Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 28
Slys við Landmannalaugar: Gekk og synti níu kflómetra eft- « ir hjálp Franskur ferðamaður datt í gær niður brekku í Jökulgili sem er um níu kílómetra fyrir ofan Land- mannalaugar. Við fallið meiddist maðurinn, sem er 25 ára gamall, i baki og gat ekki gengið. Félagi hans fór eftir hjálp og gekk þessa níu kílómetra og synti yfir ár til þess að finna skálavörðinn í Landmanna- laugum. Sá kailaði á þyrlu Land- helgisgæslunnar og vegna lélegs skyggnis var sjúkrabíll einnig kall- aður á vettvang. Þyrlunni gekk þó vel að lenda og flutti hún manninn á Landspitalann í Fossvogi í gær- kvöld. Hann reyndist ekki eins slas- aður og í fyrstu var talið en var > S*lagður inn a sjúkrahúsið. -SMK Bensínverð: Sama lækk- un á línuna - olía hækkar Öll olíufélögin lækkuðu bensínverð í gær um 3,30 krónur lítrann. Tekur lækkunin gildi frá og með deginum í dag. Lítrinn af 95 oktana bensíni kost- ar nú 95 krónur og 98 oktana bensíni ,j^9,70 krónur. Gasolía hækkar hins vegar um 80 aura og kostar lítrinn nú 41,50. Heimsmarkaðsverð á 95 oktana bensíni hefur sveiflast nokkuð til undanfamar vikur. 26. júní sl. tók það að lækka og fór niður um 67 doll- ara á skömmum tíma, frá 17.-25. júlí. I heildina lækkaði bensínið um 100 dollara tonnið á þessu tímabili. Sl. miðvikudag tók það að hækka aftur og nam heildarhækkunin 26 dollur- um síðustu þrjá daga vikunnar. -JSS Akureyri: Tundurdufli eytt Lögreglunni á Akureyri var til- . kynnt í gærkvöld um tundurdufl sem við Geldingsárrétt á Svalbarðs- strönd. Að sögn lögreglunnar er duflið írá stríðsárunum og hefúr legið þama i mörg ár en enginn kannað það áður. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæsl- unnar vom kallaðir út. Við skoðun á duflinu komust þeir að því að þama var um að ræða á þriðja hundrað kíló af virku TNT-sprengiefni. Sprengjusér- fræðingamir eyddu duflinu seint í gærkvöld. -SMK Ölvun í Eyjum Töluverð ölvun var í Vestmanna- eyjum í nótt og þurfti lögreglan að hafa afskipti af hópi ungs fólks sem var byrjaður að hita upp fyrir þjóð- ' ■srhátíðina um næstu helgi. Engin ólæti fylgdu þó ölvuninni og fór skemmtun fólksins friðsamlega fram, að sögn lögreglu. -SMK ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 VERÐUR INGIMUNPUR SKIP-AÐUR? FRJALST, OHÁÐ DAGBLAÐ FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Embættistaka forseta íslands undirbúin Lögreglumenn undirbúa hér embættistöku forseta íslands sem fram fer í dag. Athöfnin hefst klukkan 15 á Austurvelli þar sem lúðrasveit spilar. Svo verður helgiathöfn í Dómkirkjunni og að lokum verður gengið til Alþingishúss þar sem Ótafur Ragnar Grímsson mun taka viö kjörbréfinu í annað sinn é * ! Breytingar á forstjórastóli hjá Eimskip: Hörður hættir um miðjan október - ákvörðun um ráðningu Ingimundar Sigurpálssonar á fimmtudag Leifsgötumálið: Gæsluvarðhald framlengt „Þetta er bara eðlileg endumýjun. Erlendis er það alsiða að menn sem gegnt hafa störfúm sem þessum dragi sig í hlé á mínum aldri,“ sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafé- lagsins, f morgun. „Ég hef verið hjá fyrirtækinu í 22 ár og þar af forstjóri í 21 ár. Það er kom- inn tími til að ný kynslóð taki við. Mér líst vel á Ingimund Sigurpálsson og tel að þar fari öflugur maður sém geti leitt fyrirtækið með farsælum hætti næstu árin,“ sagði Hörður og bætti því við aðspurður að hann hefði tekið ákvörð- un sína um að hætta fyrir um það bil tveimur mánuðum. Hann er 62 ára gamall. Forstjóri Eimskipafélagsins, Hörður Sigurgestsson, hefúr óskað eftir að hætta sem forstjóri hjá félaginu. Bene- dikt Sveinsson stjómarformaður stað- festi þetta í samtali við DV í morgun. „Hörður hefur óskað eftir því að hætta og þá er verið að tala um að hann láti af störfúm um miðjan októ- ber. Það hefur verið einnig talað við Ingimund Sigurpálsson, bæjarstjóra í Garðabæ, um að hann taki við for- stjórastöðunni. Það verður stjómar- fúndur í félaginu þar sem ákvörðun jS* ' Höröur Sigurgestsson „Mér líst vel á Ingimund Sigurpálsson." Ingimundur Sigurpálsson Ákvöröun um ráðningu hans verður tekin á fimmtudag. Benedikt Sveinsson „Hörður hefur óskað eftir því að hætta” verður tekin um þessi mál,“ sagði Benedikt Sveinsson. Þrálátar sögusagnir um forstjóra- skipti hjá Eimskip hafa verið í gangi undanfamar vikur. Fékk hún byr und- ir báða vængi er einn helsti aðstoðar- maður Harðar, Þórður Magnússon, ákvað að taka að sér stjómarfor- mennsku í hinu nýja fjárfestingafélagi, Gildingu ehf. Hefúr Hörður fram til þessa ítrekað neitað í fjölmiðlum að breytingar stæðu fyrir dyrum á stöðu hans. Væntanlegur forstjóri Eimskipafé- lagsins, Ingimund- ur Sigurpálsson, er 49 ára viðskipta- fræðingur sem verið hefur bæjar- stjóri í Garðabæ undanfarin 13 ár. Áður var Ingi- mundur bæjar- stjóri á Akranesi í 5 ár. Það var Bene- dikt Sveinsson, þá- verandi formaður bæjarráðs Garða- bæjar, sem réð Ingimund sem bæjarstjóra og var samstarf þeirra með þeim ágætum að nú stefnir allt í að Benedikt, stjómarformaður Eim- skips, ráði Ingimund aftur - og nú í stöðu forsfjóra Eimskipafélagsins. „Ég reyni að styðja mann minn í öllu því sem hann tekur sér fyrir hend- ur,“ sagði Hallveig Hilmarsdóttir, eig- inkona Ingimundar, í morgun. Hall- veig starfar sem leikskólakennari í Garðabæ og eiga þau Ingimundur þijá syni; Jóhann Steinar, 26 ára, Hilmar, 23 ára, og Sigurbjöm, 14 ára. HKr./Eir Gæsluvarðhald yfir konunni sem grunuð er um að hafa valdið dauða 47 ára gamals Reykvíkings hefur verið framlengt til 5. september næstkom- andi. Lík Hallgríms Ehssonar fannst í kjallaraíbúð að Leifsgötu 10 skömmu eftir mið- nætti hinn 24. júlí. Að sögn lögregl- unnar í Reykjavík er Hallgrímur tal- inn hafa látist af völdum áverka sem hann hlaut á hálsi. Lögreglan hefur ekki gefið upp nánari lýsingu á banameini Hallgríms eða öðmm máls- atvikum þar sem málið er enn í rann- sókn. Um það leyti sem hinn látni fannst handtók lögreglan 38 ára gamla konu sem hafði verið gestkomandi í íbúð- inni á Leifsgötunni ásamt Hallgrimi sem og húsráðanda íbúðarinnar, 65 ára gamlan mann. Húsráðandi var úr- skurðaður i gæsluvarðhald sem rann út síðasfliðinn fóstudag. Að sögn lög- reglunnar þótti ekki nauðsynlegt að úrskurða hann í áframhaldandi gæslu- varðhald og var honum sleppt. -SMK Grunuð um að hafa valdið dauða manns. Pantið i tíma Fangageymslur á Suöurnesjum yfirfullar: 11 Pakistanar I varðhaldi 570 3030 da^ar í Þjóðhátið Ú FLUGFÉLAG ÍSLANDS - handteknir viö komuna til landsins Sýslumannsembættið á Keflavík- urflugvelli verst allra frétta af ellefu Pakistönum sem handteknir voru í Leifsstöð um síðustu helgi. Voru Pakistanarnir með ófullnægjandi skilríki og var því ekki hleypt í gegnum vegabréfaskoðun: „Þetta voru ellefu karlmenn á miðjum aldri og eru þeir nú vistað- ir í öllum tiltækum fangageymslum hér í nágrenninu," sagði varðstjóri lögreglunnar i Reykjanesbæ i gær. „Við vorum beðnir um að taka fimm, þrír eru í fangageymslum á Keflavíkurflugvelli og þrír í Grinda- vík,“ sagði varðstjórinn sem bjóst við að Pakistanamir eliefu yrðu sendir úr landi við fyrsta tækifæri. „Þetta er alltaf að færast i aukana og þessu fylgir kostnaður því það verður að senda lögreglumenn með þeim út til að fullnægja gildandi reglum um brottvísun," sagði varð- stjórinn ,-EIR nn t'£'r HtJLSUNNAR Rt vkjiivík: 58 I £233 A \kuieyri: 461 1150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.