Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 Fréttir Ferðamönnum til landsins fjölgar ört: 300 þúsund ferða- menn á árinu - gjaldeyristekjur aukast um 2 milljarða á milli ára Gríðarleg aukning hefur verið í ferðamannastraumi til landsins á sl. tíu árum og hefur fjöldinn ríflega tvöfaldast frá 1989 til 1999. Búist er við að ferðamannafjöldinn á þessu ári komi til með að slá öll fyrri met eða fara yfír ríflega 300 þúsund og er það í fyrsta skipti sem erlendir ferðamenn verða fleiri en íslending- ar á einu ári. Magnús Oddson ferðamálastjóri segir að aukningin eigi sér ekki eina ákveðna skýringu heldur séu þama að verki margir samverkandi þættir. „Miðað við þær upplýsingar sem viö höfum gerum við ráð fyrir því að ferðamenn til landsins verða yfir 300 þúsund á þessu ári. Öll mark- aðs- og kynningarvinna hefur verið stóraukin, en það hefur sýnt sig líka að þeir gestir sem hafa komið hing- aö til lands á undanfórnum árum hafa farið aftur heim ánægðir. Það orðspor sem ísland hefur getið sér á erlendum vettvangi er mjög gott. Fjölmiðlaumfjöllun á okkar stærstu markaðssvæöum hefur einnig verið gríðarlega mikil og jákvæð. Á það Fjöldi ferðamanna tvöfaldast Gríöarleg aukning Fjöldi feröamanna frá 1989 til 1999 hefur ríflega tvöfaldast. Reiknaö er meö þvi aö feröamenn veröi yfir 300 þúsund á árinu eöa fleiri en allir íslendingar. hefur líka verið lögð mikil áhersla í kynningarstarfinu að bjóða hingað fjölmiðlafólki frá bæði meginlandi Evrópu og Ameríku. Þetta hefur haft þau áhrif að umfjöllun um ís- land hefur aukist alveg ótrúlega mikið um ísland á mjög skömmum tíma.“ Magnús bætti því við að sam- göngukerfi til landsins væri ein- staklega gott sem hefði sitt að segja lika, ásamt því sem ferðalög væru sífellt að aukast og væru ofar en áður í neyslumunstri fólks. 2 milljarðar Ferðlöngum frá Bandaríkjunum fjölgar mest og Magnús segir að ekki sé ólíklegt að auglýsingaherferð Flug- leiða hafi sitt að segja meö hana. „Fjölmiðlar hafa líka sinnt umfjöll- un um landafundina vel ásamt því sem Reykjavik er ein af menningar- borgum Evrópu um þessar mundir sem hefur jákvæð áhrif á ferðamenn. Það kæmi mér mjög á óvart ef aukn- ingin í gjaldeyristekjum á milli 1999 tO 2000 væri ekki i kringum 2 millj- arða og er ferðamannaiðnaðurinn því farinn að færa íslandi næstmestu gjaldeyristekjumar. Þó er langt í að við náum fiskútflutningnum. Þetta á að sjálfsögðu ekki að koma í staðinn fyrir neitt - bara vera viðbót í at- vinnuflórunni,“ sagði Magnús, í við- tali við DV í gær. Hann neitaði því ekki að það væri gaman að vera ferðamálastjóri um þessar mundir. Aðspurður kvaðst hann ætla aö ferð- ast bæöi innanlands sem utan í sum- ar. -ÓRV Gat á sementslögn á Akranesi: Sement úti um allt - íbúar í nágrenni verksmiðjunnar óánægðir DVWYND DVÓ Sementsryk Starfsmenn Semtsverksmiöjunnar þrífa bíla eftir aö gat kom á sementslögn. DV, AKRANESI:~ Starfsmenn Sementsverkmiðj- unnar hf. á Akranesi hafa verið í óðaönn að þrífa bíla og hreinsa eft- ir að gat kom á sementslögn hjá Sementsverksmiðjunni um helgina, að sögn Gunnars Sigurðssonar, deildarstjóra framleiðslu og við- haldsdeildar. „Það hefur farið eitt- hvað út af sementi og við erum í óðaönn að þrifa eftir okkur og tjón- ið er ekki mikið og aðeins í ná- grenni Semtsverksmiðjunnar," sagöi Gunnar í samtali við DV. Einn af nágrönnum Sementsverk- smiðjunnar segist búinn að fá nóg af bæði skeljasandsfoki, sem- entsóhöppum og fleira í þessum dúr. Hann ætlar að fara með málið lengra og ræða meöal annars viö Hollustuvemd. Um daginn flutti Sementsverk- smiðjan inn sementsgjall sem er yf- irleitt ekki flutt inn nema í mikilli þenslu og þá var verksmiðjan gagn- rýnd fyrir mikið fok frá bílum sem fluttu gjallið frá aðalhafnargarðin- um aö efnisgeymslu og þurfti meðal annars að hreinsa marga bíla hjá bílasölu. „Við vorum að landa gjall- inu og það tók þrjá daga og við lent- um í því á öðrum degi að þaö kom sunnan-suðaustanrok og rigning og þá misstum við svolítið af sements- ryki yfir bæinn. Við erum með gengi sem þrífur þetta þannig að það fór allt vel. Ef til þess kemur að við þurfum að flytja inn sementsgjall í framtíð- inni munum við taka það í minni fórmum og landa því upp við sem- entsgarðinn sem er í miklu meira skjóli gagnvart bænum. Ég á hins vegar ekki von á því að til þess komi. Við höfum yfirleitt annað framleiðslu gjalls fyrir það sements- magn sem selt er á markaðnum og það er ekki nema i mikilli þenslu sem við höfum ekki undan," sagði Gunnar að lokum. -DVÓ 12 ferðamenn týnast á Fossheiði — finnast allir hressir og heilir á húfi Lögregla og björgunarsveitir á Patreksfirði leituðu á sunnudag að 12 ferðamönnum og einum farar- stjóra sem týnst höfðu á fjöllum á Barðaströnd. Ferðamennimir fóru upp úr Fossfirði og var ætlunin að ganga Fossheiði og koma niður hjá Krossi á Barðaströnd. „Þarna voru tveir þaulreyndir fararstjórar sem stýrðu hópnum. Þegar lagt var í hann höfðu þær samráð um það hvenær hópnum yrði skilað. Þegar komið var aðeins fram úr áætlunin var haft samband við lögreglu og flugvél sett í loftið til þess að finna hópinn," sagði Hörður Erlingsson hjá samnefndri ferða- skrifstofu. Að sögn Harðar brugðust báðir fararstjórarnir rétt við. Aldrei var taliö að hætta væri á ferðum. „Þau villast sökum þess aö tölu- verðir vatnavextir voru í ám á svæðinu og þau neyddust til þess að labba upp með á tU þess að komast yfir hana. Eftir þvi sem ofar dró töp- uðu þau slóðinni og gerðu því það eina rétta - löbbuðu sömu leið til baka. Þegar aftur var komið ofan í Fossfjörð beið þeirra rúta sem flutti þau að kvöldverðarborðinu í Hótel Flókalundi þar sem þau gistu.“ Hópurinn sem um ræðir kom til íslands frá Sviss til þess að ganga um landið þvert og endilangt og má því með sanni segja að tilganginum hafi verið náð. Elsti ferðalangurinn er 79 ára. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Patreksfirði áttu björg- unarsveitir og lögregla i einhverj- um samskiptaörðuleikum sem uUu því að ekki var hægt að kalla björg- unarsveitina til baka þegar hópur- inn hafði skilað sér. „I aðra röndina er það líklega vegna þess að rafhlöður voru illa hlaðnar sökum notkunarleysis, en í hina það að samband þama á heið- inni er ekki mjög gott,“ sagði Jónas Sigurðsson, varðstjóri hjá lögregl- imni á Patreksfirði. Hópurinn hélt áfram för sinni í gær. -ÓRV ___JBi Umsjón: tíor&úr Kristjánsson netfang: sandkom@ff.is menningin Súludansstaðurinn Vlaxim’s í Reykjavik hefur mjög farið fyr- ir brjóst ýmissa sið- prúðra borgara. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri hefur látið ýmislegt eftir sér hafa um tilveru slíkra staða eins og fleiri. Það þykja því meiriháttar tíðindi í klámheim- inum að náin samvinna skuli nú hafa tekist á milli Geira í Maxim’s og Reykjavikur, menningarborgar Evrópu 2000. Virðist því loks vera búið að veita Ásgeiri Þór Davíðs- syni viðurkenningu á því að súlu- staður hans sé menningarfyrirbæri. Hann ku nú fjármagna sýningu i Tjarnarleikhúsinu sem ber heitiö Með fullri reisn. Ekki nóg með það hann leggur líka til leikara í sýning- una sem að öllu jöfnu skekur sig á evuklæðunum framan í menningar- þyrsta borgarbúa... Strandamenn súrir Strandamenn voru súrir á dög- unum þegar Ólaf- ur Ragnar Grims- son forseti birtist þar í opinberri heimsókn án sinn- ar heittelskuðu Dorritar. Þótti heimamönnum þetta ekki góð latína, enda voru miklar væntingar um að fá að sjá Dorrit Moussaieff, tengdadóttur ís- lands, í návigi. Sagt er að enn hafi súmaö í Strandamönnum um helg- ina er fréttist af opinberri heimsókn forseta til Húsavíkur. Ekki það að Strandamönnum stæði ekki á síuna um ferðir Ólafs Ragnars, heldur hitt að þeim þótti sér enn á ný misboðið og mismunað með því að Dorrit heimsækti loftmikla Norðlendinga, en liti hjá líða að heimsækja ekta galdramenn á Ströndum... Fleira til en Flugleiðir Flugleiðir þykja bafa sett verulega ofan undanfama daga i kjölfar síend- urtekinna tafa í millilandaflugi sínu. Öskureiðir farþegar hugsa fé- laginu þegjandi þörfina fyrir að vera svifaseint í aðgerðum við að redda sér út úr vandræðum. Einar Sigurðsson framkvæmdastjóri seg- ir allar vélar fullnýttar og of dýrt sé að hafa varavél til taks. Væntan- lega verða þá farþegar félagsins bara að krossleggja putta í von um að komast á leiðarenda fyrir haust- ið ef einhver vél bilar alvarlega. Gárungar velta því nú fyrir sér hvort ekki sé rétt að benda Flug- leiðum á tilvist annarra flugfélaga í greininni. Þó félagið telji sig stórt á íslenskan mælikvarða, þá sé fé- lagið vart nema smá sjoppa í sam- anburði við stóm risana í fluginu sem liggi meö fiölda lítið nýttra flugvéla. Svo sé líka til félag sem heiti Atlanta... Með öngulinn í rassinum Laxveiðimenn eru margir hverjir famir að örvænta vegna lélegrar veiði í ám lands- ins. Þykir þetta furðu sæta, sér- staklega í ijósi gríðarlegs átaks Orra Vigfússon- ar og félaga varðandi friðun á laxi í Atlantshafi. Laxinn, sem nú á að synda áhyggjulaus um höfin, virð- ist forðast íslenskar veiðiár af ein- hverjum ástæðum. Hafa menn því velt því fyrir sér hvort ekki sé ráð að koma upp fiskbúðum við helstu veiðiámar. Þar gæti Omi selt veiöi- mönnum afþíddan lax frá fyrri ámm svo menn þurfi ekki aö koma skömmustulegir heim úr dýra veiðitúmum, laxlausir og með öng- ulinn i rassinum...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.