Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2000, Blaðsíða 16
16
Menning
MÁNUDAGUR 5. JÚNÍ 2000
I>V
Myndlist
Tilgangslaust stórborgar-
flandur með meiru
Lítið hefur farið fyr-
ir myndlistarsýning-
um í Norræna húsinu
undanfarin ár enda
prýða sýningarsalinn í
kjallaranum afar fáir
þeirra kosta sem yfir-
leitt eru taldir bestir á
galleríum, s.s. lofthæð,
birta og hlutlaust
rými. Þvert á móti er
sýningarplássið sund-
urhlutað með skotum,
skilrúmum, rörum og
leiðslum, auk þess sem
lágt er til lofts og
gluggalaust. En það er
auðvitað ekki sama
hvað sett er þama inn.
Ágætlega tókst til með
sýningar frá Bergen og
Helsinki fyrr á þessu
ári og sumarsýning
ársins, Flakk, eða sú
sérstaka tilfinning að
vera bæði heima og
heiman, sem unnin er
í samstarfi við Lista-
hátíð og Norrænu sam-
tímalistastofnunina
NIFCA, er dæmi um
sýningu sem hentar Norræna húsinu mjög vel.
Sýningarstjóramir Per Gunnar Tverbakk og
Andrea Kroksnes hafa valið saman hóp ungra
listamanna með rætur á Norðurlöndunum, í
Bandarikjunum, Þýskalandi og Póllandi en sam-
eiginlegur snertiflötur þeirra er fólginn í því að
vinna með einhvers konar huglægt ferðalag.
Kjami sýningarinnar er skilgreindur með
franska orðinu „dérive", hugtaki sem fengið er
að láni úr hugmyndafræöi sitúasjónistahreyfing-
arinnar í merkingunni að flandra án tilgangs um
stórborgina. Og það má segja að sé sú tilfmning
sem maður fær þegar maður stingur sér ofan i
kjallarann og rambar á milli hálfmyrkra her-
bergja völundarhússins sem smíðað hefur verið
inn í sýningarsalinn. Stórborgarþemað er þó ekki
algilt því sum verkin leiða huga áhorfandans
einmitt út í náttúruna, norður til Svalbarða, suð-
ur til Afríku, til tunglsins eða bara um hljóm-
plötusafnið hans Egils Sæbjömssonar.
Rannsóknarferöir um ólíka stigu
Mest ber á innsetningum með vídeóverkum og
tengingin við poppheiminn, kvikmyndimar og
ekki síst tónlistarmyndbandið er sterk. í mynd-
bandi sínu, „The Frozen River“, feröast Mattias
Harenstam með vídeóvélina sína að næturlagi
um dimmar og fáfamar götur stórborgar en at-
burðir og fólk sem á vegi hans verða eru óraun-
veruleg, eins og gestir úr öðrum heimum. Gler-
platan á gólflnu gefur klefanum frosið yfirbragð
og teknótónlistin sem flæðir útum bólstruð hátal-
araeyru á veggjunum ýtir undir veruleikafirrta
upplifunina á verkinu. Tónlistarmyndband
Anniku Ström, „Ten New Lovesongs“, er full-
komin andstæða en það er að miklum hluta tek-
ið upp í snjóbyl og kulda
norður á Svalbarða.
Þrátt fyrir hryssingslegt
umhverfið og frumstæð,
nánast kjánaleg lögin,
lýsir vídeóið persónu-
legri nálægð og hlýju. í
myndbandinu „Oh, I
need your love babe“,
ferðast Egill Sæbjöms-
son um fjölskrúöug um-
slögin utan um gömlu
hijómplötumar sínar í
líki lítils teiknimynda-
bíls. Þetta er skemmti-
legt en tregablandið
verk því þó það sé fulit
af fyndnum hugmynd-
um má sjá í því eins
konar leit að horfnum
tíma. Verk hins íslenska
þátttakandans, Þórodds
Bjarnasonar, hefur
nokkra sérstöðu á sýn-
ingunni en segja má að
það sé klassískara en
flest hin verkin. í stað
þess að nota meðul nú-
tímans eða poppsins
sækir Þóroddur til frá-
sagnarhefðarinnar i
myndbandinu „In and out of places" þar sem
hann situr kyrr og segir frá tilviljanakenndum
rannsóknarleiðöngrum sínum um ókunnug hús í
erlendum stórborgum.
Það er full ástæða til að óska Norræna húsinu
til hamingju með sýninguna og þessa ágætu
lausn á erfiðu húsnæðisvandamáli sem felst í því
að leggja áherslu á myndlist sem útheimtir
einmitt ekki hefðbundið galleríumhverfi. Að-
standendur þyrftu að benda sýningargestum sér-
staklega á að verk Alexöndru Mir er uppi í and-
dyrinu, framan við kaflistofuna, annars er hætt
við að flestir missi af þvi.
Áslaug Thorlacius
Sýningin Flakk stendur til 13. ágúst. Opið alla daga
nema mán., kl. 12-17.
Kuldahrollur í Kópavogi
Virðuleg hjón þrættu um það á sviði Sal-
arins í Kópavogi hvort þau ættu að hætta
sér regnkápulaus niður í bæ. Eiginmaður-
inn fullyrti borubrattur að það rigndi aldrei
sautjánda júní en konan leit áhyggjufull til
himins og var ekki eins viss. Þetta var verk-
ið Þjóðhátíðarregn eftir Þorkel Sigurbjöms-
son sem frumflutt var á tónleikum Caput-
hópsins undir stjóm Guðmundar Óla Gunn-
arssonar siðastliðiö miðvikudagskvöld.
Voru flytjendur þau Bergþór Pálsson baríton
og Marta Halldórsdóttir sópran en fjórir
hljóðfæraleikarar léku undir. Þjóðhátíðar-
regn er samið við samnefnt ljóð eftir Sigurð
Pálsson og skiptu svipbrigði og augnagotur
söngvaranna miklu máli við flutninginn. Út-
koman var skemmtileg, stígandin eðlileg og
markviss, veðrið versnaði stöðugt og endaði
verkið á því að hjónin héldu dauðahaldi
hvort í annað og leiddust nötrandi út af svið-
inu. Var kuldahrollurinn undirstrikaður
með síendurtekinni triHu og var þetta án efa eitt
skondnasta verk sem undirritaður hefur heyrt
eftir Þorkel.
Fjórar aðrar tónsmíðar eftir ýmis tónskáld
voru frumflutt á tónleikunum. Hið fyrsta var
Ymni eftir Áskel Másson og er nokkurs konar
hugleiðing um „Kvölda tekur, sest er sól“. Hluti
af stefmu heyrðist strax í upphafi og var leikið á
flautu, óbó og klarinett en undir spUuðu afar
óljóst þrír strengjaleikarar og píanóleikari. Blást-
urshljóðfæraleikurinn var sömuleiðis óræður og
leitandi, líkt og það væri vindurinn sjálfur sem
væri að syngja. Þessi fjarræni ómur varð smátt
og smátt að veigamiklu fiðlusólói en svo tók vind-
harpan aftur við. Útkoman var afar faUeg og
áhrifamikU og margar einleiksstrófumar voru
sömuleiðis hrífandi fagrar, tU að mynda dempað
seUóið við letUega undirleikshljóma píanósins.
Framvinda verksins var sannfærandi án þess
nokkum tíma að virka úthugsuð og er Ymni eft-
ir Áskel tvímælalaust prýðisgóð tónsmíö.
Einlæg tónsmíö
Afar ólíkt hljómaði fiðlukonsert eftir Finn
Torfa Stefánsson þar sem Sigrún Eðvaldsdóttir
lék einleik. Tónskáldið sagði sjálft i tónleika-
skránni að konsertinn væri unninn eftir hefð-
bundnum leiðum en það þarf auðvitað ekki að
þýða að hann sé ófrumlegur. TU dæmis er kafla-
skiptingin sérstæð, aUur annar kaflinn er
kadenza, sem er óvenjulegt fyrirkomulag, og
sömuleiðis era laglínumar sjáífar næsta fram-
andi og ekki beint af þeirri gerðinni sem maður
raular fyrir munni sér við uppvaskiö. Konsertinn
hefst á hægri melódíu sem liggur tU grundvaUar
allri lýrík verksins og utan um tUtölulega ein-
faldan þráðinn er ofinn fíngeröur tónavefur þar
sem kontrapunktísk hugsun er áberandi og
lausnir ávaUt rökréttar. Þetta er einlæg tónsmíð,
ekkert að þykjast vera eitthvað annað en hún er,
og einleikur Sigrúnar var hinn glæsUegasti og
ekki síst honum að þakka að skáldverk Finns
Torfa komst svo vel tU skila.
Annað á þessum tónleikum var ekki eins
markvert. Dual Closure eftir Úlfar Haraldsson
þar sem Guðni Franzson klarinettuleikari lék
einleik var einhvem veginn ekki sannfærandi,
tónlistin var ein samfeUa af hröðum, minímalísk-
um stefbrotum sem voru leikin á ólík hljóðfæri
og var útkoman eins og hrærigrautur af enda-
lausu útflúri sem var einmitt það: endalaus. Og
Talnamergö eftir Hauk Tómasson, sem er samið
við íslenskuð ljóð skáldkonunnar Wislöwu Szym-
borsku, leið fyrir það að hljóðfæraleikurinn var
svo sterkur að maður skUdi Ula söng Mörtu HaU-
dórsdóttur. Hér hefði textinn átt að fylgja efnis-
skránni, það hefði gert svipmikla tónlistina mun
skUjanlegri - og um leiö áhugaverðari.
Jónas Sen
Tónar og hálf-
tónar
Kammer-
sveit
Reykjavíkur
heldur tón-
leika í Saln-
um í Kópa-
vogi í kvöld kl. 20.30 undir yfir-
skriftinni „Tónar og hálftónar".
Tónleikarnir eru á vegum Tón-
skáldafélags íslands, Listahátíðar og
M-2000.
Kammersveitin fagnaði nýlega 25
ára afinæli sínu og hefur starfsemi
hennar frá byrjun verið islenskum
tónskáldum hvatning tU sköpunar.
Á efnisskránni eru að þessu sinni
tvö fmmflutt verk, KristaUar eftir
Pál P. Pálsson og MMOSO eftir
Jónas Tómasson, þar að auki Af
mönnum eftir Þorkel Sigurbjöms-
son, Angelus Domini eftir Leif Þór-
arinsson og Concerto serpentinada,
Píanókonsert no. 1 eftir Atla Heimi
Sveinsson. Einsöngvari er Guðrún
Edda Gunnarsdóttir, einleikari
Anna Guðný Guðmundsdóttir og
stjómandi Bernharður Wilkinsson.
Uppljóstrari
fær styrk
Listasafn Há-
skóla íslands veitti
í fyrsta skipti styrk
úr styrktarsjóði
sínum í síðustu
viku. Sjóðurinn var
stofiiaður árið 1999
af Sverri Sigurðs-
syni og er hlutverk hans að styrkja
rannsóknir á sviði íslenskrar mynd-
listarsögu og forvörslu myndverka.
Upphæð styrksins er kr. 700 000 kr.
og kom í íúut Ólafs Inga Jónssonar
málverkaforvarðar.
Styrkinn hlaut Ólafur Ingi fyrir
rannsóknir sínar á folsuðum mál-
verkum og fyrir að eiga mikilvægan
þátt í að koma í veg fyrir sölu og
áframhaldandi falsanir á málverk-
um, bæði hér heima og í Danmörku.
Með rannsóknarvinnu sinni hefur
Ólafur Ingi unnið ómetanlegt starf í
þágu íslenskrar myndlistarsögu.
Ladysmith
Sérlegir sendiherrar Nelsons
Mandela syngja fyrir landann á
Listahátíð annað kvöld á Broadway
og voru enn fáanlegir miðar þegar
síðast fréttist. Þetta er tíu manna
sönghópur frá Suður-Afríku sem
hefur starfað frá 1960 og verið afar
vinsæU á heimaslóðum frá upphafi.
PUtamir syngja án undirleiks og
hafa gefið út ótal hljómpötur heima
hjá sér. Heimsþekktur varð hópur-
inn þegar Paul Simon fékk hann til
liös við sig á plötunni Graceland
1986 og siðan hefur hann ferðast
víðs vegar um heiminn. Kjörorð
hópsins er frá stofnanda hans, Jos-
eph Shabalala, og hljóðar svo:
„Söngur gleður þá sem eru daprir
því söngurinn er rödd hamingjunn-
ar.“
Gestakort
Reykjavíkur
innlendum og er-
lendum fjölgar ár
frá ári í Reykja-
vík og nú hefur
Upplýsingamið-
stöð ferðamála ákveðið í samráði
við menningar- og listastofnanir,
íþrótta- og tómstundaráð og SVR að
gefa út sérstakt „gestakort Reykja-
víkur“ tU að auðvelda þeim að njóta
þess sem borgin hefur upp á að
bjóða eins og víða er gert í erlendum
menningarborgum. Kortið veitir að-
gang að eUefu söfnum, öUum sjö
sundlaugum borgarinnar, Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum í Laug-
ardal og gUdir sem farmiði í Stræt-
isvagna Reykjavíkur. Greinargóð
handbók fylgir kortinu.
Gestakort Reykjavikur er tU sölu
í Upplýsingamiðstöð ferðamála í
Reykjavík og víðar og kostar 900 kr.
fyrir einn sólarhring, 1200 kr. fyrir
tvo og 1500 kr. fyrir þrjá sólar-
hringa. Það borgar sig á einni heim-
sókn í safn, einni sundlaugarferð og
tveimur ferðum með strætó.