Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Page 22
34 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 DV Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson x * y Gunnar S. Guðmannsson fyrrv. framkvæmdastjóri Laugardalshallar 90ára_________________________ Vigdís Þjóðbjarnardóttir, Jökulgrunni 2, Reykjavlk. 80 ára________________________ Kristín Kristjánsdóttir, Rauöageröi 63, Reykjavík. Ólöf Jónsdóttir, Heiðarvegi 3, Selfossi. 75 ára________________________ Arndís Daöadóttir, Bárugötu 18, Akranesi. Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Álfhólsvegi 129, Kópavogi. Þorgeröur Magnúsdóttir, Vallargötu 19, Sandgeröi. 70 ára________________________ Axel Jónsson, Barónsstíg J8, Reykjavík. Ásmundur Ásmundsson, Ökrum 2, Borgarnesi. Erla S. Ragnarsdóttir, Ljósheimum 10, Reykjavík. Guðlaug Pétursdóttir, Einilundi 8d, Akureyri. Hún verður aö heiman. Guðrún Jónsdóttir, Háaleitisbraut 20, Reykjavík. Katrín Karlsdóttir, Vesturbergi 55, Reykjavík. Sturla Tryggvason, Hringbraut 50, Reykjavík. 60 ára_________________________ Ásdís Árnadóttir, Langholti 29, Akureyri. Ásgeir Guðnason, Hofteigi 18, Reykjavík. Gréta Sigursteinsdóttir, Rauöumýri 17, Akureyri. Herdís Þórhallsdóttir, Skarðshlíö 14b, Akureyri. Steindór Olsen, Hellubraut 3, Hafnarfiröi. 50 ára_________________________ Bergþór Einarsson, Álfhólsvegi 79b, Kópavogi. Ingibjörg J. Rafnar, Háteigsvegi 46, Reykjavík. Steingrímur Hauksson, Hlíöarhjalla 23, Kópavogi. 40 ára_________________________ Árni Jens Einarsson, Sunnubraut 42, Keflavík. Elín Þór Björnsdóttir, Fossvegi 26, Siglufiröi. Ingigerður Jóhannsdóttir, Stóra-Núpi 1, Selfossi. Kristin Haraldsdóttir, Litluhlíö 2c, Akureyri. Kristján Jóhannsson, Stakkhömrum 25, Reykjavík. Ólafur Einarsson, Baughúsum 34, Reykjavík. Páil Heimir Ingólfsson, Öldugötu 2, Reyðarfirði. Sigrid Guörún Hálfdánardóttir, Háaleitisbraut 40, Reykjavík. Stefania Þóra Margeirsdóttir, Tjarnarbraut 39b, Egilsstööum. Gunnar Svanlaugur Guðmanns- son, fyrrv. framkvæmdastjóri Laug- ardalshallarinnar, Kleppsvegi 46, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Nunni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í vesturbænum. Hann var í Landakotsskóla, lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Reykvík- inga og lauk prófum frá Loftskeyta- skólanum 1948. Nunni starfaði hjá Slippfélaginu í Reykjavík í mörg ár, var húsvörður í fþróttahúsi ÍBR við Hálogaland 1955-67 og var framkvæmdastjóri Laugardalshallar 1971-97. Þá annað- ist hann veitingasöluna á Melavell- inum og Laugardalsvellinum 1959-4Í5 og hefur unnið í hlutastarfl hjá fslenskum getraunum frá 1969 sem sérfræðingur um enska knatt- spyrnu. Nunni hóf knattspyrnuiðkun hjá KR innan við tíu ára, lék með öllum aldursflokkum og með meistar- flokki frá 1947 og þar til hann lagði skóna á hilluna 1965. Hann var leikjahæsti meistaraflokksleikmað- ur KR með 291 leik uns frændi hans, Þormóður Egilsson sló met hans sumarið 1999. Nunni lék 29 leiki með úrvalsliði Reykjavíkur, 9 landsleiki, varð 7 sinnum Reykjavíkurmeistari, 9 sinnum íslandsmeistari, 5 sinnum bikarmeistari, tók þátt í fyrstu Evr- ópuleikjum KR, gegn Liverpool 1964, kom fram fyrir KR í 51 knatt- spymuleik á ferlinum og bar félagið sigur úr býtum í 27 þeirra. Fjölskylda Nunni kvæntist 30.8. 1953 Önnu Svandísi Guðmundsdóttur, f. 27.6. 1933, fulltrúa hjá íslenskum get- raunum. Hún er dóttir Guðmundar Sumarliðasonar og Svanhvítar Jó- hannesdóttur. Böm Nunna og Önnu Svandísar eru Hauícur Guðmann, f. 26.12. 1952, varaformaður KR-Sports og löggilt- ur endurskoðandi, kvæntur Elínu Hafsteinsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn; Guðrún, f. 20.4.1955, skrifstofumaður, var fyrst gift Þórði Eric Hilmarssyni lög- regluþjóni og eiga þau þrjú böm en seinni maður hennar er Bjami Jó- hannesson þingvörður; Hildur, f. Fertugur 25.3.1957, skrifstofumaður í Færeyj- um, gift Hjalta Jenssyni rafsuðu- manni og eiga þau þrjú böm auk þess sem Hildur á dóttur frá því áð- ur; Þorgerður, f. 2.2.1959, skrifstofu- maður, gift Guðmundi Kjartans- syni, framkvæmdastjóra Island To- urs í Hamborg og fyrrv. formanni knattspymudeildar Vals og eiga þau eitt bam;Magnús Gunnar, f. 28.2. 1964, tölvutæknir hjá Lottóinu. Systkini Nunna: Sigurgeir B. Guðmannsson, f. 2.5. 1927, fyrrv. framkvæmdastjóri ÍBR, búsettur í Reykjavík; Elín Guðmannsdóttir, f. 25.11. 1928, tannlæknir í Reykjavík; Haukur Guðmannsson, f. 12.6. 1935, d. 7.3. 1936; Bára Vilborg Guð- mannsdóttir, f. 15.2.1939, bankafull- trúi í Reykjavík; Alda Guðmanns- dóttir, f. 3.7. 1941, húsmóðir í Hafn- arfirði. Systursonur Nunna, Reynir Jónsson, var frumkvöðull að flug- eldasölu knattspyrnudeildar KR. Hálfbróðir Nunna, samfeðra, var Tryggvi Guðmannsson, f. 6.3. 1919, d. 17.2. 1999, vélstjóri í Kópavogi. Foreldrar Nunna voru Guðmann Hróbjartsson, f. 10.4. 1892, d. 23.4. 1970, vélstjóri á togurum og hjá Júpiter og Mars á Kirkjusandi, og k.h., Þorgerður Sigurgeirsdóttir, f. 2.2. 1902, d. 15.6. 1984, húsmóðir. Ætt Guðmann var bróðir Guðmundar, vélsmiðjueiganda í Hafnarfirði, afa Sigurðar Sigurjónssonar leikara, og bróðir Ingibjargar, ömmu Guðmundar Frímannssonar, fyrrv. gjaldkera Vals. önnur systir Guðmanns var Elínbjört, amma Helga Gislasonar myndlistarmanns. Guðmann var sonur Hróbjarts, í Lambhúskoti við Bræðratungu og í Austurkoti við Oddgeirshóla. Móðir Guðmanns var Elín Jónsdóttir. Móðir Elínar var Elín, systir Þórar- ins, afa ísleifs Jónssonar verkfræð- ings, og langafa Hauks Þórðarsonar, læknis á Reykjalundi og Jóns Stein- ars Gunnlaugssonar hrl. Bróðir El- ínar var Hafliði, afi Ólafs Ketilsson- ar sérleyfishafa, Sigurliða kaup- manns, Jóhanns Heremíasar læknis og Guðmundar Kristjánssonar prentsmiðjueiganda, foður Sigurðar endurskoðanda og formanns skíða- deildar Vals. Systir Elínar var Ing- veldur, langamma Gunnars Gísla- Ingólfur Hauksson löggiltur endurskoöandi Smáauglýsingar Þjónustu- auglýsingar ►I550 5000 Ingólfur Hauksson, löggiltur end- urskoðandi, Grundargerði 4e, Akur- eyri, varð fertugur á sunnudaginn var. Starfsferill Ingólfur fæddist í Bolungarvik og ólst þar upp. Hann átti þar heima til 1978, var búsettur í Reykjavík á ár- unum 1978-89 en hefur verið búsett- ur á Akureyri frá 1990. Ingólfur lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1982, lauk viðskiptafræðiprófi af endurskoðunarsviði frá HÍ 1986 og er löggiltur endurskoöandi frá 1989. Ingólfur starfaði hjá Endurskoð- un Sig. Stefánssonar hf„ (nú Deloitte & Touche endurskoðun) 1986-89 og hefur starfað hjá KPMG Endurskoðun Akureyri hf. frá 1990. Ingólfur sat í stjórn knattspyrnu- deildar KA 1992-96 og í aðalstjóm KA frá 1999. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 17.7. 1982 Krist- ínu Maríu Kjartansdóttur, f. 21.1. 1961, skrifstofumanni. Hún er dóttir Kjartans Sigurjónssonar, búsettur í Kópavogi, og Sigríðar Vilhjálms- dóttur, búsett í Reykjavík. Gunnar S. Guðmannsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Laugardalshallarinnar Nunni var í hópi fræknustu knattspyrnumanna þjóðarinnar um árabil og einn af burðarásum gullaldarliðs KR fyrir fjörutíu árum. sonar alþm. og Ólafs stórkaup- manns, föður Gísla, golfmeistara og skíðakappa, og tengdafoður Stefáns Gíslasonar, frumkvöðuls að skíða- deild KR. Önnur systir Elínar var Margrét á Álfsstöðum, móðir Guð- mundar í Miðdal, afa Hauks Einars- sonar, prentara og langhlaupara, og langafa Vigdísar Finnbogadóttur, Erró listmálara, Ara Trausta jarð- fræðings og Guðna Bergssonar, fyrrv. formanns Vals. Þá var Mar- grét amma Hafliða, afa Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara. Hafliði var einnig afi Vilborgar Kristjáns- dóttur, móður Guðrúnar, konu Kol- beins Pálssonar, fyrrv. fram- kvæmdastjóra ÍBR, og móður Heiðu, konu Guðjóns Guðmunds- sonar, formanns knattstpymudeild- ar KR. Þorgerður var dóttir Sigurgeirs, fiskmatsmanns á ísafiröi, afa Árna ísakssonar veiðimálastjóra. Sigur- geir var sonur Kristjáns, bróður Þórðar, langafa Jóns Baldvins Hannibalssonar sendiherra, Bjöms Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra og Einars Kjartanssonar KR-ings. Móðir Þorgerðar var Bjarney Ein- arsdóttir, á Kroppstöðum í Skála- vík, bróður Hildar, ömmu Huldu Jakobsdóttur, bæjarstjóra í Kópa- vogi, Ármanns Jakobssonar lög- manns og Halldórs stórkaupmanns, foður Steins, formanns KR. Einar var sonur Þorláks, bróður Jóns á Meiri-Bakka, afa Jóns Einarssonar íshússtjóra, afa Jóns Þorlákssonar, fyrrv. formanns Fram. Jón var einnig afi Jóns Friðrikssonar Hjart- ar, spjótkastara og fyrsta húsvarðar íþróttahúss ÍBR við Hálogaland. Nunni verður í Hamborg hjá dóttur sinni og tengdasyni, að Leanderweg 14, 22589, Hamborg. Stjúpfaðir Kristínar Maríu er Jó- hann Þórir Jónsson. Börn Ingólfs og Kristínar Maríu eru Sigríður Jóna Ingólfsdóttir, f. 19.4. 1982; Hlynur Ingólfsson, f. 15.10. 1984; Haukur Ingólfsson, f. 25.6. 1990; Vilhjálmur Irigi Ingólfs- son, f. 20.8. 1994. Systkini Ingólfs eru Jón Bæring Hauksson, f. 10.4. 1955, rafmagns- tæknifræðingur, búsettur á Sauðár- króki;Jóhann Ólafur Hauksson, f. 19.9. 1957, aðalbókari hjá Atlantsál, búsettur í Hafnarfirði; María Elfa Hauksdóttir, f. 12.7. 1965, skrifstofu- maður í Njarðvík; Guðni Bjöm Hauksson, f. 15.1. 1968, sjómaður, búsettur í Bolungarvík. Foreldrar Ingólfs eru Haukur Ólafsson, f. 5.6. 1928, fyrrv. vélvirki, búsettur í Bolungarvík, og Inga Guðbjörg Ingólfsdóttir, f. 15.7. 1935, bæjarstarfsmaður í Bolungarvík. Andlát Mcrkir tsleitdriigar Guðrún Guömundsdóttir frá Gerðum, Garði, lést á Landspítalanum miðvikud. 31.5. Ingileif Friðleifsdóttir, Álakvísl 112, Reykjavlk, lést á Landspítalanum miðvikud. 31.5. Jarðarfarir 011 Tryggvason frá Gröf, Svarfaðardal, Svarfaöarbraut 4, Dalvík, verður jarðsunginn frá Dalvlkurkirkju þriðjud. 6.6. kl. 13.30. Útför Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur, Kaplaskjólsvegi 37, Reykjavík, fer fram frá Háteigskirkju þriöjud. 6.6. kl. 13.30. Kristinn Hannesson, Kóngsbakka 16, Reykjavík, sem lést á Landspitalanum föstud. 26.5., veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtud. 8.6. kl. 15.00. Dr. Þorvaldur Thoroddsen, jarðfræðing ur og landafræðingur, fæddist 6. júní 1855. Hann var sonur Jóns Thoroddsen, skálds og sýslumanns á Leirá, og k.h. Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur, um- boðsmanns i Hrappsey, Sivertsen. Þorvaldur átti þrjá yngri albræður sem einnig urðu þjóðkunnir menn, þá Skúla, ritstjóra Þjóðviljans og alþm.; Þórð, héraðslækni, og Sigurð, yfir- kennara og verkfræðing. Þorvaldur var tólf ára er hann missti föður sinn og varð móðir hans þá févana en flutti til Reykjavíkur og kom öllum sonum sín- um til mennta með fádæma dugnaði. Þorvaldur lauk stúdentsprófi frá Reykja- víkurskóla 1875 og stundaöi nám í náttúru Porvaldur Thoroddsen fræði við Kaupmannahafnarháskóla 1875-80 og í Þýskalandi og víðar 1884-85. Þorvaldur var kennari við Möðruvallaskóla 1880-84 og við Reykjavíkurskóla 1885-99. Hann var leystur frá kennslu á fullum laun- um 1895 og stundaði eftir það ritstörf og rannsóknir í Kaupmannahöfri. Þorvaldur fór fjölmargar rannsókn- arferðir um ísland 1882-98 og safnaði þá yfirgripsmiklum jarðfræði- og land- fræðiupplýsingmn. Helstu verk hans eru Landfrœðisaga íslands, 1892-1904; Geological Map of Iceland, 1901; Lýsing íslands, 1905-22, og Ferðabók, 1913-15. Hann hlaut heiðursdoktors- og prófess- orsnafnbót við Kaupmannahafnarháskóla og var heiðursdoktor við HÍ. Hann lést 1921. Dóra Guöjónsdóttir, Logafold 77, verður jarðsungin frá Seljakirkju þriðjud. 6.6. kl. 13.30. Guðrún Steinunn Kristjánsdóttir, Ijós- móðir frá Bæ, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriöjud. 6.6. kl. 15.00. Útför Davíös Ásmundssonar, Laufásvegi 18, fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjud. 6.6. kl. 13.30. Solveig Jónsdóttir frá Kambshóli, Háa- leitisbraut 113, veröurjarösungin frá Fossvogskirkju þriöjud. 6.6. kl. 15.00. Kristbjörg Þorvaröardóttir, Fannborg 1, Kópavogi, verður jarðsungin frá kapellu Fossvogskirkju þriðjud. 6.6. kl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.