Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Blaðsíða 17
17 MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000 DV Judith Ingólfsson leikur á 300 ára gamla Stradivariusfiðlu á Listahátíð: Af heilum hug Judith Ingólfsson Undrabarniö sem varö ósigrandi ung kona. dökkbrún tjáningarrík augu. Með henni er Ronald Sat sem ekki er aöeins meðleikari henn- ar heldur einnig mannsefni: þau ætla að gifta sig þegar þau koma aftur heim til Bandarikj- anna og setjast að í New York. Má mikið vera ef persónuleg hamingja gæðir ekki tónlist þeirra enn frekari töfrum. Þrátt fyrir listræna sigra er heimurinn harð- ur ungum tónlistarmönnum og margir fara út í að skapa sér sérstæðan stíl til að greina sig frá fjöldanum. Judith gefur ekki mikið fyrir sér- viskulega framkomu. „Mestu máli skiptir að vera trúr sjálfum sér sem manneskju," segir hún, „og sýna tónlistinni trúnað. Ég flyt hana af heilum hug og treysti því að þá geri ég bæði sjálfa mig og áheyrendur hamingjusama. Þetta vona ég að fleyti mér þang- að sem ég vil komast.“ En auðvitað skiptir ímynd listamannsins máli á okkar tímum. Judith verður tortryggin þegar hún er spurð álits á leið Önnu Sophie Mutter hinni þýsku sem gerði jöfnum höndum út á glæsileika sinn og hæfileika; vill fátt segja annað en Anna Sophie sé stórkostlegur fiðluleikari og heillandi persóna. „Málið er að hópurinn sem kemur á klassíska tón- leika er alls staðar að minnka," segir hún. „Sterkur og sérkennilegur persónuleiki lokkar fleiri að og mér finnst ekkert rangt við það meðan það kemur ekki niður á tónlist- inni.“ - Gerirðu eitthvað sér- stakt sjálf til að vekja at- hygli? „Ekki meðvitað, en auð- vitað hef ég skoðað mynd- bönd af sjálfri mér á tón- leikum og reynt að lagfæra það sem mér hefur þótt fara miður. Ég þarf að sjást á sviðinu og þar sem ég er fremur lítil er eitt ráðið að stækka hreyfingamar. Ég vil koma vel fyrir - ekki bara hljóma vel.“ Judith hefur ekki sér- hæft sig í ákveðnum tón- skáldum eða timabilum, hún leikur alls konar tón- list en elskar tónverk sem túlka miklar tilfínningar og þar sem sterkar and- mynd: harpa BjöRNSDófTiR stæður mætast. Hún verð- ur einleikari með Sinfóníu- hljómsveit íslands á tón- leikaferð hennar um Bandaríkin í haust. Þar leikur hún konsert eftir Khatsjatúrjan á einum fimmtán tónleikum. „Það verður töff,“ segir hún og hlær, „en mér finnst gaman að koma fram og ég hlakka bara til.“ Judith kom fyrst fram sem einleikari með Waiblinger-kammersveitinni í Þýskalandi að- eins átta ára gömul þannig að reynsluna hefur hún. Á næstunni mun hún einnig leika í Bandaríkjunum, Hong Kong, Sviss, Spáni og Austurríki. Næstu tónleikar hennar verða þó á norðlægari slóðum því hún leikur í Hömrum á ísafirði í kvöld sem sérlegur útsendari Listahá- tíðar í Reykjavík og síöan í Háskólabíói kl. 19.30 á miðvikudagskvöldið. „Ég hef íslenskt vegabréf þó að ég hafi búið í Banda- ríkjunum í tuttugu ár. Þess vegna bar ég íslenska fánann þeg- ar ég gekk inn á sviðið í tónleikahöll- inni í Indianapolis í hittifyrra - ég var að keppa fyrir ís- lands hönd. “ Hún sigraði í alþjóðlegu fíðlukeppninni í Indianapol- is í það sinn, hún Judith Ing- ólfsson, og það var hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem hún var glæsilegur fulltrúi íslands á vettvangi þar sem aðeins þeir hestu koma til greina. Eftir sigur þar og i Paganini-keppninni á Ítalíu býðst henni að koma fram í fremstu tónleikasölum heims; meðal annars hélt hún sína fyrstu tónleika í Carnegie Hall i apríl siðast- liðnum. Um þá hafði Alan Kozin, gagnrýnandi The New York Times, þetta að segja: „Leikur Judith Ing- ólfsson í Camegie Hall var þaulhugsaður og tæknilega fullkominn. ... Tónmyndun hennar er traust og þokka- full og fellur vel að því verki sem hún flytur hverju sinni.“ Um flutning hennar á Fantasie Brilliante eftir Wi- eniawski segir hann: „Þetta er margslungið glæsistykki sem býður upp á miklar flug- eldasýningar innan um ljóð- ræna kafla og sýndi hún að hún hefur fullt vald á báðum sviöum." íslenskir áheyrendur fá sjaldgæft tækifæri til að dæma um réttmæti orða gagnrýnandans því að Judith Ingólfsson og Ronald Sat, meðleikari hennar, flytja sömu efnisskrá á tónleikum á Listahátíð á miðvikudagskvöldið. Þar leikur hún á Stradivariusfiðlu frá 1683 sem hún fékk til afnota eftir sigurinn í Indianapolis. Tónlistin á fyrsta rétt Þegar við hittum Judith var hún nýlent eftir Ameríkuflug en ekki var þreytu að sjá á henni. Hún er íslensk í föðurætt og svissnesk i móður- ætt en minnir í útliti mest á ítalska fegurðar- dís, björt á hörund með svart, hrokkið hár og I vatni milli vita Óhætt er að segja að danska uppfærslan á Englum alheimsins hafi komið íslenskum frum- sýningargestum á óvart. Á Smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins hefur verið komið fyrir nokkurs konar votum hreinsunar“eldi“, afar frumlegum annars heims dvalarstað Páls Ólafssonar meðan hann er að átta sig á dauða sínum og upprisu. Þetta er þröngur klefi, lágur undir loft, og inni í honum situr, liggur, stendur, gengur og sullar i vatni hin sérkennilega söguhetja skáldsögu Ein- ars Más Guðmundssonar. Óvenjulegt og vel hugsað svið fyrir þessa einstæðu frásögn og á höfundur þess, Jesper Corneliussen, mikið lof skilið. Þessi klefl tekur merkilegum breytingum í samræmi við hvert Páll er kominn í frásögn sinni og á lýsingin ekki minnstan þátt í áhrifum sýningarinnar, einnig tónlistin sem myndar markvissa og fjölbreytta hljóðmynd sem styður vel við textann. Þrátt fyrir ljós og hljóð er þetta eins þröng sýn á Pál og kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar eftir sömu bók er víð sýn á hann og líf hans. Annar munur er þó enn áleitnari. Danska upp- færslan er í raun og veru trúrri skáldsögunni þvi Henrik Prip í Universets Engle „Frá sjokkerandi upphafinu þegar Páll endar líf sitt til aö endurfæöast heilbrigöur hefur Henrik áheyrendur á sínu valdi. “ hún er öll sögð frá sjónarhóli söguhetjunnar eins og skáldsagan þar sem kvikmyndin horfir á Pál utan frá. Það er nú einu sinni vandi kvikmynd- anna að komast inn i höfuð persóna sinna. Henrik Prip er Páll í þessari sýningu og leik- ur líka allar aðrar persónur sem við sögu koma. Frá sjokkerandi upphafmu, þegar Páll endar líf sitt til að endurfæðast heUbrigður, hefur Henrik áheyrendur á sinu valdi. Undrun Páls í byrjun á þessum annarlega stað kemur hann til skUa á kómískan hátt og alla leið í gegn er leikur hans fyndinn þegar við á og dramatískur þegar það á við, en sár undirtónninn er aldrei langt undan og iðulega var eins og gripið fyrir hálsinn á manni þegar neyð Páls var sem stærst. Þó að sviðið sé svona stór hluti af sýningunni stenst texti Einars Más samkeppnina fullkom- lega í frábærri þýðingu Eriks Skyum-Nielsen. Kannski hefur manni aldrei verið eins ljóst og eftir þessa heUlandi útfærslu hve mikið sniUdar- verk skáldsagan er. Silja Aðalsteinsdóttir CaféTeatret sýnir á Llstahátíð í Reykjavík: Universets Engle. Leikgerö Ditte Marie Bjerg, Ryzard Taedling og Henriks Prip á skáldsögu Einars Más Guömundssonar. Leikmynd: Jesper Corneliussen. Leikstjóri: Ditte Marie Bjerg. Sýnd á Smíðaverkstæöinu í kvöld og ann- aö kvöld, kl. 20.30. ____________Meiming Umsjón: Siija Aðalsteinsdöttir Kristinn í brúdulíki Gaman var að þekkja fagra rödd Kristins Sigmundssonar þegar draugurinn hóf upp raust sína í tékknesku brúðusýningunni á Don Giovanni á Listahátíð. Höfuðsmaður- inn dauði er þar með græn 200 vatta augu og stíga miklir reykjarbólstrar með tilheyr- andi brennisteinsfýlu upp um leið og hann tekur til máls. Brúðumar eru glæsUegar og sýningin skemmtileg, ekki síst er gaman að stjóm- andanum sem á að vera Mozart sjálfur (sjá mynd). Hljómsveitarmeðlimir eru heldur fúlir út í hann og þetta verk hans og hann grípur tU þess ráðs í örvæntingu sinni að gá aðeins of langt ofan í glasið sitt. Var al- veg meistaralegt að sjá tilburði brúðunnar þegar áfengið fór að svífa á hana. Heimsendingar- leikhúsið í London starfar is- lenskt-breskt leikfélag sem kaUar sig Icelandic Take Away Theatre og frumsýndi þar ytra fyrir skömmu margmiðlunar- sýninguna Völuspá imd- ir stjóm NeU Haigh. ís- lendingar eiga líka von á heimsendingu frá félag- inu því í haust verða sýnd tvö verk á þess vegum á leiklistarhátíðinni Á mörkunum sem er samstarfsverkefni sjálfstæðu leik- húsanna og M-2000. Efnt var til samkeppni og af sex leikritum sem dómnefnd valdi tU þátttöku reyndust tvö vera úr smiðju ITAT, Dóttir skáldsins eftir Svein Einarsson og Háaloft eftir Völu Þórsdóttur. Verið er að skipa í hlutverk í Dóttur skáldsins en verk- ið verður frumsýnt í sept- ember undir stjórn Bjöms Gunnlaugssonar. Háaloft verður á fjölum Kaffileikhússins í októ- ber; þar leikstýrir Ágústa Skúladóttir Völu í nýjum einleik sem að- standendur leikhópsins lofa að eigi eftir að vekja umtal. Einhver í dyrunum Sjálfsagt eru margar leikhúsrottur hissa á biðinni eftir umsögnum um nýtt verk eftir Sig- urð Pálsson, Einhver í dyrunum, sem forsýnt er á Listahátíð. Ástæðan er sú að aðstandendur ætla að leyfa sýningunni að þróast í sumar og hafa hina eiginlega frumsýningu í haust. Óþarft er samt að draga áhugasamt fólk á því að þetta er innihaldsríkt og skemmti- legt verk með mörgum óvæntum augnablik- um, aðdáunarlega vel leikið. Kristbjörg Kjeld leikur stjörnuna sem allt snýst um - ekki ósvipað hlutverk og hún leikur í Fíaskó en býr til býsna ólíka persónu. List og veruleiki fléttast saman, ekki aðeins í hennar endurminningum heldur líka minn- ingum annarra um hana... Ljóðavefur Meðal viðburða á Listahátíð er sýningin íslands þúsund ljóð í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Þar geta gestir lesið ljóð, hlýtt á skáld lesa ljóð, ýmist af bandi eða í eigin persónu á skáldavökum, og ort sjálfir ljóð í þar til gerða skúffu í sýningarsalnum. En það er hægt að njóta sýningarinnar án þess að gera sér ferð í bæinn. Þeir sem eru nettengdir geta flett upp á sýningunni eftir slóðinni listahatid.is/ljodavefur og fundið þar margt hnýsilegt: fjölda ljóða eins og þeim er raðað í flokka á sýningunni, upp- lýsingar um skáld og ekki síst geta þeir stytt sér leið inn á fjölda íslenskra og er- lendra heimasíðna um ákveðin skáld eða fréttir af skáldskap. Þarna er næg afþreying fyrir nokkur sumarleyfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.