Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 28
NISSAN MICRA alltafkát! Ingvar Holgason hf. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö t hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 Ökumaður á flótta: Með byssu í aftursætinu •f Ölvaður ökumaður á þrítugsaldri, með haglabyssu í aftursætinu, reyndi að stinga lögregluna af með þvi að aka á ofsahraða vítt og breitt um Akraneskaupstað aðfaranótt síðastliðins sunnudags. í hita leiks- ins ók ökumaðurinn niður umferð- arskilti og ýmsa lausamuni sem urðu á vegi hans. Þegar lögreglu loks tókst aö króa bifreiðina af lagði ökumaðurinn á flótta á tveimur jafnfljótum en var yfirbugaður af lögreglumönnum á hlaupunum. „Hann beitti bysunni aldrei gegn okkur og skildi hana eftir í aftur- sætinu þegar hann reyndi að stinga okkur af á hlaupum,“ sagði varð- stjóri lögreglunnar á Akranesi í ' gær. „Maðurinn gat hins vegar ekki 'gefið neina viðhlítandi skýringu á hvað hann var að gera með byssuna í bílnum." -EIR Framleiöendur aö veröa briálaöir. Björk klippt Allar upptökur með Björk Guð- mundsdóttur hafa verið klipptar út úr heimildamynd sem gerð var til kynningar á kvikmyndinni Dancer in the Dark þó svo að Björk leiki að- alhlutverkið í myndinni. Er þetta ** gert vegna stöðugra kvartana Bjark- ar yfir myndskeiðum sem notuð voru og sýndu söng- og leikkonuna ærast við upptökur á myndinni. Danska dagblaðið Berlingske Tidende greinir frá þessu og hefur eftir Carsten Holts, framleiðanda heimildamyndarinnar: „Við erum að verða brjálaðir á Björk. Við höf- um reynt að semja við hana aftur á bak og áfram en án árangurs." Heimildamyndin um Dancer in the Dark, sem hlaut Gullpálmann í Cannes, verður því sýnd án allra innskota af Björk Guðmundsdóttur á tökustöðum. Þess í stað verða sýnd brot úr sjálfri kvikmyndinni þar sem leikstjórinn, Lars von Tri- ,<* er, greinir frá hlut Bjarkar við gerð myndarinnar. -EIR Hverjum klukkan glymur dv-mynd e. ól Starfsmenn Sjónvarps fluttu í gær. Meöferöis höföu þeir tvær fyrrverandi „íslandsklukkur“ sem landsmenn þekkja af langvarandi kynnum á sjónvarþsskjánum. Lok, lok og læs Bjarni Guömundsson, framkvæmda- stjóri Sjónvarpsins, sá um aö læsa hinsta sinni aö Laugavegi 176. Ríkissjón- varpið flutt Ríkissjónvarpið flutti í gær starf- semi sína af Laugavegi 176 í útvarps- húsið við Efstaleiti. Þar með lauk ríf- lega þrjátíu ára kafla í sögu sjónvarps á íslandi. Flutningurinn fór fram með viðhöfh eftir sérstaka kveðjuathöfn í sjón- varpsstúdíói í hinum gamla mið- punkti íslenskra sjónvarpsútsendinga. Starfsmenn Sjónvarpsins freistuðu þess að fanga sál byggingarinnar að Laugavegi 176 í sérstaka skjóðu sem tekin var með á nýjan staðinn. Ekið var í opnum bU upp í Efstaleiti þar sem tekið var á móti hópnum með veitingum. Starfsemi Ríkisútvarpsins og Ríkis- sjónvarpsins er nú loks undir einu þaki. Við breytingamar eykst rými fýrir starfsemi Sjónvarpsins tU muna, auk þess sem starfsaðstaða er öU betri í Efstaleitinu. -GAR Alzheimersjúk kona lá í þrjá sólarhringa bjargarlaus í háu grasi í Breiðholti: Kraftaverk að hún skuli lifa „Það er hreint með ólikindum að eig- inkona mín skuli hafa legið hjálparlaus á þessu óræktarhomi í Breiðholtinu í þijá sólarhringa þar sem þúsundir fara fram hjá á degi hveijum. Það er krafta- verk að hún skuli hafa lUað af og þar má þakka mUdu veðri og svo hinu að Aifa var mikU útivistarkona hér áður fyrr og þama bjó hún aö því,“ sagði Gísli Ásmundsson, framkvæmdastjóri og eiginmaður Ölfu Hjálmarsdóttur sem björgunarsveitarmenn leituðu stöðugt að um og fyrir siðustu helgi. Aifa fannst á sunnudagskvöldið liggj- andi í háu grasi á mótum Reykjanes- brautar og Breiðholtsbrautar, rétt fyrir ofan kvikmyndahúsin í Mjódd. Að sögn Þarna var Alfa Ein og yfirgefin lá hún í háu grasinu í miöri Mjóddinni þar sem þúsundir fara fram hjá á hverjum degi. Gísla var eiginkona hans tiltölulega hress þegar björgunarsveitarmenn fundu hana þrátt fyrir að hún hefði leg- ið matarlaus á víðavangi í þijá sólar- hringa. „Hún gat strax talað við björg- unarsveitarmennina og var vel mál- hress en máttfarin," sagði Gisli. Alfa Hjáimarsdóttir, sem er rúmlega áttræð að aldri, er sem kunnugt er alzheimersjúklingur og bámst nokkar visbendingar um ferðir hennar eftir aö hún yfirgaf heimUi sitt í Álandinu í Fossvogi á fimmtudagskvöldið. Fólk þóttist hafa séð hana á Bústaðavegin- um, rétt austan við Grímsbæ, og lítið bam hitti hana við göngin undir Reykjanesbrautina skömmu síðar: „Þaðan virðist Alfa hafa gengið upp með Reykjanesbrautinni og upp í Mjódd. Þaðan bárust vísbendingar um konu sem var að tína strá í óræktinni þama í Mjóddinni en ég er á þvi að Alfa hafi fremur verið að reyna að styðja sig við hátt grasið og failið við. Eftir það faU hefur hún ekki getað stað- iö á fætur aftur, enda er hún hreyfi- hömluð aö hluta. Það er ótrúlegt tU þess að hugsa að eiginkona mín skuli hafa legið þama í grasinu aUan þennan tíma með iðandi umferðina aUt í kring- um sig,“ sagði Gísli Ásmundsson sem vUdi sérstaklega þakka björgunarsveit- armönnum fyrir þeirra þátt í björgun eiginkonu sinnar sem nú dvelur á Landspítalanum í Fossvogi og er óðum að ná sér. -EIR Banaslysum á íslandi hefur fækkað á síðustu áratugum: Sjórinn tekur færri en áður - Slysavarnaskóli sjómanna virðist hafa haft áhrif Þegar tölur yfir ýmis banaslys á íslandi síðustu fjóra áratugina eru bornar saman kemur í ljós að banaslysum á sjó hefur fækkað mik- ið. „Það hefur orðið sú stórkostlega breyting að dauðaslysum til sjós hef- ur fækkað alveg gífurlega frá því Slysavamaskóli sjómanna var stofn- aður,“ sagði Þórir Gunnarsson, starfsmaður Slysavamafélagsins Landsbjargar. „Banaslys til sjós voru svo tíð hér á árum áður. Slysa- vamaskóli sjómanna byrjar í maí 1985 og maður getur náttúrlega aldrei sagt að það sé þess vegna en ég held að það sé ekki hægt að sjá annað út úr þessu en að skólinn hafi haft áhrif.“ Hann bætti því við að öryggismál sjómanna hefðu einnig lagast mikið að öðra leyti síðustu árin, með til- komu farsima og annars öryggis- búnaðar. Þórir útskýrði að tölur Slysa- varnafélagsins Landsbjargar yfir látna í umferðarslysum væra hærri en sambærilegar tölur Umferðar- ráðs vegna þess að starfsmenn Landsbjargar teldu vélsleðaslys til umferðarslysa og einnig telja þeir ís- lendinga sem látast í umferðarslys- um erlendis með. Athygli vekur að þrátt fyrir grið- arlega aukna bílaeign og -notkun Fjöldi látlnna í slysum á Islandi 1960 til 1999: Heildarfjöldi látinna í slysum hefur fariö minnkandi, aöallega vegna þess hversu mikil fækkun hefur oröiö á banastysum á sjó. Undirýmis slys falla til dæmis snjófióö, banaslys á fólki viö iandbúnaöarstörf og fleira. landsmanna hefur banaslysum í umferðinni ekki fjölgað í samræmi við það. -SMK 7” Sérhæfð fasteignasala í atvinnu- og skrifstofuhúsnæði STÓREIGN FASTEIGNASALA Austurstræti 18» Sími 55 12345

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.