Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2000, Síða 11
MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 2000 DV 11 Fréttir Bændasamtök íslands og FEIF, Alþjóöasamtök íslandshestafélaga: Alþjóðlegur gagnagrunnur um íslenska hestinn DV, AKUREYRI:_____ Bændasamtök íslands og FEIF (Alþj óðasamtök íslandshestafélaga) hafa tekið upp samstarf um að móta alþjóðlegan gagnagrunn um ís- lenska hestinn. Talið er að þessi gagnagrunnur verði sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og endur- speglar verkefnið þann mikla áhuga sem ríkir um íslenska hestinn í fjöl- mörgum löndum og glöggt kom fram á Landsmóti 2000. Gagnagrunnurinn hefur hlotið nafnið „Heimsfengur“ (WorldFeng- ur) og byggir á þeim einstæða gagnabanka (Feng) sem BÍ hafa komið upp hér á landi en í hann eru nú skráð vel yfir 100 þúsund hross sem fæðst hafa hér á landi. Skráðar eru upplýsingar um ættemi, lit, sýningar og dóma, afkvæmi og margt fleira. Grunnurinn hefur ver- ið þróaður jafnt og þétt og nú hefur verið tekin upp gæðastýring til að tryggja rétta skráningu og þar með áreiðanlegar ættemisupplýs- ingar. Á siðasta ári var ákveðið að endurforrita Feng, tengja hann Intemetinu og gera þannig gagna- flutninga í og úr grunninum mögulega um Netið um allan heim. Með þessu móti er kleift að gera gagnagmnninn aðgengilegan til skráningar á íslenskum kyn- bótahrossum erlendis og skjóta um leið enn styrkari stoðum und- ir ræktunina með því að bæta hrossunum erlendis inn í kyn- bótaútreikninga fyrir stóðhesta sem enn em í notkun hér heima. Samhliða tölvuvinnunni hófust samningar milli BÍ-og FEIF um hvemig hátta skyldi aðgengi ein- stakra aðildarfélaga FEIF að Heims- feng og meðhöndlun upplýsinga Vinsæll hestur Heimsfengur endurspeglar þann mikta áhuga sem er um íslenska hestinn víöa um heim. sem þau legðu inn í bankann. Að samningunum unnu Jens Otto Veje, Danmörku, og Clive Phillips, Skotlandi, af hálfu FEIF en Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðu- nautur og Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BÍ, af hálfu Bændasamtakanna. Á firndi sem ræktunarleiðtogar FEIF héldu hér á landi í nóvember sl. var verkefnið kynnt og hlaut það einróma stuðning. Samningurinn, sem undirritað- ur var nú á landsmótinu, ber með sér þá gagnkvæmu virðingu og traust sem einkennir samstarf þessara aðila. í honum felst ávinn- ingur fyrir alla hlutaðeigandi. Hann innsiglar stöðu íslands sem upprunalands íslenska hestsins, breikkar grunninn undir útreikn- ingi kynbótamats og veitir innsýn í markaðsþróun erlendis. Erlendir hestaeigendur fá aðgang að marg- háttuðum upplýsingum um hross sín, forfeður þeirra og ættingja sem aðstoðar þá við ræktun og hrossa- val. Forritun á Heimsfeng er langt komin og brátt verður forritið reynt i tveimur löndum sem valin hafa verið til prófunar, þ.e. í Noregi og Sviss. Vonast er til aö Heimsfengur verði fullreyndur og standi öllum til boða snemma á næsta ári. Landbúnaðarráðherra hefur stutt þetta verk og er forritunin kostuð að miklu leyti af fé sem rikisvaldið veitir til þróunar í hrossarækt sam- kvæmt samningi sem undirritaður var sl. vetur. Landbúnaðarráðherra, formaður BÍ og forseti FEIF hafa undirritað sameiginlega yflrlýsingu um stuðning við áframhaldandi samstarf á þessu sviði sem m.a. fel- ur í sér viðurkenningu á íslandi sem upprunalandi íslenska hests- ins. -gk Sýningar- og reynsluakstursbílar Á STÓRLÆKKUÐU VERÐI FYRSTIR K0MA FYRSTIR FÁ Þeir sem hafa hraðar hendur geta nú tryggt sér bíl af bestu gerð á enn lægra verði. í nokkra daga seljum við með góðum afslætti nokkra bíla sem notaðir hafa verið á sýningum og í reynsluakstri. Fyrstir koma, fyrstir fá. Ekki missa af þessu tækifæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.