Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2000, Page 13
Nýi stíllinn
bakar pönnsur
„Ég ætla að reyna að lífga upp á kaffitímana hjá verslunarfólki í miðbænum," segir listneminn Maggi Logi sem aðhyllist
nýja stílinn.
í Fiskabúrinu nú um helgina sit-
ur listaneminn Maggi Logi. Hann
ætlar að skreyta það með myndum
af honum sjálfum sem hinar ýmsu
persónur auk þess að umgjörðin
verður öll mjög heimilisleg. Þannig
verða eldhúsgardínur, borð, stólar
og diskar þar sem hann situr og
bakar pönnukökur allan liðlangan
daginn.
Elvis á fóninum
„Já, þetta er mest um sjálfan mig.
Ég vil einnig lífga upp á kafíitimana
hjá starfsfólkinu í verslununum í
miðbænum. Planið er að bjóða öllu
þessu liði í pönnukökur í hádeginu
nú um helgina," segir Maggi Logi en
hann ætlar að sitja frá kl.15 tii kl.18
í dag og á sunnudaginn. Á morgun,
laugardag, mætir Maggi hins vegar
ekki fyrr en kl. 20 en þá verður há-
punktur sýningarinnar.
„Þá verður haldið parti og eru all-
ir hjartanlega velkomnir í það. Ég
ætla að bjóða upp á pönnukökur,
veitingar og tónlist, léttan Elvis
Presley."
Þú œtlar ekki sjálfur að syngja El-
vis inn á spólu og spila hana?
„Nei, nei. Ég held mig við orginal-
inn og ætla að reyna að mynda
þægilega og skemmtilega stemn-
ingu. Ég verð þarna stanslaust að
baka fram á sunnudag. Þá verðum
viö bara að sjá til hversu hár
pönnsustaflinn verður orðinn.
Kannski verður allt borðað jafnóð-
um.“
Lœturðu nokkuð ógeó í pönnsurn-
ar?
„Að sjálfsögðu ekki. Ég verð
þarna með öll hráefni og deigið uppi
á borði þannig að fólk geti fylgst ná-
kvæmlega með því sem ég er að láta
út í pönnsumar."
Kemur frá hjartanu
Sýning Magga Loga er undir for-
merkjum nýja stílsins. Nýi stíllinn
var nýlega stofnaður úti í Hollandi
af nokkrum íslendingum og Hol-
lendingum sem voru að bralla sam-
an og var fyrsta sýningin haldin af
Bibba Curver í Gallerí Nema Hvað
í vetur. Maggi Logi var viðriðinn
stofnun stílsins en hann er við nám
í Rietveld-akademíunni í Amster-
dam.
En á hvaóa hátt flokkast þessi sýn-
ing undir Nýja stílinn?
„Að því leyti að þetta meikar eng-
an sens. Þú mátt ekki hugsa djúpt
um það sem þú ert að gera í nýja
stílnum. Þetta verður alit að koma
frá hjartanu. Sama hversu fáránlegt
þú heldur að hlutirnir verði, gerðu
þá bara. Þess vegna ætla ég að baka
pönnukökur. Síðan má ekki gleyma
því að maður verður að hafa gaman
af því sem maður er að gera, það er
einnig hluti af nýja stíinum."
Hver erframtíó Nýja stílsins?
„Það næsta sem er á döflnni er
stór sýning. Þar erum við að tala
um sænska, hollenska og íslenska
listamenn samankomna undir einu
þaki. Hún ætti að líta dagsins ljós
snemma á næsta ári,“ segir Maggi
Logi og heldur áfram að æfa sig að
búa til pönnukökudeig. Af orðum
hans hlýtur það að vera ljóst að nýi
stíllinn er kominn til að vera.
Á Skólavörðustíg
22c stendur lítið
gallerí. Þetta gallerí
er rekið að frum-
kvæði nemenda
Listaháskólans og
gefur þeim tækifæri
til að sýna verk sín
fyrir utan veggi
skólans. Það nefnist
að jafnaði Gallerí
Nema Hvað en nú í
sumar hefur nefnd
gallerísins breytt
því í það sem hún
kýs að kalla Fiska-
búr. Hugmyndin er
að í stað þess að
sýna lokaútkomu
verka, eins og venj-
an er, þá er vinnan
sjálf, sköpunin,
sýnd. Þannig geta
gestir og gangandi
komið við eða ein-
faldlega litið inn um
gluggann á Fiska-
búrinu og séð
verknaðinn. Sá fyrsti
sem steig á stokk
var tónlistarmaður-
inn Músíkhvatur en
nú um helgina er
komið að listneman-
um Magga Loga,
sem ætlar að kynna
lýðnum enn betur
Nýja stílinn.
heimasíöa vikunnar
d h af
Strippara-
horur?
RÍKi og borg hata stripiklúbbana. Stóri bróöir
er í það minnsta ekki að létta þeim róðurinn.
Helst vilja þeir koma klúbbunum tyrir í Grafar-
vogi og þá geta borgarbúar farið á stripp þeg-
ar þeir eru staddir í Grafarvogi. Og svo mega
stelpurnar helst ekki koma frá öðrum löndum
en þeim sem skrifað hafa undir EES-samning-
inn. Áður komu þær flestar frá Austantjalds-
löndunum gömlu góðu og að sögn kunnugra
voru þetta heiðarlegar og góðar stúlkur sem
vildu græða peninga hér á landi því þær voru
að deyja úr blankheitum heima fyrir. Þær fá
varla að græða meira á okkur og menn I geir-
anum kvarta (hljóðlaust auðvitað því þeir
verða að ganga meö veggjum svo stóri bróðir
sparki ekki í punginn á þeim) yfir því að nú
standi þeim bara hórur frá Amsterdam til
boða. Það er kannski það sem Stóri bróðir er
að leita eftir.
Sigur Rós til
Japans
Þær fréttir berast nú úr herbúðum snillinganna
í Sigur Rós aö förinni sé heitið til Japans. Pilt-
arnir munu leika þar á
tvennum tónleikum og
má vfst telja að þar fái
þeir að kynnast helberri
geðveiki Japananna þeg-
ar kemur að vestrænni
tónlist. Þessa dagana
eru þeir annars mest að
vinna f bransamálum
með útgáfufyrirtæki sfnu
Fatcat á skrifstofu sinni en platan Ágætis byrj-
un kemur út f ágúst úti í Bretlandi.
Grímur í
Borgarieik-
húsinu
Snillingurinn Hallgrimur Helgason fæst ekki úr
Hrfsey fyrr en f haust en þær fréttir hafa borist
af kauöa að eyjaskeggjar taki honum vel. Allir
vinir og svona. En þegar Grimur kemur f haust
mætir hann með leikrit á milli handanna.
Borgarleikhúsið tekur við þvf og
smellir þvf upp á svið á nokkrum
vikum. Það er þvf mikils að
vænta frá Grfmi og nokkuð víst
að Bjarni Haukur fær ekki að
böðla leikritinu Ifkt og hann
gerði við Kossinn.
heimasíða vikunnar
http://www.StilGprojGCt.comC
Sumar vefsíður er einfaldiega
ekki hægt að segja mikið um. Þetta
er ein þeirra. Ástæðan fyrir því er
sú að hún er svo mikil gargandi
snilld að orð fá eigi lýst. Hér er
ekkert að fmna. Hér er hægt að
finna allt.
Skötur á íslandi
Stileproject.com er ekki gömul
síða. Umsjónarmaðurinn segist
hafa byrjað á henni i október á síð-
asta ári til að deila allri vitleysunni
sem hann grefur upp á Intemetinu
með öðrum. í fyrstu birti hann ein-
ungis pistla og örfáar myndir en
þegar aðsóknin fór að aukast henti
hann sér út í djúpu laugina. Hann
fylgir þeirri heimspeki að þar sem
að lífiö sé ekki alltaf fallegt er
Intemetið það ekki heldur þannig
að í dag er síðan troðfull af alls
kyns vitleysu, hvort sem það er
ógeðslegt, fallegt, fyndið,
kynæsandi eða ljótt. Þannig er auð-
velt fyrir viðkvæmar sálir að forð-
ast ljótleikann og finna fyndnina.
Síðan býður upp á drepfyndin
kort sem hægt er að senda vinum
og vinnufélögum, linka á fiölmarg-
ar vefmyndavélar þar sem sjá má
alls kyns fólk gera alls kyns hluti.
Þá er rétt að minna fólk á að kíkja
neðst á síðuna þar sem finna má
skjalasafn yfir allt það sem birst
hefur á síöunni frá upphafi. Það
ætti ekki að svíkja neinn.
Það sem helst er á döfinni á Stile
þessa dagana er hins vegar mynd-
skeið sem tekið er úr nýlegri hjóla-
*i«nt
( • »A
Port.í.fFvd
M.RÍ*
frakcr
brettamynd frá Landspeed hjóla-
brettafyrirtækinu, CKY2K. Um-
sjónarmaður síðunnar lýsir því
yfir að þetta sé það fyndnasta sem
hann hafi nokkurn tímann fundið
á Intemetinu. Þar má sjá skötur
sem komu hingað til lands síöast-
liðið haust tO að taka upp fyrir
myndina drepa tímann á hótelher-
bergi í Reykjavik með því að ...
sjón er sögu ríkari. Tékkið á Stile -
daglega.
21. júlí 2000 f Ó k U S
13