Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.2000, Page 13
MÁNUDAGUR 24. JÚLÍ 2000 I>V 13 Útlönd Fundi leiðtoga iðnveldanna átta lauk í Okinawa í gær: Gofug markmið en lit- ið um fjárhagsaðstoð Árlegum leiðtogafundi leiðtoga iðnveldanna átta, Bandaríkjanna, Japans, Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Ítalíu, Kanada og Rúss- lands, lauk á eyjunni Okinawa í Japan í gaer. Á fundinum, sem stóð í 3 daga, hétu leiðtogamir að veita fátækum þjóðum aðstoð, draga úr skuldum þeirra, bæta heilbrigðis- og skóla- kerfi auk þess að efla tölvunotkun. Að mati erlendra fréttaskýrenda þykir ólíklegt að fundarins verði minnst fyrir djarfar ákvarðanir. Lokatilkynning fundarins hefur verið gagnrýnd fyrir að bera fremur vott um að háleit markmið séu ríkj- andi en síður um loforð um fjár- hagslegan stuðning ríkjanna átta. Telja menn að leiðtogarnir átta hafi rætt mikilvæg málefni á fundinum án þess að grípa til aðgerða. Iðnveldin átta vonast þó til að fyr- Leiötogar í ham Tony Blair, forsætisráöherra Breta, og Bill Clinton í fjörugum samræöum viö Valdimir Pútín, forseta Rússlands, á G-8 fundinum í Okinawa. ir árslok hafi 20 af fátækustu lönd- um heims fengið fjárhagssaðstoð og niðurfellingu skulda en alls er 41 land á listanum yfir fátækustu lönd heims. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, og Tony Blair, forsætisráð- herra Breta, sögðu að markmið leið- togafundarins hefðu ekki einvörð- ungu verið að finna lausn á skuld- um þróunarlandanna heldur einnig að finna leiðir til að efla menntun bama og ráða niðurlögum skæðra sjúkdóma. Clinton sagði að Banda- ríkjastjórn hygðist veita 25 milljarða króna til eflingar skóla- starfi í þróunarlöndunum. Forsætisráöherra Japans, Yos- hiro Mori, lýsti því yfir að Japanir myndu leggja fram 1500 milljarða króna til eflingar tölvutækni í fá- tækum ríkjum og til baráttunnar gegn sjúkdómum. vuww.romeo.is Við leggjum mikinn metnaö í pökkun og frágang á öllum póstsendingum. Allar sendingar dulmerktar. 100% trúnaður. Fljót og örugg þjónusta. Utanborðsmótorar YAMAHA Stærðir: 2-250 Hö Gangvissir, öruggir og endingargóðir YAMAHA Simi 568 1044 Gijótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Laguna Nevada - með meiri búnaði Næstu 10 kaupendur fá Laguna Nevada í sérstökum sumarbúning, með meiri og ríkulegri aukabúnaði, en á sama góða verðinu og áður. I Renault Laguna Nevada er meira pláss fyrir ökumann og farþega en gengur og gerist í fólksbílum. Nevada er með 520 lítra farangursrými og svo ríkulega búinn að það er hrein untm að keyra hann. Komdu þér í sumarskap með sumarbúnum Renault Líiguna Nevada. RENAULT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.