Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2000, Blaðsíða 25
29
Umdeild
hetjusaga
Eftir að handritshöfundurinn Ro-
bert Rodat og framleiðandinn Mark
Gordan luku vinnu sinni við seinni-
heimsstyrjaldar-hasarinn Saving
Private Ryan ákváðu þeir að snúa
sér að Frelsisstríði Bandaríkjanna.
Fyrir valinu varð stríðshetjan
Francis Marion/Benjamin Martin
sem gerði Bretum marga skráveif-
una. í byrjun sögunnar er hann
hættur öllu stríðsvafstri en þegar
Nýlenduherramir ógna konu hans
og börnum lætur hann þá finna til
tevatnsins. Roland Emmerich féll
kylliflatur fyrir handritinu þótt
hann hefði fram að þessu verið upp-
tekinn af vísindaskáldskap: „Ég hélt
ég myndi aldrei gera mynd um
Frelsisstríðið en handritið hreif mig
með sér. Ég byrjaði að gráta.“
Emmerich er ekki einn um að
gráta yfir sögunni því Bretar eru
sárreiðir út í hana. Þeir gráta ekki
örlagaríka sögu Benjamins heldur
afhökun Rodats og Emmerichs á
sagnfræðilegum staðreyndum. Að
sögn enskra sagnfræðinga fór því
víðs fjarri að breski herinn skyldi
hegða sér jafn villimannlega og
fram kemur í myndinni. Stjama
myndarinnar, Mel Gibson, blés þó á
gagnrýni þeirra og segir að einhver
verði að vera í hlutverki vonda gæj-
ans: „Við erum bara að hvíla Þjóð-
verjana andartak." Áhugaverð full-
urðing í ljósi þjóðemis leikstjórans.
Enn verri hafa þó verið miður
skemmtilegar upplýsingar sem fram
hafa komið um fyrirmynd aðalper-
sónunnar - Francis Marion. Hann
drap nefnilega ekki bara Breta held-
ur einnig Cherokee-indíána í stór-
um stíl sér til gamans og nauðgaði
þrælum sínum reglulega. Reiði
þeldökka leikstjórans Spike Lee út í
myndina er því ekki ástæðulaus.
Kannski The Patriot verði í framtíð-
inni lykildæmi um tilbúning hetjuí-
mynda Hollywood-mynda? Myndin
er hið minnsta orðin miklu um-
deildari en aðstandendur hennar
áttu nokkru sinni von á.
The Patriot verður frumsýnd á
Mel Gibson heldur til orrustu
The Patriot er epísk stórmynd í
anda Braveheart og The Last of the
Mohicans
morgun í Laugarásbíó, Stjömubíó,
Bióhöllinni, Borgarbíó og Nýja bíó
Keflavík. -BÆN
Roland Emmerich og Dean Devlin
Félagarnir djúpt hugsi viö gerö The Patriot.
Sérstök samvinna Dean Devlin og Roland Emmerich:
Tæknibrellur og
vísindaskáldskapur
Það segir margt um þýska leik-
stjórann, Roland Emmerich, að
landar hans (upp)nefna hann stund-
um Litla-Spielberg. Þeir kunna báð-
ir að færa sér tæknina í nyt og búa
til hetjufrásagnir er höfða til áhorf-
enda víða um heim. Það lá því
kannski allan tímann í spilunum að
Emmerich flytti sig um set til
Hollywood.
Þótt myndin Moon 44 þyki ekki
sú merkilegasta á ferli Emmerichs
olli hún straumhvörfum á ferli
hans. Meðal leikara myndarinnar
var nefnilega Dean Devlin og tóku
þeir saman stefnuna á Hollywood -
nema hvað að Devlin skyldi hætta
að leika en skrifa og framleiða þess
í staö. Fyrsta afurð samvinnu
þeirra, Universal Soldier með Jean-
Claude Van Damme og Dolph Lund-
gren, var frumsýnd 1992 og gerði nú
ekki miklar rósir en er fjarri því að
vera alslæm. Emmerich og Devlin
fylgdu henni eftir með myndinni
Stargate (1994) sem skartaði leikur-
unum Kurt Russel, James Spader og
Jaye Davidson. Fyrri helmingur
myndarinnar er það besta sem þeir
hafa gert í Hollywood en því miður
er seinni helmingurinn með því
versta.
Á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna
1996 voru þeir á aUra vörum enda
horfðu þeir á mynd sína og þjóðern-
isrembunda Independence Day í
Hvíta húsinu með Clinton og fjöl-
skyldu. Myndin varð vinsæl með
eindæmum um heim allan og hefur
þénað yfir 800 mUljónir dollara.
Hvemig átti að fylgja slíkum vin-
sældum eftir? Með einhverju nægi-
lega stóru ljóslega. Svarið var
Godzilla (1998) en hún hlaut heldur
ósanngjarnar viðtökur gagn-
rýnenda. Myndin var ljóslega ekk-
ert stórvirki en ágætis sumarhasar.
Nýja myndin þeirra The Patriot hef-
ur fengið öllu betri viðtökur hjá
gagnrýnendum en ekki enn náð
stórsmellamarkinu - hundrað millj-
ón dollurum. Hvað inntakið varðar
hafa þeir sagt rækilega skilið við
visindaskáldskapinn. -BÆN
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 2000
Tilvera
r>v
Sweet and Lowdown
★ ★★Á I síðustu kvikmyndum sínum
hefur Woody Allen verið mislagðar hend-
ur og stundum hefur maður haft það á f
tilfinningunni að snilligáfan væri horfin.
Lævís og lipur sannar þó eftirminnilega
að svo er ekki og er hér um að ræða
bestu kvikmynd Allens í langan tima.
Mynd um djassgitarleikara sem er
snillingur í starfi en ekki merkileg
persóna utan þess. Gerir hana að nokkru
leyti í heimildamyndaformi sem gengur
vel upp. Snilldarleikur hjá Sean Penn og
Samönthu Morton. Woody Allen á skilið
stóra rós í hnappagatið fyrir þessa bráð-
skemmtilegu mynd sína. -HK
American Psycho
irkirk Christian Bale leikm- „sækóinn"
Patrick Bateman af mikilli sniild. Hann
er óaðfinnanlegur á yfirborðinu en tóm-
ur undir niðri. Útlit myndarinnar er
fullkomlega i takt við satíruna sem ger-
ir miskunnarlaust háð að uppamenning-
unni. American Psycho er lykiltexti í
vestrænni menningu og Mary Harron
gerir honum góð skil. -BÆN
Gladiator
icicki Ridley Scott hefur ávallt verið
maður myndmálsins og hvergi kemur
þessi kostur hans sem leikstjóra betur
fram en í Gladiator, mikilli og vel
gerðri epískri kvikmynd sem hefur
nánast allt sem góð spennumynd þarf
að hafa þó sagan sé sjálf ekki ýkja
merkileg. Russell Crowe leikur titil-
hlutverkið af miklu öryggi og krafti.
Hann hefur það til að bera að maður
trúir því að hann sé mestur allra
skylmingaþræla auk þess sem mikill
þungi er í túlkun hans. -HK
East is East
•kkk Hér er alvarlegt viðfangsefni tekið
gamansömum tökum og gengur það aö
flestu leyti upp. Myndin er á köflum
bráðfyndin og persónugalleríið vel út- r
fært. Um miðbik myndarinnar koma þó
í ljós veilur í uppbyggingu sem gera
atburðarásina ósannfærandi og tvær
aðalpersónanna þversagnakenndar. Þaö
breytir þó ekki því að myndin er ansi
hreint skemmtileg og býr yfir úthugs-
uöu og heillandi útliti. -BÆN
Mission: Impossibie 2
icki John Woo sýnir hversu megnugur
hann er í hasaratriðum en tæknidelluat-
riðin þvælast bæði fyrir honum og at-
burðarásinni. Kvikmyndavélin daðrar
við Tom Cruise sem er i fantaformi. Það
er engu aö síöur Dougray Scott sem
stelur senunni í hlutverki illmennisins.
Hressilegasta hasarmynd sumarsins enn
sem komið er. -BÆN
«
Toy Story 2
*+*Þetta framhald fyrstu Leikfanga-
sögúnriar er, líkt og fyrri myndin, full
af fjöri fyrir bæði börn og fullorðna.
Tölvutæknin sem notuð er í Toy Story
er undraverö, jafnraunveruleg og hún
er gervileg, en um leið fyrirheit um ein-
stakar sýnir sem eiga eftir aö birtast
okkur á næstu árum. Hinum fullorðnu
er því alveg óhætt að fylgja ungviðinu á
þessa mynd og næra barnsþjartaö með
ærlegri skemmtun. -ÁS
Frequency
irkk Fyrir fram hefði mátt halda að
kvikmynd sem fjaliaði i stórum dráttum
um talsamband milli foðurs sem er að
tala í talstöö árið 1969 og sonar hans
sem talar í sömu talstöð þrjátíu árum
síðar, væri eitthvað sem ómögulegt
væri aö koma höndum yfir, en svo er
ekki í þessu tilfelli. Stundum er eins og
gleymist hversu sagan er ótrúverðug
vegna þess hversu mikil alúð er lögð í
persónurnar. Þar fyrir utan eru mörg
atriði sem tengjast tímaskekkjunni í
atburðarásinni ákaflega vel leyst. -HK
Three to Tango
★★★ Sem betur fer leggja menn enn
metnað sinn í aö gera vandaðar afþrey- t
ingarmyndir. Three to Tango er dæmi
um slíka mynd þótt hún gangi nú ekki
fullkomlega upp. Á köflum er hún eng-
um öðrum lík en svo koma aðtriöi þar
sem hún reiðir sig á ógurlega væmni og
ofnotaða brandara. -BÆN
Simpatico:
Fortíðin
bankar
á dyr
Háskólabíó frumsýnir á morgun
Simpatico, sem gerð er eftir leikriti
Sam Shepards. í helstu hlutverkum
eru Nick Nolte, Sharon Stone, Jeff
Bridges, Albert Firrney og Catherine
Keener, sannkallaö stórskotalið sem
forvitnilegt verður að sjá takast á
við persónur Shepards. Jeff Bridges
leikur Carter, vel stæðan hrossa-
bónda sem á grugguga fortíð að baki
og fær lítinn frið fyrir gömlum fé-
laga Vinnie, sem er leikinn af Nick
Nolte. Þegar Rosie (Sharon Stone),
drykkfelld eiginkona Carters, bland-
ast í málið skjótast draugar fortíðar-
innar upp á yfirborðið og átök eru
óhjákvæmileg.
Forsaga málsins er að fyrir tutt-
ugu árum voru Vinnie og Carter
hinir bestu vinir og frömdu glæp,
sem gerði þá forríka. Á meðan Cart-
er ávaxtaði fé sitt og græddi, þá nag-
aði samviskan Vinnie. Þegar þeir
hittast á ný er Cater virtur hrossa-
bóndi sem elur upp verðlaunahesta,
en Vinnie nánast í ræsinu, eyðir
deginum í að horfa á sjónvarp og
drekka. Rosie, sem eitt sinn var
kærasta Vinnies er nú eiginkona
Carters. Vinnie sér þó vonarglætu
þegar hann hittir Ceciliu (Catherine
Keener) sem minnir hann á hvernig
Rosie var áður.
Leikstjóri Simpatico er Marcus
Warchus, breskur leikhúsmaður,
sem leikstýrt hefur öllum helstu
verkum Shakespeare ásamt annarri
klassík og er Simpatico fyrsta kvik-
myndin sem hann leikstýrir. Meðal
nýrri leikrita sem Warchus hefur
leikstýrt má nefna Art, sem hann
leikstýrði bæði í London og á
Broadway.
-HK
Bandarísk þjóöernisremba á kostnaö Breta segja enskir sagnfræöingar.
Nick Nolte í hlutverki rónans sem
sættir sig ekki við oröinn hlut.
Rosie
Sharon Stone er Rosie, konan sem
hefur afgerandi áhrifá líf tveggja
manna.
The Patriot frumsýnd á morgun: