Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2000 DV 9 Fréttir Vestfjarða- vegur ekki í umhverfismat DV. BORGARBYGGÐ:_______________ A fundi bæjarráðs Borgarbyggðar nýlega var rætt um beiðni Skipu- lagsstofnunar þar sem óskað er álits sveitarstjómar Borgarbyggðar á hvort lagning Vestfjarðavegar um Bröttubrekku skuli háð mati á um- hverfisáhrifum. Framlagt var álit Náttúruvemdamefndar Mýrasýslu. Bæjarráð tók undir álit Náttúru- vemdar og telur að umhverfismat vegna fyrirhugaðrar vegarlagningar sé ekki nauðsynlegt verði röskun og neikvæðum áhrifum framkvæmdar- innar haldið i lágmarki og fylgt leið- beiningum og óskum Náttúruvemd- ar ríkisins, Veiðimálastofnunar og annarra fagaðila sem að málinu hafa komið. -DVÓ Brúarsmiðir flytja DV, SUDURLANDI: Þó að vegagerðarmenn og brú- arsmiðir séu löngu hættir að dvelja í tjöldum sumarlangt, meðan þeir em við framkvæmdir víða um land, þurfa þeir skjól og hús til að sofa og matast í á ferðum sínum. Við Kerl- ingardalsá var verið að setja niður búðir brúarsmiða sem ætla að fara að vinna við að breikka brúna þar, vegfarendum til frekara öryggis. Framkvæmdir hefjast eftir verslun- armannahelgi. Dvöl í vegavinnuskúrum sumar- langt er oft sveipuð ævintýrablæ og vist er að margur hefur átt góð sum- ur í þeim og oft náð að kynnast landinu betur með þvi að vera á ferðalagi um landið með vinnu sinni. Þá er það flestum ógleyman- legt að hafa notið heimilismatar ráðskvennanna að loknum löngum vinnudegi. -NH Unnið er að byggingu snjóflóða- vamargarðs í Drangagili fyrir ofan Neskaupstað. Verkið hófst í októ- ber í fyrra og miðar því vel en vamargarðurinn er orðinn rúmir 5 metrar á hæð þar sem hann er hæstur en endanleg hæð verður 14 metrar og áætluð verklok em í nóvember næstkomandi. Varnargarðurinn er frábmgðinn þeim vamargörðum sem fram til þessa hafa tíðkast hérlendis að uppbyggingu. Hann er byggður þannig upp að grjóti er hlaðið í eins konar grindur sem gerðar em úr vímeti. Vamargarðar af þessu tagi munu tíðkast meðal annars í Ölpunum. Misjafht er hvaða tegundir snjó- flóðavarna verða fyrir valinu í þeim byggðarlögum þar sem snjó- flóðahætta er fyrir hendi. í Bolung- arvík hafa komið fram ýmsar til- lögur að vamargörðum en ekki hefur ríkt einhugur um hvaða teg- und varna skuli velja. Horfið hefur verið frá þvi að grafa eins konar vamarskurð eins og til stóð og fljótlega verðm- hafist handa við að byggja axmars vegar þvergarð fyrir ofan húsin sem oft- ast hefur þurft að rýma og hins vegar svokallaðan leiðigarð sem Vírnetsvarnargarður ofan við Neskaupstað Garöurinn er frábrugöinn þeim snjóflóöamannvirkjum sem fram til þessa hafa tíökast hérlendis. ver vestlægasta hluta byggðarinn- ar. Á Siglufirði er nú þegar búið að byggja vamargarða og lauk því verki í fyrra en eftir er að græða garðana upp svo að þeir komi til með að falla betur inn í landslagið. Á Súðavik var gripið til þess ráðs að flytja alla byggðina úr snjóflóða- hættu þar eð sá kostur reyndist fjárhagslega hagkvæmari þar en bygging vamarmannvirkja af ein- hveiju tagi. Snjóflóðavarnir: Varnargarðurinn tilbúinn í haust - verkinu miðar vel Kassar á toppinn fyrir ailan farangurinn - Barnapúðar og stólar Slökkvitæki og sjúkrakassar Dráttar- krókar Luktir og Ijós í tjaldið naust Borgartúni 26 • Sími: 535 9000 • Fax: 535 9040

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.