Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 Fréttir Lögreglumenn á Blönduósi segja að mjög þurfi að laga hraðaskyn ökumanna: Hraðamælar sýna um 10 prósent meiri hraða - að auki bætast „vikmörk“ við þannig að sekt kemur fyrst við 105 km á klukkustund Þeir Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn og Gunnar Sigurösson, varöstjóri lögreglunnar á Blönduósi, segja aö hraöamælingar viö núverandi aöstæöur séu skollaleikur og þjóni þeim sem brjóta regturnar. DV-mynd GVA Lögreglumenn á Blönduósi segja að svokölluð „vikmörk" og „frávik" við hraöamælingar ökumanna þýöi að hraðaskyn almennings brenglist ekki sist í ljósi þess að sektir byrji í raun ekki fyrr en við 101 kílómetra hraða utan þéttbýlis þrátt fyrir að leyfilegur hámarkshraði eigi að heita 90 kOómetrar á klukkustund. Lögreglumennirnir segja að til að bæta við ruglinginn viti ílestir landsmenn ekki að þegar hraða- mælir flestra bíla sýni 100 kílómetra hraða þá sé raunhraðinn aðeins 90 kílómetrar á klukkustund - þess vegna séu margir nokkuð sáttir við mældan hraða hjá lögreglu enda sýni radarinn lægri tölu en viðkom- andi sá á eigin hraðamæli. Þegar sektin kemur síðan til ökumannsins er að auki búið að draga „vikmörk- in“ frá sem eru um 4 prósent. Lítum á dæmi: Ökumaður sér nálina á hraða- mælinum í bíl sínum við 115 kíló- metra hraða þegar hann mætir lög- reglubíl. Þegar viðkomandi fer inn í lögreglubíl sér hann að radarinn hefur mælt 105 km hraða sem hann ökumaðurinn mótmælir ekki. En þá á eftir að draga frá vikmörkin, 4 prósent, og út kemur 101 km hraði. Fyrir það er sektað. Þeir Kristján Þorbjömsson yfir- lögregluþjónn og Gunnar Sigurðs- son varðstjóri segja að hraðamæl- ingar við þessar aðstæður séu í raun skollaleikur og sjónhverfingar sem þjóni eingöngu þeim sem brjóta reglurnar. „Hver hefur gefið leyfi til að láta toga umferðarlögin til á þennan hátt. Ef allir eru sammála um aö 90 km hámarkshraði sé ekki nægur þá á einfaldlega að breyta hámarks- hraðanum - frávik sem þessi eru fráleit," sagði Kristján yfirlögreglu- þjónn í samtali viö DV. Hann telur að í raun þurfi litlu að breyta meö reglugerð til að kippa þessu í lag. Kristján og Gunnar segja að yfir- völd gefi fleiri vafasöm skilaboð frá sér. „Þeir sem eru kærðir fyrir að aka á 105-110 kilómetetra hraða fá eng- an punkt vegna þeirrar kæru. Ég held að skilaboðin séu skýr ákvæði umferðarlaga um hámarkshraða eru á útsölu. Er eðlilegt að sá sem er kærður fyrir að aka á 114 km hraða, 23 prósentum yfir leyfilegum há- markshraða, fái aðeins 3-4.000 krón- ur i sekt og fái engan punkt?“ segir Kristján. Gunnar varðstjóri segir að líf vegfarenda sé æði lágt metið þeg- ar sekt fyrir hraðabrot, sem gæti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. sé einungis 3-4.000 krónur. Lögreglumennimir segja einnig að stjómvöld hafi ekki, þrátt fyrir ýmsa tilburði, getað komið því skýrt frá sér enn þá hvernig reglur eigi að vera verðandi búfé við vegi. Þeir leggja einnig fram þá áleitnu spurningu hvaða þjóðhagsleg þörf það sé að unglingar fái bílpróf 17 ára. „Er okkur svo í mun að koma barninu í þann hildarleik dauða, slysa og eignatjóna sem fram fer á vegum landsins? Er ekki réttara að staldra við, ná einu ári í þroska og nýta tímann í þjálfun?" segir Gunn- ar Sigurðsson. -Ótt ^ Mengað vatnsból á Mýrum: Syking fannst i neysluvatninu - engin skýring finnst á matareitruninni á Höfn en fráveitumálin eru í megnu ólagi „Grunur lék á að um matarsýk- ingu væri að ræða á einum af þess- um tuttugu bæjum á Mýrum í Aust- ur-Skaftafellssýslu og þá fórum við í sýnatöku og tókum átta sýni af mat- vælum, vatni og saur skepna á bæn- um og reyndist sýking í vatninu," segir Helga Hreinsdóttir, heilbrigð- isfulltrúi Austurlands. Vatnsbólið sem um ræðir er við Rauðabergs- fjall og er vatni þaðan veitt til flestra bæja á Mýrum en einhverjir eru með eigin vatnsból. Helga segir að upphaflega hafi verið mjög vel gengið frá öllu við vatnsbólið en svo hafl eitthvað farið úrskeiðis í eftirliti og viðhaldi þar og girðing utan um svæðið hafi leg- ið niðri og skepnur komist alveg að lindarsvæðinu. Einnig hafði lok á einum brunninum færst til svo hann var galopinn. „Nú er búið að laga það sem fór úrskeiðis og girða og síðan þarf að lofa svæðinu að hreinsa sig áður en við tökum sýni úr lindunum sjálfum en Mýramönn- um er ráðlagt að sjóða allt neyslu- vatn fyrst um sinn,“ sagði Helga. - Eru fundnar skýringar á sýk- ingartilfellunum sem komu upp á Höfn? „Við höfum enga skýringu á þeim og þetta eru í flestum tilfellum stök tilfelli og engin tengsl á milli þeirra. Ég get ekki sagt að það sé meö nokkru móti hægt að rekja þessar sýkingar til fráveitumála. Það er búið að taka talsvert af matvælasýn- um og af kryddi og vatni og ekkert finnst að. Svo voru skotnir hrafnar og mávar og engir sýklar fundust í þeim. Þetta eru fuglar sem fara í frá- veituna og er það ábending um að þar sé ekkert að finna en fráveitu- málun eru alls ekki í lagi eins og þau eru og þau þarf að bæta svo sem víðast hvar í bæjum,“ segir Helga. Hún segist vona að þessi upp- ákoma á Mýrum verði tU þess að minna menn á að huga vel að vatns- bólum sínum. -Júlía Imsland. Dr. Josephs Stiglitz um íslenska kvótakerfið: Beinlínis rangar yfirlýsingar - segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði „Ég trúi því varla að Stiglitz meini þetta sem hann sagði um ís- lenska kvótakerfið í sjónvarpsvið- tölum á landinu en ef hann gerði það þá hefur hann einfaldlega rangt fyrir sér,“ segir Ragnar Ámason, prófessor í hagfræði, um yfirlýsing- ar Josephs E. Stiglitz, fyrrverandi efnahagsráðgjafa Clintons Banda- ríkjaforseta og fyrrverandi aðstoð- arbankastjóra Alþjóðabankans, um að islenska kvótakerfið sé óhag- kvæmt og í raun ónýtt stjórntæki í sjávarútvegi. „Hann hlýtur að hafa haft mis- vísandi upplýs- ingar eða ekki kynnt sér málið nægilega vel því sú stefna var mótuð í tíð hans sem aðalhagfræð- ings Alþjóða- bankans að mæla með kvótakerfl í fiskveiöum. Auk þess er það bein- línis rangt að flestir hagfræðingar séu á móti kvótakerfl því flestir þeirra sem eru sérfróðir um fiskveiðistjórnun eru á þeirri skoðun að kvótakerfl skapi hámarkshagkvæmni í fiskveiðum,“ segir Ragnar. Stiglitz hélt því fram við íslenska fjölmiðla að verðbólga undir 10 pró- sentum hefði engin slæm efnahags- leg áhrif. „Ég get fallist á það að erfitt sé að benda á beint tjón af völdum tak- markaörar verðbólgu, þrátt fyrir þau almennu óþægindi sem henni fylgja, en hins vegar gefur verð- bólga vísbendingar um agaleysi og slaka í efnahagsstjómun og það eru ákveðin mistök. Stiglitz bendir á að einhver verðbólga hafi þá kosti að vera gagnleg til að auka fjárfesting- ar og draga úr atvinnuleysi en þess- ir kostir eiga ekki við um ísland þar sem er nóg fjárfesting og oft of mik- il eftirspurn eftir vinnuafli. Ég sé ekki betur en aö hann sé að- allega að miða við þróunarlönd í tali sinu um verðbólguna, þannig að áhyggjuleysi hans varðandi verð- bólguna á síður við um okkur held- ur en lönd í Asíu og Suður-Amer- íku,“ segir Ragnar. -jtr Ragnar Arnason prófessor. nu Sagt er að mitt i góðær- inu séu ráðu- neytisstjórar og þingmenn lítt hrifnir af hugmyndum um að skera niður útgjöld hjá ríkinu. Flestir telji það fremur skyldu sína að gleðja kjósendur um allt land með margvíslegu bruðli. Davíð Oddsson er þó sagður hafa fundið eina leið til að skera niður bíla- kostnað ríkisstofnana. Segja gár- ungar að þríhjóla bílkríli sem Sól- Víkingur hefur verið að prófa á götum borgarinnar að undanfömu og merkt er Carlsberg sé í raun dulbúin tilraunastarfsemi fyrir Davíð. Talið er víst að við þing- setningu í haust verði öllum ráð- herrum og ráðuneytisstjórum gert að selja dýru drossíurnar og kaupa sér slík bílkríli til að ná niður rík- isútgjöldunum... Ekki launaspursmál Lilja Ólafs- dóttir, forstjóri SVR, hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði við að reyna að manna strætis- vagnaflota Reykjavikur- borgar. Hefur gengið á ýmsu því haft er fyrir satt að bílstjórar vilji fá greitt fyrir að aka farþegum um götur borgarinn- ar. Ýmsir töldu að bílstjórar hefðu náð fram góðum kjarabótum í vor en þær virðast þó ekki duga til að laða nýtt fólk til SVR. Glöggur hlustandi ljósvakamiðla taldi sig þó hafa heyrt í viðtali við forstjórann að ástæða fyrir mannahallæri hjá SVR væri alls ekki launin, bílstjór- amir fengju bara betra kaup ann- ars staðar... Grímur rakari Klúður og nafnabrengl við komu Haralds fimmta Noregs- konungs til ís- lands á dögun- um munu hafa farið sérlega í taugar ýmissa Norðmanna. Sumum þar- lendra þykir sem íslendingar séu sí og æ að reyna að klekkja á Norð- mönnum, ef ekki með því að stela fiski úr Barentshafi, þá með því að klæmast á nafni konungsins sjálfs. Vart geta Norðmenn hugsað sér meira guðlast en þetta og hyggja því á hefndir. Segja gárungar að norskir sérfræðingar hafi lagst undir feld til að brugga ráð sem dygðu. Fyrst íslendingar nefndu foður og afa í Haralds stað muni þeir framvegis kalla forseta íslands Grím rakara... í fylgd hestamanna Nokkur spenna virðist vera í gangi og vangaveltur um hvenær Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti íslands, og Dorrit Moussaieff gangi í það heilaga. Engar dagsetningar hafa þó fengist staðfestar í þeim efnum. íslenskir hestamenn munu þó vel geta hugsað sér að koma með ein- hverjum hætti aö væntanlegri at- höfn. Segir sagan að eftir vel heppnað landsmót hestamanna í Reykjavík, þar sem forseti kom nokkuö við sögu, þyki einsýnt að hestamenn verði að launa Ólafi velviljann á einhvem hátt. Hefur heyrst sú hugmynd að hópur vel ríðandi hestamanna með þjóðfán- ann á lofti muni fylgja brúðhjónum til kirkju...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.