Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 J3V Fréttir Sumarafleysingamaður lögreglunnar í Reykjanesbæ í ham: Beitti táragasi á aðalleikarann - sem var að leika innbrotsþjóf með nælonsokk um höfuðið Tryggvi og Eiríkur Kvikmyndageróarmennirnir sem uröu fyrir árás lögreglunnar á tökustað um helgina. Sumarafleysingamaöur í lög- regluliði Keflavíkur úðaði táragasi á leikara við upptökur á kvikmynd- inni Krump á tökustað við sölutum- inn Fitjar í Reykjanesbæ um helg- ina. Kvikmyndagerðarmennimir vora að mynda innbrot í söluturn- inn, með góðfúslegu leyfi eiganda staðarins, þegar lögreglumenn komu aðvífandi með fyrrgreindum afleiðingum: í fang löggunnar „Sonur sjoppueigandans reyndi að stöðva lögregluna þegar hún birt- ist í rökkrinu en kappið var svo mikið að ekki var við neitt ráðið,“ sagði Tryggvi Þór Reynisson, að- stoðarleikstjóri myndarinnar. „Leikarinn var að koma á hlaupum út úr sjoppunni meö nælonsokk um höfuðið og með dúkahníf í hendi þegar hann hljóp í fangið á lögreglu- manninum. Það skipti engum tog- um, lögreglumaðurinn greip til maze-úðans og leikarinn lá óvígur eftir." Grímur bannaðar Að sögn varðstjóra lögreglunnar í Reykjanesbæ var það vegfarandi sem tilkynnti um innbrot í Fitjum og voru lögreglumennimir strax sendir á vettvang: „Mistökin sem þama voru gerð voru þau að kvik- myndagerðarmönnunum láðist að tilkynna okkur hvað til stæði. Menn geta reynt að ímynda sér hvaö hefði getað gerst ef þetta hefði verið í út- löndum. Svo má ekki gleyma því að samkvæmt lögreglusamþykkt Reykjanesbæjar er bannað að ganga með grímur á almannafæri,“ sagði varðstjórinn. Leikarinn, sem sumarafleysinga- maðurinn í lögreglunni lagði að vefli með táragasinu fyrir utan sölu- tuminn að Fitjum, heitir Sigurður Guðmundsson og er þekktastur fyr- ir leik sinn í tóbaksvamarauglýs- ingu þar sem hann kastar af sér vatni í gufubaði. Lögreglumenn fluttu hann þegar í stað á sjúkrahús þar sem táragasið var skolað úr augum hans. Var leikarinn veru- lega bólginn í andliti eftir táragas- árás lögreglunnar. Niðurlútir „Lögreglumennimir voru heldur sneyptir þegar þeir óku með Sigurð upp á sjúkrahús. Sérstaklega var sumarafleysingamaðurinn niðurlút- ur,“ sagöi Eiríkur Leifsson, leik- stjóri myndarinnar en honum tókst að Ijúka tökum á innbrotsatriðinu á Fitjum í gær en þá hafði leikarinn náð sér. -EIR Húsnæðisekla á Akranesi - íbúðalánasjóður stendur á bremsunni hvað viðbótarlánveitingar varðar Lóðirnar fljúga út Lööir í nýju hverfi, Ásahverfi, sem sést hér, fiugu út eins og heitar lummur. Nú er lok- iö skipulagi á nýju hverfi, Flatahverfi, þar sem veröa 4-500 nýjar íbúöir. DV, AKRANESI:' Mikil eftirspum er eftir húsnæði bæði til kaups og leigu á Akranesi, að sögn Jóns Pálma Pálssonar, bæj- arritara á Akranesi, og byggingar- lóðir eru rifnar út. Allar félagslegar leiguíbúðir á vegum kaupstaðarins hafa verið og em i leigu. Fyrir árið 2000 sótti kaupstaðurinn um heim- ild íbúðalánasjóðs til að veita við- bótarlán fyrir um 21 milljón króna. íbúðalánasjóöur hefur einungis heimilað kaupstaðnum að nýta um helming þeirrar fjárhæðar en von- ast er til að heimild fáist til að nýta eftirstöðvamar nú í haust. „Það er hins vegar ljóst að mun meiri eftir- spum er eftir viðbótarlánum heldur en fjárveiting Akraneskaupstaðar og heimild íbúðalánasjóðs segir til um,“ sagði Jón Pálmi Pálsson, bæj- arritari á Akranesi, við DV. Fyrr í sumar var úthlutað bygg- ingarlóðum í nýju hverfi, Ásahverfi, og hefur þeim öllum verið úthlutað og fengu færri en vildu lóðir. Hefur nokkuð verið um að byggingar- meistarar kvarti yfir lóöaleysi á Akranesi. Rammaskipulag nýs hverfis, Flatahverfis, er nú lokið, að sögn Jóns Pálma bæjarritara. Rammaskipulagi hverfisins er nú lokið en hverfinu hefur verið skipt 1 14 klasa og er nú búiö að ljúka deiliskipulagningu tveggja þeirra og skipulagið auglýst til kynningar. I hverfinu í heild sinni er gert ráð fyrir 400-500 íbúðum í rað-, par-, fjölbýlishúsum og einbýlishúsum. Þeir klasar sem nú hafa verið aug- lýstir gera ráð fyrir 46-59 íbúðum og gert er ráð fyrir að skipulagið verði samþykkt og tilbúiö til úthlut- unar í október," sagði Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari á Akranesi, við DV. -DVÓ Vaka-Helgafell: Sölumenn flýja - yfir til Iðunnar Réðst á flmm bíla Berserkurinn braut rúöur í fimm bílum. Hér stendur Hjörtur Jónsson sölumaö- ur viö einn þeirra, nýjan Opel Astra. Gekk berserksgang og skemmdi fimm bíla Maður gekk berserksgang fyrir utan fyrirtækið Ingvar Helgason hf. á Sævarhöfða aðfaranótt sunnudagsins. Maðurinn réðst á fimm bíla og braut rúður í þeim. Einnig beyglaði hann bárujámsklæðningu á vegg og gler- rúðu í húsinu. Lögreglan kom og stöðvaði manninn við athafnir sínar, handtók hann og vistaði í geymslum sínum. Ekki var vitað um ástæður skapofsa mannsins en hann reyndist vera ölvaður. -SMK Svo til öll söludeild bókaútgáf- unnar Vöku-Helgafells hefur flutt sig yfir til bókaútgáfunn- ar Iðunnar og þar með fylgt í fótspor Gunn- ars Haukssonar sölustjóra sem fyrstur fór: „Ég var bú- inn að vera sölustjóri hjá Vöku-HelgafeÚi í fimm ár og ætli hafi ekki einfaldlega ver- ið kominn tími til að breyta til,“ sagði Guðmundur sem þegar hefur hafið störf hjá Iðunni ásamt sölu- mönnum sínum. „Ég segi nú ekki að öll söludeildin hafi fylgt mér. En ég tók með mér helstu jaxlana. Þeg- ar sölumenn finna að þeir ná ár- angri undir ákveðinni stjóm og aga þá fylgja þeir gjaman foringjanum.“ Nýr sölu- stjóri hjá Vöku- Helgafelli, Gunnar Jóns- son, kemur frá útgáfufyrirtæk- inu Iceland Review. Hann vinnur nú að því að manna söludeild Vöku- Helgafells upp á nýtt: „Það er alltaf slæmt að missa gott fólk en maður kemur í manns stað. Ætli þeir hafi ekki verið tveir sölumenn- imir sem fóru með Gunnari yfir til Iðunnar," sagði Gunnar Jónsson en samkvæmt heimildum DV voru sölumennimir sem höfðu vista- skipti reyndar tíu talsins. -EER Klórar sér enn í kýrhausnum Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra var í Noregi. Honum leist vel á norsku kýmar en engin ákvörðun ligg- ur fyrir um innflutn- ing á fósturvísum. Dagur sagði írá. Skattmann stælist Hið opinbera fékk samtals 88,5 millj- arða króna í tekju- og eignasköttum og útsvari samkvæmt skattauppgjöri árs- ins 2000. Þetta gera 317.773 krónur á hvert mannsbam eða 1.271.100 krónur, rúma milljón, á hveija íjögurra manna fjölskyldu. I Reykjavik er hver fjöl- skylda að greiða eina og hálfa milfjón í skatta. Dagur sagði frá. Ingileifur hæstur á Suðurlandi Ingileifur Jónsson á Svínavatni greiðir hæsta skatta á Suðurlandi í ár, 32,2 milljónir króna. Næstir honum koma Gunnar Jóhannsson í Holta- og Landsveit með 11,5 milljónir og Brynj- ar H. Guðmundsson i Þorlákshöfn með 6,4 milljónir. Austurlenskir skattakóngar Gunnar Ásgeirsson á Höfii greiðir 6,8 milljónir i opinber gjöld og er skatt- hæstur á Austurlandi. Bjöm Magnús- son í Neskaupstað borgar 5,8 milljónir, Baldur P. Thorsteinsson á Höfii 5,3 milljónir og Kristín Guttormsdóttir í Neskaupstað, Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði og Brynjólfúr Hauksson á Fá- skrúðsfirði 5,2 milljónir hvert. Samherjar efstir Þorsteinn Már Baldvinsson á Akur- eyri er gjaldhæstur á Noröurlandi eystra með 13,3 milljónir króna i skatta. Þorsteinn Vilhehnsson greiðir 11,1 milljón og Kristján V. Vilhelmsson 10,7 milljónir. Á eftir þessum Samherj- afrændum fylgir Önundur Kristjáns- son á Raufarhöfn með 7,6 milljónir. Skagstrendingur hæstur Gunnar Ámi Sveinsson á Skaga- strönd er skattakóngur ársins á Norö- urlandi vestra með 28 milljónir króna í álögð gjöld. Honum fylgir næstur Guðmundur T. Sigurðsson á Hvamms- tanga með 15 milljónir og Lárus Þ. Jónsson á Hvammstanga með 5,1 millj- ón. Ósáttur vlð gamla kollega Sr. Hjálmar Jóns- son alþingismaður er harðorður um dóm siðanefndar presta í máli Sigurbjöms Einarssonar biskups. „Ég veit ekki hvort siðanefndin er með öllum mjalla, segir sr. Hjálmar, sem telur nefndina hafa átt að vísa kærunni á hendur Sigur- bimi frá. Dagur sagði frá. Skattakóngar Vestlendinga Sigvaldi Loftsson á Akranesi greiðir 8 milljónir í opinber gjöld og er gjald- hæstur á Vesturlandi. Sigfús Sumar- hðason i Borgamesi greiðir 7,4 milljón- ir, Rakel Olsen í Stykkishólmi 6,2 milljónir, Ragnar Guðjónsson í Stykk- ishólmi 5,6 milljónir og Eymar Einars- son á Akranesi 5,5 milljónir króna. Sýni íhaldi klæmar Framsóknarmenn em uggandi vegna fylgislægðar flokks- ins og ungliðar heimta „meiri grimmd gegn íhald- inu.“ Við þetta litla fylgi verður ekki unað, segir Jónína Bjartmars, alþingismaður flokksins. Dagur sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.