Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 8
8 Viðskipti__________ Umsjón: Viðskiptablaðiö Eimskip gerir umfangsmiklar breyt- ingar á flutningakerfi og skipakosti Eimskip hefur ákveöiö að gera umfangsmiklar breytingar á flutn- ingakerfi félagsins í Evrópusigling- um sem koma til framkvæmda í október næstkomandi. Skipakostur félagsins verður endumýjaður í tengslum við þessar breytingar og tekin verða í notkun stærstu og full- komnustu skip sem félagið hefur verið með í rekstri. Þetta kemur fram í frétt frá Eimskip. Markmið þessara breytinga er að auka hagkvæmni í rekstri siglinga- kerfisins og styrkja samkeppnis- hæfni félagsins með öflugri og af- kastameiri skipakosti. Tvö ný og hraðskreið skip munu leysa fjögur skip af hólmi í Evrópusiglingum á sama tíma og Qutningageta mun þar aukast til að mæta aukinni flutn- ingaþörf undanfarinna missera. Undanfarin ár hefur félagið rek- ið sex skip í siglingum til Evrópu- hafna sem hafa verið með flutnings- getu frá 400 og upp í 1.000 gámaein- ingar. Tvö skip hafa siglt á „Suöur- leið“ til Bretlands og Hollands með viðkomu í Vestmannaeyjum, tvö hafa siglt á „Norðurleið" til Fær- eyja, Þýskalands og Skandinavíu- hafna og tvö á „Strandleið" til Fær- eyja, Bretlands og Hollands með við- komu á Eskifirði. Tvö ný stór skip Eimskip mun í október taka í notkun tvö nýleg systurskip með 1.457 gámaeininga buröargetu og munu þau leysa fjögur skip af hólmi, þar af þrjú leiguskip. Sigl- ingakerfi félagsins breytist þannig aö i stað sex skipa á siglingaleiðum til Evrópu munu fjögur annast alla gámaflutninga félagsins til og frá höfnum á meginlandi Evrópu og í Skandinavíu. Þrátt fyrir fækkun skipa mun flutningsgeta félagsins aukast nokkuð í siglingum milli ís- lands og Evrópu. Nýju skipin munu verða á nýrri siglingaleið félagsins. Viðkomu- hafnir verða í Reykjavík, á Grund- artanga og Eskifirði hér á landi og erlendis í Færeyjum, Hollandi, Þýskalandi og í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Áætlun skipa á „Suðurleið" sem sinnt hefur álflutningunum frá Straumsvík ásamt útflutningi frá ís- landi og innflutningi frá Imming- ham og Rotterdam verður óbreytt. Eitt skip verður áfram í vikuleg- um strandflutningum við ísland og ekki eru fyrirhugaðar sérstakar breytingar á hálfsmánaðarlegum Ameríkusiglingum tveggja skipa fé- lagsins. Langstærstu skipin Hin nýju skip eru smíðuð í Ör- skov Værft í Danmörku árið 1995. Burðargeta hvors skips er 1.457 gámaeiningar sem er nálægt 50% meiri burðargeta en í Brúarfossi sem er nú stærsta skip í rekstri fé- lagsins. Lengd skipanna er 165,6 metrar og breidd 27,2 metrar. Skip- in geta tekið á þilfari 11 gáma í breiddina í stað 9 á Brúarfossi og verður Jakinn, gámakrani félagsins í Sundahöfn, lengdur til að geta náð til allra gáma skipsins. Eimskip hefur tryggt sér kauprétt á hinum nýju skipum og er kaup- verð þeirra beggja um 3,5 milljarðar króna. Ekki hefur verið gengið end- anlega frá fjármögnun skipanna en gert er ráð fyrir að þau verði fjár- mögnuö með leigukaupasamningi í stað beinna kaupa. íslenskar áhafn- ir verða á skipunum og verða þeim gefinn fossanöfh. Þremur leiguskipum skilað og eitt skip selt í tengslum við þessar breytingar verður leiguskipunum Thor Lone, Hanse Duo og Hansewall skilað úr leigu og Brúcufoss verður settur á sölulista. Selfoss og Lagarfoss verða í siglingum til Immingham og Rott- erdam á „Suðurleið" og Bakkafoss og Goöafoss í Ameríkusiglingum. Mánafoss verður áfram í strandsigl- ingum. Þessar umfangsmiklu breytingar á siglingakerfi og skipastól félagsins hafa verið í undirbúningi í nokkum tíma og eru liður í að auka flutn- ingsgetu og hagkvæmni í rekstri og taka í notkun yngri og fullkomnari skip. Eftir þessar breytingar fækkar skipum félagsins sem eru í fóstum áætlunarsiglingum úr 9 i 7, þar sem fjögur verða í Evrópusiglingum, tvö í Ameríkusiglingum og eitt í strand- siglingum. Hallinn á vöruskiptum 18,5 milljaröar - fyrstu sex mánuði ársins í júnímánuði vora fluttar út vör- árið áður voru þau óhagstæð um ur fyrir tæpa 12,8 milljarða króna 10,3 milljarða á fóstu gengi. Fyrstu og inn fyrir 14,9 milljarða króna fob. sex mánuði ársins var vöruskipta- Vöruskiptin í júní voru því óhag- stæð um 2,2 milijarða en í júni í fyrra voru þau óhagstæð um 2,6 milljarða á föstu gengi. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofu íslands. Fyrstu sex mánuði ársins voru fluttar út vörar fyrir 71,0 milljarð króna en inn fyrir tæpa 89,6 millj- arða króna fob. Halli var því á vöru- skiptum við útlönd sem nam 18,5 milljörðum króna en á sama tíma jöfnuðurinn því 8,2 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma í fyrra. Verðmæti vöruútflutnings fyrstu sex mánuði ársins var 1,5 milljörð- um eða 2% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukningin stafar af útflutningi iðnaðarvöru, aðallega áli, en á móti kemur að á síðasta ári var seld úr landi farþega- þota en engin sambærileg sala hefur verið gerð það sem af er þessu ári. Sjávarafurðir voru 66% alls útflutn- ings og var verðmæti þeirra 3% minna en á sama tima árið áður. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sex mánuði ársins var 9,7 milljörðum eða 12% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Rösklega þriðjungur þessarar aukn- ingar stafar af verðhækkun á elds- neyti. Að öðru leyti má aðallega rekja vöxtinn til aukins innflutn- ings á hrávörum og rekstrarvörum, flutningatækjum og neysluvörum. VöruskiDtaföfnuður fvrstu sex mánuði ársins Millj. kr. á gengi ársins 2000 Júní 1999 Júní 2000 Janúar- júní 1999 Janúar- júní 2000 Br. í% Útflutningur alls fob 13.060 12.759 69.517 71.032 2,2 Innflutningur alls fob 15.610 14.943 79.823 89.569 12,2 Vöruskiptajöfnuöur -2.550 -2.184 -10.306 -18.537 - Ingunn AK verður lengd um 7,2 metra Stuttar fréttir Vísbendingar um mögulega lækkun húsnæöisverös I nýjustu Hagvísum Þjóðhags- stofnunar kemur fram að fjöldi kaupsamninga á íbúðum í fjölbýli á höfuöborgarsvæðinu hafi dregist saman um fiórðung á fyrstu sex mánuðum ársins. Fjöldi kaupsamn- inga fyrstu sex mánuði þessa árs var 1.751 en var 2.339 á sama tíma í fyrra. í Morgunkorni FBA er þeirri spurningu varpað fram hvort hús- næðisverð komi til með að lækka. Minni umsvif á fasteignamarkaði má að hluta til rekja til hærri fiár- magnskostnaðar vegna hækkandi ávöxtunarkröfu húsbréfa. Því er út- lit fyrir minni hækkun og jafnvel lækkun á húsnæðisverði á seinni helmingi ársins. Bréf ÚA eru góður langtíma- kostur en seljanleikinn er lítill Útgerðarfélag Akureyrar birti milliuppgjör á föstudag. Tap félags- ins nam um 200 milljónum en þar af var um 120 milljóna sölutap af skipi en á sama tíma í fyrra var félagið rekið með 180 milljóna króna hagn- aði. í Morgunkorni FBA í morgun segir að bréfin séu, þrátt fyrir þessa afkomu, ennþá góður langtímakost- ur en seljanleiki bréfanna er lítill. „Bréf ÚA lækkuðu um 3,3% í kjöl- far afkomubirtingar og var loka- gengið 5,22 og er markaðsvirði fé- lagsins þvi rúmir 5 milljarðar. Að mati Greiningar og útgáfu gefur uppgjör ÚA tilefni til lækkunar á fyrra verðmati en Greining og út- gáfa álítur félagiö þó enn góðan langtímafiárfestingarkost í ljósi lækkana á undanfomum mánuðum. Það ber þó að hafa í huga að lítill seljanleiki er í bréfum félagsins og eignarhald samþjappað,“ segir í Morgunkomi FBA. Samkomulag hefur náðst á milli Haraldar Böðvarssonar hf. og skipa- smíðastöðvarinnar ASMAR í Chile um að nýtt nótaskip fyrirtækisins, Ingunn AK 150, verði lengt um 7,20 metra, og verður skipið eftir breyt- ingu 72,90 metra langt og 12,60 metra breitt. Frá því var greint í DV á fimmtu- dag að skipið reyndist 300 tonnum þyngra en gert var ráð fyrir í samn- ingi um smíðina og einnig risti það dýpra en ráð var fyrir gert. 1 frétt frá HB kemur fram að með lengingunni næst sá ganghraði og sú djúprista sem gert var ráð fyrir I smíðasamningn- um. Einnig verður burðargeta skips- ins meiri eftir lenginguna og mun það geta borið allt að 2000 tonn af afla. Fram kemur að gengiö hefur verið frá samkomulagi um að ASMAR greiði verulegar dagsektir til Harald- ar Böðvarssonar hf. vegna þeirra tafa sem orðið hafa á afhendingu skipsins. Einnig tekur ASMAR á sig megin- hluta kostnaðar við lengingu skipsins. Gert er ráð fyrir að skipið verði af- hent 15. nóvember nk. og að það komi til heimahafnar á Akranesi í desem- ber. Stjómendur Haraldar Böðvarsson- ar hf. telja að hér sé um mjög farsæla lausn að ræða fyrir fyrirtækið. ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 DV HEILDARVIÐSKIPTI 291 m.kr. Hlutabréf 166 m.kr. Spariskírteini 34 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Íslandsbanki-FBA 38 m.kr. 0 Baugs 26 m.kr. 0 Búnaðarbanka íslands 17 m.kr. MESTA HÆKKUN 0 Baugs 3,2% 0 Islandsbanki-FBA 2,1% 0 Landsbanka íslands 1,1% MESTA LÆKKUN 0 Sjóvá-Almennar 7,3% 0Tæknivals 6,7% 0 íslenski hugbúnaöarsjóö. 2,4% ÚRVALSVÍSITALAN 1.553 stig - Breyting Q 0,94 % deCODE lækkar Verð hlutabréfa lækkaði í gær við opnun markaða í Bandaríkjunum en fljótlega snerist þróunin við og bæði Nasdaq-hlutabréfavísitalan og Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkuðu frá lokagildi sínu á föstu- dag. Alla síðustu viku einkenndust hlutabréfamarkaðir af lækkunum- um. Hflutabréf deCODE á Nasdaq hafa aftur á móti lækkað í dag. í gær var gengi bréfanna komið í um 24,8 dollara sem er rúmlega 4% lækkun frá lokagengi á föstudag. MESTU VHJSKIPTI 0 Landsbanki 346.085 0 Össur 292.768 0 Íslandsbanki-FBA 282.178 0 Baugur 233.192 0. Marel 187.531 IflHaíIKMiinP síbastllöna 30 daga 0 TsL hugb.sjóðurinn 22 % Q Marel 14 % 0 Fóðurblandan 13 % 0 Flugleiðir 12 % 0 Jaröboranir 12 % clHacrfllXn.. tlt riapa 0 ísl. járnblendifélagið -15 % 0 Samvinnuf. Landsýn -14 % 0 Skeljungur -12 % O ÚA -10 % © Aukinn hagvöxtur í Bandaríkjunum Hagvöxtur í Bandaríkjunum á öðrum fiórðungi þessa árs var 5,2%, mældur á ársgrundvelli, sem er 0,4 prósentustigum meiri hagvöxtur en á fyrsta ársfiórðungi. Enn virðist ekki komið að þvi að bandaríska hagkerfið hægi á sér. I! ;) =1 MHiPMll. Hajpow JONES 10521,98 O 0,10% 1 • Inikkei 16099,67 O 2,37% HHis&p 1430,83 O 0,77 FInasdaq 3766,99 O 2,84% SISftse 6378,40 O 1,40% H^dax 7191,12 O 0,01% 1 lCAC 40 6517,57 O 0,38% j m 01.08.2000 kl. 9.15 KAUP SALA IRf; Pollar 78,220 78,620 titepunö 117,150 117,750 il*i Kan. dollar 52,570 52,900 BSSiPönsk kr. 9,7060 9,7590 §jHNorsk kr 8,8340 8,8830 fiiSsænsk kr. 8,5290 8,5760 HHn. mark 12,1722 12,2453 8 feFra. franki 11,0331 11,0994 K~1 Belg. franki 1,7941 1,8048 □ Sviss. frankl 46,7900 47,0500 CShoII. Kyllini 32,8411 33,0385 1 Þýskt mark 37,0034 37,2258 1 Ift líra 0,03738 0,03760 SS Aust. sch. 5,2595 5,2911 Ffii Port. escudo 0,3610 0,3632 t Ú’.Tspá. peseti 0,4350 0,4376 1 • |jap. yen 0,71350 0,71780 [Tjirskt pund 91,893 92,446 SDR 102,6800 103,3000 @ECU 72,3724 72,8072

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.