Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000 Skoðun I>V Spurning dagsins Ætlarðu ad sjá Thriller? (Söng- og danssýningu Verzló) Þorbjörn Svanþórsson nemi: Nei, þetta er ekki fyrir mig. Sigurlaug Gunnarsdóttir, vinnur í Landsbankanum: Nei, þaö er margt annaö sem mig langar frekar aö sjá. Davíö Davíösson flísaleggjari: Nei, ég hetd ekki. Andrés Davíösson: Nei, en ég hef áhuga á aö sjá hana. Kristjana Óttarsdóttir, vinnur hjá Samvinnuferöum-Landsýn: Já, ég væri til í þaö. Stella Ólafsdóttir nemi: Nei, mér finnst þetta ekkert spenn- andi sýning. Barnabætur og RÚV Hve mikiö? „Afþeim 3 til 4 milljöröum sem ríkiö greiöir árlega í barnabætur... hve mikiö skyldu vera ofteknar bætur vegna rangrar hjúskaþarskráningar hjá Hagstofu íslands?“ Guörún Siguröardóttir skrifar: Nýlega sá ég í fréttum að hækka ætti bamabætur þar sem þær þættu ekki hafa hækkað nægilega mikið samhliða öðrum hækkunum í sam- félaginu. Eins og flest barnafólk veit, eru greiddar misháar bamabætur til sambúðaraðila og einstæðra for- eldra. Ég man þegar Kristján, frétta- maður á Stöð 2, sýndi fram á aö það munaði hundruðum þúsunda á ári fyrir fólk að vera skráð sem einstætt foreldri. Ríkið jafnvel bætti við bón- usi, auðfengnum ótekjutengdum mæðralaunum. Svo kom góðærið og öllum varð sama þó ríkið héldi áfram að ausa þessum ofteknu barnabótum til hinna meintu ein- stæðu foreldra. Af þeim 3 til 4 millj- örðum sem ríkið greiðir árlega í barnabætur og mæðralaun og álíka fjárhæð í vaxtabætur, hve mikið skyldu vera ofteknar bætur vegna rangrar hjúskaparskráningar hjá Hagstofu íslands? Hagstofa íslands hefur ekkert eft- irlit með hjúskaparstöðu. Það sem maður tilkynnir henni er ekki dreg- ið i efa. Ef slegið er inn leitarorðið sambúð í úrskurðum yfirskatta- nefndar á heimasíðu hennar, fyrir- flnnst engin úrskurður þar sem skattyflrvöld breyttu hjúskapar- stöðu einstæðs foreldris. Hvemig geta yfirvöld komist til botns í því að um sambúð sé að ræða? Verða yf- irvöld að fylgjast með ferðum fólks og banka upp á hjá einstæða for- eldrinu og kanna hvemig umhorfs er í fataskápum? Kannski mundi svona vandmeðfarið eftirlit við- gangast auðveldlega í „sósíalísku" ríki en ekki opnu vestrænu ríki. Eiga stjómvöld þá bara að gefast upp og vona að sem flestir skrái sig „Eiga stjómvöld þá bara ab gefast upp og vona að sem flestir skrái sig rétt hjá Hag- stofunni? Ef einhver raun- verulegur vilji er hjá stjóm- völdum til að greiða sem réttastar bœtur til bamafólks, þarf að breyta kerfinu. “ rétt hjá Hagstofunni? Ef einhver raunverulegur vilji er hjá stjóm- völdum til að greiða sem réttastar bætur til bamafólks þarf að breyta kerfinu. Það þarf að færa bóta- greiðslur til bamafólks alfarið til einnar stofnunar, t.d. Trygginga- stofnunar rikisins. Þar mundi barnafólk sækja um bamabætur ár- lega og með umsókn veita Trygg- ingastofnun heimild til að kanna heimilishald. Slík könnun gæti vart talist til brots á heimilisfriðhelgi þar sem t.d. Dagvist barna og RÚV fá slíkan aðgang að heimilum manna. Maður mundi halda að rík- inu væri annt um að greiða ekki hærri bætur til bamafólks en það ætti rétt á. Það ætti ekki vera jafn- auðvelt og það er í dag að véla þetta fé út úr ríkissjóöi. Þetta skekkir samkeppnisstöðu heimilanna, ef svo má að orði komast, og varpar skugga á þessar bótagreiðslur. RÚV heldur úti mannskap til að kanna hvort fólk hafi sjónvarp. Velta RÚV er aðeins um þriðjungur barnabóta sem nær ekkert eftirlit er með. / Eg kemst alltaf Lilja skrifar: Ég bý I Grafarvoginum og sam- kvæmt fréttum og umræðum manna á milli kemst ég í vinnuna við illan leik á hverjum morgni eft- ir að hafa þurft að bíða klukku- stundum saman í biðröð á Gullin- brú. Og á kvöldin tekur sami leikur- inn við þegar ég ætla heim þannig að kvöldmaturinn er á dagskrá ein- hvem tíma undir miðnætti. Þegar ég les fréttir af þessu tagi eða hlusta á kvartanir finnst mér að ég hljóti að búa í einhverju allt öðru Grafarvogshverfi. Ég kemst nefnilega alltaf í vinnuna á réttum tíma, er bara nokkuð fljót heim og hef ekki orðið vör við þessa miklu umferðarteppu sem á að vera við- „Stöku sinnum þarf ég að bíða eitt Ijós eða tvö en það er bara ekkert meira en hvar sem er annars staðar og mér finnst það ekkert tiltökumál. “ loðandi við Gullinbrú. Stöku sinn- um þarf ég að biöa eitt ljós eða tvö en það er bara ekkert meira en hvar sem er annars staðar og mér finnst það ekkert tiltökumál. Þegar mér dettur í hug að leggja af stað á tima sem augljóst er að mesta álag- ið er, þ.e. kl. 7.45-7.50 á virkum dög- um, get ég auðvitað búist við ein- hverjum töfum enda ekki hægt að gera allar götur í höfuðborginni þannig að þær anni hámarksum- ferð. Þá held ég líka að heyrðist eitthvað í íbúum sem auðvitað vilja ekki mikla umferð í gegnum hverfi sín eða fram hjá heimilum sínum - en vilja eigi að síður geta ekið heim að húsinu og helst geta haft aðgang að þremur bílastæðum fyrir hverja íbúð. Þeir sem eru svona óhamingju- samir með umferðina og geta ekki látið vera að kvarta í hvert sinn sem smátöf verður - hvort sem það er vegna veðurs eða bara þess að allir ákváðu í einu að fara af stað - ættu að skoða hvort ekki er hægt að fara fimm mínútum fyrr eða seinna af stað og minnka með því eigin streitu og vanlíðan og verða betri vinnukraftar og fjölskyldufólk fyrir vikið. Dagfari Umferðarreglur eru bara til þess að brjóta þær Festa í þjóðfélaginu er eitthvað sem erfitt hefur reynst aö tileinka íslending- um. Sumir kenna þjóðarsálinni um eins og það sé meðfæddur galli og partur af genauppbyggingu íslendinga. Aðrir kenna því um að við eigum ekki her. Víst er það rétt að hér á landi skortir aga. Menn þurfa ekki að fara nema út á næsta götuhom til að fá sannanir fyrir því. Þar má sjá bæði börn og fullorðna haga sér eins og hvergi þekkist í hinum siðmenntaða heimi. Ef augum er beint að akbrautunum þá fyrst keyrir í bók- staflegum skilningi um þverbak. íslend- ingar virðast alls ekki kunna að keyra. Allavega hefur eitthvað sem nefnt er umferðarreglur hreint ekkert að segia. íslendingar lita nefnilega þannig á, að umferðarreglur séu til þess eins nýtileg- ar að brjóta þær. Sá sem er kaldastur í að þverbrjóta reglurnar, hann er sko karl í krapinu. Skítt með það þó bíldruslumar fari í köku og sjúkrahús fyllist af örkumla fólki. Þaö verða jú allir að hafa eitthvað að gera - líka læknamir. Já, við íslendingar kunnum sko tökin á lögum og reglum. Ökumenn láta sér líka fátt um finnast þó tjón- iö á bílum þeirra sé fariö aö kosta slíkar fádæma Og áfram höldum við út í umferðina með bros á vör án þess að láta okkur nokkru varða um aðra vegfarendur. upphæðir að menn gera vart annað en að eiga fýrir tryggingunum sínum. Tryggingafélögin hækka iögjöldin í takt við fjölgun árekstra og eignatjóna og enginn kippir sér upp við það. Peningar skipta þjóðina þannig engu máli þegar umferðin er annars vegar. Þrátt fyrir frábæra frammistööu okk- ar í að brjóta lögin sem ótvírætt bendir til aga- og ístöðuleysis þjóðarinnar þá er samt til undantekninga frá reglunni. Þær undantekningar em þó fáar. Alla- vega fer ekki mikið fyrir þeim enda slíkt fólk talið furðulegt og í meira lagi skrýtið sem sýnir félagsleg frávik í þessum efnum. Ekki ætla ég að láta bendla mig við þann hóp frekar en aðr- ir. Þessi sérstæða menning íslendinga í umferðinni er þannig orðin sjálfvirk og ekkert virðist fá henni haggað. Hvers vegna ætti svo sem að breyta þessu. ís- lendingar eru ánægðir með umferðar- menninguna eins og hún er. Alla vega segir enginn múkk þótt kostnaður vegna umferðarslysa rjúki upp úr öflu valdi. Það segir enginn neitt þótt það kosti meira að tryggja bíldmslu en að fara í heilt sumarfrí með fjölskylduna. Og áfram höldum við út í umferðina með bros á vör án þess að láta okkur nokkm varða um aðra vegfarendur. Wc Hér eru kyn- þáttafordómar Bjórn skrifar: Við íslendingar fullyrðum oft að við séum fordómalaus þjóð, það er hins vegar fjarri sanni og kemur hvað best í ljós þegar áfengi er haft um hönd. Meö vinafólki mínu lenti ég í leiðinlegu atviki niðri í bæ um daginn og vil minna fólk á koma fram við aðra eins og það vifl láta koma fram við sig. Undir grænni torfu Hákon Jðhannsson skrifar: í DV þann 21. júlí sl. birtist grein- argóð og fróðleg grein um torfþök ásamt skýringarmynd og ljósmynd af hluta hússins Fjólugötu 25. Húsiö er sagt standa á homi Sjafnargötu og Njarðargötu en hið rétta er að það stendur á homi Fjólugötu og Njarð- argötu. Þetta stílhreina hús teiknaði og byggði faðir minn, Jóhann Fr. Kristjánsson, arkitekt og bygginga- meistari, árið 1923 og þar hafa búið margir þekktir menn. Fyrstu íbúarn- ir voru faðir minn og fjölskylda, svo og Jóhannes Kjarval og kona hans, Tove, ásamt tveimur börnum. Vaknaöu, Davíö Ekki stendur steinn yfir steini. Vaknaðu, Davíð Hafliði Helgason skrifar: Forsætisráðherra gaf fólki austur á Hellu loforð um aðstoð sem hann svo stendur ekki við. Þetta er bara orðagjálfur. Því var sjónvarpað að austan þegar Davíð lofaði þvi fólki sem færi sárast út úr hamforunum á Hellu ákveðinni upphæð. Við höfum nú þegar haft forsætisráðherra úr Framsóknarflokknum sem var svona gleyminn. Davíð, vaknaðu og efndu loforð þín því fólkið fyrir austan á um sárt að binda. Það kemur að kosningum og fólkið gleymir ekki. Bláa lónlö Einstakur staöur. Geimstöðin Bláa lónið Þórunn skrifar: Ég brá mér í Bláa lónið um dag- inn og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þetta er eins og að koma í annan heim. Þama er allt snyrtilegt og fínt og kyrrðin er mikil. Þama á maður að fara þegar maður er með erlenda gesti. Armböndin og allt útlit fá mann til aö halda að maður sé um borð í geimstöð. Ég heyrði á tal út- lendinga og þeir voru furðu lostnir. Svona á að gera í ferðamannaþjón- ustu, bravó! DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 ReyKiavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.