Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Page 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Rltstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Bandarískur ófriður Vegna eindregins stuðnings Bandaríkjanna við ísrael náðist ekki samkomulag milli Palestínu og ísraels á fund- inum í Camp David. ísraelar þykjast vissir um stuðning Bandaríkjanna, ef samningar takast ekki og róstur hefjast að nýju á hemumdum svæðum þeirra i Palestínu. Með peningum og vopnum hafa Bandaríkin gert ísrael að voldugu herveldi, sem fer sínu fram án tillits til víð- tækari hagsmuna Bandaríkjanna. Ef stjómvöld í Banda- rikjunum linast í stuðningnum, á ísrael vísa hjálp þing- manna, sem óttast þrýstihópa stuðningsmanna ísraels. Clinton Bandaríkjaforseti hefur gengið lengra en fyrri forsetar í stuðningi við ísrael. Meðan hann er við völd, verður þess ekki að vænta, að ísrael verði látið gjalda fyr- ir stífni í friðarsamningum við Palestínu og fyrir itrekuð brot á Óslóar-samkomulaginu um skil á landi. Ekki er von á friði á valdasvæði ísraels, meðan Banda- ríkjastjóm fæst ekki til að setja hnefann í borðið og krefj- ast þess, að ísrael standi við gerða samninga og fari að öðm leyti eftir alþjóðlegum samningum, svo sem um bann við pyntingum fólks á hernumdum svæðum. Utanríkisstefna Bandaríkjanna snýst í of miklum mæli um stuðning við óstýrilátt og ofbeldishneigt ísrael og gríð- arlegar mútur til Egyptalands til að halda þar uppi ólýð- ræðislegu lögregluríki, sem sér í staðinn um að rjúfa sam- stöðu íslamskra ríkja gegn yfirgangi ísraels. Þetta pólitiska mgl er eðlilegt framhald af fyrra mgli Bandaríkjanna í utanríkismálum, þar sem helztu bófar rómönsku Ameríku, Afríku og Asíu hafa verið studdir til pólitískra valda, af því að þeir þóttust vera á móti komm- únisma eða vera hallir undir bandaríska hagsmuni. Sagan sýnir, að stuðningur Bandaríkjanna við bófa í út- löndum hefur ekki borgað sig. Leppríkið í ísrael mun einnig verða þeim dýrkeypt áður en upp er staðið. Fyrr eða síðar verður blóðbað í Palestínu, sem mun gera bandaríska kjósendur afhuga stuðningi við ísrael. Það truflar utanríkisstefnu vestrænna þjóða gagnvart heimi íslams og öðrum heimshlutum að hafa ofbeldis- hneigt ísrael á bakinu fyrir tilstilli Bandaríkjanna. Það dreifir vestrænum kröftum í baráttunni fyrir útbreiðslu vestrænna hugmynda um skipan þjóðfélagsmála. Evrópumenn og stjómvöld í Evrópu hafa áttað sig á, hvemig ísrael hefur orðið að pólitísku æxli i Miðaustur- löndum. Evrópusambandið hefur til dæmis fyrir löngu lýst yfir, að austurhluti Jerúsalems og gamli miðbærinn í borginni tilheyri ekki ísrael heldur Palestínu. Vatíkanið og Palestína hafa samið um skipan mála í gömlu Jerúsalem í framtíðinni, en ísrael hefur neitað að taka þátt í slíku samstarfi. Augljóst er, að Jerúsalem er sögulega og tilfinningalega borg þrennra trúarbragða og enn þann dag í dag byggð fólki þrennra trúarbragða. Vissir um stuðning Bandaríkjanna í ágreiningi við ná- granna sína og umheiminn yfirleitt hafa ísraelar sem þjóð valið blóðugu leiðina. Þeir hafa kosið sér til valda ófriðar- sinna, sem senda jarðýtur á hús Palestínumanna og láta reisa ísraelskar byggðir á palestínsku landi. ísraelar hafa kosið að gerast blóði drifin herraþjóð í hemumdu landi og brjóta hverja einustu grein alþjóða- reglna um mannréttindi og meðferð hemuminna þjóða. Þeir hafa kosið að gerast æxli, sem ekki verður læknað með endurteknum tilraunum til friðarsamninga. Meðan ísraelar em vissir um takmarkalausan stuðning bandarískra þingmanna og eindreginn stuðning Banda- ríkjastjómar munu þeir ekki semja um frið. Jónas Kristjánsson DV Skoðun Steinsteypuborg „Ég vil geta gengið í bœinn án þess að vera keyrð niður af œstum rúntara og ég vil geta sest niður við kaffiborð á gangstétt og fengið mér - eitthvað og haft útsýni yfir annað en þrýstin dekk og bógfögur bretti. “ Mér hefur verið sagt að eitt af þvi sem skilgreinir borg er hversu geng hún er; borg á að vera aðgengileg, og í göngufæri; borgarbúar eiga að geta komist allra sinna leiða gangandi. Þetta á væntanlega fyrst og fremst við miðborgina þarsem gert er ráð fyrir að úthverfí séu fremur sjálfstæð fyrirbæri, einskonar túngl, sveimandi sinn sporbaug umhverfis þá sól sem miðbærinn er. Þessi borgarregla er þver- brotin í hinum íslenska miðbæ, en hann er keyrður en ekki genginn, út- keyrður og yfirkeyrður eftir hlaup undan bíldekkjum kemur hinn gang- andi vegfarandi heim til sín úr bæj- arferöinni, hristur og skekinn eftir naumlega árekstra við ökuþóra sem líta á þröngar götur miðborgarinnar sem torfærur eða jafnvel ökufimis- braut sem best sé að komast yfir á stökki. Hinn gangandi vegfarandi þarf að vera einskonar hindrunar- hlaupari til að komast leiðar sinnar millum bíla og stöðumæla; helst er hægt að leita vars frá bílum í bíla- stæðahúsunum sem drauga- leg standa auð og tóm og horfa döprum gluggaaugum yfir götulíf bílanna. Þarf að skapa olnbogarými Því bílamir eru þeir einu sem eiga sér götidíf og án þess að ég vilji nokkuð vera að skíta út þann þarfa þjón og þrautgóða vin sem bíll getur verið þá finnst mér að hann megi nú allavega gefa tvífætlingunum jafna mögu- leika á bæjarbrag. Fyrirbæri eins og götukaffihús eru ómöguleg á níð- þröngum gangstéttum, þéttsetnum fjórhjóladrifnum jeppum sem finleg- ir fjölskyldubílar og glæstar glæsi- kerrur smeyga sér millum með til- heyrandi pústi og blási. Veður myndi kannski einhver segja, en í þetta eina skipti er ég ekki tilbúin að láta óveðurfar íslands yfirtaka tilver- una svona gersamlega. Leyfum aila- vega þessum þremur blíðviðrisdög- um (eða voru það stundir?) að njóta sín. Og þó þeir væru færri. Ég vil geta gengið í bæinn án þess að vera keyrð niður af æstum rúntara og ég vil geta sest niður við kaffiborð á gangstétt og fengið mér - eitthvað og haft útsýni yfir annað en þrýstin dekk og bógfógur bretti. Það þarf að skapa borginni oln- bogarými, gefa henni pláss til að upplifa sig sem borg. Það er kominn tími til að setjast að samningaborð- um við bílaguðinn og fá aftur her- Úlfbildur Dagsdóttir bókmenntafræOingur Afleitt Ræða sem Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti íslands, hélt yfir kaup- sýslumönnum í Los Angeles fyrir skömmu hefur orðið mörgum um- ræðuefni síðustu vikur. Bar Ólafur Ragnar þar slíkt lof á íslendinga, að Snorri hefði talið háð. Forvitnir les- endur geta nálgast ræðuna á Netinu, t.d. í dálki Egils Helgasonar á strik.is. En fátt hefur verið sagt um ávarp Ólafs Ragnars á kristnitökuhá- tíð í júlíbyrjun. Það var satt að segja afleitt. Gerir Krist að alþýöu- bandalagsmanni Ólafur Ragnar sagði þar: „Gleym- um því ekki, að Kristur var á sinni tíð maður uppreisnar og andófs.“ En Kristur var ekki fyrsti alþýðubanda- lagsmaðurinn, eins og verið er með þessu að gefa í skyn. Kristur sagði einhverri trúarlegri reynslu á þeim 8 mánuðum sem liðu frá fyrra viðtalinu til þess síðara. En hann œtti þá að kynna sér betur hinn raunverulega boðskap krist- innar trúar. “ avarp einmitt: „Ætlið ekki, að ég sé kominn til að ainema lög- málið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla." Kristur vildi ekki bæta mennina með valdboði heldur for- dæmi og fortölum. Vinur víxlaranna Siðan sagði Ólafur Ragn- ar: „Það var Jesús, sem hratt um borðum víxlar- anna og rak þá út úr helgi- dómnum." Þetta kemur úr hörðustu átt frá manni, sem gerði sér nýlega sérstaka ferð til Lúxemborgar til að opna þar útibú frá Kaupþingi og hefur setið kvöld- verðarboð að heimili Jóns Ólafsson- ar í Skífunni, en Jón hafði sam- kvæmt skattskrá siðasta árs aðeins 79.000 króna tekjur á mánuði. Þekkir ekki til Pontíusar Pílatusar Enn sagði Ólafur Ragnar: „Það voru fiskimennirnir og fólkið, sem fylgdi Kristi en landsherrarnir, sem leiddu hann á krossinn." Þetta er al- rangt eins og allir vita, sem lesið hafa Nýja testamentið. Pontíus Píla- tus, landstjóri Rómverja í Gyðinga- landi, þvoði hendur sínar af blóði Krists. Hann vissi að hann var sak- laus. Hann leyfði lýðnum að velja á milli Krists og ræningjans Barrabas- ar, en lýðurinn valdi Barrabas. Trúlr ekki á Guð Það þarf ekki að koma á óvart, að Ólafur Ragnar þekki lítt til boðskapar Krists. í útvarpsþættinum Þriðja manninum í Ríkisútvarpinu 15. októ- ber 1995 rifjaði Ingólfur Mar- geirsson upp, að í Helgar- póstinum fimmtán árum fyrr hefði Ólafur Ragnar sagst sannfærður um, að Guð væri ekki til. Spm'ði Ingólfur sið- an: „Ertu enn þeirrar skoð- unar?“ Ólafur Ragnar svar- aði: „Já, ég er það nú eigin- lega.“ Síðan spurði Ámi Þór- arinsson á hvað Ólafur Ragn- ar tryði þá. „Ég held að þrátt fyrir allt trúi ég svona einna helst á manninn," svaraði Ólafur Ragnar. Eða hvað? Eftir að Ólafur Ragnar hafði gefið kost á sér í forsetaembættið spurði Elín Hirst hann í yfirheyrslu á Stöð tvö 10. júní 1996, hvort hann tryði á Guð. Ólafur Ragnar svaraði þá: „Auð- vitað er ég kristinn maður eins og þorri þjóðarinnar og hef verið í þjóð- kirkjunni, skírður og fermdur og trúi á þann Guð, sem að sérstaklega amma mín kenndi mér að trúa á.“ Kalkaðar grafir Nú kann Ólafur Ragnar að vísu að hafa orðið fyrir einhverri trúarlegri reynslu á þeim 8 mánuðum sem liðu frá fyrra viðtalinu til þess síðara. En hann ætti þá að kynna sér betur hinn raunverulega boðskap kristinn- ar trúar. Sérstaklega ætti hann að hafa í huga það, sem segir í Matteus- arguöspjalli: „Vei yður, fræðimenn og farisear, hræsnarar! Þér líkist hvítum kölkuðum gröfum, sem sýn- ast fagrar utan, en innan eru fullar af dauðra manna beinum og alls kyns óþverra." Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor Með og á móti Það liggur í augum uppi J „Auðvitað hafa ol- . íufélögin samráð. » Það ætti aö liggja í BV augum uppi þegar þau lækka öll þijú bensínverðið á nánast sömu ldukkutímunum um nánast sömu upphæð. Samráð þeirra lá líka í augum uppi þegar þau hækkuðu bensínið á nánast sama hálftimanum æ ofan í æ meöan heimsmarkaðsveröiö var að ná hinum sögulegu hæðum ____________ sem þaö hefur verið í. Þetta sam- ráð er öllum augljóst nema kannski sam- keppnisyfirvöldum sem gæta eiga hags- muna landsmanna. Þau eru gjörsamlega ráðalaus og segja bara þegar þau eru spurð Stefán As- grímsson fulitrúi hjá FÍB að það ríki fákeppni i bensín- og oliusölugeiranum og málið sé eríitt að festa á hendur. Það er likt og samkeppnisyfirvöldum sé ókunnugt um að olíufélögin þijú hafa með sér mikla samvinnu. Tvö þeirra eiga saman fyrirtækið Olíudreifingu hf. sem kaupir inn bensín og olíu fyrir Esso og Olís. Og öll félögin þijú eru saman með stærstu bensínbirgðastöð landsins í Örfirisey í Reykjavík og þar má iöulega sjá bensínbíla Olíudreif- ingar og Skeljungs að taka bensín úr sömu geymunum. Þarf því nokkur að furða sig á að bensínverð sé það sama hjá félögunum öllum?" um verðlagningu bensíns? Ekkert samráð „Olíufélagið hf. aPPP* tekur sjálfstæðar ákvarðanir um verð og án samráðs við keppinautana. Það er ljóst að ástæður fyrir verðbreyting- um ráðast af breytingum á inn- kaupsverði eða opinberum gjöldum. Olíufélögin flytja inn oliuvörur mánaðarlega og má slá því nær fóstu að innkaups- verðið myndast hjá þeim öllum við mánaðarlegt meðaltal heimsmarkaðsverðs eins og gengur og gerist í olíuviðskiptum um allan heim. Það má því gera ráð fyrir aö birgða- Geir Magnús- son forstjórí Olífufélags- ins hf. verð olíufélaganna sé svipað á hverjum tima. Breytingar á op- inberum gjöldum ganga á sama tima yfir olíufélögin og því má ætla að þörfin og grundvöllur- inn fyrir verðbreytingum sé svipaður hjá olíufélögunum. Hérlendis ríkir hörð sam- keppni í eldsneytisverði, sem má kynna sér með því að kanna verð á sölustöðum bens- íns og mismunandi þjónustu- stig hjá olíufélögunum, þá verða menn að hafa í huga að Olíufé- lagið gefur 80 aura á lítra í afslátt með safnkorti ESSO.“ Margir hafa undraö slg á því að verð á bensínl er það sama óháð því við hvaða fyrírtæki er verslað. Ofanígjöf samkeppnisyfirvalda í Svíþjóð við þarienda bensíndreifendur hefur vakið upp spurningar um hvort slíks sé þörf hériendis. teknu svæðin (því ég er svo gömul að ég man þegar Lækjartorg var torg) og múta honum til að gefa enn meira eftir. Það er þegar búið að blóta hon- um í öllum bílastæðahúsunum, og meiru mætti fórna ef þörf krefur (t.d. mætti malbika eyjabakka og nota sem bílastæði.) Eitt vil ég þó taka fram. Ég er ekki að biðja um fleiri græna bletti. Þvert á móti. Því burtséð frá bílunum þá er það hreint óþolandi að geta ekki gengið um borgina án þess að verða fyrir árásum sláttuvéla og nýslegins grass. Það mætti halda að það væri hreinlega ekkert tillit tekið til þeirra sem þjást af ofnæmi. Hér er ég, afslöppuð og sæl, að rölta um borg- ina mína, í sól og sumri, og hvað ger- ist; skyndilega ber fyrir vit mín fnyk af nýslegnu grasi og öndunarfærin stíflast rétt í sömu mund og sláttu- vélargargið nær eyrunum. Tárvot og andstutt hörfa ég skipulega heim og með kaldan klút yfir enninu er ég rúmfóst þann daginn. Svo skilaboðin eru þessi: a) borgir eru ekki bara fyrir bíla. b) þó þær séu steinsteyptar. Úlfhildur Dagsdóttir Ummæli Meö símanúmer „Maddam- an varð hissa i morgun þegar hún skoðaði Vísi.is í morgun. Þar var grein um að kisa væri með síma- númer, það finnst Maddömunni ekk- ert skrýtið þar sem hún veit um svarta labradortík sem hefur haft númer í skránni í mörg ár. Eitt sinni var henni meinaður aðgangur að pósthúsi en eigandinn gerði starfs- fólkinu ljóst að hún væri að greiða reikning á sínu nafni. Henni var heimilaðir aðgangur fyrst svo væri. „ Maddaman, 27. júlí. Hraðagort „Hversu margir hafa ekki státað af þvi að hafa ekið um Húnavatnssýsl- ur á ólöglegum hraða án þess að vökul augu lög- reglumanna þar næðu að nema það og sekta viðkomandi. Þeir hinir sömu gorta ekki ef ökuferðin endar í samansnúnu járnarusli, alvarlegum limlestingum eða jafnvel dauða.“ Geir A. Guösteinsson, Degi, 28. júlí. Minnkun í brottkasti „Óverulegt magn, t.d. lítið brot af heildarafla, er ólíklegt að breyti meginniður- stöðu um mat á ástandi stofnsins. Öðru máli gegnir ef brottkastið nem- ur t.d. tugum hundraðshluta af heild- arafla. Enginn vafi er á að samfelld aukning eða minnkun í brottkasti á löngu árabili eða snögg umskipti geta haft mikil skekkjuáhrif á stofnmat." Jóhann Sigurjónsson, Morgunblaöinu 29. júlí. Slæmar afleiðingar „Fíkniefiianeysla getur verið slæm, jafnvel mjög slæm, en þegar upp kemst að of mikið er gert úr slæmum afleiðingum henn- ar hættir fólk að taka mark á rétt- mætum vamaðarorðum. Það er lík- lega meðal annars með þetta í huga sem tveir danskir læknar lýstu þeirri skoðun sinni í danska dagblaðinu B.T. í fyrradag að afleiðingar neyslu e-taflna, eða alsælu, væru ýktar." Vefþjóöviljinn, 29. júlí. Æfingasvœði Eldflaugar- varnar kerfisins Þetta hefði gengið ef strengurinn hefði ekki slitnað! l £jf+ <£)‘0o ?o5ton6U)(3£ ölSV- VJY- S'iHO. Gert út á græðgi Fyrir um það bil tveimur árum seldi fasteignasala íbúð fyrir einstæða móður. Vegna misskilnings voru tvær fasteignasölur um hit- una en skrifað hafði verið undir einkaleyfi við fast- eignasölu í miðbæ við Háa- leitisbraut. Hún seldi ekki og fór fram á hálft söluverð og hafnaði boði um áfallinn kostnað sem var um kr. 5000. Fasteignasalan nýtti sér andvaraleysi seljenda og kreisti rúmar 75.000 kr. af fátæklegri eign einstæðrar móður sem seldi vegna skuldar. Einfaldlega rán Græðgi er skelfilegur löstur, ekki ólíkt eiturlyfjasýki að því leyti að hún skaðar líka þá sem forðast hana. Að þurfa að borga fasteignasölum 2% af söluverði er hreint rán. En lúmsk klausa um að menn geti lækk- að kostnaðinn um eitthvað meira en 0,00% getur blekkt saklaust fólk sem trúir ekki að menn geri svo berlega út á græðgi og fláttskap sem hér hef- ur verið greint frá. Ég þekki ágæta menn í fasteignasölu sem myndu aldrei fleyta sér á fégræðgi en þrátt fyrir það ráðlegg ég fólki að skipta varlega við fasteignasölur án lög- fræðings. Skrýtið að kaupmenn skuli við- halda á íslandi hæsta vöruverði sem viðgengst í heiminum á sama tíma og þeir segjast róa öllum árum að bættum hag neytenda. Augljóst er að vöruokur, kvótagull og auðveldur aðgangur að bönkum gerir takmörk- uðum hópi auðhyggjufólks mögulegt að byggja milljarða verslunarhallir á dýrustu lóðunum á höfuðborgar- svæðinu. Hræsni þessara manna gengur alveg fram af mér. Veit fólk að í Englandi getur það keypt 25 til 30 brauð fyrir eitt hér heima? Veit fólk hvemig stóm verslunarkeðjum- ar fara með framleiðendur? Þær pína verð þeirra niður á plan kúgun- ar í krafti sterkrar stöðu sinnar en gróðinn fer ekki til neytenda því hann hirða þær sjálfar. Þetta eykur að sjálfsögðu vanda bænda og ann- arra framleiöenda og gæti komið fram á gæðum vörunnar. Stóru verslunarkeðjumar ganga svo langt að þær reyna að fá hrátt kjöt flutt inn í landið þrátt fyrir að það sé bannað með lögum vegna hættu á sjúkdómum á borð við kúariðu og gin- og klaufaveiki. Gróöafyrirtæki og hvítflibbar Það hefur margsýnt sig að gæska við neytendur er víðs fjarri tilraun- um þeirra við að auka fjöl- breytni og vöruúrval. Gróði er þessara fyrirtækja æðsta takmark og rústun land- búnaðar okkar láta þau sig engu varða. Hér hafa menn lagt ómælda vinnu á sig við að byggja upp svína- og kjúklingarækt í óhagstæðri samkeppni við hefðbundinn landbúnað og þegar það loks er farið að ganga vel í góðri samvinnu koma versl- unarkeðjumar og egna alla á móti öllum í von um gróða í skjóli öngþveitis. Bændur verða að hafa mikið fyrir og vera duglegir og útsjónarsamir til að búa við sanngjaman hagnað samfara því að skila frá sér svo góðri og öruggri heimsklassavöru eins og þeir gera. Bændur þurfa að sameinast um eitt stórt dreifingartæki og koma þannig í veg fyrir að verslunarkeðjumar græði á ósamheldni þeirra. Ef almenningur er ekki á vaktinni og friður og sanngimi ríkir ekki um þessi mál munu auðvaldsöflin leggja ^ landbúnað okkar í auðn eins og þeim er að takast með sjávarplássin. Gróðasjúkir einstaklingar fara nú sem eldur í sinu um samfélag vort og eira engu. Langt er síðan hvítflibbar tróðu sér inn í raðir skúringakvenna og enduðu með að gera um þær fyrir- tæki sem nú er þeirra auðlind fengin á sama verði og útgerðarmenn fengu sína, það er fyrir ekki neitt. Ríkið borgar þann kostnað sem hlaust af að setja þær konur á atvinnuleysisbætur sem hvítflibbar sögðu vera of gamlar og þreyttar fyrir það aukna vinnu- álag sem varð að leggja á þær svo þeir gætu grætt. Græðgin er óseðj- andi, hún er meinvættur. Albert Jensen „Ef almenningur er ekki á vaktinni og friður og sann- gimi ríkir ekki um þessi mál munu auðvaldsöflin leggja landbúnað okkar í auðn eins og þeim er að takast með sjávarplássin. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.