Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2000______________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd Albright, Barak og Arafat funda áfram í Camp David: Sameiginleg yfirráð yfir A-Jerúsalem ísraelskur ráðherra í ríkisstjóm Ehuds Baraks, forsætisráðherra Israels, sagði í gær að Barak hefði gengið að tilboði bandarísku samn- inganefndarinnar sem kveður á um að ísrael og Palestina deili með sér yfirráðum yfír hluta Austur-Jer- úsalem. Michael Melchior, sem unnið hef- ur í almannatengslum í samninga- hópi ísraela í Camp David undan- farna 10 daga staðfesti ummæli ísra- elskra embættismanna þar að lút- andi sem ekki höfðu verið staðfest fyrr en nú. „Það sem um er rætt er tilboð sem er innan þeirra marka sem forsætisráðherrann hefur dreg- ið og þess vegna gekkst forsætisráð- herrann við tiIboðinu,“ sagði Melchior, sem er ráðherra í ríkis- stjóm Baraks. Melchior sagði að hugsanlegt samkomulag gæti mögulega falið í sér sameiginleg yfuráð araba og gyðinga á svæðum araba rétt utan gamla hluta Jerúsalem og í hverfum eins og Shuafat í útjaðri borgarinn- Jerúsalem íslamskur bænastaður. Áður hafði ísraelskur ráðamaður sagt að fyrir lægi samkomulag um sameiginleg yfirráð deiluaðila yfir hluta Austur-Jerúsalem sem ísrael- ar náðu til sín í stríði fyrir 33 árum en aldrei hefur verið viðurkennt á alþjóðlegum vettvangi. Utanrikisráðherra Bandaríkj- anna, Madeleine Albright, mun dvelja áfram hjá leiðtogum Palest- ínu og ísraels í Camp David í dag og hvetja þá til að ná samkomulagi áð- ur en forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, snýr aftur frá G-8 ráðstefn- unni í Okinawa í Japan undir lok vikuimar. Clinton sagði við komuna til Okinawa í gær að hann væri í sambandi viö deiluaðila í Camp David en neitaði að tjá sig frekar um málið. £ \ > ■ L 'l Jf' -‘rmrí&kMPi Mótmæli í brugghúsi Verkamenn í Adelshoffen brugghúsinu nálægt Strasbourg í Frakklandi helltu niður hundruðum lítra af bjór á götuna fyrir framan vinnustað sinn í gær. Héldu verkamennirnir yfirmanni sínum í gíslingu í nokkrar klukkustundir og hótuðu að sprengja gaskúta í brugghúsinu. Verkamennirnir voru að mótmæla fyrirhugaðri lokun brugghússins. Verkamenn í verksmiðju í Norður-Frakklandi mótmæltu á svipaðan hátt fyrr í vikunni. Straw stöðvaður vegna hraðaksturs Bifreið, sem innanríkisráðherra Bretlands, Jack Straw, var ekið í var stöðvuð af lögreglu vegna hraðaksturs. Var bifreiðinni ekið á 165 kílómetra hraða eða um 50 kíló- metra yfir hraðatakmörkum að því er breska blaðið The Sun greindi frá í morgun. Um var að ræða embættisbifreið og sat lögreglumaður við stýrið. Innanríkisráðherrann var á leið á fund Verkamannaflokksins í Exeter þann 9. júlí síðastliðinn þegar hann var stöðvaður af lögreglumönnum. Lögreglumaðurinn, sem sat við stýrið, var bókaður, að því er The Sun greindi frá. Tekið var fram að rigning hefði verið þegar atburður- inn átti sér stað. Straw var orðinn of seinn á fundinn sem hann átti að koma fram á ásamt Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands. Innanríkisráöherra Bretlands Straw var of seinn á fund og lögreglumaöurinn, sem ók honum, gaf of mikið í. Tilslakanir á viðskiptabanni Fulltrúaþing Bandaríkjanna sam- þykkti í gær að slaka á viðskipta- banni við Kúbu um leið og andstæð- ingar tilslakana gagnvart Kúbu gagnrýndu samþykktina. Fulltrúaþingið, með repúblikön- um í meirihluta, féflst á að slaka á öllum höftum gagnvart bandarisk- um ferðamönnum sem ferðast til Kúbu og leyfa innflutning þangað á lyflum og matvælum frá Bandaríkj- unum. Viðskiptabannið var sett á á sínum tíma til að veikja stöðu Kastrós og stjórnartauma hans á landi og þjóö. Frumvarpi fulltrúa demókrata, Charles Rangel, sem vildi afnema viðskiptabannið með öllu, var hins vegar hafnað. Þrýstingur á Banda- ríkjastjóm að endurskoða afstöðu sína gagnvart Kúbu, sérstaklega í ljósi þess að kalda stríðinu lauk fyrir rúmum áratug, hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin ár meðal al- mennings i Bandaríkjunum. Grindhvalir mengaðir Hætti Færeyingar einhvem tíma hefðbundnum veiðum á grindhvöl- um verður það varla vegna aðgerða hvalavinarins Pauls Watsons held- ur vegna þess að aukin mengun i hafinu gerir grindhvali óhæfa til fæðu. Nú þegar hafa heilbrigðisyfirvöld i Færeyjum varað við eiturefnum i kjöti og spiki hvalanna. Stúlkubörn- um og konum í barneign hefur ver- ið ráðið frá að borða hvalspikið vegna pcb-eiturs i því. Mælt er með því að aðrir Færeyingar borði ekki grindakjöt og spik oftar en einu sinni til tvisvar í mánuði. Rafmagnsgítar, magnari m/effekt, ól og snúra. Aður 40.400 kr. Nú 27.900 kr. Gítarinn ehl.v Laugavegi 45, Siml 552-2125 og 895-9316.^/W s? 'vT * Kassagítarar frá 6.900 kr. Magnarar frá 9.900 kr. JAN KETIL PRESENTERER Reykjavík, í Laugardal: Fös. 21. júlí kl. 19 - lau. 22. júlí kl. 17 og 19. Sun. 23. júlí kl. 17 og 19 - mán. 24. júlí kl. 19. Þri. 25. júlí kl. 19 - miö. 26. júlí kl. 19. Fim. 27. júlí kl. 19 - fös. 28. júlí kl. 19. 0 0 [j Selfoss: lau. 29. júlí kl. 19 - sun. 30. júlí kl. 17. * HÖfn: mán. 31. júlí kl. 19 - þri. 1. ág. kl. 17. o Seyðisfjörður: mið. 2. ág. ki. 19. o o Miðasala opin daglega frá kl. 14 ÍfcwygfTIf»fT»TTTTTTTTMTTfTTTyfTTT DRATTARBEiSLI igum dráttarbeisli í margar gerðir fólks- og jeppabifreiða, t.d. , Daewoo Nubira Station 1998-1999 0 Mitsubishi Lancersedan 1993-1999 o Opel Astra, 5 dyra, 1992-1998 o Opei Astra station 1992-1999 o Subaru Legacy station, 4-5 dyra, 1989-1994 o Subaru Legacy outback 1997-1999 o Subaru Baleno sedan 1995-1999 o Toyota Corolla touring 1993-1997 o Toyota Corolla hatchback 1993-1997 o Toyota Camry sedan 1987-1991 o Volvo 850, 5 dyra station, 1993-1996 o Volkswagen Golf + Vento sedan 1993-1996 o Galloper Exceeded 1998-1999 o Subaru Forester 1998-1999 o Suzuki Vitara Wagon, 5 dyra, 1992-1999 ° Suzuki Grand Vitara, 5 dyra, 1998-1999 ° Musso 1995-1997 Toyota Hilux 1998-1999 EINNIG TIL í FLEIRI GERÐIR ELDRI BIFREIÐA VERÐ FRÁ 7700 Vönduð vara frá Evrépu og Ameríku. GOTT VERÐ. FJAÐRABÚÐIN PARTUR HF. Eldshöfða 10, Reykjavík. Símar 567 8757 og 587 3720.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.