Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti Umsjón: Viðskiptablaðið Netis þýðir alþjóðlegt vöruflokkunarkerfi SÞ - samþykki fyrir íslenskri útgáfu þegar komið Netis, íslenska fyrirtækið sem sett hefur á laggirnar rafrænan við- skiptavettvang fyrir fyrirtæki (B2B), stendur nú fyrir þýðingu á al- þjóðlegu flokkunarkerfi Sameinuðu þjóðanna fyrir vörur og þjónustu. Kerfið kaflast UN/SPSC (www.un- spsc.org) og er þróað í samvinnu einnar af stofnunum SÞ (UN- Development Programme) og alþjóð- lega ráðgjafarfyrirtækisins Dun&Bradstreet. Nú þegar eru fiölmörg alþjóðleg stórfyrirtæki orðin virkir þátttak- endur í þessu starfi, þar á meðal AOL, Apple Computer, FedEx og General Electric. Netis hefur þegar fengið það staðfest að íslenska verði eitt af þeim tungumálum sem flokk- unarkerfið býður upp á. „UN/SPSC flokkunarkerfið hefur ótvíræða kosti fyrir innkaupadeild- ir fyrirtækja og innleiðing kerflsins Stuttar fréttir Mikil aukning í frakt- flutningum I júní fluttu FIugleiðir-Frakt, dótt- urfélag Flugleiða, 2.582 tonn af frakt, sem er tæplega 52% meira en í sama mánuði í fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins jukust fraktflutning- ar um liðlega 56% og urðu tæplega 16.500 þúsund tonn. I frétt frá Flug- leiðum segir að innflutningur með fraktflugi aukist hraðar en útflutn- ingur en í júni var þessi aukning liðlega 40% á sama tíma og útflutn- ingur jókst um liðlega 4%. Einnig varð mikil aukning í fraktflutning- um yfir Norður-Atlantshaf. Aukning í innanlandsflugi rúm 18% Farþegar í innanlandsflugi Flug- félags íslands í júní voru 39.501 og fiölgaði um 33,6% frá fyrra ári. Fyrstu sex mánuði ársins voru far- þegar í innanlandsflugi 166.379 og fiölgaði um 18,2%, að því er fram kemur í frétt frá Flugleiðum. Hlutbréf í X18 seldust upp á 10 mínútum Lokað hlutabréfaútboð var á fóstudaginn með bréf skófyrirtækis- ins X18 og seldust öll hlutabréfin, fyrir alls 300 milljónir króna að markaösvirði, á 10 mínútum. Lág- markshlutur var 5 milljónir króna. Mikið tap hjá Eurotunnel Eurotunnel var rekið með 8,3 milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma á síðasta ári skilaði reksturinn rúm- lega 6 milljarða króna hagnaði. Ástæða versnandi afkomu er mikill samdráttur í tollfrjálri verslun. Stjórnendur Eruotunnel segja af- komuna í samræmi við væntingar og að það muni taka fyrirtækið 12-18 mánuði að laga sig að afnámi tollfrjálsrar verslunar milli ESB- landa. Sonera selur hlut í VoiceStream fyrir 3,7 milljarða dollara Finnska fiarskiptasamsteypan Sonera hefur ákveðið að selja 7,9% eignarhlut sinn í bandaríska síma- félaginu VoiceStream fyrir samtals um 3,7 milljarða dollara. Kaupand- inn er Deutsche Telekom og er kaupverðið að stærstum hluta greitt með hlutabréfum í Deutsche Tel- ekom. Deutsche Telekom og VoiceStream hafa lýst áhuga á að sameinast en nokkur andstaða er við þær hugmyndir hjá bandarísk- um stjórnvöldum. á alþjóðavettvangi mun auðvelda öll innkaup verulega," segir Rúnar Már Sverrisson, framkvæmdastjóri Netis. „Nákvæm flokkun á vörum og vörutegundum auðveldar alla leit að því sem þörf er á, auk þess sem mun léttara er að fylgjast með og greina þau innkaup sem gerð eru í fyrirtækjum. Nútimaviðskipti eru orðin hálfgerður frumskógur og til dæmis eru nokkur ámóta kerfi í notkun í heiminum í dag. Eitt al- þjóðlegt kerfi skilar markvissari innkaupum, betra yfirliti yfir við- skipti og lægri kostnaði, sem aftur skilar sér án efa í hagstæðara vöru- verði." „Netis mun aðstoða þau fyrir- tæki, sem ákveða að koma inn á við- skiptavettvang okkar, með að flokka sínar vörur eftir UN/SPCS- kerfinu. Nú þegar hafa til dæmis Flugleiðir hafið notkun á kerfinu í rafrænum viðskiptum sínum, þótt þýðingu á kerfinu sé ekki að fullu lokið.“ Rúnar segir að Netis muni leita eftir samstarfi við aðila á borð við Verslunarráð og Staðlaráð, meðal annars með það í huga að óska eftir flokkum sem henta íslensku at- vinnulífi. „Við erum þá sérstaklega að horfa á atvinnugreinar eins og sjávarútveg, sem er stór hluti af at- vinnulífinu hér.“ Rafrænn viðskiptavettvangur Netis fyrir fyrirtæki var formlega opnaður i byrjun júlí en að fyrir- tækinu standa Flugleiðir, Opin kerfi, Olís og hugbúnaðarfyrirtækið Teymi. Viðskiptavettvangurinn byggist á nýjum og fullkomnum hugbúnaði, iProcurement frá Oracle, en Teymi er samstarfsaðili Oracle hér á landi. Fyrirtæki (kaup- endur og birgjar) sameinast þannig á einum vettvangi sem gerir alla upplýsingaleit og viðskipti einfald- ari Flugfélag íslands leig- ir Fokker 50 flugvél - mikil eftirspurn eftir innanlandsflugi T0 að anna gífurlegri eftirspurn eft- ir innanlandsflugi og einnig þar sem ljóst er að ein Fokker 50 vél félagsins kemur ekki til með að verða til reiðu vegna bilunar næstu tvær vikur hefur Flugfélag íslands leigt inn Fokker 50 flugvél frá belgíska flugfélaginu VLM. I frétt frá Flugfélagi íslands segir að leiga á þessari vél muni verða til þess að uppsett áætlun á að geta haldist án óþæginda fyrir farþega félagsins. Fyrsta flug þessarar flugvélar var í gær til Egilsstaða en gert er ráð fyrir að hún verði í notkun hjá félaginu fram í miðjan ágúst. Belgískar áhafhir munu fljúga vél- inni, tvær flugfreyjur/þjónar verða um borð, ein/einn frá VLM og ein/einn frá Flugfélagi Islands. Flug- vélin er vel útbúin með 50 sætum, öll- um leðurklæddum. í frétt Flugfélags íslands segir m.a. að eftirspum eftir flugi innanlands hafi aukist gífurlega, sérstaklega á einstaka áfangastaði, t.d. er aukning- in á stærsta áfangastað Flugfélags Is- lands, Akureyri, i júni á milli ára um Mikll eftirspurn er nú eftir innanlandsflugi hjá Flugfélagi Islands. 45%, til Egilsstaða jókst farþegafiöld- inn um 30% og til Vestmannaeyja um 42% milli ára. Einnig hefur verið bætt við áfangastöðum, en flogið hefur ver- ið til Húsavíkur tvisvar á dag síðan i byrjun júní. Þá hefur mikil aukning verið í millilandaflugi félagsins, til Færeyja var aukningin í júní um 50% á milli ára og til Kulusuk á Grænlandi var aukningin um 62% á milli ára. Heildaraflinn eykst - en botnfiskaflinn minnkar Fiskaflinn síðastliðinn júnímán- uð var 69.457 tonn, samanborið við 70.229 tonn í júnímánuði árið 1999. Botnfiskaflinn dróst lítillega saman, fór úr 47.483 tonnum í 47.247 tonn nú. Heildarafli íslenskra skipa það sem af er ári er 1.133 þúsund tonn og er það nokkur aukning frá því í fyrra þegar heildaraflinn var 976 þúsund tonn. Botnfiskafli hefur þó dregist saman en hann var 282 þús- und tonn á fyrri hluta ársins sam- anborið við 299 þúsund tonn í fyrra. í frétt frá Hagstofunni segir að sem fyrr skýrist aukinn afli það sem af er árinu af auknum loðnu- og kolmunnaafla. Skel- og krabbadýra- afli hefur hins vegar dregist veru- lega saman, eða um rúm 4 þús. tonn frá 1999, rúm 18 þús. tonn frá 1998 og tæp 23 þús. tonn frá 1997. Botn- fiskafli hefur einnig dregist saman miðað við fyrri helming ársins 1999 og munar þar mestu um tæplega 6.000 tonna samdrátt i þorskafla, 5.500 tonn í karfaafla og 3.400 tonn í ýsuafla. Verð á bensíni lækkar líklega um mánaðamótin og kemur það sér ef- laust vel fyrir marga. Bensínlækkun á verðbólgubálið Lækkun heimsmarkaðsverðs á bens- íni gefur fyrirheit um að áhrifin verði frekar til lækkunar á vísitölu neyslu- verðs á næstu mánuðum. Þetta er mat FBA og kemur fram í Morgunkorni í gær. Samkvæmt mælingum Hagstofunn- ar hefur bensínverð hækkaö um 12,2% frá áramótum. Vísitala neysluverðs hef- ur hækkað um 2,4% á tímabilinu og má rekja tæplega fiórðung hækkunarinnar til hækkunar á bensíni. Verð á bensíni á heimsmarkaði hélt áfram að lækka á fóstudag. I Morgun- komi kemur fram að á Rotterdam-mark- aði fór verðið niður fyrir 300 dollara á tonnið í fyrsta skipti síðan í byrjun maí og hefur verðið nú lækkað um ríflega 100 dollara á innan við mánuði en er engu að síður 70 dollurum hærra en um síðustu áramót. Talsmenn olíufyrir- tækja hér heima hafa gefið í skyn að bensínverð geti lækkað strax í byrjun næsta mánaðar. ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚLÍ 2000 I>V m uc H El LDAR VIÐSKIPTI Hlutabréf Ríkisvíxlar MEST VIÐSKIPTI j OÖssur j Q Flugleiðir j 0lslenski hugbúnaðarsj, MESTA HÆKKUN | QAuðlind J © Flugleiöir o Eimskipafélag islands MESTA LÆKKUN @ Pharmaco Q Talenta-Hátækni o Tryggingamiðstöðin ÚRVALSVÍSITALAN - Breyting 1.047 m.kr. 152 m.kr. 248 m.kr. 36,0 m.kr. 23,6 m.kr. 22,1 m.kr. 2,02% 1,54% 1,03% 5,34% 4,00% 3,85% 1558 stig Q 0,32 % Bepaid nær samningum við stórfyrirtæki íslenska internetauglýsingafyrir- tækið Bepaid.com, sem býður greiðslu fyrir auglýsingaáhorf, hef- ur náð samningum við á annan tug erlendra fyrirtækja. Þeirra á meðal eru Hertz, Harper Coflins, Boots, Wamer Brothers, CDWOW.com og EasyRentACar. Tæplega 1,2 milljón- ir manna eru skráðar fyrir þjónust- unni um heim allan og hafa um 10 þúsund manns skráð sig á dag síð- ustu mánuði. Daglega heimsækja um 100 þúsund manns heimasíðu Bepaid.com. Á Bepaid.com getur auglýsandinn valið markhóp og greiðir eingöngu fyrir raunverulegt áhorf. Viðræður standa yfir við ýmis fyrirtæki og mörg bíða eftir því að sjá hver fyrstu viðbrögð markaðarins verða. I þessum hópi eru fyrirtæki á borð við Sony, BMW, Vodafone og Fuji. Samkomu- lag hefur einnig náðst við aflmörg fyrirtæki á íslandi. MESTU VIÐSKIPTI síþastliöna 30 daga @ Landsbanki 311.261 0 Össur 248.522 @ Íslandsbanki-FBA 238.370 @ Baugur 237.543 © Marel 189.847 miXMMM^síöasmna ©ísl. hugb.sjóöurinn o Þróunarfélagiö Q Fóðurblandan © Marel ©SH 30 daga 18 % j 13 % I 13 % : 10 % 9% © ísl. járnblendifélagið © Hraðf. Þórshafnar © Samvinnuf. Landsýn ©ÚA o -21 % -14% -14 % -12% Bdow jones 10684,77 O 0,45% 1 • ÍNIKKEI 16573,59 O 0,16% jjsgS&P 1464,29 O 1,07% Hnasdaq 3981,57 O 2,76% g^FTSE f^DAX 6378.40 O 1,40% 7332.40 O 0,06% 1 lcAC 40 6532,83 O 0,47% GENGH3 EskÁÁ, 25.07.2000 kl. 9.15 KAUP SALA H-lí Dollar 78,230 78,630 gSÍPund 118,590 119,190 1*1 Kan. dollar 53,350 53,680 BSIPönsk kr. 9,8380 9,8920 BSNorskkr 8,9750 9,0250 SlSsænsk kr. 8,7640 8,8120 BRn. mark 12,3335 12,4076 H jFra. franki 11,1793 11,2465 OÍBelg. franki 1,8178 1,8288 □ Sviss. franki 47,1900 47,4500 CShoII. gyllini 33,2765 33,4764 • ;Þýskt mark 37,4939 37,7192 1 Htt líra 0,037870 0,038100 QQ Aust. sch. 5,3292 5,3612 gjPort. escudo 0,3658 0,3680 1 ÍVllSpá. peseti 0,4407 0,4434 1 * |jap. yen 0,717600 0,721900 1 Hírskt pund 93,112 93,671 SDR 103,290000 103,910000 EUecu 73,3317 73,7723

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.