Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Síða 15
Þrátt fyrir þrálátan orðróm um dauða Jafningjafræðslunnar lifir hún góðu lífi. Um þessar mundir hefur JF
margeflst og stefna aðstandendur hennar að því að láta góða hluti gerast í sumar. Hjá JF vinna nú 19
manns í fullu starfi og er þeirra aðalstarf að fræða ungt fólk um hætturnar sem fylgja vímuefnaneyslu og
gefa þessu sama fólki tækifæri til þess að mynda sér skoðun á vímuefnum - á eigin forsendum. Fókus
tók púlsinn á Sylvíu Kristínu Ólafsdóttur og Elmu Lísu Gunnarsdóttur, starfsmönnum JF.
Taka
jm ■■ ■■■■
aisioou iii
vímuefna
Sylvia og Elma eru báðar vest-
urbæingar í húð og hár. Elma var
að vísu fyrstu níu ár ævi sinnar i
Fellunum en fluttist þá í rokið
vestan við miðbæinn. Þær hafa
báðar starfað með Jafningjafræðsl-
unni áður, er þetta þriðja sumar
Sylvíu en annað sumarið hennar
Elmu. Sylvía er ‘80 módel sem
lauk náttúrufræðibraut Kvennó i
vor og hyggur á nám i verkfræði
við HÍ í haust. Elma er ‘73 módel
og leiklistamemi sem var að ljúka
þriðja árinu sínu við Leiklistar-
skóla íslands.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga
á því að hjálpa fólki og gæti jafn-
vel hugsað mér að fara i einhvers
konar þróunarstarf að námi
loknu. Þetta skýrir líka af hveiju
ég hef áhuga á því að starfa með
Jafningjafræöslunni," segir
Sylvía.
Starfið í sumar einkennist af
vinnu með Vinnuskóla Reykjavík-
ur en þar fer fram forvamarstarf í
formi fræðslu fyrir unga fólkið
sem þar er við störf. Einnig er
Jafningjafræðslan dugleg við það
að selja þjónustu sína til ýmissa
fyrirtækja hér á landi og mæta
starfsmenn þá galvaskir og bjóða
upp á fræðslu og forvamir.
Elma Lísa tók að sér að skýra
aðeins fyrir okkur fyrirkomulagið
á fræðslunni.
„Við reynum að brjóta upp dag-
inn hjá þessu unga fólki og höfum
farið með það í Selið í Hveragerði.
Þegar þangað er komið eyðum við
töluverðum tíma í að kynnast
hvert öðrum og síðan forum við í
fræðsluna. Á fundunum sjálfum
ríkir fullur trúnaður þannig að við
getum í raun ekki tjáð okkur á
neinn hátt um það sem þar fer
fram. Þó má benda á að aðal mark-
miðið okkar er að unga fólkið
myndi sér skoðun og sé vakandi
fyrir umhverfi sínu.“
Stelpurnar blása á þá gagnrýni
sem fram hefur komið á JF - að
ekki eigi að kynna ungu fólki
skaðsemi vímuefna og vona bara
að það frétti ekki af þeim.
„Með því að kynita ungu fólki
hvað þessi efni gera og hvernig
þau vinna fær það tækifæri til
þess að taka meðvitaða afstöðu til
efnanna og hvað þvi finnst í raun
og veru um þau. Þegar ungt fólk
talar við ungt fólk eru mun meiri
líkur á því að hægt sé að ná til
þess. Þvi miður virðist fullorðið
fólk ekki ná sömu tengslum við
ungt fólk og fólk á svipuðu reki,“
bætir Elma við.
Þegar hér er komið sögu berst
talið að lítilli umfiöllun um JF á
undanfornum misserum.
„Því miður hefur ekki alveg tek-
ist að halda starfinu á fleygiferð
allan ársins hring og yfirleitt ver-
ið töluvert meira að gerast á sumr-
in. Það stendur þó til bóta og mun-
um við leitast við að efla starfið
við tengiliðina í framhaldsskólum
landsins og halda uppi góðum
dampi í vetur. Síðan munum við
að sjálfsögðu vera á fullri keyrslu
í allt sumar og bjóða upp á tón-
leika og fleira við allra hæfi,“
sagði Sylvía í lokin.
Jafningjafræðslan er með aðset-
ur í Hinu húsinu í hjarta Reykja-
víkur.
Sylvía og Elma eru tvelr af 19 starfsmönnum Jafningjafræðslunnar. Tll stendur að standa fyrir öflugu starfi í allt sumar
og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
IHErrA
9 H /\FM AR FJ Ö RÐ U R *
Fjarðargata '13 - 15 - Sínii 565 0073
i n\\\
F 1 v
Ef þú kaupir buxur
færðu bol eða
skyrtu af slá
á 5 krónur
30. júní 2000 f Ó k U S
15