íbúðaverð fara.
Ráðamenn hér hafa lítið getað
tjáð sig um hvemig þenslan verður
stöðvuð, eða hvort verðbólgan lækk-
ar eða hækkar. Með átakinu um
könnun á verðmyndun matvara,
sem viðskiptaráðherra hefur boðað
í kjölfar yfirlýsinga forsætisráð-
herra, má augljóst vera að hátt
verðlag hér, almennt talað, er nú í
hættu, svo og þeir sem undir því
kynda. - Margir bíða niðurstöðu
þessarar aðgerðar því við núver-
andi ástand í verðlagsmálum verð-
ur ekki unað.
íþróttaumfjöllun Dagfara
Rúnar Ómarsson og Steingrímur
Dúi Másson,
umsjónarmenn Adrenalíns á Skjá einum, skrifa:
í Dagfara mánudaginn 22. maí
gerði Dagfari smámistök. Þar íjallar
hann um einhæfa íþróttaumfjöllun
á ljósvakamiðlunum og þeim gefln
falleinkunn. Við tökum undir að
Ríkissjónvarpið sé lélegast, og með
ólíkindum hvað Stöð 2 og Sýn bjóða
áhorfendum. En þegar Dagfari kem-
ur að Skjá einum gerir hann mis-
tök. Hann segir: „Þriðja sjónvarps-
stöðin, Skjár 1, er ekki með íþróttir
á sinni dagskrá og kannski eins
gott.“
Þetta er ekki rétt. Skjár einn býð-
„Varðandi Ijósvakamiðlana
getur Dagfari hins vegar tek-
ið gleði sína á ný og horft á
fjölbreytta og boltalausa
íþróttaumfjöllun í Adrena-
líni á Skjá einum.“
ur einmitt upp á tilbreytingu frá
hinni einhæfu íþróttadagskrá. Þátt-
urinn Adrenalín á mánudagskvöld-
um kl. 20.00 á Skjá einum, og endur-
tekinn á Fimmtudögum býður upp á
fjölbreytt íþróttaefni, aldrei bolta-
íþróttir. Þar má m.a. nefna klifur,
karate, kajaka, snjóbretti, vélsleða,
köfun, hjólabretti, tae kwon do,
motocross og brimbretti. Dagfari
ætti samt að líta sér nær þegar
hann gagnrýnir einhæfa íþróttaum-
fjöllun fjölmiöla því í DV, sama dag
og gagnrýni hans birtist, eru sextán
blaðsíður af íþróttafréttum, en að-
eins ein um eitthvað annað en bolta-
íþróttir!
Varðandi ljósvakamiðlana getur
Dagfari hins vegar tekið gleði sina á
ný og horft á fjölbreytta og
boltalausa iþróttaumfjöllun í
Adrenalíni á Skjá einum, og það
sem meira er, honum að kostnaðar-
lausu.
Dagfari
Gaman í sandkassanum
Enn eina ferðina eru strákamir í verkalýðs-
forustunni komnir í sandkassaleik en þeir
hafa það fyrir reglu að hittast tvisvar til
þrisvar á ári i stóra sandkassanum í Reykja-
vík. Strákamir em margir en kassinn lítiU og
oft endar leikurinn með því að þeir fara að
henda sandi hver í annan og er þá er stutt í
grátinn hjá sumum.
Björn Grétar, sem hefur verið foringi i
sandkassaleiknum undanfarin ár, gat ekki
komið i sandkassann núna af því hann var
veikur og þess vegna ákváðu hinir strákamir
bara að reka hann. Hann fær ekki að koma
oftar að leika. Frekustu strákarnir sem koma
frá Reykjavík, Hafnarílrði og Keflavík vilja
ráða öllu og þeir fengu stráka frá Akureyri,
Akranesi og einhvem austan af fjörðum til aö
„vera memm“ og samþykkja að Björn Grétar fái
ekki aö koma oftar í kassann. Nokkrir aðrir
strákar sem vom í kassanum voru ekkert spurð-
ir hvort þeir vildu „vera memm“ og þeir fóru í
fýlu og em bara í rólunum núna. En það er nú
allt i lagi, þeir eru bara sveitastrákar.
Það eru voðalega margir strákar sem vilja
verða foringi í stóra sandkassanum í Reykjavik
af því aö hann fær að ráða svo miklu. Þeir eiga
allir sandkassa heima hjá sér þar sem þeir fá að
Þeir ætla að prufa að setjast allir
á annan endann og vita hvort
hrekkjusvínin í sandkassanum
þora að setjast á hinn endann.
ráða öllu og henda stundum sandi í augun á öðr-
um strákum. En sandkassamir heima hjá þeim
eru svo litlir og asnalegir að það er eiginlega
ekkert gaman í þeim miðað við hvað getur verið
gaman í stóra sandkassanum í Reykjavík.
Strákurinn frá Akranesi var alltaf með Bimi
Grétari i sandkassaleiknum en þegar Bjöm
Grétar var veikur plötuðu hrekkjusvínin frá
Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík hann til að
vera frekar með þeim því þá fengi hann
kannski að ráða einhverju. Hann vildi þaö
ekki strax en þá gáfu þeir honum gulrót og þá
var allt í lagi. Þegar strákarnir úr sveitinni,
sem fengu ekki að „vera memm“ og enga gul-
rót, verða búnir að róla ætla þeir að fara á
vegasaltið, það getur víst verið voðalega gam-
an þar. Þeir ætla að prufa að setjast allir á
annan endann og vita hvort hrekkjusvínin í
sandkassanum þora að setjast á hinn endann.
Þeir vita hins vegar ekki að það eru aö koma
nýir strákar í sandkassann og sumir þeirra
eru dálítið þungir. Það er því hugsanlegt að
sandkassaliðið vinni á vegasaltinu líka.
Strákamir ætla svo að hittast á róluvellinum í
sumar. Sumir fara þá beint í sandkassann en
sumir fara í rólurnar. Ef hrekkjusvínin í sand-
kassanum ákveða aö vera góðir þá bjóða þeir
kannski strákunum f rólunum að koma aftur i
kassann. Ef þeir þiggja það þá veröur aftur voða-
lega þröngt í sandkassanum og þá byrja sumir
aftur að kasta sandi í augun á hinum. Þetta er
bara svona, af því bara. ^ p .
Verðsprenging
HCismóðir hringdi:
Hingað til hefur kálfakjöt verið
sjaldséð í matvörubúðum hér. En þá
sjaldan er það hefur verið til hefur
það verið á mjög góðu verði, líklega
vegna þess hve fáir þekkja kálfakjöt
eða hafa vanist því. Nú bregður svo
við að verslun ein hér á höfuðborgar-
svæðinu auglýsir „mjólkurkálfakjöt"
í ýmsu formi (gúllas: 1798 kr. kg, fde:
2498 kr. og lundir á 2798 kr.). Þetta er
ekki eðlilegt verð fyrir kálfakjöt þótt
mjólkurkálfur sé. Ég myndi láta mér
nægja einfaldlega venjulegt kálfakjöt
á hinu venjulega verði sem var langt
fyrir neðan 1000 kr. kg. Er hér ekki
eitt dæmið um okurverð í matvöm-
geiranum? Ég held það.
Engir kennimenn
Þorleifur Jðnsson hringdi:
Ég tek undir með menntamálaráð-
herra sem lýsti því yfir í sjónvarps-
þætti hjá Agli Helgasyni sl. sunnu-
dag, að sér þætti hvimleitt að heyra
prestana klifa á félagslegum vanda-
málum í predikunum. Prestar eru að
mínu mati ekki lengur kennimenn og
trúboðar heldur klisjuþeytarar,
a.m.k. margir hverjir í of miklum
mæli. Ég held að menntun presta hér
sé ekki nægileg til þess að gera þá að
góðum kennimönnum. Trúmálin em
mál kirkunnar og prestanna, ekki fé-
lagslegar vangaveltur í klisjuformi.
Ákall þrýstihópa og pólitískra popp-
ara er þó áreiðanlega freistandi fyrir
prestana. En hvatning til kirkjunnar
í dag er þó óbreytt sem fyrr: „Út kól-
umkill, inn guðs engill."
Enn á frumstiginu
Hjálmar skrifar:
Við Islendingar emm lengi að ná
okkur upp úr gamla tímanum á flest-
um sviðum, en vínbannið er þó einna
gleggsta dæmið um hve langt við
erum frá menningu annarra þjóða, að
geta ekki verið eins og menn og ráðið
við áfengið. Vinbann á Elton-tónleik-
um eða ekki vínbann. Þetta er jafn
hlægilegt og þegar maður hugsar til
baka þegar áfengur bjór var ekki
leyfður eða þegar lokað var fyrir allt
vín á miðvikudöginn. Hverjum dettur
í hug að hverfa til þeirra tima í dag?
Mesta „djókið" við Elton-tónleikana
er að verða deilan um áfengið. Hugsa
sér! Eram við nokkuð menningarþjóð
í alvöru?
Litla-Hraun
- Fangarnir óska frekari samskipta
í fótboltanum.
Fótbolti á Litla-
Hrauni
Fangi skrifar:
Okkur fangana á Litla-Hrauni
vantar fótboltalið til að keppa við.
Hingað koma þó ýmis lið, nú síðast
Ægir, utandeildarlið frá Selfossi. En
fleiri lið mættu koma og etja kappi
við okkar ágæta lið sem sumir kalla
„Lesbíurnar". Þetta var skemmtileg-
ur leikur gegn Ægi og hörkuspenn-
andi. Við fangamir í ríkisfangelsinu
keppum talsvert á malarvelli okkar
og ætlum okkur sigur í næsta leik.
Við Lesbíumar skorum á lið sem
þora að koma og spila við okkur að
hafa samband við íþróttaþjálfara
fangelsisins, Einar Loft fangavörð.
Ægismönnum lá lifið á og gátu ekki
þegið kaffi og með því en við erum
góðir heim að sækja og lið sem koma
fá áreiðanlega hressingu í lokin.
DVl Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 ReyKíavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.