Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 11
11 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 Útlönd Saddam sendir konur í drápsferöir til Evrópu Saddam Hussein íraksforseti hef- ur sent sérþjálfaða kvennjósnara til Evrópu til þess að drepa íraska stjórnarandstæðinga, að því er breska blaðið Sunday Telegraph greindi frá um helgina. Samkvæmt blaðinu eru leyniþjónustur í Evrópu í viðbragðsstöðu. Kvennjósnararnir, sem valdir eru með tilliti til útlits, eru í dulargervi og þykjast meðal annars vera maga- dansmeyjar og leikkonur. Þeir hafa nýlega fengið harða þjálfun. Hún varði í 45 daga og fór fram í Salman Pak sunnan við Bagdad. Konunum var meðal annars kennt að myrða með eitri, koma bílsprengjum fyrir og setja á svið bílslys. Einn kennar- anna var Hassan Azaba, einn yflr- njósnara Saddams Husseins. Sonur Saddams, Uday, er umsjónarmaður aðgerðanna. Fjöldi háttsettra manna hefur flú- ið írak að undanfomu. Saddam ótt- ast að þeir reyni aö vinna stjórnar- andstæðinga í Evrópu á sitt band. Sarah syrgð Foreldrar og systkini Söruh. Handtekinn vegna morðsins á Söruh litlu Breska lögreglan handtók á ný í gær mann vegna morðsins á átta ára gamalli stúlku, Söruh Payne. Maðurinn, sem er 41 árs, var hand- tekinn daginn eftir að Sarah hvarf þann 1. júlí síðastliðinn er hún var í sumarfríi ásamt foreldrum sínum í Sussex. Hann var látinn laus gegn tryggingu eftir yfirheyrslu. Hann var handtekinn á ný i gær eftir að hafa komið fyrir rétt vegna annarra afbrota. Augusto Pinochet Pinochet mun ekki eiga kost á aö áfrýja úrskuröi Hæstaréttar. Úrskurðað í máli Pinochets í dag Hæstiréttur í Chile úrskurðar i dag hvort fyrrum einræðisherra landsins, Augusto Pinochet, verði sviptur friðhelgi og sóttur til saka fyrir mannréttindabrot. Búist er við því að andstæðingar og bandamenn Pinochets muni safnast saman fyrir utan dómhúsið í miðborg Santiago þar sem meiri- hluti atkvæða 20 hæstaréttardóm- ara sker úr um framtíð einræðis- herrans fyrrverandi. Ekki verður unnt að áfrýja niðurstöðunni. Mannréttindafrömuðir hafa kraf- ist þess að hann verði sviptur frið- helgi vegna aðildar hans að morð- um á vinstrisinnuðum stjómmála- mönnum eftir valdarániö 1973. Und- irréttur hafði áður úrskurðaða að Pinochet skyldi sviptur friðhelgi. George Speight verður ákærður Leitogi uppreisnarmanna á Fídjieyjum, George Speight, hefur verið ákærður fyrir að hafa gerst brotlegur við lög er hann hneppti réttkjörinn forsætisráðherra lands- ins, Mahnedra Chaudry, og rikis- stjóm hans í gíslingu í þinghúsinu á Suva. Speight situr sem kunnugt er í varðhaldi hjá hermálayfirvöldum á Fídjieyjum og er nú verið að kanna grundvöll fyrir því að ákæra Speight fyrir landráð. Hann verður að öllum líkindum færður úr fang- elsinu á Nukulaueyju, þar sem hann dvelur nú, til höfuborgarinn- ar, Suvu, þar sem réttarhöldin fara fram. Ekki hefur þó enn verið ákveðið hvenær þau verða. „Við erum að undirbúa málsskjöl og að því búnu munum við ræða við yfirmann embættis ríkissaksókn- ara. Tímasetning verður ákvörðuð í framhaldinu," sagði Moses Driver, aðstoðarlögreglustjóri á Fídjieyjum. Greint hefur verið frá því að Speight og 3 félagar hans, sem sitja í varðhaldi, séu meiddir en ekki er vitað nánar um tildrög atvika. V Félagsþjónustan Næturvakt Vegna veikinda vantar starfsmann á næturvaktir í Furugerði 1. Viðkomandi þarf að geta byrjað strax. Allar upplýsingar veitir Margrét Benediktsdóttir forstöðumaður í síma 553 6040 eða 862 1781. Félagsþjónustan er fjölmennur vinnustaður sem veitir borgarbúum á ðllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur mikla áhersiu á fræðslu og símenntun fyrir starfsfólk sitt, að upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavikurborgar í málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu sem veitt er. Allir nýir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf reglulega um sfarfsemi stofnunarinnar. Yfirmaöur kvennjósnaranna Uday, sonur Saddams, er umsjónarmaöur aögeröanna. Vinkona hans, sem er magadansmær, sást í London síðastliöinn föstudag. Þess vegna vill hann láta ryðja hættulegum andstæðingum úr vegi. Konurnar hafa verið sendar til Ankara, Belgrad, Brussel, Parísar og Vínar. Þaðan verða þær sendar til Svíþjóðar, Englands og Þýska- lands í morðferðir sínar, að því er Sunday Telegraph greinir frá. Er kvennjósnurunum ætlað að koma sér í kynni við rétta menn til þess að komast að fyrirhuguðum fórnarlömbum sínum. Embættismaður breska utanrík- isráðuneytisins segir menn í við- bragðsstöðu. Þar hafi menn orðið varir við auknar njósnir íraka und- anfama tvo mánuði. Magadans- mær, sem er náin vinkona Udays, sonar Saddams, er sögð tengjast njósnunum. Hún sást í London síð- astliðinn fóstudag. Stjómarandstæðingar segja að- gerðina, sem gengur undir nafninu Fálkinn, þá viðamestu í mörg ár. Hún sé einnig til að beina athygl- inni frá vandamálum innan íraks. Fréttum um af- sögn Mowlam vísað á bug Fulltrúar Tonys Blairs, forsætisráöherra Bretlands, vísuðu því á bug i gær að ráðherrann Mo Mowlam, sem. er vinsælasti stjómmálamaður Bretlands, hygðist segja sig úr stjórninni, sigraði Verkamannaflokkurinn í næstu kosningum. Mowlam hafði í blaðaviðtali lýst yfir áhuga á að brúa bilið milli ungmenna á N- írlandi til að undirbyggja frið. Yfirvöld á Caymaneyjum hóta Watson: Ráðgerir að sigla undir nýjum fána Eftir tvær missheppnaðar ferðir umhverfissinnans Pauls Watsons á skipinu Ocean Warrior til að stöðva árlegar grindhvalaveiðar Færeyinga er alls óvíst hvort hann á afturkvæmt til Færeyja en hann er staddur í Amsterdam í Hollandi um þessar mundir. Watson hefur greint frá þvi að yflrvöld á Cayman- eyjum, þar sem skip hans er skráð, hafí lagt hart að hon- um að yfirgefa færeyska lög- sögu. „Ég fékk tilkynningu um það að skipið yrði ekki lengur skráð á CaymEmeyjum ef ég sigldi ekki í aðra höfn. Yflvöld á Caymaneyjum hafa ákveðið þetta eftir að færeysk og dönsk yfir- völd settu sig í samband við þau,“ segir Watson sem, eins og fyrr segir, er nú staddur í Amsterdam. Óvist er hvort af frekari siglingum til Færeyja verður. Watson segist þó ekki af baki dottinn og hefur þegar sóst eftir að fá skip- ið skráð í annarri höfn svo Ocean Warrior geti siglt undir öðrum fána. Watson hefur litið orðið ágengt í baráttunni við Færeyinga en hefur aftur á móti fengið sektir fyrir að hafa itrekað siglt inn í færeyska landhelgi í trássi við stjórnvöld. Paul Watson Er sjóorustan á enda? lelt að betra lífi ítölsk lögreguyfirvöld stöövuöu skip, sem í voru 418 flóttamenn, viö Crotone á suöurströnd Ítalíu í fyrradag. Skipið var að koma frá Tyrklandi en mikill straumur flóttamanna berst árlega til ítalíu frá löndum á borö viö Albaníu og Tyrkland. Hún hefur áhuga á starfi meö ungmennum á N-írlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.