Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 X>V____________________________________________________________________________________________________Neytendur Vart er hægt að tala um fasteign á hjólum lengur: Bílar falla um 1% á mánuði í verði Verð á notuðum bílum hefur far- ið hríðlækkandi upp á síðkastið, langt umfram það sem „eðlilegt" getur talist að mati bílasala. Inn- flutningur hefur verið gífurlegur og voru í landinu 170.837 bifreiðar 31.12.1999. Fram til 31.5. 2000 bætt- ust 7451 bifreiðar við flotann og eitt- hvað hefur komið síðan. Þetta þýðir einfaldlega að það eru tæplega 200.000 bifreiðar en ökutæki alls 199.293 og þá bifhjól og mótorhjól ýmiss konar meðtalin. Auglýsingar bílaumboðanna bjóða ýmiss konar gylliboð ef keypt- ur er nýr bíll. Jafnvel utanlandsferð i einstaka tilfellum og endalaus bíla- lán sem þýða að fólk er gjarnan skuldbinda sig mörg ár fram í tím- ann og á stundum langt fram yfir það sem bUlinn hugsanlega verður í eigu þess. Bílaumboðin taka eldri bíla upp í kaup á nýjum og er ein afleiðing þess gífurleg bílaeign umboðanna sem keppast um að lækka verð þeirra til að geta selt þá. Bílgreina- sambandið lét útbúa fyrir umboðin forrit sem reiknar út verðfall bíla eftir aldri en segja má að þeir falli i verði um 1% á mánuði, þannig að 10 ára gamall bíll er gjörsamlega verð- laus. Það er þó ekki alveg raunhæft því algengt er að kaup- endur vilji fá allt að 20% lægra verð en umboðið eða bílasalinn býður og fá það gjarnan. Þannig skekkist sífellt verðið og bilar verða æ verðlaus- ari. Bílategundir sem auð- veldast er að flytja inn notaða erlendis frá eru svo í raun enn ódýrari og mest á skjön við ríkj- andi verðlag. Einnig bU- ar sem mikð er flutt inn af, þeir falla meira en aðrir í endursölu. 5% verðfall strax Við það eitt að aka frá umboðinu með nýjan bíl fellur hami um 5%. Það verð gildir svo að öllu jöftiu næstu flmm mán- uði þannig aö 1% reglan er í raun í gildi strax. Ástæðan fyrir þessu verðfalli er m.a. sú að nýjum bílum fylgja oft kostakjör sem ekki er hægt að bjóða með eldri bílum. Einn bílasali hafði á orði að ástandið hér væri mjög skrýtið og erfitt að vinna í því umhverfí sem fyrir hendi væri. Hann tók dæmi frá um að há bílalán væru á bllum sem kæmu á bíla- sölurnar. Fólk einfaldlega réði ekki við þau og að ekki væri hægt að hafa marga bíla á hverju heimili þó svo mjög auð- velt væri að fá lán fyrir þeim. Hvað varðar fullyrðing- ar um að bílar hafi fallið mun meira í verði í vor og sumar en taxtinn segir til um er því til að svara að sumir bílar hrundu verulega þegar verðið var endurskoðað í samræmi við hið nýja forrit og um leið hafa umboðin lækkað meira verð á bílum sem seljast hægt hjá þeim eða þau eiga mikið af. Nýlega var greint frá því í frétt- um að hægt hefði veru- lega á innflutningi nýrra bifeiða og verður það vafalítið til að herða enn samkeppnina á milli umboðanna og auka gylliboðin sem fylgja kaupum á nýjum bílum. Það verður hins vegar ekki til þess að verð á notuð- um bílum lækki mikið þar sem erf- iðara er fyrir kaupandann að fjár- magna eldri bíla. -vs Bifreiöafloti Landsmenn eiga nú um 180.000 bíla svo ekki er furöa þó oft sé þröng á þingi á götum borgarinnar. Þýskalandi þar sem bílasalar kaupa bílana sjálfir og setja á þá verð og engum dettur í hug að bjóða lægra. En sá ekki fyrir sér að það gerðist hér - sem þó hefur að nokkru leyti gerst fyrir tilstilli þess að umboðin kaupa svo marga bíla sjálf. Hann taldi einnig verðið vera komið í topp og allt of mikið væri Nýr bílagljái Enn þá koma fram upplýsingar vegna umfjöllunar um bilalakkið. BUagljáinn Gull hefur haflð inn- flutning á efni sem heitir Klear Seal og er tveggja þátta efni sem endist í nokkur ár. Með því kemur á bílinn góður gljái sem auðvelt er að þrífa og varðveitir lakkið og lit þess. Að sögn innflytjanda er efnið not- að á fleira en bíla, m.a. báta, flugvél- ar og klæðingar húsa. Hægt er að kaupa efniðá bónstöðvum vUji menn setja það á sjálfir. Á síðasta ári gerðu fyrirtækin Glæran og Höfðabón tUraunir með efnið, m.a. tU að kanna hvort það stæðist notk- un tjöruhreinsiefna eftir vetrar- notkun og saltaustur og útkoman varð sú að bUlinn gljáði sem nýr eft- ir meðferð. -vs Blettir og strik Blettir í flíkum eru vandmeðfamir og stundum nær ómögu- legt að ná þeim úr, sér- staklega ef flíkin hefur verið þvegin áður en farið er að meðhöndla blettina sérstaklega. Hjá Leiðbeiningastöð heimUanna á HaUveig- arstöðum eru vitrar konur sem nær aUt vita og leitaði Neyt- endasfðan tU þeirra þegar spurt var mn hvemig losna ætti við kakóbletti, banana- bletti og pennastrik og fékk auðvit- að greinargóð svör. „Það er mikUvægast af öUu að meðhöndla blettina sem fyrst og sér- staklega þegar um bananabletti og ferskjubletti er að ræða en þeir blettir virðast festast sérstaklega vel í efnum. Best er að skola blettina strax, láta eins heitt vatn og flíkin þolir á blettinn og setja svo upp- þvottalög eða demantssápu á hann og láta vera yfir nótt. Ef þarf má setja Qíkina í plastpoka tU að halda henni rakri. Þegar þessu er lokið er hún þvegin á hefðbundinn hátt í þvottavél. Hvað varðar kakóbletti ættu þeir að ftu-a við 95 gráða heitan þvott en ftíkur sem ekki þola svo heitt þarf að meðhöndla sérstaklega. Gott er að láta blettinn liggja í bleyti í mjólk í um þaö bU 30 mínútur því mjólkin leysir upp fltuna í kakóinu. Meðhöndla svo eins og bananabletti með sápu og þvotti. Það gUdir um aUar flíkur að þoli þær klór má reyna það ef aUt annað bregst. En auðvitað má aðeins leggja hvíta bómuU í klór, hann eyðUeggur aUt annað. Best er að ná pennastrikum af með rauðspritti eða propanoli sem fæst í næsta apóteki. Þau ættu að fara af með því. -vs Vírusviðvörun að óþörfu í hverri viku koma að minnsta kosti tvö tU þrjú bréf í pósthólf mitt þar sem góðvUjaðir vinir og kunn- ingjar eru að senda áfram upplýs- ingar um vírusa. Yfirleitt fylgja þessum bréfum langir listar nafna sem sýna hvaða krókaleiðir þau hafa farið um heiminn áður en þau duttu inn á skjá viðkomandi. En spumingin er: Hversu alvar- lega ber að taka svona viðvaranir og á maður aö senda þennan póst áfram athugasemdalaust? Hjá Friðriki Skúlasyni fengust þær upplýsingar að flestar viðvar- anir af þessu tagi væm gabb og að einfaldasta leiðin tU að finna út hvort um vírus er að ræða eða ekki sé að fara inn á heimasíðuna fsecure.com en þá síðu á finnskt samstarfsfyrirtæki Friðriks Skúla- sonar. Þar er hægt að leita eftir staf- rófsröð að því hvort um vírus er að ræða eða bara gabb. Þessir aðUar eru stöðugt á vaktinni og nota nýj- ustu leitarvélar tU að finna virusa og eins að tUkynna um gabb, svo upplýsingar á síðunni teljast nokk- uð áreiðanlegar. Setjið bókamerki við þessa síðu og kíkið á hana þegar svona tölvu- póstur berst tU að vera ekki að þyngja netumferð að óþörfu. Og meðan verið er að tala um Netið og tölvupóst; þegar verið er að framsenda póst er best að fjarlægja öll fyrri póstföng tU þess að bréfið sé léttara og ekki sist tfl að vera ekki að dreifa póstfóngum annarra án þeirra leyfis. Einnig er gott að hafa í huga að viðhengi eru gjaman þung og þegar verið er að senda póst innanhúss með viðhengi, kannski tU margra aðUa, veldur það óþarfaálagi á kerf- ið. -vs Það er gott ■■■ ... að nýta afganga af soðnu græn- meti, kjöti/fiski með því að búa tU hvíta sósu, setja smávegis af osti saman við, jafnvel afgang af rjóma- osti, smurosti eða slíku, bæta matn- um út í og setja brauðmylsnu ofan á. Baka í eldíostu móti undir grUli í um 10 mín. ... að setja ofsoðin hrísgrjón sem orðin eru klesst í kringlótt bökunar- form með gati í miðjunni, baka þau í 10 mínútur eða svo og setja þau svo á disk og fyUa i miöjuna með grænmeti eða einhverju öðru sem vel fer með þeim. ... að reyna að ná upp strax því sem heUist niður í teppi og húsgögn. Eftir því sem lengri tími líður er erfiðara að ná upp efnum sem gjam- an ganga í samband við þræði og festast svo iUa að engin leið er að ná blettunum. ... að hafa í huga að blettir skiptast gróflega í þrjá flokka: fitubletti, vatnsleysanlega bletti og prótinbletti. Fyrsta flokk er auðveldast að þrífa með fituleysanlegum efnum og heitu sápuvatni, annan flokk með köldu vatni, ef tU vifl smávegis af sápu út í, sem best er að dampa með svampi og þann þriðja með köldu sápuvatni eða kemískum efnum. En þetta er aðeins mjög gróf flokkun. Sum efni má aUs ekki þvo, þannig að ýmis önnur efni þarf tU að ná blettunum. ... að reyna að þrífa bletti frá röngu efnisins og hafa svamp eða tusku við réttuna til að taka við bleytunni. Þannig ýtast óhreinindin út sömu leið og þau komu inn og smáagnir sem verða eftir eru oftast nær á röngunni. ... að muna eftir þvi að viscose- efni og önnur slik viðkvæm efni bregðast oft óvænt við hreingern- ingu. Best er að prófa þau efni sem nota á fyrst á saumum eða einhverj- um þeim stað á flíkinni sem ekki kemur tU með að sjást. Ekki prófa á faldinum, þar sem nauðsynlegt get- ur verið með tíö og tima að sikka flíkina. ... mýkja oddinn á augnalinublýanti með því að halda honum augnablik upp að heitri ljósaperu en gæta þess þó að láta hann ekki snerta peruna. Þeir eru stundum dálítið harðir, þessir blýantar, og þarf að mýkja þá til að fá góðar línur. ... ná upp Ulgresi sem hefur djúpar rætur, t.d. fiflum, með því að nota langt skrúfjám. Það nær vel niður og vegna þess hvað það er mjótt er gott að ýta því fram og tU baka tU að losa ræturnar. ... geyma fóðruð umslög tU að setja glerbrot og rakvélarblöð í áður en þeim er hent í ruslið tU að koma i veg fyrir að fólk slasi sig á þeim. ... bræða vaxlit í réttum lit tU að setja í smáholur á viðargólfinu og bóna svo yfir. ... kveikja á kerti áður en farið er að skera laukinn því loginn eyðir gasinu sem laukurinn gefur frá sér og þannig er minni hætta á að maður skæli yfir lauknum. -vs www.romeo.is Stórglæsileg netA/erslun með ótrúlegt úrval af unaðsvörum ástarlífsins fyrir dömur og herra. Frábært úrval myndbanda. Frábær verö, ótrúleg tilboö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.