Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 H>V____________________________________________________________________________________________________Neytendur Það er gott að... ... nota myndaalbúm með sjálf- límandi síðum og glæru plasti und- ir mataruppskriftir sem teknar eru úr blöðum og timaritum. Aðeins þarf að lyfta plastinu og leggja við- komandi uppskrift inn og þar verð- ur hún óskemmd og fín. ... rífa eldhúsrúllu eða annan mjúkan pappír niður og setja á botninn á kökukrukkunni eða dósinni. Pappírinn dregur í sig raka og heldur kexinu/smákökun- um stökkum. ... þvo körfustóla og aðra stóla með fléttuðu sæti með vel heitu vatni og láta þoma í sólinni. Þannig lagast oft sæti sem hafa sig- ið með árunum. ... nota alkóhól til að hreinsa pí- anónótumar sem verða þá tandur- hreinar og glansandi. ... þekja beikonið með hveiti áð- ur en það er steikt. Það verður miklu betra og stökkara þannig og skemmtileg skorpa myndast. ... nota tauklemmur til að loka matarpokum og umbúðum. Hrís- grjónapokum, komflexpokum, kaffipokum og fleim. ... nota einnota plasthanska þeg- ar deig er hnoðað. Deigið festist ekki við hanskana (nema það sé því blautara) og það er minna mál að hreinsa hendumar. ... eiga litinn segul til að finna og tína upp týndar nálar og títuprjóna sem á einhvem óskiljanlegan hátt vilja hverfa, hvemig sem reynt er að halda þeim á sinum stað. ... nota nokkra liti af plastílátum með loki fyrir frystivörur í frystikistunni. Hafa t.d. rautt fyrir kjötið, blátt fyrir brauðið, gult fyrir grænmetið og svo frv. Þetta sparar manni oft tíma við að leita. ... bera góða húsgagnaolíu á við- arhúsgögnin öðru hverju, leyfa olí- unni að renna vel inn i húsgögnin og þurrka svo afganginn af eftir nokkra klukkutíma. Að ganga í ábyrgð fyrir skuldum annarra getur verið afdrifaríkt: ;í Ekki skrifa undir I - nema þú vitir nákvæmlega fyrir hverju ábyrgðin er Lengi hefúr verið gagnrýnt að fólk þurfi ábyrgðarmenn á lán - hveiju nafni sem þau nefnast. Að sjálfsögðu | væri einfaldast að stofnanir þær sem lánin veita treysti lántakendum til að greiða sín lán og láni ekki meira en | svo að þeir telji möguleika á að fá þau 1 greidd. Ábyrgðir geta nefnilega hefnt sín illilega á þeim er skrifa undir. Gjaman skrifar fólk sig fyrir ábyrgð á trygging- arvíxli fyrir yfirdrætti sem það telur vera ákveðna upphæð, t.d. 100 þúsund krónur, en gleymir að færa inn upp- hæðina eða telur ekki þörf á því og vaknar svo upp við vondan draum þeg- ar bankinn hefúr hækkað heimild við- komandi án þess að láta ábyrgðar- menn vita sérstaklega. Það sama gildir um ábyrgð vegna Visa. Fólk þarf að gæta þess vel að fylltur sé út reitur sá sem segir til um það hversu há ábyrgðin er en ekki skilja hann eftir auðan. Hjá Landsbankanum fengust þær upplýsingar að alltaf væri gengið eftir þvi að upphæð væri skráð í þar til greindan reit og að ábyrgðarupphæð vegna VISA væri gjaman 400 þúsund eða 11/2 úttektarheimild. Grunnreglan er auðvitað sú að vera ekki ábyrgðarmaður á neinu því sem maður er ekki tilbúinn að gefa við- komandi og svo að lesa vel alla skil- mála og gæta þess vel að skilja ekki eftir lausa enda. -vs I : Stæðiskort fyrir fatlaða j Tvelr starfsmenn IKEA við verðlaunaeldhúslð sem er tll sýnis í innréttinga- deild verslunarinnar. Verðlaunaeldhús Verðlaunaeldhúsið Várde frá IKEA hefur verið sett upp í verslun IKEA i Holtagörðum. Varde hlaut nýlega hin þekktu alþjóðlegu hönn- unarverðlaun Rauða punktinn fyrir hágæðahönnun og eru þau veitt ár- lega á keppninni Design Innovations sem haldin er í Design Zentrum í Þýskalandi. Várde-eldhúsinnrétting er nýstár- leg að mörgu leyti og býður upp á meiri hreyfanleika en venjan er. Þannig er hægt að færa allar ein- ingamar úr stað eins og hver önnur húsgögn nema þá hluta sem eru fasttengdir, t.d. við pípulögn. Verkfræðingar, tæknifræðingar, hönnuðir! ..þið getið sótt hönnunarforrit fyrir múrfestingar ó heimasíðu okkar sem er www.isol.is ipir Ný reglugerð um útgáfu stæð- iskorta fyrir fatlaða tók gildi 1. júní 2000 Samkvæmt henni gildir eftirfar- andi: * Stæðiskort eru gefin út á per- sónu, ekki bílnúmer. * P-kort, útgefin af Sjálfsbjörgu fyrir 1. júní 2000, gilda út gildistíma sinn. * Ekki þarf að setja bílnúmer inn á eldri kort, þó svo korthafí skipti um bíl. Ferill umsókna um nýtt stæð- iskort fyrir fatlaða er þessi: 1. Umsækjandi nálgast eyðublöð á næstu lögreglustöð (í framtíðinni líka aðgengilegt á vefnum). Skila afslættir framleið- enda sér til neytenda? Nýlega var Osta- og smjörsalan meö tilboð á Létt og laggott til versl- ana og af þvi tilefni hafði lesandi samband við neytendasíðuna því hann taldi afslættina ekki hafa skil- að sér nægjanlega til neytenda - að minnsta kosti ekki alls staðar. Venjulegt heildsöluverð á þessari vöru - Létt og laggott - frá Osta- og smjörsölunni, er 124,80 en tilboðs- verðið var 112 krónur. Þvi fannst honum skjóta skökku við að sjá við- bitið á 159 krónur i Nóatúni og venjulegt verð 179 krónur en á Olís bensínstöð 162 krónur og ekkert til- boð auglýst þar. Hins vegar kostaði það 133 krónur i Nettó þar sem þetta tilboð Osta- og smjörsölunnar hefur verið tekið alvarlega og neytendur látnir njóta þess. Viðkomandi gerði ekki alvarlega verðkönnun en vildi 2. Umsækj- andi útvegar sér vottorð frá lækni. 3. Umsækj- andi skilar út- fylltri umsókn og vottorði til lögreglustjóra í sínu umdæmi, ásamt passa- mynd af sér. 4. Lögreglu- stjóri eða full- trúi hans metur hvort umsækj- andinn á rétt á stæðiskorti. 5. a) Ef umsókninni er hafnað sendir hann umsækjandanum um- sóknina ásamt bréfi þar sem höfnun er rökstudd. b) Ef umsóknin er samþykkt árit- ar hann umsóknina og sendir ljósrit af henni ásamt passamynd umsækj- andans til ríkislögreglustjórans. 6. Ríkislögreglustjórinn útbýr stæðiskort með mynd af umsækj- andanum og sendir það til viðkom- andi lögreglustjóra. 7. Ríkislögreglustjórinn færir upplýsingar um korthafann í mið- læga skrá. 8. Umsækjandinn sækir stæð- iskortið á lögreglustöð. Eftir að hafa ritað nafn sitt á kortið er það brætt í plast og afhent honum. minn? Rakspírar koma og fara, enda háðir tískustraumum eins og svo margt annað. Sumir taka tryggð við ákveðnar tegundir og vilja helst aldrei skipta (hver man ekki eftir Old spice?) og aðrir tengja ákveðna lykt við skemmti- legar aðstæð- ur og vilja eiga eins og eitt glas til að minna sig á. Fyrir nokkuð mörgum árum var Tabac-rakspir- inn afskaplega vinsæll og varla maður með mönnum sem ekki not- aði hann. Svo hvarf þessi annars ágæti rakspíri af markaðnum og hefur lítið til hans sést síðan. Kona nokkur hafði samband við neyt- endasíðuna og vildi vita hvort ekki væri hægt að hafa uppi á honum samt sem áður og auðvitað var orð- ið við þeirri beiðni. Þessi ágæta kona - og allir aðrir sem sakna rakspírans góða - geta komið við á Rakarastofunni á Klapparstíg 29, þar fæst hann og er meira að segja mjög ódýr í saman- burði við aðra rakspíra. -vs bara koma á framfæri hugleiðing- um sínum þess eðlis að neytendur væru vakandi fyrir því að verslanir notuðu tilboð framleiðenda neytend- um til góða. -vs ]H Ö G G ^ ÍBORVELAR l ....... Iflif ..það sem fagmaðurinn nntar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.