Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Qupperneq 4
4 ÞRIDJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 Fréttir DV Verslunarmannahelgin: Straumurinn liggur til Eyja Veöurstofan spáir rigningu fyrir norðan Verslunarmannahelgin Veðurstofan spáir rigningu fyrir norðan á föstudaginn svo búast má við að ferðamenn haldi suður og austur um versl- unarmannahelgina. Af nógu er að taka, þar sem fimmtán staðir bjóða upp á skipuiagða útihátíðardagskrá þessa mestu ferðahelgi landans. Samkvæmt upplýsingum Veður- stofu íslands mun veður fara kóln- andi um allt land á föstudaginn með norðan- og norðaustanátt og fer að rigna norðan til. Á laugardag á að vera léttskýjað um mestallt land og hæg breytileg átt. Nóg er í boði fyr- ir ferðamenn en um 20 staðir bjóða upp á skipulagða hátíðardagskrá um helgina. DV hafði samband við forráðamenn fimm stærstu hátíð- anna sem haldnar veröa um versl- unarmannahelgina. Þjóðhátíð Ferðamannastraumurinn þessa mestu ferðahelgi ársins fer oft mik- ið eftir veðri og virðist sem flestir ætli á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Við búumst við góðri þjóðhátíð, en við getum i rauninni ekkert sagt til um hversu margir koma,“ sagði Sigurður Gísli Þórarinsson úr þjóð- hátíðarnefnd. Hann bætti því viö að búist væri við fleira fólki en í fyrra þegar 6000 til 8000 manns mættu og sagði að fullbókað væri í allar ferð- ir til Eyja um helgina. Þjóðhátíðin er fjölskylduhátíð þar sem Laddi, Steinn Ármann, Helga Braga og Brúðubílfinn munu sjá fólki á öllum aldri fyrir skemmtun. Hljómsveit- irnar Sálin, Sóldögg, Á móti sól, Áttavillt og fleiri munu leika fyrir dansi. Einnig kemur enskur fjöl- listamaður og söngvarakeppni verð- ur haldin fyrir yngstu gestina. Akureyri Forráðamenn Fjölskylduhátiðar- innar á Akureyri 2000 vilja stemma stigu við ölvuðum unglingum en um 4000 unglingar skildu mjög illa við svæðið í fyrra. Þar af leiðandi eru tjaldstæðin lokuð bömum yngri en 18 ára nema þau séu í fylgd með fullorðnum. Hátíðin fer fram með svipuðum hætti og í fyrra en búist er við 5000 til 8000 manns, sem er heldur færra en í fyrra þegar fjöldi hátiðargesta var á milli 12.000 til 15.000. Hljómsveitirnar Greifamir, Skitamórall, írafár og Land og syn- ir munu leika fyrir dansi í Sjallan- um og í KA-heimilinu og halda tón- leika í miðbænum. Unglingadans- leikur verður í KA-heimilinu fyrir fólk fætt 1984 og fyrr. Einnig verður útimarkaður á Akureyri, grillveisla, Ávaxtakarfan og leiktæki fyrir bömin. Galtalækur Bindindishátíðin í Galtalæk verð- ur haldin í 40. sinn nú í ár. í tilefni þess bjóða forráðamenn hátíðarinn- ar fólki 30 prósenta afslátt á mið- um sem keyptir eru í forsölu en fólk verður að hafa hraðan á, því forsölunni lýkur í dag, 1. ágúst. Svæðið sjálft getur borið 10.000 manns en Guðni Björnsson, kynn- ingarfulltrúi hátíðarinnar, átti von á að 5000 til 7000 mótsgestir legöu leið sína í Galtalæk. Þetta árið munu Ómar Ragnarsson, Spaug- stofan, Latibær og fleiri sjá fólki á öllum aldri fyrir skemmtun og hestaleiga verður á svæðinu. Auk þessa verður haldinn unglinga- dansleikur þar sem hljómsveitin 200.000 naglbítar leikur fyrir dansi. Neistaflug Þar sem veðurspáin lofar góðu um helgina á Austurlandi eiga for- ráðamenn fjölskylduhátíðarinnar Neistaflugs í Neskaupstað von á allt að 4000 manns. Þar er ýmislegt í boði fyrir bæði böm og fullorðna, svo sem golfmót, Gunni og Felix, Sigga Beinteins, listflug, dorgveiði- keppni, flugeldasýning og fleira. Ókeypis er á flest skemmtiatriðin önnur en tónleika sem haldnir eru á kvöldin þar sem Todmobile, Selma, Buttercup og fleiri munu leika fyrir dansi. Unglingalandsmót Forráðamenn fjórða unglinga- landsmóts UMFÍ eiga einnig von á allt að 4000 manns á íþróttamót ung- linga sem haldið verður á Tálkna- firði, Patreksfirði og í Bolungarvík. „Þar sem mótið er um verslunar- mannahelgi, sem hefur ekki verið áður, þá erum við að reikna með meiri þátttöku en fyrr. Við höfum fengiö ótrúlega góð viðbrögð frá fólki, kannski vegna þess að þarna er verið að bjóöa upp á fjölskyldu- skemmtun þar sem aðgangur er ókeypis," sagði Sigurður Öm Hall- grímsson hjá UMFÍ. Þama verður boðið upp á nóg af íþróttum, þar á meðal bogfimi, golf, seglbretti og hafnabolta. Einnig kemur landsliðs- þjálfari í knattspyrnu og skoðar til- vonandi landsliðsmenn. Vala Flosa- dóttir mætir og keppir í stangar- stökki við erlenda stangar- stökkvara, leiktæki fyrir böm og dansleikir verða haldnir. -SMK Óttl hjá fólki Jaröskjálftaspárjarðvísindamanna vöktu óhug íbúa á jarðskjálftasvæðum Suðurlands. Jarðskjálftaspár: Vöktu óhug og ótta - óvissa um fasteignaverð „Ég heyrði í gærkvöld og morgun að þessar fregnir vöktu svolítinn óhug og ótta hjá fólki,“ sagði Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri á Hellu, um jaröskjálftaspár jarðvísindamanna. Á vefsíðu jarðeðlissviðs Veðurstofunn- ar segja þeir að möguleiki sé á stór- skjálftum á Suðurlandi, allt að 7 að styrkleika. Páll Halldórsson sagði við DV í gær að verulegar likur væm á jarðskjálftum á næstu árum, svipuðum þeim sem urðu í sumar. „Þetta er ekkert annað en það sem er vitað og hefur verið vitað,“ sagði Guðmundur Ingi. „Þetta er okkar raunveruleiki. Hann sagði að umrædd grein væri sett fram á fræðilegan hátt af þeim jarðvísindamönnum sem best vit hefðu á þessum málum. Þeir væm að skýra frá því sem þekkt væri í sögunni og best væri vitað um málið. Guð- mundur Ingi kvaðst ekki geta sagt til um hvort betra hefði verið að halda umræddum upplýsingum frá almenn- ingi eða birta þær. Hvort tveggja gæti átt við. Upplýsingamar væm fyrir- liggjandi hvort eð væri, ef fólk leitaði eftir þeim. Aðspurður hvort einhveijir íbúa á Hellu eða nágrenni væm famir að hyggja að brottflutningi vegna þessa kvaðst Guðmundur Ingi hafa heyrt hið gagnstæða; að fólk væri enn fastákveð- ið í að vera kyrrt. Hvort þessi spá breytti einhverju væri ekki hægt að segja til um að svo stöddu, það yrði tíminn að leiða í ljós. „Hvað varðar þróun á fasteigna- verði vegna þessa þá á hún eftir að skýrast á næstu 5-6 mánuðum. Fram að skjálfta hafði fasteignaverð verið heldur hækkandi hér en ég held að það hljóti að vera óvissutími á öllu svæð- inu núna.“ -JSS Léttskýjaö víðast hvar Suðvestanátt, 8 til 13 m/s. norðvestan til en annars hægari. Skýjaö og sums staöar dálítil súld á Vesturlandi og Vestfjöröum en víðast léttskýjaö annars staöar í dag. Hlýjast austan til. SV 13 til 18 m/s. og rigning norövestan til I nótt. Sólargangur og sjávarföll REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 22.31 22.32 Sólarupprás á morgun 03.12 04.01 Síödegisflóö 19.29 00.02 Árdegisflóö á morgun 07.56 12.29 Skýiingar á ve&urtáknum 10°4— Hm " “'r" J^V1NDSTYRKUR UN.„n„ HEIÐSKÍRT I nietrum á sokúndu rKUS I Íí> iD ÖO IÉTTSKÝJAD HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ í? © W © RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA © ~\r TT= ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Færð Hálendisvegir flestir færir Helstu þjóövegir landsins eru greiöfærir. Víöa er unniö aö vegagerö og eru vegfarendur beönir aö sýna sérstaka tillitssemi og haga akstri eftir merkingum. Hálendisvegir eru flestir færir jeppum og stærri bílum. Þó er enn ófært í Hrafntinnusker. Talið er fært fyrir alla bíla um Uxahryggi, Kaldadal, Kjalveg og í Landmannalaugar um Sigöldu. mm Dálítil væta fyrir noröan Á morgun veröur suövestanátt, 8 til 13 m/s og dálítil rigning noröan til en hægari og skýjaö aö mestu um landið sunnanvert. Hiti veröur 10 til 20 stig, hlýjast á Noröausturlandi. Fimmtud m Vindun 8—13 m/s, Hiti 10° til Jiir W Sunnan- og suövestanátt 8 tll 13 m/s og rignlng. Hltl 10 tll 17 stlg, hlýjast noröaustan tll. Föstudagur Vindur: C 8—13 m/% \ Hiti 7° til 14° Noröan- og norövestanátt 8 tll 13 m/s. Skúrlr noröan tll en víöast léttskýjaö um landlö sunnan- og vestanvert. Mlldast sunnanlands. Laugarda Vindun 4—8 irv's Hiti 10° til 15° Fremur hæg breytlleg átt, yfirleitt léttskýjaö og hltl 10 tll 15 stlg. m AKUREYRI léttskýjaö 8 BERGSSTAÐIR léttskýjaö 8 BOLUNGARVÍK alskýjaö 9 EGILSSTAÐIR 5 KIRKJUBÆJARKL. þokumóöa 12 KEFLAVÍK skýjaö 10 RAUFARHÖFN þoka 8 REYKJAVÍK alskýjaö 10 STÓRHÖFÐI léttskýjaö 10 BERGEN skýjaö 12 HELSINKI skúrir 15 KAUPMANNAHÖFN rigning 13 ÓSLÓ skýjaö 15 STOKKHÓLMUR 17 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 9 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 11 ALGARVE heiöskírt 26 AMSTERDAM þokumóöa 17 BARCELONA léttskýjaö 23 BERLÍN léttskýjaö 14 CHICAGO þokumóöa 20 DUBUN léttskýjað 13 HAUFAX heiöskírt 16 FRANKFURT skýjaö 14 HAMBORG rigning 15 JAN MAYEN súld 6 LONDON mistur 16 LÚXEMBORG hálfskýjaö 17 MALLORCA heiöskírt 19 MONTREAL alskýjaö 20 NARSSARSSUAQ léttskýjaö 9 NEW YORK þokumóöa 19 ORLANDO hálfskýjaö 25 PARÍS 18 VÍN skýjaö 14 WASHINGTON skýjaö 22 WINNIPEG léttskýjaö 14 ■3335MŒS5BI!!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.