Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Side 11
11
ÞRIÐJUDAGUR 6. JtJNÍ 2000
PV_____________________________________________________ Útlönd
Sími
553 3818
Frír pruFutími
Verið velkomin
Sumartilboð í gangi
Opið
virka daga kl. 8-22
TRIM/\F0RM
Wbi : i i t i j i mmm
Grensásvegi 50
Sími 553 3818
Jacques Chirac
Frakklandsforseti vill aí> kjörtímabil
þjóöhöföingians veröi stytt í 5 ár.
Frakkland:
Kjörtímabil for-
seta verði stytt
Jacques Chirac Frakklandsforseti
lagöi til í gær að kjörtímabil þjóö-
höfðingjans yrði stytt úr sjö árum í
fimm. Forsetinn lýsti yfir stuðningi
sínum við tillögur um þjóðarat-
kvæðagreiðslu um breytingarnar
síðar á árinu.
Breytingamar myndu ganga í
gildi eftir forsetakosningarnar 2002
þar sem búist er við að Chirac etji
kappi viö Lionel Jospin sem nú
gegnir embætti forsætisráðherra.
Valéry Giscard d’Estaing, fyrrum
forseti, sem endurvakti hugmynd-
imar um styttra kjörtímabil í síð-
asta mánuði, lýsti yfir ánægju sinni
með tillögur og sinnaskipti Chiracs
en hægrisinnar í flokki forsetans
lýstu andstöðu sinni við áformin.
Færeyingar bíða
eftir hópi Serba
Fiskverkendur í Færeyjum furða
sig á því að serbneskir flóttamenn,
sem þeir lofuðu að ráða í vinnu,
skuli ekki hafa látið sjá sig. Serb-
arnir fara nú huldu höfði í Dan-
mörku þar sem þeir eiga yfir höfði
sér að vera vísað úr landi.
Málið hefur verið að velkjast í
kerfinu í Danmörku frá því í sept-
ember 1998. Færeyingar björguðu
dönskum stjómvöldum úr klípunni
þegar þeir lofuðu fólkinu landvist
en eru nú að missa þolinmæðina
því störfin bíða ómönnuð.
Hjá okkur nærðu árangrí!
Faqmennskan í Fyrlrrúml
Bill Clinton Bandaríkjaforseti kominn aftur heim í Hvíta húsið:
Lítill árangur af síöustu
heimsókninni til Evrópu
Skæruliðum fagnað
Þúsundir Líbana fögnuöu skæruliðum Hizbollah í gær er þeir óku um götur
Nabatiyeh í S-Ubanon í herbílum sem ísraelar skildu eftir.
Myrti sex ára dreng í Noregi:
Hafði hótað mörgum
nágrönnum lífláti
Tuttugu og þriggja ára gömul
norsk kona, sem myrti sex ára
dreng á eyjunni Smola í Noregi síð-
astliðið fimmtudagskvöld, hafði hót-
að mörgum nágrönnum sínum líf-
láti undanfarin ár. Enginn kærði
konuna vegna hótananna. Konan,
sem er andiega vanheil, tók sjálf
þátt í leitinni að drengnum á
fimmtudagskvöld en hætti leitinni
er hún varð blaut í fæturna. Hún
viðurkenndi morðið aðfaranótt
sunnudags.
Foreldrar drengsins höfðu bann-
að honum að heimsækja konuna
þar sem hún hafði verið dæmd fyr-
ir ofbeldi gagnvart börnum. Henni
tókst þó að lokka hann til sín með
því að lofa honum krákueggjum.
Konan hefur verið í miklu ójcifn-
vægi frá þvi að tvær litlar stúlkur
voru myrtar í Kristiansand á dög-
unum. Hún tjáði fjölskyldu sinni að
hún yrði að kaupa sér dagblöð á
hverjum degi til þess að geta lesið
öll smáatriði um málið.
Norskir fjölmiðlar greindu frá því
í gær að lögreglan í Kristiansand
hefði fundið fingrafór sem gætu
tengst morðinu.
Augusto Pinochet
sviptur friðhelgi
Bill Clinton Bandaríkjaforseta
var vel fagnað þegar hann kom
heim til Washington í gærkvöld úr
heimsókn sinni til fjögurra Evrópu-
landa. Árangur ferðarinnar var þó
heldur rýr í roðinu þar sem leiðtog-
arnir sem Clinton hitti að máli
slógu öllum meiri háttar ákvörðun-
um á frest. Clinton á enda ekki eftir
að sitja nema sjö mánuði í embætti.
Hátindur Evrópuferðar Clintons
að þessu sinni var þriggja daga
heimsókn hjá Vladímír Pútín Rúss-
landsforseta í Moskvu. Forsetunum
miðaði hins vegar ekkert í viðræð-
um sínum irni eldflaugavamarkerfi
sem Bandaríkjamenn hafa mikinn
áhuga á að koma sér upp.
Þá varð Clinton heldur ekkert
ágengt í að leysa viðskiptadeilur við
lönd Evrópusambandsins eftir
daglangan fund sinn með leiötogum
þess.
Bandaríkjaforseti fór þó ekki al-
gjöra erindisleysu til Evrópu. Hon-
Forsetahjal í Kreml
Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti ræddu sam-
an í Krem um helgina en árangurinn var ekki sem skyldi.
um tókst að fá stjómvöld í Úkraínu
til að fastákveða daginn sem kjam-
orkuverinu í Tsjemobýl verður lok-
að. Það mun gerast um miðjan des-
ember.
„Kjarnaofninn í Tsjernobýl verð-
ur tekinn úr notkun 15. desember í
ár,“ sagði Leoníd Kútsjma, forseti
Úkraínu, eftir fund með Clinton í
forsetahöllinni í Kænugarði.
Þá komust þeir Clinton og Pútín
að samkomulagi um að eyða sam-
tals 68 tonnum af plútoni sem
nothæft var í gerð kjamorkuvopna.
Fréttaskýrendur segja að ferðalag
Clintons hafi á stundum frekar líkst
kveðjuferð en viðleitni til að ná ein-
hverjum árangri. Á ferðalögum sín-
um frá Lissabon til Berlínar og
Aachen i Þýskalandi og þaðan til
Moskvu og Kænugarðs sökkti Clin-
ton sér í menningu gestgjafanna.
Hann lýsti sig aðdáanda portú-
galskrar fadotónlistar og hlustaði á
djassista i Rússlandi.
Dómstóll í Chiie staðfesti í gær að
Augusto Pinochet, fyrrverandi ein-
ræðisherra landsins, hefði verið
sviptiu- friðhelgi. Greiðir þessi
ákvörðun fyrir málsókn gegn Pino-
chet vegna yfir 100 kæra um brot á
mannréttindum í stjómartíð hans
1973 til 1990. Þá voru að minnsta
kosti þrjú þúsund manns drepin.
Tugir þúsunda flýðu land.
Ákvörðunin kom ekki á óvart því
fréttir af henni láku út í síðasta
mánuði. Lögmenn Pinochets ætla að
áfrýja ákvörðuninni til hæstaréttar.
Pinochet, sem er 84 ára, var hand-
tekinn er hann var í heimsókn í
Bretlandi í október 1998, að kröfu
spænsks dómara. Hann fékk að fara
heim til Chile í mars síðastliðnum
eftir 503 daga í stofufangelsi.
Fyrrverandi einræðisherra Chile
Ákvöröunin um aö svipta Pinochet
friöhelgi kom ekki á óvart.