Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Blaðsíða 16
16
33
t Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf.
1 Stjörnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
1 Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreiflng; dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plótugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Áföll á verðbréfamarkaði
íslenskur veröbréfamarkaður er ungur að árum og
þar eiga menn margt eftir ólært. í flestu hefur þó þró-
unin gengið áfallalaust enda forráðamenn og starfs-
menn verðbréfafyrirtækja borið gæfu til að læra af
reynslunni og flestum þeim mistökum sem gerð hafa
verið.
Miklu skiptir að íslenskur verðbréfamarkaður fái að
þróast með eðlilegum hætti án þess að reynt sé að til-
eftiislausu að kasta rýrð á það sem gert er. Þetta er
mikilvægt, ekki aðeins fyrir ftármálafyrirtækin sjálf
heldur ekki síður fyrir atvinnulífið og almenning allan
sem hefur fengið að njóta góðs af nýjum tækifærum
sem skapast hafa.
Verðbréfamarkaðurinn má ekki við því að alvarleg-
ar spumingar um heiðarleika og vinnubrögð helstu að-
ila markaðarins vakni. Þess vegna er það mikilvægt að
stjómendur, starfsmenn og eigendur Kaupþings bregð-
ist af skynsemi við þeirri gagnrýni sem Fjármálaeftir-
litið hefur sett fram í skýrslu um fjárvörslu fýrirtæk-
isins. Sú gagnrýni snýr fyrst og fremst að fyrirkomu-
lagi og innra skipulagi Kaupþings og trúverðugleika.
En skýrsla Fjármálaeftirlitsins er ekki aðeins
áminning til Kaupþings að athuga hvort eitthvað í
starfsemi fýrirtækisins má betur fara heldur til allra
fyrirtækja sem starfa á markaði fjármála. Mikilvægt er
að forráðamenn fj ármálafyrirtækj anna hafi í huga að
allt sem gert er á komandi mánuðum og misserum er
uppskrift að leikreglum framtíðarinnar. Smátt og
smátt er því verið að búa til mælistiku á siðferði mark-
aðarins.
DV hefur undanfarna mánuði fjallað í forystugrein-
um um þróun íslenska ftármálamarkaðarins enda
komið upp áleitnar spumingar um vinnubrögð. í leið-
ara 24. janúar síðastliðinn sagði meðal annars: „Það
hafa komið upp mjög áleitnar spurningar um vinnu-
brögð einstakra verðbréfafyrirtækja að undanfömu
sem ég tel raunar að eigi við um þau öll. Fjármálafyr-
irtækin virðast hins vegar ætla að taka svo skynsam-
lega á þeim vandamálum sem þau standa frammi fyr-
ir núna að þegar upp er staðið þá munu þau líklega
standa sterkari eftir. Heiðarleikinn, trúnaðurinn og
traustið er helsta eign ftármálafyrirtækjanna og starfs-
manna þeirra. Að kasta rýrð á heiðarleikann er svipað
og að vinna skemmdarverk á framleiðslutækjum og
fasteignum."
Spumingar vakna hins vegar um hvort Fjármálaeft-
irlitið sé í stakk búið til að fást við sífellt flóknari við-
fangs- og álitaefni sem upp koma á fjármálamarkaðin-
um. Þannig getur það ekki talist eðlilegt að Fjármála-
eftirlitið taki tæpt ár í að rannsaka viðskiptahætti
ftármálafyrirtækisins eins og raun varð á í tilfelli
Kaupþings. Allir sjá að slíkt gengur ekki. Hafi Fjár-
málaeftirlitið ekki bolmagn til að sinna nauðsynlegu
eftirlits- og leiðbeiningahlutverki sínu verður annað-
hvort að stokka spilin upp hjá stofnuninni eða finna
aðrar leiðir.
Enginn dregur í efa nauðsyn þess að haft sé opinbert
eftirlit með fjármálamarkaðinum, enda slíkt eftirlit
framkvæmt af hógværð og stillingu. En opinbert eftir-
lit, lög og reglur em ekki trygging fyrir heiðarleika í
viðskiptum, þar skipta óskráðar siðareglur jafnvel enn
meira máli.
Óli Bjöm Kárason
MÁNUDAGUR 31. JÚLl 2000
MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2000
DV
Skoðun
Grænn punktur í Evrópu
Velferðarríkið, nútíma-
iðnríki eru umbúðaþjóðfé-
lög. Griðarlegt magn um-
búða fellm- til við sívaxandi
neyslu. Á íslandi falla til
60-70.000 tonn árlega af um-
búðum utan af vörum sem
notaðar hafa verið. Umbúð-
ir þessar eru samsettar af
ýmsum efnum en stærstu
flokkar umbúða hérlendis
eru plastumbúðir um 18.000
tonn árlega, hvers konar
pappaumbúðir um 20.000
tonn árlega og timburum- ......
búðir um 12.000 tonn árlega. Endur-
vinnslan hf. vinnur gríðarlegt starf
við endurvinnslu og förgun drykkja-
vöruumbúða og hefur skilagjaldið
mikil áhrif í þeim efnum. Evrópu-
bandalagið hefur sett reglugerð um
meðferð umbúðaúrgangs og við verð-
um bundin af þessari reglugerð. í
urðunartilskipun EB er kveðið á um
endurvinnslu og endumýtingu um-
búðaúrgangs og tilteknir tímapunkt-
ar sem standa verður við. Sam-
kvæmt tilskipuninni skal 1. júlí 2001
því marki náð að 50-65% umbúðaúr-
gangs verði endurnýttur og 25-45%
Guðmundttf G,
Þórarinsson
verkfræöingur
endurunnið, þar af minnst
15% í hverjum flokki um-
búðaúrgangs. íslendingar
þurfa því að takast á við
þetta viðfangsefni og vinnur
umhverfísráðherra nú að
útfærslu leiða til lausnar.
Lausnin í Evrópu
Þjóðverjar munu hafa haft
frumkvæði að lausn sem
nefnd er „græni punktur-
inn“. Þar í landi bera fram-
leiðendur vöru ábyrgð á um-
búðaúrgangi vegna sinnar
vöru. Þýski iðnaðurinn stóð því að
„frjálsu samkomulagi" fyrirtækja um
stofnun hlutafélags, Græna punkts-
ins, sem sér um að koma skipulagi á
umbúðamálin. Fyrirtækin greiða til
Græna punktsins fyrir fram greiðslur
sem samsvara kostnaði við flutninga,
söfnun og eyðingu, endurvinnslu þess
umbúðaúrgangs sem frá þeim kemur.
Umbúðir sem greítt hefur verið fyrir
eru merktar með grænum punkti og
þeim er siðan safnað á kostnað þessa
fyrirtækis. Fyrirtækið Græni punkt-
urinn gerir samninga við söfnunar-,
flutnings- og endurvinnsluaðila um
„Sá meginvandi hefur komið upp í Evrópu við framkvæmd
þessa kerfis að ekki greiða allir sina hlutdeild í kostnaði,
taka ekki þátt í kerfinu, en njóta ókeypis þjónustu. “
Tvíbentur fréttaflutningur
Fréttamenn og blaðaútgefendur
bera mikla ábyrgð. Sundið á milli
upplýsingaskyldu og sölumennsku
getur stundum reynst þröngt og
vandþrætt. Ég hef í sumar oft haft
bamabömin nálægt mér og þá fer
maður ósjálfrátt að hlusta á fréttir
með öðru hugarfari.
Flugslysin fréttnæmust
Slysafréttir, ryskingar, handtökur
og réttarhöld em orðin eftirlætis-
fréttaefni margra fjölmiðla. Þar er
allur heimurinn undir ef um flugslys
er að ræða, en af einhverjum ástæð-
um virðist fréttnæmara að menn
farist með flugvél en á blóðvelli þjóð-
veganna. Tíu manna flugslys í Ástr-
alíu eða Kina er umsvifalaust flutt
sem heimsfrétt hér uppi á skerinu,
að ekki sé talað um hærri tölur lát-
inna. Ég hef aldrei skilið hvað er
„Slysafréttir, ryskingar, handtökur og réttarhöld eru
orðin eftirlætis-fréttaefni margra fjölmiðla. “
Með og á móti
Bíó ekki forréttindi
merkilegra við að deyja við
fall úr lofti en árekstur á
þjóðvegi, hrap í kletti eða
að detta ofan af stól á eld-
húsgólfinu. Líklegasta skýr-
ingin á matreiðslu fjölmiðla
virðist mér vera hughrifin,
að vekja hroll í huga hlust-
andans, að flytja „áhrifa-
mikla“ frétt. Eflaust kemur
einnig til forysta myndmiðl-
anna sem helst kjósa að
sýna sem mest á tjá og
tundri: vettvang flugslysa
með líkama í pörtum, snjó-
flóö með allt í viðbjóðslegri
bendu - að ekki sé talað um
stríðssenur. Undanfarið hefur verið
heldur fátt um fína drætti á vígvöll-
um eftir að NATÓ lauk sínu erindi í
Júgóslavíu. Þá er að fylla upp í með
öðru viðlíka krassandi í staðinn.
Morðlð á Leifsgötu
Það hljóp heldur betur á frétta-
snærið á dögunum þegar maður
drap mann í kjallara við Leifsgötu.
Strax og spurðist varð þetta fyrsta
frétt í Ríkisútvarpinu með skrautleg-
um útleggingum um hvemig gengið
var frá þeim látna sem og um líklega
gerendur. Maðurinn hefði verið
hengdur í hálstauinu. Þetta entist
sem aðalfrétt í sólarhring. Þá fékk
landslýður að vita frá aðalfjölmiðli
sínum að þetta með hálstauið hefði
verið harla ónákvæmt því að nú
benti allt til að maðurinn hefði verið
kyrktur í greipum gerenda, og lík-
lega verið þar tveir fremur en einn
að verki. Bömin í landinu fylgjast
spennt með þessari framhaldssögu
og fara að velta því fyrir sér hvemig
haganlegast sé staðiö að slíku verki.
- Sem undirleikur viö þetta Leifs-
Hjörleifur
Guttormsson
fyrrverandi
alþingismaöur
götuævintýri vora fréttir af
drengnum sem drap föður
sinn í grennd Húsavíkur á
liðnum vetri og hefur sú
saga dugað lengi og vel og
hvergi nærri lokið.
Fylliríið í menningar-
borginni
Það hefur lengi verið til
upplyftingar þeim sem
leggja eyru við útvarpinu á
sunnudagsmorgnum að fá
sem aðalfrétt útdrátt úr lög-
regluskýrslu næturinnar.
Þar kennir margra grasa og
fjölbreytni slík að dugað
gæti hverju sinni í líflega bíómynd.
Verst er að börnin era þá enn sof-
andi, þau sem á annað borð hafa skil-
að sér heim. í sunnudagshádeginu er
röðin komin að ryskingum úti á
landi, sem komast þó sjaldan i hálf-
kvisti við atburðina í menningunni
syðra.
í grein sem Halldór Hansen bama-
læknir skrifaði í Morgunblaðið 16.
janúar 2000 undir fyrirsögninni
„Böm í hringiðu nútímans" fjaliaði
hann um hin margvíslegu áreiti sem
nútímaböm verða fyrir og vaxandi
erfiðleika þeirra viö að fóta sig. „Sá
sem ekki getur treyst sínum innri
manni er nokkum veginn dæmdur
til að breyta umsvifalaust áreiti í at-
höfn án tillits til þess hvort það kem-
ur sér vel eða illa, þegar til lengri
tíma er litið,“ segir þessi reyndi
læknir. - Ábyrgðarmenn fjölmiöla og
fréttamenn mættu að ósekju hugsa
um aðstæður bama þegar þeir senda
boð sín út í ljósvakann og setja hroll-
vekju sölumennskunar einhverjar
skorður.
Hjörleifúr Guttormsson
Er of dýrt í bíó?
Gleðin seint metin til fjár
J „Það er of dýrt í
j .^híó. í raun ætti
Sj miðinn að kosta
500 krónur. Fyrir
ungt fólk og bammargar fjöl-
skyldur getur bíóferð orðið
fjárhagnum ofviða. Það er eitt-
hvað bogið við það þegar fólk
þarf að hugsa sig um tvisvar
áður en það fer í bíó. Kvik-
myndasýningar eiga að vera
almenningseign og aðgengileg-
ar öllum, án tillits til þjóðfélagsstöðu
eða efnahags. Ljótt er ef bíóferð á eft-
ir að verða forréttindi þeirra efna-
Siguröur
Hlööversson
sjónvarpsmaöur.
meiri og alþýöan situr eftir og
þarf að slá saman í vídeóspólu
í næstu sjoppu, kannski með
nágrönnunum. Maður skyldi
ætla að bióeigendur gætu fjár-
magnað efniskaup sín að hluta
með sölu á poppi og sælgæti.
Þar getur fólk þó sjálft ráðið
hvort það kaupir. Við megum
aldrei gleyma því að bíó er
menning og á að vera öllum
aðgengileg. Ég lít þessa þróun
á miðaverði kvikmyndahúsanna upp
á við alvarlegum augum og er öragg-
lega ekki einn um það.“
. „Þaö verður
I seint of dýrt í bíó.
SlBpP”" Að sjálfsögðu
^ skiptir verðið máli
og má ekki hækka úr hófi
fram en 700 krónur hlýtur að
teljast sanngjamt. Sú gleði
sem maður upplifir í rökkvuð-
um kvikmyndasal verður
seint metin til fjár og við meg-
um ekki gleyma því að kvik-
myndir, sérstaklega nýjar
myndir, era dýrar í innkaup-
um.
Karl Ottar
Geirsson,
talsmaöur
Ftimundar.
gagnrýna verð á poppkomi og
gosdrykkjum í kvikmynda-
húsum. Mér finnst að kvik-
myndahúsaeigendur ættu að
sjá sóma sinn í því að lækka
það verð sem þeir bjóða í dag
og gera þar með fleiri kleift að
sækja kvikmyndahúsin þrátt
fyrir hátt miðaverð - sem
sumir telja vera.
Til að mæta þessari óá-
nægju með hátt miðaverð legg
ég til að verð miða í miimi
sali verði lækkað í réttu hlutfalli við
Hins vegar vil ég nota tækifærið og stærð þeirra.“
-Em
Aðgöngumlöaverö kvikmyndahúsanna hefur veriö aö hækka og er nú komlö upp í 700 krónur.
+
þjónustu og greiðir þeim fyrir.
Þannig myndast iðnaður um þessi
umbúðaúrgangsmál. Um 10 lönd í
Evrópu nýta nú þetta kerfl og Pro
Europe í Brussel hefur fengið leyfi til
notkunar kerfisins í um 160 löndum.
íslenska lausnin
Sá meginvandi hefur komið upp í
Evrópu við framkvæmd þessa kerfls
að ekki greiða allir sína hlutdeild í
kostnaði, taka ekki þátt í kerfínu, en
njóta ókeypis þjónustu. Úrgangur
þeirra fer saman við úrgang merktan
græna punktinum og of dýrt er að
flokka hann frá. Þeir sem standa
undir kerflnu greiða því fyrir hina
„free riders“. Á íslandi er nú verið
að skoða þá leið að leggja „úr-
vinnslugjald" á í innflutningi og við
framleiðslu, gjald sem þannig er
greitt fyrir fram og notað til að
standa straum af kostnaði við flutn-
inga, söfnun og eyðingu eða endur-
vinnslu. Kostur þessa fyrirkomulags
er að þá er greitt af öllum verðandi
úrgangi. Síðan má bjóða út eða gera
samriínga um hina ýmsu þætti í með-
ferð úrgangsins.
Guðmundur G. Þórarinsson
Ég hlaut að svara og
vissi hvað ég sagði
„Ritstjóm Morg-
unblaðsins sýndi
það enn að hún hef-
ur menningarlega
yfirburðaforustu í
blaðaheimi þessa
lands... Ég nefhdi
kommúnista og nas-
ista, þegar ég var spurður um álit
mitt á herferðinni gegn þessari góðu
hátíð. Ég hlaut að svara enda vora
spyrjendur frá DV... Hitt er og marg-
reynt, að upphrópanir um vanræktar
skyldur við bágstadda, þegar stórvirki
til þjóðþrifa eru á döflnni, eru löng-
um ekki annað en áróðursbragð.“
Sigurbjörn Einarsson biskup í Morgun-
blaðinu 28. júlí 2000
Fjandsamlegt konum
„Með fuilri virð-
ingu fyrir kjarabar-
áttu kennara ... þá
snúast menntamál
um annað og meira
en launamál kenn-
ara... Sumarfrí ís-
lenskra skóla er
einnig kvenfjandsamlegt þótt lítil
áhersla hafi verið lögð á það atriði.
Hverjir þurfa að lokum að hlaupa í
skarðið að taka að sér bömin i 4
mánaða sumarleyfi? Því er fljótsvar-
að: Konumar fyrst og fremst."
Ingólfur Margeirsson I Vesturbæjar-
blaöinu í júll 2000
Ekki lögbrot?
„Mér finnst skera
í augu sú niður-
staða Fjármálaeftir-
litsins að þetta fyr-
irtæki, Kaupþing,
hafi ekki brotið
lög... Með þessu er
opinber stofnun í
reynd að segja að lögin sem við
búum við í dag séu þess eðlis að
hægt sé að ástunda óeðlilega og
óheilbrigða viðskiptahætti án þess
að það varði við lög. Það er ekki
boðleg staða fyrir neytendur og Al-
þingi hlýtur að skoða það í haust.“
Össur Skarphéöinsson I Degi
28. júlí 2000
Veldur stórkostlegu
launaskriði
„Verið getur að Pétur... hafi ekki
trúað því að hækkun launa forset-
ans myndi hafa þessi áhrif en hann
hefði þó átt að geta sagt sér það
sjáifur að moldvörpumar í ríkis-
kerfinu hafa búið svo um hnútana
að þeirra hagsmunir eru tryggðir í
bak og fyrir... Því er rétt að spyija
Pétur, ARE YOU HAPPY NOW?“
groska.is 27. júll 2000
Sorpmál á Akranesi
í fréttatíma Stöðvar 2 sl. sunnu-
dagskvöld var fjallað um sorpmál á
Akranesi. Fréttin gekk út á að bæjar-
búar væru „fíflaðir" til að flokka
sorp sem síðan færi í sömu gryfjuna
og urðað í stað þess að endurvinna
pappa, blöð og femur eins og áður
var gert.
Fréttamaðurinn kaus hins vegar
að „gleyrna" að geta þeirra ástæðna
sem lágu að baki þeirri ákvörðun, og
er því nauðsynlegt að koma nánari
skýringum á framfæri við bæjarbúa
og aðra þá sem fréttina sáu:
Sameiginlegur uröunarstaður
Um síðustu áramót tóku sveitarfé-
lög á Vesturlandi í notkun sameigin-
legan urðunarstað fyrir sorp í landi
Fíflholta vestur á Mýrum. Þar er allt
heimilissorp urðað með viðurkennd-
um hætti. Staðurinn hefur fengið
starfsleyfi frá Hollustuvemd ríkisins
og umhverfisráðuneytinu og er við-
urkenndur sem fullnægjandi úr-
lausn í sorpmálum samkvæmt nú-
verandi löggjöf.
Er verið aö „frflast“
með bæjarbúa?
Þvi fer fjarri. Sú breyting sem
varð um síöustu áramót gerir það að
verkum að förgunarkostnaður Akra-
neskaupstaðar verður lægri sem
nemur um 8-10 miiljónum króna á
ári. Sú lækkun liggur annars vegar í
lægri eyðingarkostnaði hjá fyrirtæk-
inu sem tekur á móti sorpinu og urð-
ar það og hins vegar í lægri aksturs-
kostnaði samkvæmt eldra fyrir-
komulagi, þ.e. að aka sorpinu og
farga því hjá Sorpu í Reykjavík. Bæj-
arstjóm stóð því frammi fyrir því að
taka ákvörðun um að hækka
sorpgjöld um 20-30% á bæjarbúa
eða skera niður þjónustu eða
framkvæmdir.
Niðurstaðan liggur fyrir, bæj-
arstjóm ákvað að fara þá leið að
flytja sorpið í Fíflholt og er sorp-
ið meðhöndlað þar með sama
hætti og víðast er gert á lands-
byggðinni.
Af hverju gámar fyrir dag-
blöð, fernur og pappa?
Ástæðan fyrir því er einfóld. _
Spamaður fyrir bæjarbúa. Séu
gámamir ekki til staðar má fastlega
gera ráð fyrir því að fjöldi bæjarbúa
þurfi að bæta við tunnum hjá sér,
tunnum sem kosta tæp 10 þúsund
krónur á ári að losa, sem viðkom-
andi fjölskylda eða fyrirtæki þurfa
að greiða. Það gefur því auga leið að
það er betra fyrir notendur að hafa
gámana á sínum stað og losa í þá
heldur en standa frammi fyrir því að
bæta við tunnu eða tunnum hjá sér,
nú eða hitt að fækkað yrði dögum á
milli losana hjá bæjarbúum, úr 10
dögum i 7, sem einnig hefur aukinn
kostnað í för með sér.
Heimajarögerð
Akraneskaupstaður hefur gert
samning við fyrirtækið Vistmenn
ehf. um kaup á 100 jarðgerðartönk-
um á ári næstu fimm árin. Þessir
jarðgerðartankar gera bæjarbúum
kleift að jarögera allan heimilisúr-
gang frá sér, allt árið, þar sem tank-
arnir era einangraðir. Samkvæmt
könnunum er hægt að minnka sorp-
magn frá heimilunum um allt að
30-40% með því að nýta heimilisúr-
Jón Pálmi
Pálsson
bæjarritari
, ■ - *ííí
oao^°
*<**r
------ /ap
jf': ! «"-• —* .
•’FÍNfflAPrt* . MIÓUUftftfiNUil
* M •’ V'*
‘i~i ■* •
% SÉb I SSlÉil m I ..*
V*
gang og það sem fellur
til í garðinum til jarð-
gerðar. Moldin er síð-
an nýtt í garðinum.
Þeir 100 tankar sem
nú þegar eru komnir í
notkun lofa góðu um
framhaldið og er al-
menn ánægja hjá þeim
aðilum sem eru að
nýta þennan valkost.
Lokaorð
Með hliðsjón af of-
angreindu má sjá að
bæjarstjóm Akraness tók ákvarðan-
ir sínar í þessu máli með fullkom-
lega eðlilegum hætti og í samræmi
við þær reglur og lög sem gilda um
losun og förgun sorps. Ákvörðun
sem hefur ekki fjárhagsleg áhrif á
heimili og fyrirtæki bæjarins. Bæj-
arbúum var gerð grein fyrir þessum
ákvörðunum í tengslum við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar ársins
2000, bæði í rituðu máli í héraðs-
fréttablaði og í útvarpi við umfjöllun
bæjarstjómar á fjárhagsáætlun árs-
ins 2000.
Undirritaður getur hins vegar tek-
ið undir þau sjónarmið að besta um-
hverfisvemdin er að sjálfsögðu sú að
endurvinna sem mest af þeim úr-
gangi sem til fellur, en þá verða
menn að viðurkenna þann kostnaö
sem fellst í siíkri meðhöndlun sorps
og gera annað tveggja, innheimta
hærri sorpgjöld hjá þeim sem losa
sorp eða sjá sveitarfélögunum fyrir
hærri tekjustofnum þannig að þau
geti staðið undir þessum kostnaði í
framtíðinni.
Jón Pálmi Pálsson
„Niðurstaðan liggur fyrir, bæjarstjóm ákvað að fara þá leið að flytja sorpið í Fíflholt t-
ogersorpið meðhöndlað þar með sama hœtti og víðast ergert á landsbyggðinni.“
i