Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2000, Side 28
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 55Ú 5555 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 Fjölnir í markaðsstjórn: BSR fær and- litslyftingu Leigubílastöðin BSR fær andlits- lyftingu á næstunni. Athafnamaður- inn Fjölnir Þorgeirsson hefur tekið að sér markaðs- stjómun fyrir- tækisins og nýr framkvæmda- stjóri hefur verið ráðinn, að hans sögn. Farið verð- ur af stað með auglýsingaher- ferð innan tíðar. „Við ætlum að gera eitthvað sniðugt til þess að minna fólk enn betur á stöð- ^0 ina,“ sagði Fjölnir við DV. „Við ætl- um að fara hinar ýmsu leiðir og leggja áherslu á að gera eitthvað nýtt.“ Fjölnir tók að sér markaðsverkefn- ið fyrir BSR fyrir rúmri viku.Hann sagði það alls ekki rétt sem sagt væri að hann hefði keypt hlut í stöðinni. Þó væri aldrei að vita hvað gæti gerst í framtíðinni. JSS íslenski hugbúnaðarsjóðurinn: Hluthafar keyptu ^ fyrir 1,5 milljarða 403 forgangsrétthafar i íslenska hugbúnaðarsjóðnum skráðu sig fyr- ir öllum bréfum sem í boði voru i hlutafjárútboði íslenska hugbúnað- arsjóðsins fyrir helgi. Um var að ræða rúman hálfan annan milljarð króna að markaðsverðmæti en að nafnvirði rúmlega 117 milljóna króna. Af þessum sökum kom ekki til almennrar sölu eins og áætlað hafði verið. Tilgangur útboðsins var að afla fjár til kaupa á verðbréfum í sam- ræmi við fjárfestingarstefnu félags- ins, ásamt því að greiða niður skuldir. íslenski hugbúnaðarsjóður- inn er áhættuijárfestir sem á ráð- m andi hlut í leiðandi fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni á íslandi. Heildarmarkaðsvirði bréfa sjóðs- ins er 6,6 mifljarðar króna. -Ótt Fjölnir Ætlar aö festa BSR 1 mirtni fótks Drukknaði í Ölfusá Pilturinn sem drukknaði í Ölfusá á fimmtudaginn hét Guðjón Ingi Magn- ússon. Hann var 24 ára gamall Sel- fyssingur, ógiftur og barnlaus. Guð- jón Ingi féll í ána á fóstudagsmorgun- inn en þar sem ölfusá er straumþung gekk björgunarmönnum erfiðlega að finna hann. Hann fannst svo á laugar- '.m, dagsmorguninn við Arnarbæli, fjóra til fimm kílómetra frá staðnum þar sem hann féll i ána. -SMK Þakplötur fuku Slökkviliöiö í Reykjavík var kallaö til seinnipartinn í gærdag þegar þakplötur fuku af Suöurveri. Mikiö rok var á suövesturhorninu í gær. Þakkantur úr bárujárni rifnaöi upp í rokinu og ógnaöi mönnum og bíium. Slökkviliöiö festi þakiö niöur og hvorki uröu skemmdir á mannvirkjum né slys á fólki. Tveggja ára starfslokasamningur formanns VMSÍ sem ríkisleyndarmál: Fimm milljóna samningur - Björn Grétar ekki ofhaldinn, segir Sigurður Ingvarsson stjórnarmaður Bjöm Grétar Sveinsson, formað- ur Verkamannasambands íslands og fráfarandi framkvæmdastjóri, fékk tveggja ára starfslokasamning á fullum launum þegar hann féflst á að hætta afskiptum af verkalýðs- málum. Aðeins hluti framkvæmda- stjórnar hefur fengið að vita inni- hald samningsins sem Hervar Gunnarsson stjórnarmaður hafði framgöngu um. Þá hafa hvorki þing né sambandsstjórn VMSÍ fjaflað um málið. Sigurður Ingvarsson, forseti Alþýðusambands Austurlands og stjómarmaður í framkvæmdastjórn VMSÍ, sagðist i morgun þekkja inni- hald samningsins sem hann taldi sanngjaman. Aðspurður hvort tvö ár á fúflum launum væri ekki dýr kostur til að kaupa formanninn út sagði hann svo ekki vera. „Björn Grétar er ekki ofhaldinn af tveggja ára starfslokasamningi. Hann var á frekar lágum launum. Ég tel ekki eðlilegt að aðrir aðilar en framkvæmda- stjórn fjalli um samninginn. Ég þekki mörg dæmi um starfsloka- samninga og þar koma ekki aðrir að en fram- kvæmdastjórn," segir Sigurður. Aðspurður hvort ekki væri brot á félagslögum að sambandsstjórn eða þing fjölluðu um brotthvarf réttkjörins formanns svaraði Sig- urður: „Ég veit það ekki. Ég er ekki lögfræðingur.“ Þeir sem vita eitthvað af viti um innihald starfslokasamningsins sem gerður var við Bjöm Grétar Sveins- son þegar hann lét af starfi Verka- mannasambands íslands fyrir nokkrum dögum era þögulir sem Björn Grétar Sveinsson „Þetta er búiö mál í mínum huga. “ Tekiö var á móti fióttafólkinu í Leifsstöö í nótt. Alls eru þetta 7 fjölskyldur sem komu til landsins og munu þær fiytja til Siglufjaröar gröfin séu þeir spurðir um inni- hald samningsins. Óhætt er því að segja að farið sé með samninginn sem ríkisleyndar- mál. Samkvæmt heimfldum DV mun Bjöm Grétar halda fúllum laun- um sem era á bil- inu 200-240 þús- und krónur á mánuði, og starfslokasamningurinn sé því á bilinu 4,8 milljónir til 5,7 mifljónir króna. Þar er þó ekki tekið tiflit til launatengdra gjalda þannig að reikna má með að samningurinn kosti Verkamannasambandið mun meira. Þegar Bjöm Grétar var spurð- ur í gærkvöld hvort þetta væri rétt sagði hann: „Ég segi ekkert um það.“ Þegar gengið var frekar á hann var Siguröur Ingvarsson - Ég er ekki lög- fræöingur. 23 flóttamenn komu í nótt: Setjast á skólabekk - íslenska aðalnámsefnið Sjö fjölskyldur flóttamanna, sam- tals 23 manneskjur, komu til landsins í nótt. Fólkið er allt að koma frá Júgóslavíu þar sem það hefur dvalið í flóttamannabúðum í fimm tfl níu ár. Fjölskyldumar munu setjast að á Siglufirði en allt kapp hefur verið lagt á að fólkinu finnist það vera velkom- ið þegar þangað er komið. Um 30 sjálfboðaliðar hafa útbúið íbúðir sem fólkið mun dvelja í og fótum hefur verið safnað handa þvi síðustu daga. Þegar fólkið hefúr komið sér fyrir mun það setjast á skólabekk og læra íslensku. Hverri fjölskyldu hefur ver- ið úthlutað tveimur stuðningsfjöl- skyldum sem munu vera þeim innan handar á meðan aðlögun að nýjum aðstæðum stendur yfir. -ÓRV svarið hins vegar: „Ég tjái mig ekki, þetta er búið mál í mínum huga.“ Svo furðulega sem það kann að hljóma var lagt að blaðamanni DV að vera ekki að skrifa meira um þetta mál en orðið er. „Þú ræður því auð- vitað, en það mun ekki borga sig. Svo er verið með skrifum um starfsloka- samninginn að gera Björn Grétar að „vonda manninum" í þessu máli en ekki þá sem boluðu honum í burtu og era í raun og veru sökudólgamir í málinu," sagði einn viðmælenda DV. Ólgan innan Verkamannasam- bandsins, sem gaus upp við brott- rekstur Bjöm Grétars, er langt frá því að vera farin að hjaðna. Formenn landsbyggðarfélaganna ræða mikið óformlega saman þessa dagana um hvemig sé hægt að bregðast við yfir- töku Flóabandalagsins og „aðstoðar- rnanna" þess á sambandinu, og reiðin sem kraumar undir er mikil. Ekki er hægt að sjá neina leið til þess í augna- blikinu að þeir sem harðast hafa tek- ist á undanfarið séu í neinum sáttar- hugleiðingum eða muni starfa saman í nánustu framtíð. -gk/-rt Gæði og glæsileiki smort (sólbaðstofa) Grensásvegi 7, sími 533 3350.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.