Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 Skoðun DV Stundarðu líkamsrækt? Sturla Hrafnsson framreiöslunemi: Eins lítiö og ég mögulega get. Dabbi Svarti, vinnur í tívolíi: Nei, ég hef ekki tíma. Ingþór Eyþórsson, vinnur í tívolíi: Já, æfi fótbolta. Anna Jónsdóttir nemi: Já, svona tvisvar í viku. Gunnhildur Gylfadóttir nemi: Já, ég er í fimleikum. Sigrún ívarsdóttir nemi: Já, ég er í fimleikum. Fakeppm Erum viö virkiiega svona blinduö af neystuhyggjunni í góöærinu sem brátt tekurenda? Verslum öll við Jónínu, Jóa, Svövu og Bolla Torfi skrifar:__________________________ Ástæða þess að ég brýst fram á ritvöllinn er að nú er nóg komið. Hér verður að spyma við fótum. Mér hefur lengi blöskrað sú þróun sem verið hefur í gangi lengi í versl- un og viðskiptum á landinu. Ég er að tala um þá algjöru fákeppni og einokun sem á markaðnum ríkir. Nú er það svo að nær allar verslan- ir og líkamsræktarstöðvar á Reykja- víkursvæðinu tilheyra nokkrum pörum. Vikulega berast fréttir af sameiningu og kaupum á nýjum og nýjum fyrirtækjum og alltaf er um sömu kaupendur að ræða. Þeir ætla ekki að nema staöar. Mikið vill meira. Þeir eru löngu hættir að bera hag neytenda fyrir brjósti heldur er eitthvað annað sem dregur þá áfram í kaupæðinu og yfirtökunum. Tökum sem dæmi þriggja ára áætlun Jónínu Benediktsdóttur lík- amsræktarfrömuðar um að eignast „Finnst einhverjum þetta eðlilegt eða er öllum sama? Erum við virkilega svona blinduð af neysluhyggjunni í góðœrinu sem brátt tekur enda?“ allar stöðvar í Reykjavík og reka undir einu og sama merki. Þetta er henni að takast enda hafa verð- hækkanir verið gífurlegar á við- komandi stöðrnn upp á síðkastið. Dæmi eru um að verð á líkamsrækt- arkorti hafi tvöfaldast frá janúar til júní á þessu ári. Þá er sami eigandi að um 70% matvöruverslana og nær allar verslanir með fatnað eru und- ir sama hatt settar og skila einum eiganda endalausum gróða. Nú er svo komið að maður kemst ekki lengur hjá því að versla við þann aðila því hann á einfaldlega allt. Finnst einhverjumþetta eðlilegt eða er öllum sama? Erum við virkilega svona blinduð af neysluhyggjunni í góðærinu sem brátt tekur enda? Og þá verður líka volæði og kreppa. Ég er ósáttur viö umfjöllun fjöl- miðla. Verkefni þeirra á að vera að gagnrýna og draga hið rétta fram í dagsljósið. Umfjöllun á að vera hvöss og þjóna áhorfandanum. Þeir eiga ekki að segja brosandi, smink- aðir og sætir frá sameiningu í upppoppuðum fréttatíma heldur spyrja hvort þetta auki ekki fá- keppni og skaði markaðinn. Maður spyr sig lika hvar Samkeppnisstofn- un sé og Neytendasamtökin. Eru þessar stofnanir yfirleitt virkar? Hafa þær kannski engin afskipti og fljóta sofandi að feigðarósi, rétt eins og almenningur? Það kemur að því að við vöknum upp við vondan draum þegar verðið rýkur upp úr öllu valdi og þá veröur of seint að grlpa í taumana. Guð er karlkyns og kvenkyns Guðfræðin deilir orðið um það hvort Guð sé karl eða kona. Þannig held- ur kvennakirkjan því fram að Guð sé kona á móti hinni hefðbundnu skoð- un að Guð sé karl en i gegnum ald- imar hafa kristnir menn ávallt talað um Guð sem himneskan föður. Til að átta sig á hinu rétta í málinu þarf fólk að spyrja sig hvert sé eöli Guðs. Þá sjá- um við að kvennakirkjan jafnt sem hinir íhaldssömu þurfa að endur- skoða kenningar sínar því Guð er bæð karlkyns og kvenkyns. „Þá sjáum við að kvenna- kirkjan jafnt sem hinir íhaldssömu þurfa að endur- skoða kenningar sínar því Guð er bœð karlkyns og kvenkyns. “ í heilagri ritningu stendur skýrt að Guð skapaði manninn í sinni mynd, hann skapaði þau karl og konu. Eðli Guðs er því tvíþætt (1. Mósebók 1:27). Maðurinn er orðinn sem einn af oss, segir í sömu bók. Mannkynið er bæði karlkyns og kvenkyns, þ.e. í Guðs mynd. Þegar Jesús kom til jarðar kom hann sem fullkominn maður og ímynd Guðs. Hann kallaðist hinn síðari Adam, áður en Adam féll. En bæði Adam og Eva voru þá synd- laus og áttu að byggja jörðina hrein- um og guðlegum afkvæmum sem væru ímynd Guðs. Eftir fallið fór sú áætlun út um þúfur þar til Jesús kom sem hinn annar Adam. Sem fullkominn mað- ur og fullkominn Guð, eins og guð- fræðin segir hann vera, átti hann einnig að uppfylla það hlutverk sem Adam fékk frá Guði; að uppfylla jörðina af afkvæmum. Til þess þurfti hann aðra Evu en honum ent- ist ekki aldur til þess þar sem hann var krossfestur. Hefði hann lifað hér á jörðu með konu sinni hefðu þau alið af sér fullkomin böm, litla Guði, ímynd Guðs. Dagfari Hákon er ekki um borð „Mikið er gott að þú ert loksins kominn um borð til okkar, Konni minn,“ sagði ílugfreyjan á Freydísi hlýlega við kónginn sem var að fljúga til Islands íyrir helgina ásamt drottningu sinni. Eða var þetta um borð í Ásdísi? Ég bara man það ekki, minnis- leysið er ættgengt í minni ætt, ætt konunga og keisara samkvæmt nýjustu ættfræðivísindum. En eins og nánast allir áttu að vita þá er Hákon enn kóngur í Noregi og auðvitað var hann boðinn inni- lega velkominn um borð í Flugleiðaþotuna á fóstu- daginn. Ekki einu sinni, heldur tvisvar sinnum. Og ekki bara á einu tungumáli, heldur tveimur. Dagfari var auðvitað um borð í Freydísi, eða var það Védis? Það fór einhver undarlegur ys og þys um flugvél- ina þegar flugfreyjan bauð Konna frænda velkominn um borð. Dagfara setti dreyrrauðan þegar hann mundi skyndilega að síðasti Hákoninn hefði safnast til feðra sinna fyrir svo sem fjörutíu árum. En svona er þetta, maður man ekki nokkurn skapaðan hlut stundinni lengur. Eða var flugfreyjan að bjóða ein- hvem annan hinna átta Hákona Noregskonunga vel- kominn um borð, Hákon Magnússon, Hákon mikla eða Hákon góða?? Flugleiðir voru auðvitað að bjóða hans hátign, Há- kon Noregskonung sjöunda, velkominn um borð I Flugleiðaþotuna Freydísi. Freyjan sagði að hátignun- um væri boðið í háflug í 40 þúsund feta hæð til ís- Og ekki bara á einu tungumáli, held- ur tveimur. Dagfari var auðvitað um borð í Freydísi, eða var það Védís? lands og bomar yrðu fram fomar samnorrænar veit- ingar í trogum að hætti víkinganna á leið til sögu- eyjarinnar. „Við biðjumst afsökunar á töfinni sem varð á flugvellinum en hvað er hálfur sólarhringur á milli vina? Því miður var búið að loka bakaríum i nágrenni við flugvöllinn og terían í sumarfríi svo ekki var hægt að bjóða upp á neinar veitingar, sem var gott fyrir okkur en vont fyrir ykkur en við von- um að vel hafi farið um ykkur á bekkjunum á Gar- demoen." Dagfari getur ekki lýst vandræðasvipnum á far- þegunum þegar Hákon var enn og aftur boðinn vel- kominn í kallkerfi vélarinnar, núna á ensku, lík- lega vegna þess að Maud kona hans var ensk prinsessa. Dagfari var fyrstur manna búinn að átta sig á að Hákon frændi hans var ekki um borð. Fyr- ir framan hann sat nefnilega Haraldur frændi hans Ólafsson ásamt henni Sonju siiini. Það má Harald- ur eiga að ekki var hann að erfa þetta við Flugleið- ir, sat staðfastur, hélt fóstu taki um appelsínglasið sitt og'lét sem ekkert væri þótt hann væri sagður vera afi sinn. En ég gat ekki staðist mátið lengur, reis hratt upp úr sætinu þótt sætisólin ætti að vera spennt, snaraði mér fram í til flugstjórans og sagði honum til syndanna. Áhöfnin varð vandræðaleg und- ir skammaræðu minni. Ættin okkar Haraldar Nor- egskonungs kann ekki að meta svona mistök. Ætlun mín var að þegja yfir þessu hneyksli en gula pressan komst í málið, Mogginn og Verdens Gang. Það er ekki að spyrja að illgiminni. Það er nú einu sinni „verdens gang“ að mismæla sig og mis- minna. Og hvemig áttu flugfreyjurnar að muna hver var hvað. Hákon Noregskonungur var nú bara Bauni og konan hans Breti. Og Hákon hét ekkert Há- kon, hann var danskur prins og hét Karl. Er það nú fúrða þótt fólk ruglist á okkar góðu ætt. L&gferi Afnemum skyldu- áskrift RÚV Órn skrifar: Nú afnemum við skylduáskrift- ina að ríkisfjölmiðlunum. Þetta er fyrirkomulag sem á ekki heima í „nútímalegu“ vestrænu ríki. Ég vil benda fólki á vefsíöu þar sem er að finna undirskriftalista. Slóð síðunn- ar er http://www.ang- elfire.com/ut/antiruv. Þar gefst fólki kostur á að tjá skoðanir sínar á skylduáskrift að RÚV, t.d. með því að taka þátt í undirskriftalista, skoðanakönnunum og netspjalli. Við krefjumst þess að skylduáskrift sjónvarps- og útvarpseigenda að Ríkisútvarpinu verði afnumin og að rekstrarfyrirkomulagi þess verði breytt þannig að það starfi og afli sér tekna á sama grundvelli og önn- ur fyrirtæki á fjölmiðlamarkaði á íslandi, þ.e. einkavætt. í dag er þetta tímaskekkja og ekki er um að ræða sama öryggishlutverk og áður. Það sýndi sig í nýafstöðnum skjálft- Yndislegt svæöi Fyrir göngu-, skauta- og hjólafólk m.a. Tóm hamingja Helga hringdi: Útivistarsvæðið við Ægisíðu og úti í Nauthólsvík og þar í kring er til stakrar fýrirmyndar og mig langar til að þakka fyrir allt sem þama hef- ur verið byggt upp að undanfömu. Sá mikli fjöldi fólks sem þangað leit- ar á hveijum degi er til marks um það hve mikil þörf er á útivistar- svæði sem þessu, með góðum mal- bikuðum stígum fyrir hjólreiða- og línuskautafólk, og ég vona að upp- byggingin haldi áfram í sama dúr. Tíðar bilanir hjá Flugleiðum Bjórn Óli hringdi: Ég vil bara vita hvaö er að hjá Flugleiðum. Eru allar þessar bilanir eðlilegar og eru þær jafnvel fyrir- boði einhvers enn verra? Ég þarf að panta flug innan fárra daga og ætla ekki að skipta við Flugleiðir. Fríinu mínu eyði ég ekki í flugstöðvarbygg- ingum svo sólarhringum skiptir. Ust á Hlemmi Svona eiga biöstöövar að vera. Hlemmur bestur Guórún skrifar: Ég vildi lýsa yfir ánægju minni með listsýninguna á Hlemmi. Þetta er gott framtak, eins og Hlemmur er nú oft óspennandi. Svona á að nýta hann til að gera fólki biðina bærilega. DVI Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyRjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.