Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Blaðsíða 10
10 _______________________________________________________MÁNUDAGUR 31. JÚLÍ 2000 Fréttir I>V ^öðkaupsveislur—útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og fi. og fl. og fl. iteíipy = (yrfpM ^ ..og ýmsir fylgihlutir Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja ó eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald ó staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum fró 20 - 700 m2. Leigjum einnig borð og stóla í tjöldin. sBcðtai skátum á heimavelli sími 562 1390 • fax 552 6377 • bis@scout.is Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á árinu 2000 í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 2000 er lokið á alla einstaklinga sem skattskyldir eru samkvæmt framangreindum lögum sbr. 1. kafla laga nr. 75/1981. Álagning tryggingagjalds og álagning gjalda á lögaðila mun liggja fyrir síðar og verður auglýst sérstaklega. Álagningarskrár með gjöldum einstaklinga verða lagðar fram í öllum skattumdæmum mánudaginn 31. júlí 2000. Skrámar liggja ífammi til sýnis á skattstofú hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra í hverju sveitarfélagi dagana 31. júlí til 14. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar er sýna álögð opinber gjöld 2000, vaxtabætur og bamabætur hafa verið póstlagðir. Kæmr vegna allra álagðra opinberra gjalda, vaxtabóta og bamabóta, sem gjaldendum hefur verið tilkynt um með álagningarseðli 2000, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en miðvikudaginn 30. ágúst 2000. Reykjavík 31. júlí 2000 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestijarðaumdæmi, Sigríður B. Guðjónsdóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjömsson. Skattstjórinn i Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Bjömsson. höfuöborgarsvæöinu og suöur- og vesturlandl: KirkjubæJarklaustri.Vik, Selfossi, Hvolsvelli, Keflavík, Grindavík, Akranesi, Borgamesi og Grundarfirði. QssoJ miin.ii Á netinu hjá Bókunarmiöstöö fslar www.discovericeland.is Islandsmet í heildarafla - góö veiði á sjóstangaveiðimóti DVJbIYND psj Sá stóri Ólafía Þorvaldsdóttir frá Sjósigl fékk þann stóra. Með henni á myndinni eru Páll Ingólfsson og Hrefna Kristjánsdóttir, bæði frá Sjósnæ. DV, OLAFSVIK:________________________ Árlegt mót Sjóstangaveiðifélags Snæfellsness, eða Sjósnæ, var hald- ið um síðustu helgi. Mótið var af- mælismót þar sem félagið er 10 ára á þessu ári. Róið var frá Ólafsvík á alls 24 bátum frá bæði Ólafsvík og Rifi. Að sögn Lárusar Einarssonar, formanns Sjósnæ, tókst þetta mót með miklum ágætum. Alls voru 86 keppendur og hafa þeir aldrei verið fleiri á móti hjá Sjósnæ enda var metafli, alls 26,991 kg sem kom á land og mun það vera íslandsmet. Tegundir afla voru alls tíu og meðal annars veiddist bláskel á einum bátnum en langmest var af þorski eða alls tæp 23 tonn. Mikil keppni er á meðal þátttak- enda enda gefur mótið stig til ís- landsmeistaratitils. Aflahæst af konunum var Sigurbjörg Kristjáns- dóttir, bankamær frá Ólafsvík, sem var á bátnum Ásthildi SH. Hún landaði alls eftir báða dagana 629,99 kg. Af körlunum var Árni Halldórs- son frá Sjóak á bátnum Gægi SH aflahæstur með 691 kg. Stærsti fisk- urinn var þorskur og vó hann 16,9 kg og sú sem veiddi hann hét Ólaf- ía Þorvaldsdóttir frá Sjósigl. Það er jafnan mikið um að vera í Ólafsvík þegar Sjósnæ heldur mót sín. Meðal annars er rekin þar út- varpstöðin Sjósnæ og voru þar tveir ungir menn við stjórnvölinn. Grill- veisla var haldin á Amarstapa fyrir bæði þátttakendur, maka og skip- stjóra. Mótinu lauk með hófi í Félags- heimilinu á Klifl en þar fór fram verðlaunaafhending og var boðið upp á skemmtidagskrá. Brúarvinna Bráöabirgðabrú leysir þá gömlu af hólmi þar til sú nýja verður tekin í gagnið. yfir Kvernu Snæfellsbær: Ný félags- og skólaþjónusta - skapar fjögur ný störf DV, SNÆFELLSBÆ: Fyrir stuttu tók til starfa Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga og er skrifstofan til húsa á Hellissandi. Að þessari þjónustu standa Snæ- fellsbær, Grundarfjörður, Helga- fellssveit og Stykkishólmsbær. Sveitarfélögin sóttu þessa þjón- ustu áður í Borgamesi en i vetur var ákveðið af fyrmefndum sveitar- félögum að hún yrði færð út á Snæ- fellsnes. Við opnunina var fjöldi manns. M.a. voru þar ráðherramir Páll Pét- ursson og Sturla Böðvarsson, auk sveitarstjórnarmanna á Nesinu, þingmanna og annarra gesta. Ás- björn Óttarsson, forseti bæjarstjóm- ar Snæfellsbæjar, bauð gesti vel- komna en hann hefur unnið að und- irbúningi Félags- og skólaþjónust- unnar ásamt Guðrúnu Gunnarsdótt- ur frá Stykkishólmi og Sigríði Finnsen frá Grundarfirði. Forstöðumaður stofnunarinnar er Sigþrúður Guðmundsdóttir og sagði hún frá því starfl sem er fram undan. Hún lagði mikla áherslu á að hafa gott samstarf við aðila á svæðinu. Auk hennar starfa þrír aðrir á skrif- stofunni og er þetta gott innlegg í það að auka íjölbreytni starfa í bæj- arfélaginu. Páll Pétursson ráðherra lýsti ánægju sinni með framtak Snæfell- inga og kvað það mikilvægt að svona starfsemi væri í héraðinu. í máli allra bæjarstjóranna á Snæ- fellsnesi koma fram að þeir vonuð- ust til að þetta væri upphafið að víðtækara samstarfi sveitarfélag- anna í framtíðinni. Brúin DV, SUDURLANDI:______________ Þessa dagana er unnið að brúar- smíði og vegaframkvæmdum víða um land. Þegar fréttaritari DV átti leið hjá Skógum var unnið við að reka niður staura undir nýja brú á Kvemu undir Eyjafjöllum. Brúin er á veginum upp að Skógum en búið er að rífa þá gömlu og setja bráða- birgðabrú meðan á framkvæmdum stendur. Það er brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar í Vík undir stjóm Sveins Þórðarsonar brúarsmiðs sem sér um niðurrekstur stauranna en svo sér Klakkur ehf. í Vík um brúarsmíðina. Framkvæmdastjóri Klakks ehf. er Björn V. Sæmunds- son. -SKH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.