Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 X>V___________________________________________________________________________________________________________________________Meiming Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Fékk tárin til að renna Á lokatónleikum Reykholtshátíðar sem fram fór um helgina komu fram þær Hanna Dóra Sturludóttir sópransöngkona, Steinunn Bima Ragnarsdóttir píanóleikari og listrænn stjóm- andi hátíðarinnar og strengjakvartett skipaður þeim Grétu Guðnadóttur, Sigurlaugu Eðvalds- dóttur, Guðmundi Kristinssyni og Bryndísi Björgvinsdóttur. Efnisskráin fyrir hlé var helguð íslenskum sönglögum og þar á meðal mörgum fallegustu perlum íslenskra söngbókmennta. Tvö lag- anna, það fyrsta „Þú ert“ eftir Þórarin Guð- mundsson við ljóð Gests og svo Draumaland Sigfúsar Einarssonar við ljóð Guðmundar Magnússonar, heyrðust í splunkunýrri útsetn- ingu Árna Harðarsonar þar sem strengjakvar- tett kom til liðs við þær Hönnu Dóru og Stein- unni. Strengimir gáfu lögunum fyllingu og juku á ljúfleika þeirra og Hanna Dóra söng þau eins og engill. Það er ekki auðvelt að gera fólki til geðs í þessum lögum sem allir þekkja og öllum flnnst þeir eiga en það vafðist þó ekki fyrir Hönnu Dóru sem fór í gegnum prógrammið af fullkomnu öryggi og glæsileika með dyggri að- stoð Steinunnar Birnu. Mörg laganna vom í sorglegri kantinum, svo sem eins og Lindin eftir Eyþór Stefánsson við ljóð Huldu og Vögguljóð Sigurðar Þórðar- sonar við ljóð Stefáns frá Hvitadal, þessi lög voru snilldarlega flutt þar sem Hanna Dóra ljáði ljóðunum tilfmningar sínar á þann hátt sem fékk tárin til að renna án þess þó að nein væmni væri í gangi. Hún hefur lag á því að gæða lögin lifi og gefur sjálfa sig í þau tilgerð- Hanna Dóra Sturludóttir sópransöngkona „Glæsileg söngkona í toppformi, “ segir Arndís í umfjöllun sinni um lokatónleika Reykholtshátíöar á sunnudaginn. arlaust og af alhug. Þannig fengu þekkt lög líkt og Erla og Þú eina hjartans yndið mitt eftir Sigvalda Kaldalóns fallega meðferð þar sem þær Hanna og Steinunn voru afar samtaka i blæbrigðum og afraksturinn í hæsta gæða- flokki. Hafði áheyrendur í hendi sér Eftir hlé fluttu Hanna Dóra og strengja- kvartettinn ljóð eftir Mendelsohn sem A. Reimann nokkur hafði sett saman í ljóðaflokk og ber hann yflrskriftina „oder soll es Tod bedeuten" sem er tilvitnun í eitt ljóðanna „Neue Liebe“ eftir Heine en öll ljóðin eru eftir hann. Þar er að finna mörg fallegustu sönglög Mendelsohns en alls voru lögin 9 og tengd saman með óræðnum og lítt afgerandi Intermezzóum sem kvartettinn lék ágætlega. Það var hins vegar gamli Mendelsohn og Hanna Dóra sem héldu manni fongnum og þó svo að þetta væri ágætis tilbreyting og góð skemmtun held ég að ég ætli að vera íhalds- söm og kýs heldur upprunalegu útgáfuna. Að lokum fluttu þær Hanna Dóra og Stein- unn tvær aríur; Donde Lieta eftir Puccini og Je ris de me voir úr Faust eftir Gounod, og var það glæsilega gert. Hanna Dóra er glæsileg söngkona í toppformi en hún hefur öðlast góða reynslu frá því ég heyrði í henni síðast, vald hennar yfir tóninum er orðið meira, tæknin stórgóð svo að hún gat gefið músíkaliteti sínu lausan tauminn og hafði með því áheyrendur í hendi sér frá upphafi til enda. Amdís Björk Ásgeirsdóttir Leikið á borvél og logsuðutæki Sumarið 1998 langaði nokkra félaga úr Tónlist- arskólanum í Reykjavík að gera eitthvað sniðugt. Þau tóku sér nafnið Atonal Future og lögðu strax í upphafi áherslu á að byggja upp íslenska tónlist- ardagskrá með frumsaminni tónlist ungra tón- skálda í bland við eldra efni. Þá voru þau á veg- um Hins hússins en í fyrrasumar voru þau alger- lega á eigin vegum og fluttu einungis frumsamið efni viö mjög góðar undirtektir tónleikagesta. Atonal Future samanstendur af ungu tónlistar- fólki sem er nú i framhaldsnámi erlendis. Að sögn Berglindar Maríu Tómasdóttur flautuleik- ara langaði hópnn að gera eitthvað viðameira í sumar og hefur þess vegna verið á flakki með tón- listina. „Við erum líka með frumsamda efnisskrá í sumar en þrjú tónskáld af sex, sem vinna með okkur, eru utan hópsins. Elsta tónskáldið er fætt 1971,“ segir Berglind. Hvers konar tónlist eruð þið að leika? „Verkin eru mjög ólík innbyrðis og má segja að þau séu nokkurs konar þverskurður af því sem ung islensk tónskáld eru að fást við i dag. Það eru margar stefnur sem mætast, sumt af efninu er mjög módemískt en annað er auðmeltanlegra. í einu verkinu er t.d. spilað á borvél, logsuðutæki og fleiri nýstárleg hljóðfæri,“ segir Berglind og bætir því við að þau séu með sérstakan viðbúnað til að varna því að tónlistarmennirnir slasi sig á tólunum. „Tónlistin er bæði fjölbreytileg og spennandi. Hvert verk er u.þ.b. tíu mínútur að lengd þar sem við leggjum áherslu á að ná eyrum þeirra sem em ekki endilega vanir klassískum tónleikum," segir Berglind. Hópurinn er nýkominn frá Akureyri og ísa- firði, leikur síðan í Iðnó í kvöld og annað kvöld. Að þeim tónleikum loknum verður haldið til Grænlands og Færeyja þar sem félagana langaði til að leggja land undir fót og þótti spennandi að kynna tónlist sína í nálægustu löndunum. Félagarnir í Atonal Future í kvöld og annaö kvöld er hægt aö berja þessa ungu og nýjungagjörnu tónlistarmenn augum í lönó. Tónlist Samanburður við sumardag Eitt af því sem sett hefur svip sinn á blómlegt tón- listarlíf höfuðborgarinnar í sumar er tónleikaröð Norræna hússins, „Bjartar sumarnætur". Fjórðu tónleikamir í röðinni fóru fram á fimmtudaginn kl. 22 og bám þeir yfirskriftina Rómönsutónleikar „Þann samanburð við sumardag þú átt“ og vora flytjendumir báðir Svíar, þeir Björn Thulin baritón- söngvari og Love Derwinger píanóleikari. Eftir að Edda Heiðrún Backman, kynnir tónleik- anna, hafði boðið gesti velkomna hófu þeir efnis- skrána á Ljóðaflokki Francis Poulencs Le Travail du peintre við ljóð Paul Éluards. Ljóðaflokkurinn er frá árinu 1956 og er saminn til heiðurs lista- mönnunum Picasso, Chagall, Braque, Gris, Klee, Miró og Villon og fá þar ljóðin notið sin hundrað- falt þar sem Poulenc nær að fanga hvern þátt fyr- ir sig á stórkostlegan hátt í tónlist sinni. Það átti einnig við um hvert einasta verk á efnisskránni en þar var að finna mörg fallegustu ljóð meistara líkt og Shakespears í flokki Geralds Finzis, „Let us Garlands Bring“ ópus 18 og Þrjár sonnettur skálds- ins í tónum Einojuhanis Rautavaara, m.a. þá sem undirtitill tónleikanna vísaði til „Shall I Compare thee to a Summer¥s Day“. Ljóð Bo Bergmans „Adagio" og Jákvæðnisvísu" sem sænska tón- skáldið Wilhelm Stenhammar samdi ljúfa tónlist við, Zur Rosenzeit eftir Grieg við ljóð Goethes og lög Sibeliusar við ljóð eftir Wecksell o.fl. Love Derwlnger píanóleikari Hann lék undir hjá Birni Thulin söngvara í Norræna húsinu á fimmtudagskvöldiö. Áslátturinn skýr og glimrandi Bjöm Thulin hefur afar þýða rödd og blíða og urðu ljóðin í meðforum hans lifandi þar sem hvert einasta orð komst til skila og hélt hann manni föngnum með hógværri túlkun sinni en hvergi bar á neinni tilgerð eða belgingi. Hann var í raun eins og góður ijóðalesari þar sem áhersla hans var augljóslega sú að koma textanum til skila sem best og tókst það með afbrigðum vel. Stundum virkaði það þó pínulítið einsleitt líkt og í ljóðaflokki Poulencs þar sem hann var einum of bundinn nótunum og náði þar með ekki þessum ósýnilegu tengslum við áheyrenduma. En texta- meðferð Björns var með því betra sem ég hef heyrt og með fallegri mótun og finlegum blæ- brigðum litaði hann verkin svo að ljóðin hófust á flug. Það eina sem á skorti var á tíðum meiri hljómur í röddina og kraft í hæðina, sérstaklega þá til mótvægis við mikinn hljóm píanistans. Derwinger er fantagóður píanóleikari, því hafa íslenskir tónleikagestir áður fengið að kynnast en hann frumflutti m.a. 2. píanókonsert Atla Heimis fyrir tveimur árum og hefur einnig unnið með Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara. Leikur hans á tónleikunum var óaðfinnanlegur, hann fylgdi söngvaranum sem skugginn; hreint og beint and- aði með honum svo að unun var á að hlýða. Hann var óhræddur við að taka á hljóðfærinu sem var eins og framhald af honum sjálfum, áslátturinn skýr og glimrandi, hvergi harður og var það ekki síst fyrir hans tilstilli að tónleikarnir voru jafná- nægjulegir og raun bar vitni. Vonandi líður ekki á löngu að við fáum að njóta snilli hans á ný. Amdís Björk Ásgeirsdóttir Ljóðatónleikar í Sigurjónssafni Þriojudagstónleikamir í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar eftir viku verða ljóðatónleikar en þar koma fram Sigríður Aðalsteinsdótt- ir mezzosópran, Valgerður Andrés- dóttir píanóleikari og Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari. Á efnis- skrá eru Liederkreis op. 39 eftir Ro- bert Schumann, Zwei Gesange op. 91 eftir Johs. Brahms fyrir altrödd, víólu og píanó og Sígaunaljóö op. 103 eftir Johs. Brahms. Sigriður Aðalsteinsdóttir lauk prófi frá Söngskólanum í Reykjavík 1995 þar sem kennarar hennar vom Elísa- bet F. Eiríksdóttir og Þuríður Páls- dóttir. Hún stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann i Vín og lauk þaðan námi með hæstu einkunn í jan- úar sl. Undanfarin tvö ár hefur Sigríð- ur einnig stundað nám við ljóða- og óratóríudeild skólans hjá prófessor Charles Spencer og sótt ljóðanám- skeið hjá Robert Holl. Sigríður hefur komið fram á tónleikum bæði hér á landi og í Austurríki, meðal annars á styrktarfélagstónleikum íslensku óp- erunnar haustið 1997. Hún söng alt- hlutverkið i Messías eftir Hándel með Schola Cantorum og ungversku Kammerfílharmóníunni í Maria Enz- ersdorf í Vín 1999 og alt-hlutverkið í Jóhannesarpassiunni sl. vetur með Mótettukór Hallgrímskirkju. Sigríður hefur verið ráðin við Þjóðaróperuna í Vín á næsta leikári og syngur þar m.a. hlutverk Mercedes í Carmen og Fjodor i Boris Godunow. Kammertónleik- ar á Kirkjubæj- arklaustri Dagana 11., 12. og 13. ágúst verða kammertónleikar á Kirkjubæjar- klaustri haldnir í tíunda sinn. Á þessum 10 árum hefur þessi tón- leikaröð skapað sér fastan sess í tón- listarlífi landsmanna á sumrin. Margir tónleikagesta koma ár eftir ár til þess að dvelja á Kirkjubæjar- klaustri þessa helgi en þar hefur verið flutt frá upphafi metnaðarfull efnisskrá af frábæru tónlistarfólki, bæði innlendu sem erlendu. Það sem ber hæst á Kirkjubæjar- klaustri þetta árið er frumflutning- ur á nýju verki Mistar Þorkelsdótt- ur við texta Sigurbjörns Einarsson- ar, fyrrv. biskups, sem var sérstak- lega pantað af þessu tilefni. Textinn er ljóðabálkur sem fjallar um sögu Kirkjubæjarklausturs og sveitarinn- ar og þau sterku tengsl staðarins við kristna trú frá kristnitöku fyrir 1000 árum. Verkið er fyrir tenór, píanó og strengjakvartett. í ár verður yngri kynslóðin í aðal- hlutverki þar sem flestir flytjenda em milli tvítugs og þrítugs. Þeir eru: Finnur Bjarnason tenór, Sif Túliníus fiðluleikari, Sigurbjörn Bernharðs- son fiðluleikari, Guðrún Hrund Harð- ardóttir víóluleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari, Nína Mar- grét Grimsdóttir píanóleikari og Edda Erlendsdóttir píanóleikari sem ásamt því að vera listrænn stjórn- andi átti hugmyndina að þessum tón- leikum fyrir 10 árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.