Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 DV 5 Fréttir Páll Pétursson félagsmálaráðherra um málefni nýbúa: Vill landsmiðstöð fyrir vestan - nauðsynlegt að fara að stíga einhver skref Vestfirðingar viija landsmiðstöð nýbúa Brýnt er að hafast að í málefnum nýbúa á Vesttjörðum, segir félagsmálaráðherra. Myndin er afeinni af hinum fjölmörgu fjölskyldum sem búsettar hafa verið á Vestfjörðum. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra er eindreg- ið fylgjandi því að landsmiðstöð fyrir nýbúa verði á Vestfjörðum og kveðst hafa talað fyrir því. Þetta kom fram í sam- tali DV við ráð- herra í gær. Eins og greint var frá i blaðinu vinnur áhugahóp- ur um menningarfjölbreytni á Vest- fjörðum nú að hugmyndum um þjónustu við nýbúa á svæðinu. Hug- myndir hópsins eru annars vegar að koma upp nýbúamiðstöð til að þjóna nýbúum á Vestfjörðum og hins vegar að sett verði á laggimar landsmiðstöð nýbúa sem starfi við hliðina á og fyrir félagsmálaráðu- neytið. Hún verði einnig á Vest- fjörðum. Ráðherra mun eiga fund með full- trúum áhugahópsins að vestan í vikunni. „Reykjavíkurborg stendur með mikilli prýði að miðstöð nýbúa í Reykjavík," sagði Páll sem sagði að ríkið myndi standa að rekstri ný- búastöðvar fyrir vestan, væntanlega í einhverju samstarfi við sveitarfé- lögin þar. „Það er óeðlilegt að verið sé að gera nákvæmlega sömu hlut- ina á báðum stöðum,“ sagði Páll. „Staðan fyrir vestan er miklu verri heldur en annars staðar á landinu því hlutfail nýbúa þar er miklu hærra og einangrun þeirra meiri heldur en annars staðar. Það hefur alltof litið verið gert fyrir þá. Það er mjög mikilvægt að sinna þeim bet- ur. Hafi ríkið fjármuni til að sinna þessu málefni þá er brýnt að þeir séu notaðir þar sem þörfin er mest sem ég tel vera fyrir vestan.“ Páll sagði að töluverður hluti ný- búanna væri kominn til að vera og hætta væri á að þeir einangruðust ef þeim væru ekki sköpuð skilyrði til að taka þátt í þjóðfélaginu. Nú væri í gangi athugun á því hvað væri brýnast í þessum efnum. Ekki væri hægt að segja til um hvenær niðurstöður lægju fyrir en nauðsyn- legt væri að fara „að stíga einhver skref'. -JSS Auglýsing í L.A. Weekly: I Símaklám á langlínu | - frá Hollywood til Reykjavíkur Símaklám með islenskum stúikum er auglýst í tímaritinu L.A. Weekly sem dreift er ókeypis inn á flest heimili í Los Angeles. I auglýsingunni segir að nú geti menn notið þes unaðar að ræða beint og milliliða- j laust við | sjóðheitar 1 íslenskar stúlkur og j hugðarefhi 1 sín neðan- þindar og 1 fyrstu þrjár | mínútum- ar séu | ókeypis. | Auk þess j að birta einka- málauglýs- ingar ijallar tímaritið L.A. Weekly um I það sem helst er á döfinni í menningar- lífl Los Angeles: kvikmyndir, leikhús og I tónlist. Samkvæmt upplýsingum frá | þjónustuveri Landssímans er símanúm- erið, sem upp er gefið i auglýsingunni, bandarískt þannig að að ekki hringja viðskiptavinir beint til íslands til að spjalla við íslensku stúlkumar. í bak- grunni auglýsingarinnar er dauf ljós- : mynd af stúlkuandliti og sterklega gefið til kynna að þar sé um að ræða.hot, Icelandic girl!“. -EIR Páll Pétursson Vill landsmiðstöð fyrir vestan. Hot! lcelandic Cirls Hl' 'i'M m CSQB3SP 1-800-788-8888 Sjóðheitar á símalínu Auglýsingin í bandaríska tímaritinu. Virkt eftirlit landlæknis Lyfjaeftirlit ríkisins gerir landlækni viðvart ef einhverjir verða uppvísir að því að ganga á milli lækna til að fá lyfseðil fyrir róandi lyfjum, verkjalyfjum eða svefnlyfjum. Landlæknisembættið gengur þá í að stöðva afgreiðslu til viðkomandi. Myndin er tekin í lyfjaverslun. Viðvörun send til fjölmargra lækna: Landlæknir varar við lyfjaætu Landlæknir hefur sent bréf til allmargra lækna, þar sem hann varar við ákveðnum einstaklingi vegna þess hve kræfur hann er við að verða sér úti lyf. Þessi umræddi einstaklingur mun hafa orðið sér úti um gífurlegt magn af lyfjum, samkvæmt heimildum blaðsins. Viðvaranir af þessu tagi eru sjald- gæfar. Venjan er sú að Landlækn- isembættið veiti fólki tiltal ef rök- studdur grunur er um misnotkun á lyflum. Dugi það ekki til er læknum, sem viðkomandi hefur leitað til með uppáskriftir lyfseöla, gert viðvart. Þetta er hluti af eftir- litshlutverki landlæknisembættis- ins. „Það kemur fyrir að senda þurfi út viðvörun ef viðkomandi er mjög kræfur,“ sagði Matthías Halldórs- son aðstoðarlandlæknir við DV. „Þessar upplýsingar berast til okkar í gegnum lyfjaeftirlit ríkisins sem fylgist með málum af þessu tagi. Þeir gera okkur viðvart og senda einnig skýrslur, ef einhver gengur á milli lækna og herjar út lyf, sem eru langt umfram það í magni sem nokkrar líkur eru á að einn maður geti notað. Við sendum siðan við- vörun sem trúnaðarmál til lækna ef okkur sýnist ekki hægt að stöðva þetta á einhvem annan hátt.“ Matthías sagði að í sumum tilvik- um væri fólk einungis að ná út lyfj- um til eigin neyslu. Síðan væri einnig til í dæminu að fólk yrði sér úti um lyf til þess að selja. Þessir einstciklingar gengju gjaman miUi lækna, skrökvuðu upp sögum og reyndu að fá samúð út á það og síð- an lyf. Þeir væru einkmn á höttun- um eftir sterkum verkalyfjum, svo sem morflni, róandi lyfjum og svefnlyfjum. í þessu tilfelli sem nú væri uppi væri um morfín að ræða. -JSS Sá brosir best sem eignast Olympus APS myndavél Olympus myndavélar eru þekktar um allan heim. Fyrirtækið hefur alltaf lagt mikið upp úr tækniþekkingu og nákvæmni í framleiðslu á linsum og hátæknibúnaði sem skilar sér í frábærum vörum sem eru handhægar og auðveldar í notkun fyrir hvern sem er. OLYMPUS APS I zoom ■ 900:stgr. Alsjálfvirk • Linsa 28-75mm • Möguleiki á þremur myndstærðum • 6 stillingar á flassi • Landslagsstilling Dagsetning • Hægt að nota fjarstýringu Vörn gegn rauðum augum Þægileg fyrir þá sem nota gleraugu Taska og filma fylgir OLYMPUS APS Newpix xb Alsjálfvirk • Linsa 24mm Möguleiki á þremur myndstærðum 4 stillingar á flassi • Vörn gegn rauðum augum Taska og filma fylgir OLYMPUS APS I zoom 60 Aisjálfvirk • Linsa 28-60mm Möguleiki á þremur myndstærðum 6 stillingar á flassi • Dagsetning Hægt að nota fjarstýringu Vörn gegn rauðum augum Þægileg fyrir þá sem nota gleraugu verð 19.900 stgr. OLYMPUS APS Newpix 600 Alsjálfvirk • Linsa Möguleiki á þremur myndstærðum 6 stillingar á flassi • Landslagsstilling Dagsetning • Vörn gegn rauðum augum Taska og filma fylgir stgr. FRÍHÖFNIN IFSSTOÐ KEFLAVÍKURFLUOVELLI B R Æ Ð U R N I R Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.