Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
1>V
5
Fréttir
Flugmálastjóri kynnir framkvæmdaáætlun:
Nágrannarnir vilja ekki
missa flugvöllinn
"'t' *. • ’~*^‘z$&8&****1*’ . /
- ■ '
Flugvallarframkvæmdir
íbúar viö Reykjavíkurflugvöll viröast flestir hlyrmtir flugvellinum og kjósa aö sjá flugvélarnar lenda og taka á loft.
Flugmálastjóri hélt kynningar-
fund með íbúum nágrennis Reykja-
víkurflugvallar, þann þrítugasta
maí, þar sem kynntar voru fram-
kvæmdir á flugvellinum sem nú
standa yfir ásamt framkvæmda-
áætlun. Mæting á fundinn var betri
en gert var ráð fyrir en alls mættu
um 70 nágrannar flugvallarins.
Kristján Hreinsson skáld er i stjórn
hverfisfélags Skerflrðinga, sem ber
nafnið Prýðifélagið Skjöldur, og
sendi hann flugmálastjóra limru
með boðskap íbúanna.
Niður með hljóömanirnar
Nýlega voru settar upp hljóðman-
ir við Einarsnes og var þeim ætlað
það hlutverk að draga úr hljóð-
mengun frá flugvellinum. Á fundin-
um kom hins vegar fram að þeir
Söguleg tímamót urðu í sögu
Reykjavíkurflugvallar þann 1. júní
síðastliðinn, þegar flugvallarslökkvi-
liðið, sem starfrækt hefur verið af
Flugmálastjóm íslands, var lagt nið-
ur og nýstofnað Slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins tók við rekstrinum.
Slökkvilið Flugmálastjómar hafði
verið við lýði í 54 ár, eða allt frá því
að íslendingar tóku við rekstri
Reykjavíkurflugvallar af Bretum árið
1964. Flestir slökkviliðsmenn flug-
sömu ibúar og vernda átti fyrir
hljóðmengun eru óánægðir með
hljóðmanimar og vilja losna við
vallarliðsins munu hverfa til starfa
hjá hinu sameinaða Slökkviliði höf-
uðborgarsvæðisins en þar bíður
þeirra víðari og fjölbreyttari starfs-
vettvangur.
Gert er ráð fyrir að með samein-
ingu slökkviliða náist fram betri nýt-
ing tækjakosts og mannafla, sem og
víðtækari þjálfun sem meðal annars
á að skila sér í öflugra flugvallar-
slökkviliði og auknu öryggi fyrir
íbúa höfuðborgarsvæðisins.
þær sem fyrst. Að sögn íbúa flnnst
þeim mikUl missir að því að geta
ekki lengur fylgst með flugvélum
lenda og taka á loft en hljóðmanirn-
ar eru um þriggja metra háar og
byrgja því sýn á flugvöflinn. Einnig
var bent á að hljóðmanirnar
skyggja á útsýni til Esjunnar. „Há-
vaði frá flugvélum hefur aldrei
truflað okkur,“ sagði Kristján
Hreinsson, í samtali við DV.
Emil Ágústsson, verkefnisstjóri
hjá Flugmálastjóm, sagði að við-
brögð íbúanna hefðu komið sér á
óvart. „Fólk var í alla staði mjög já-
kvætt og fegið framkvæmdum,"
sagði hann en framkvæmdirnar fel-
ast fyrst og fremst í því að bæta
undirstöður undir flugbrautum.
Hann sagði hins vegar að ákvarðan-
ir um breytingar á hljóðmönum
væru ekki í valdi flugvaflaryfir-
valda eða flugmálastjórnar, heldur
alfarið í höndum borgarskipulags.
Frekar flugvöll en byggð
„Langflestir Skerfirðingar eru
hlynntir flugvellmum enda er eng-
in truflun af flugvélunum sem slík-
um,“ sagði Kristján Hreinsson.
Hins vegar vilja fæstir íbúar
Skerjafjarðar fá byggð í Vatnsmýr-
ina og færa þeir meðal annars fyrir
því þau rök að við það muni umferð
um svæðið aukast til muna og að
það útsýni sem hljóðmanirnar
byrgja nú að hluta til muni endan-
lega glatast ef byggð verða háreist
fjölbýlishús.
-hds
Húsavík:
Tvíkjálkabrotinn
Til handalögmála kom fyrir utan
veitingastaðinn Pizza 67 á Húsavík
um kl. 4 aðfaranótt laugardags með
þeim afleiðingum að 17 ára pUtur
tvíkjálkabrotnaði. Hópur ungmenna
var á staðnum og komið hafði tU
stimpinga mUli tveggja pilta sem
lauk með fyrrgreindum afleiðing-
um. PUtarnir, sem eru frá Húsavík,
voru báðir undir áhrifum áfengis.
Hinn slasaði var fluttur daginn eftir
til Reykjavíkur i hendur sérfræð-
inga. Málið var ekki tilkynnt lög-
reglu fyrr en daginn eftir en hefur
nú verið kært til lögreglunnar á
Húsavík og er í rannsókn. -HH
Bústaður brennur
Sumarbústaður brann tU kaidra
kola í Heiðarbyggð í Ásatúnslandi í
Hrunamannahreppi í gærmorgun.
SlökkvUiðið á Flúðum mætti á staðinn
og slökkti eldinn en húsið er ónýtt.
Upptök eldsins eru ókunn. -SMK
Bílaþjófar gómaðir
Tveir menn voru handteknir á
stolnum bíl á sunnudagskvöldið á
Selfossi. Bílnum var stolið úr
Reykjavík á miðvikudaginn. Menn-
irnir voru vistaðir í geymslum lög-
reglunnar og síðan færðir tU yfir-
heyrslu. Að sögn lögreglunnar á Sel-
fossi eru mennirnir þekktir góð-
kunningjar lögreglunnar. -SMK
Bíl stolið
Svörtum Mercedes Benz var
stolið af bUastæði fyrir framan
íbúðarhús á Sauðárkróki siðastlið-
inn sunnudagsmorgun. Bifreiðin er
af árgerð 1985 og er með númera-
plötunni HJ-188. Hún er með topp-
grind og var ólæst á stæðinu. Lög-
reglan á Sauðárkróki biður þá sem
hafa orðið varir við bílinn að hafa
samband við sig. -SMK
Flugvallarslökkviliðið kvatt
- hið nýja sameinaða slökkvilið tekur við rekstrinum
Komið og semjið!!!
MMC Pajero, langur, V6, skr.
1992, ekinn 132 þús. km,
blár/hvítur, ssk., toppl. allt rafdr.
Verð 1.470 þús.
Plymouth Voyager ,2,4, skr. 1996
ekinn 43 þús. km, skráður 7 manna,
ssk., samlæs., hraðastillir. Verð
1.780 þús.
Nissan Sunny SR skr. 1994
ekinn 113 þús. km, rauður, 5 g.,
álfelgur, spoiler, allt rafdr.
Verð 770 þús. 100% lán.
Nissan Sunny SLX, skr.
1992,ekinn 145 þús. km, brúnn,
ssk., álfelgur. Verð 470 þús.
100% lán.
Dodge Stratus, skr. 1998,ekinn
50 þús. km, gullsans., ssk., álfelgur,
áhvílandi bílalán 1.350 þús. Verð
1.770 þús. Nú 1.550 þús.
Suzuki Sidekick 1800, skr.
1997,ek. 102 þús. km, rauður, 5
g., allt rafdr. Verð 1.680 þús.
Nú 1380 þús.
Suzuki Sidekick JXi, skr.
1995,ekinn 85 þús. km, vínrauður,
5 g. Verð 980 þús.
Toyota Corolla XL sedan, skr.
1992,ekinn 140 þús. km, hvítur, 5
g., Verð 390 þús. 100% lán.
Dodge Grand Caravan SE, 3,3,
langur, skr. 1997,ekinn 96 þús.
km, hvítur, ssk., 4 stólar og bekkur.
allt rafdr. Verð 2.380 þús.
Chrysler New Yorker, skr.
1994,ekinn 119 þús. km, vínrauður,
3500 cc, ssk., allt rafdr.
Verð 1.880 þús. Nú. 1480 þús.
100% lán til 5 ára.
Dodge Caravan 2,4, skr.
1997,ekinn 90 þús. km, dökk-
grænn, ssk., ABS, samlæs., litað
gler, hraðastillir. Verð 1.830 þús.
Chrysler Cirrus LXi 2,5, 24 v, skr.
1997,ekinn 86 þús. km, blásans.,
ssk., með öllu. Verð 1.670 þús.
100% lán til 5 ára.
Opel Astra GL 1400 stw, skr.
1994,ekinn 112 þús. km, blár, ssk.,
Verð 630 þús. 100% bílalán.
efMATTHÍASAR
Sími 562 4900
Ford Bronco II XLT, skr.
1987,ekinn 145 þús. km, þrúnn
tvílitur, 5 g., 33“ dekk,
upphækkaður. Verð 360 þús.
100% lán.
Nissan 100 NX, skr. 1992,ekinn
59 þús. km, gulur, 5 g., álfelgur, T-
toppur, allt rafdr. Verð 750 þús.
100% lán.
Heimasíða:
www.billinn.is