Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 Skoðun I>V Spurning dagsins Hvert er álit þitt á því að full- orðið fólk sé að stela græn- meti úr skólagörðum? Aðalsteinn Leifsson, vinnur hjá ESB, og Margrét Sól: Þetta er mjög dapurlegt. Fulloröiö fólk á aö vera betri fyrirmyndir en þetta. Sigurbjörg Kristinsdpttir, vinnur á pósthúsinu á ísafirði: Þetta er alveg fyrir neöan allar hell- ur, maöur heföi ekki getaö ímyndaö sér aö þetta vasri til. Helgi Sigurjónsson, vinnur í Hjálpartækjamiðstöðinni: Þaö ætti aö taka mjög hart á þessu. Anna Kristinsdóttir húsmóðir: Þaö er ömurlegt. Mér finnst Ijótt aö stela frá börnum, maöur fer bara út í búö og kaupir sér grænmeti sjálfur. Hjördís Ström þjónustufulltrúi: Mér finnst þetta ömuriegt, þaö ætti aö vakta skólagaröana. Olga Hafberg bankastarfsmaður: Mér finnst þetta svíviröa, ekkert annaö. Frá Þórshöfn í Færeyjum Þaöan eiga okkar fréttir frekar aö koma heldur en frá kóngsins Kaupmannahöfn. Færeyjar í Kaupmannahöfn Ágúst Ragnarsson skrifar: í morgun, fóstudaginn 18. ágúst, var í fréttum RÚV sagt frá því að Færeyingar hefðu úthlutað leyfum til 12 olíufyrirtækja til að bora eftir olíu á færeyska landgrunninu. Von- andi afar gott mál fyrir efnahag frænda okkar í Færeyjum. Það sem vakti athygli mina var að fréttina sagði fréttaritari RÚV í Kaup- mannahöfn. Það sem vakti athygli mína var að fréttina sagði fréttaritari RÚV í Kaupmannahöfn. Nú er það þannig að landsbóka- vörður Færeyja og fleiri hafa bent á ósmekklegheit RÚV varðandi fréttir frá Færeyjum. Þær koma allar frá manni í Kaupmannahöfn sem les Berlinske Tidende fyrir hlustendur á íslandi. Það er að mínu mati grundvaflar- atriði að við sýnum Færeyingum þá virðingu, sem þeim réttflega ber, að fréttir frá Færeyjum komi frá frétta- ritara eða fjölmiðlamanni í Færeyj- um. Það getur ekki verið svo erfitt að koma því fyrir. Dagar Stóra Nor- ræna símafélagsins eru löngu liðnir og engin ástæða að aflt komi til okk- ar via Kaupmannahöfn. Kirkjunnar menn — og hinir sjúku nasistar Siguröur B. skrifar: Mikil umræða var um stöðu ríkiskirkjunnar eftir að hin mislukkaða hátíð á Þingvöllum var haldin. Flestir kirkjunnar menn sem hafa tjáð sig um málið hafa gagnrýnt harðlega að einungis lítið brot þjóðarinnar lét sjá sig við hina umfangsmiklu skrautsýningu þar sem ekkert var til sparað. Kirkjunn- ar mönnum væri nær að líta í eigin garð og spyrja sig hvers vegna ríkis- kirkjan nær ekki til þjóðarinnar. Svo langt hefur gengið að helsti kennimaður kirkjunnar og fyrrver- andi biskup, Sigurbjörn, faðir nú- verandi biskups, hefur farið meið- andi orðum um þá sem haft hafa aðrar skoðanir á umstanginu á Þingvöllum og ofboöið hefur fjár- Kirkjunnar mönnum vœri nœr að líta í eigin garð og spyrja sig hvers vegna ríkiskirkjan nœr ekki til þjóðarinnar. austurinn til hátíðahaldanna. Sigur- björn hefur efast um heilsu manna og meðal annars líkt þeim við nas- ista Hitlers. Hafa þessi ummæli Sig- urbjöms verið kærð til siðanefndar Prestafélags íslands og var fyrir fram búist við að nefndin tæki skörulega á málum, ekki síst í ljósi þess að séra Gunnar Bjömsson varð að hverfa frá prestskap i Holti i Ön- undarfirði eftir að hafa líkt fólki þar viö ameríska Amish-fólkið. En hvað gerðist? Siðanefndin komst að þessu sinni að þeirri nið- urstöðu að prestvígðum bæri að gæta hófs í orðfæri sínu en nefndin fær ekki séð að það sé brot á siða- reglum presta að efast um andlegt heilsufar manna og að líkja þeim við mestu stríðsglæpamenn okkar tíma. Það er skiljanlegt að valdsmenn kirkjunnar leggi aflt kapp á að við- halda þessari stofnun ríkisins, ekki síst í ljósi þess að dæmi eru um aö prestar þéni um og yflr 800.000 krónur á mánuði. Karl biskup, son- ur Sigurbjamar, hefur ekki látið neitt tækifæri ónotað til að ráðast gegn þeim sem sýna kristilegt hug- arþel og efast um að kristið fólk eigi að standa að skrautsýningum sem þeirri sem haldin var á Þingvöllum í júlibyrjun. Dagfari Menningarsótt í borginni Mikiö rosalega var skemmtilegt í höfuðborginni um síðustu helgi þegar menningamóttin átti sér stað. Þetta er án efa eina nóttin sem stendur yflr frá hádegi fram til miðnættis en það skiptir engu máli hvort nótt er að degi eða aö kveldi, eða dagur sé aö kveldi kominn þegar menningarnótt snobbliðsins í höfuðborginni stendur sem hæst. Það er listin og menningin sem blívur hvað sem hver segir og ekki flnnst lista- snobbinu síðra að geta fiflað sauð- svartan almúgann með sér og not- að flugeldasýningu sem gulrót til að ná fólkinu í miðborg Reykjavíkur. Hámarki náði menningarnóttin reyndar í Laugardalshöllinni þar sem Þangað streymdi snobbliðið og gott ef sumir fóru ekki á báðar sýningamar til að vera nú fullvissir um að til þeirra hefði sést. flutt var eins konar fjöllistaverk sem heitir Baldur (enginn Konni meö þar). Þangað streymdi snobbliðið og gott ef sumir fóru ekki á báðar sýningamar til að vera nú fullvissir um aö til þeirra hefði sést. Er ótrúlegur sá mikli áhugi sem fólk sýnir allt í einu tónlist eftir ein- hvem Jón Leifs. Hefur hann t.d. einhvem tíma komist inn á metsölulista hljómplötu- og geisla- diskaverslana landsins? Hefur hann einhvem tíma þótt þekktur á Islandi og skemmtilegt tón- skáld? Það skiptir reyndar engu máli. Aðalatriðið var að Sinfóníuhljómsveitin, sem hefur reyndar aldrei þótt neitt sérlega vinsæl, fékk að baða sig í sviðsljósinu með listasnobbinu í höfuðborginni. Hljómsveitin hefur áváflt risið undir nafni sem hljóm- sveit borgarinnar en hefur lítið með allan þorra landsmanna að gera eða tónlistaráhuga þess fólks. En tugir þúsunda fólks létu plata sig niður í miðbæ Reykjavík- ur til að horfa á flugeldasýningu og þótti þetta allt voðalega flott og smart. Heldur vandaðist málið reyndar þegar halda skyldi heim á leið þegar nóttin var að kveldi komin og flugeldasýningunni lauk skömmu fyrir miðnætti, umferð- aröngþveitið var algjört og var menningarnóttin komin langt fram yfir miðnætti þegar sumir komust heim. Færðist þá ró yfir herlegheitin i Kvos- inni og við tók þar hefðbundinn drykkjuskapur sem stóð yfir til morg- uns. Var það ekki hin eina sanna menningamótt en flugeldasýningin hégómi og stórsýningamar á Baldri eftir einhvem Jón Leifs sem enginn þekk- ir nema fáir menningarsnobbarar fánýti eitt? Eögferi Við Grænland Týnda sprengjan mál málanna? Kjarnasprengja við Grænland? Haraldur Haraldsson skrifar: Enn einu sinni ætlar allt kolvit- laust að verða út af máli sem ekkert er í raun vitað um, eins og ávallt þeg- ar „týndar" kjarnorkusprengjur ber á góma. Og RÚV lætur ekki á sér standa. Öllum fréttamönnum skipað að lesa dönsku blöðin, einkum Jyllands-Posten, sem skýrði frá því að ein sprengja væri eftir í hafinu við Thule á Grænlandi, eftir að amerísk flugvél hefði farið þar í sjóinn. Utan- ríkisráðherra okkar umkringdur og reynt að fá hann til að semja kvörtun- arbréf. Hann stóð þó keikur eftir og beindi þessu frá sér. Hvað kemur þetta okkur íslendingum við? Það hef- ur enginn áhuga á þessu. Nemendur hittast Eiríkur skrifar: Nemendur Herselíu Sveinsdóttur, fyrrverandi skólastjóra í Lýtings- staðahreppi, ætla að hittast i félags- heimilinu Árgarði í Skagafirði 26. ágúst næstkomandi. Samkoman er í tilefhi af þvi að Herselía hefði orðið 100 ára á þessu ári og er meiningin að minnast hennar við þetta tækifæri og þess mikla starfs sem hún innti af hendi. Herselía var skólastjóri Steinsstaðaskóla frá stofnun hans árið 1949 til ársins 1965. Áður veitti hún farskóla sveitarinnar forstöðu. Gamlir nemendur hennar frá nær aldarfjórðungs starfi í Lýtingsstaða- hreppi eru margir og dreifðir um aflt land en þeim sem áhuga hafa á þátt- töku er bent á að hafa samband við Sigurð í síma 453 8812. Kafbáturinn Kúrsk Óskiljanleg framkoma rússneskra ráöamanna. Sárnar framkoman Stefanía hringdi: Það er óhugnanlegt að heyra að á annað hundrað manna hafi lokast inni í rússneska kafbátnum og að ekkert hafi verið hægt að gera þeim til hjálpar, a.m.k. þegar þetta er tal- að. En óskiljanleg er framkoma Rússa og ráðamanna sem drógu sig í hlé við atburðinn og báðu ekki um aðstoð fyrr en seint og um síðir. Þetta sýnir að ástandið í Rússlandi öflu er óviðunandi og jafnvel ógn- vekjandi gagnvart öðrum rikjum sem ekki þekkja svona framkomu. Kalda stríðið virðist enn vera ofarlega í huga einhverra háttsettra ráða- manna í Rússlandi. Þingmenn óþarfir Óskar Sigurðsson skrifar: Að mínu mati er alveg ástæðulaust að vera að kjósa þingmenn eða borg- ar/bæjarfulltrúa, sem ekki hafa nokkurn áhuga á málefnum kjósenda sinna eða byggðarlaga. Að vísu eiga þingmenn að vera þingmenn allrar þjóðarinnar, en það er bara ekki hægt aö þjóna öllum. Þetta vita þeir jafn vel og aðrir. En það er óviðun- andi að þingmenn Reykjavíkur ásamt borgarfulltrúum skuli snið- ganga hagsmuni Reykvikinga svo herfilega sem raun ber vitni síðustu mánuði í flestum málum. Flugvallar- málið er þar efst á lista. wssanmmm Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 ReyKlavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.