Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Blaðsíða 32
44 MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000 Tilvera DV lí f iö Kammersveit Reykjavíkur leik- ur í kvöld í Saln- um, Kópavogi Sveitin flytur verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigur- bjömsson og ný verk eftir Jónas Tómasson og Pál Pampichler Páls- son. Tónleikamir hefjast kl. 20.30 og eru jafnframt hluti af Tónskáldahá- tíðinni og Listahátíð. Krár ■ SVEIFLA Á GAUKNUM Þad er alvörusveifla á Gaukl á Stöng. Hinn tindilfætti Gelr Ólafs mun mæta ásamt Furstunum sínum og taka lagiB. Allir kóngarnir teknir fyrir. Sinatra, Cros- by, Martin o.fl. Sveitin ■ GERPUBERGSKÓRINN A BLÖNPUQSI Geröubergskórinn er mættur til Blönduóss ásamt danshópi og hljóöfæraleikurum og tekur þátt í dagskrá í félagsheimilinu í dag. Leikhús ■ ENGLAR ALHEIMSINS Á DÖNSKU Café Teatret sýnir leikgerö sína á skáldsögu Einars Más Guömundssonar, Englum alheimsins. Áhugavert veröur fýrir íslendinga aö sjá hvaöa tökum Danir taka söguna í samanburði viö kvikmynd Frikka Þórs. Sýnt er á Smíðaverk- stæöi Þjóöleikhússins. Fund i r ■ NÁMSKEK) OPINS HÁSKÓLA í dag hefst námskeiö á vegum Opins háskóla, menningar- borgarverkefnis Háskóla Islands, um tónlist Jóns Leifs og norræna goöafræöi í tilefni af heimsfrumsýningu á Baldri, verki Jóns Leifs. Námskeiöið fer fram frá kl. 20-22 í dag og næstu tvo daga í hátíöarsal HÍ. Námskeiö Op- ins háskóla eru öllum opin endurgjaldslaust en þátttakendur veröa aö skrá sig hjá Endur- menntunarstofnun í síma 525-4923. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísi.is Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 Þau Ingibjörg Stefánsdóttir kynnir og Jóhann Sigmarsson ræöa landsins gagn og nauðsynjar. Rebekka Silvía, framkvæmdastjóri Stuttmyndadaga Sigga Vaag og Agga Niclasen létu sig ekki vanta. Dómnefndin, Björn Noröfjörö, Ólafur Torfason og Reynir Lyngdal, ræöir málin við Jóhann Sigmarsson. Víst er aö valiö hefur veriö erfitt, enda kepptu margar gðöar myndir um veröiaun í ár. Vinkonurnar Steinunn og Kristjana voru meöal áhorfenda. Stuttmyndadagar Það er löngu orðin árleg hefð hjá mörgum að fara á stuttmyndadaga og sjá það ferskasta og nýjasta í kvikmyndageiranum. Stuttmyndadagar voru settir á laugardaginn en þetta er í níunda sinn sem þeir eru haldnir. í ár tóku þátt yfir flmmtíu myndir og var mikil eftirvænting við setninguna. Fyrir utan mynd-irnar var margt um að vera, m.a. hélt Óskar Jónasson fyrirlestur um leikstjórn, Ingvar E. Sigurðsson leikari um kvikmyndaleik og Sigvaldi J. Kárason um klippingar á bíómyndum. -ingó DV-MYNDIR INGÓ Kjartan, Daöi Hall, Arnar, Pétur og Svetozar Niko voru mættir á Stuttmyndadaga, enda ekki annaö verjandi því þeir kalla sig Listamafíu Islands. Ágúst Magnússon, annar leikstjóri Skugga fortíöar, sem sýnd var á Stuttmyndadögum, kynnir sér dagskrána. Bíógagnrýni Sam-bíóin - Polanski í vandræðum I leit aö sjaldgæfri bók Johnny Depp í hlutverki bókaspæjarans Dean Corso. Rétt búinn að jafna sig eftir von- brigðin með nýjustu kvikmynd Wims Wenders, Million Dollar Hotel, þegar annað evrópskt kvikmynda- goð, Roman Polanski, skilur mann eftir ískaidan eftir að hafa setið yflr nýjustu afurð hans, Níunda hliðinu (The Ninth Gate), sem hlýtur að vera botninn i hans kvikmyndagerð. Eftir að hafa flúið Bandaríkin til að kom- ast hjá fangelsisvist hefur Polanski ekki náð þeim hæðum sem hann náði i kvikmyndum á borð við Ros- emary’s Baby og Chinatown en hefur þó komið með athyglisverðar kvik- myndir og sumar býsna góðar, myndir á borð við Tess, Frantic, Bitter Moon og nú síöast Death and the Maiden. Það er Eiftur á móti fátt eða ekki neitt í Níunda hliðinu sem minnir okkur á að bak við stjómvöl- inn er einn af merkilegustu kvik- myndaleikstjórum samtímans. Myndin er illa unnin í alla staði og sú dulúð og djöfladýrkun sem lagt er upp með hverfur í slöku handriti og slæmum leik. Upprunalega átti John Travolta að fara með aðalhlutverkið. Þegar hann yfirgaf skútuna eftir að hafa lent upp á kant við Polanski um einhver at- riði í myndinni var Johnny Depp fenginn til að hlaupa í skarðið. Þar sem Depp er yfirleitt vandlátur á þau hlutverk sem hann tekur að sér þá hlýtur það að hafa heillað hann að fá að vinna með Polanski þvi að hann, eins og aðrir leikarar í myndinni, veit í raun ekki hvað hann er að túlka. í raun ætti Polanski að vera á heimslóðum í gerð kvikmynda sem fjalla um djöfladýrkun. Ekki bara það að Rosemary’s Baby er sjálfsagt ein albesta kvikmyndin sem gerð hefur verið um þetta efni heldur var eiginkona Polanskis, Sharon Tate, myrt af djöfladýrkendaflokki Charles Mansons á sínum tíma. Það kemur því á óvart hversu Níunda hliðið er slakt. I byrjun myndarinnar kynnumst við bókaspæjaranum Dean Corso (Johnny Depp) sem fenginn er af for- ríkum bókasafnara og djöfladýrk- anda, Boris Balkan (Frank Langella), til að hafa uppi á tveimur eintökum af bók sem sagt er að sjálfur djöfsi hafi skrifað, en þriðja eintakið er í eigu Balkans. Takist honum að eign- ast öll þrjú eintökin nær hann beinu sambandi við myrkrahöfðingjann svo það er eftir miklu að slægjast. Þetta veit Corso ekki þegar hann leggur af stað í leiðangur til að hafa uppi á bókunum. Hann sannfærist þó fljótt um að ekki er allt eins og það á að vera þegar viðmælendur hans týna tölunni hver af öðrum og ókunn stúlka, sem eltir hann á rönd- um, hverfur og birtist á hinum ólík- legustu stöðum. Eftir nokkuð forvitnilega og ágæta byrjun missir Polanski tökin á ótrú- verðugri sögu og aukinn vandræða- gangur einkennir myndina eftir það. Allur þessi vandræðagangur samein- ast í endi sem svo sannarlega er hægt að kalla endileysu. Roman Pol- anski hefði átt að geta gert betri mynd en það er eins með hann og leikarana, hann hefur greinilega ekki haft nægileg trú á því sem hann var að gera. Leikstjóri: Roman Polanski. Handrit: En- rique Urbizu, John Brownjohn og Roman Polanski. Kvikmyndataka: Darius Khondji. Tónllst: Wojciech Kilar. Aöalleik- arar: Johnny Depp, Frank Langella, Lena Olin og Emmanuelle Seigner.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.