Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 Fréttir I>V Óvenjuhá tíðni manndrápa - eitt í mars, annað í apríl, þriðja í maí og fjórða í júlí: Fjögur morð í rannsókn Þrír rúmlega tvítugir karlmenn og 38 ára kona blða þess að lögregLu- og dómskerfíð taki fýrir eða ljúki rann- sóknum á fjórum aðskildum morðmál- um á árinu sem öll beinast gegn við- komandi fólki. Meintir verknaðir voru framdir á tímabilinu frá 18. mars til 23. júlí. Hér er um óvenjuhátt hlutfall manndrápsmála að ræða hér á landi enda höfðu slík afbrot verið framin að meðaltali annað hvert ár á síðustu tveimur áratugum. Á árinu 1999 voru tvö manndráp framin, það fyrra á Leifsgötu en hið síðara í Espigerði, og er þeim báðum lokið með dómi. Sonur grunaður um að banaföður Þann 5. september tekur Héraðs- dómur Norðurlands fyrir mál ríkissak- sóknara gegn Þórði Braga Jónssyni, 21 árs. Honum er gefið að sök að hafa orð- ið valdur að þvi að faðir hans lést á heimili þeirra að Bláhvammi í S-Þing- eyjarsýslu þann 18. mars síðastliðinn. Ljóst þótti liggja fyrir í málinu að á bænum hafði verið tekist á um rifiil og skot hlaupið úr honum. Búist er við að dómur geti gengið i þessu máli i októ- ber. Hinn grunaði hefúr setið í gæslu- varðhaldi nánast afian tíman frá því að atburðurinn átti sér stað. Keflavíkurmál á lokastigi Tæpum mánuði eftir hið voveiflega mannslát í Þingeyjarsýslunni var 19 Bláhvammur í S-Þingeyjarsýslu Grunur leikur á aö sonur hafi banaö fööur á bænum þann 18. mars. ára stúlku banað á heimili hennar í Keflavík, Áslaugu Óladóttur. Hún og sambýlismaður hennar voru gengin til hvilu þegar hinn grunaði i málinu, Rúnar Bjarki Ríkharðsson, réðst inn í húsið og annar maður á eftir honum. Að sögn yfirlögregluþjóns i Keflavík er rannsókn málsins á lokastigi. Búist er við að annað sakamál þar sem um annan brotaþola var að ræða, nauðg- unarmál sem lögreglan hefur einnig rannsakað og beindist gegn Rúnari Bjarka, verði afgreitt hjá ríkissaksókn- araembættinu samhliða manndráps- málinu og síðan einnig fyrir dómi verði gefm út ákæra í kynferðisbrota- málinu. Erfitt er að segja til um dómsmeð- ferð í þessum málum enda á ríkissak- sóknari algjörlega eftir að taka afstöðu til þeirra og afgreiða þau með viðeig- andi hætti. Þeir sem DV hefur rætt við telja þó að ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að réttarhöld í þessum mál- um fari fram á haustmánuðum. Skólavegur í Keflavík Rúmiega tvítugur maöur ergrunaöur um aö hafa banaö 19 ára stúlku í húsinu. Leifsgata 10 47 ára karimaöur fannst látinn í íbúö og er 38 ára konuö grunuö um aö hafa ráöiö honum bana. Rúnar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. október. Þriðja manndrápið á 3 mánuðum Hjá lögreglunni í Kópavogi fengust Engihjalli í Kópavogi Ungur maöur situr í gæsluvaröhaldi grunaöur um aö hafa átt þátt í aö ung kona féll fram af 10. hæö og lést þær upplýsingar að verið sé að biða niðurstöðu DNA-rannsóknar sem fer fram í Noregi vegna máls sem hefur verið rannsakað sem manndrápsmál og átti sér stað í Engihjalla í maímán- uði, rúmum mánuði eftir manndráps- málið í Keflavík. Þar var um þriðja manndrápsmálið að ræða á þremur mánuðum sem er einstakt hér á landi hvað tíðni slíkra mála varðar. I Kópavogsmálinu er 23 ára gamall maður, Ásgeir Ingi Ásgeirsson, grun- aður um að hafa átt þátt í dauða Ás- laugar Perlu Kristjónsdóttur, 21 árs, sem lét líflð eftir að hafa fallið niður af 10. hæð fjölbýlishúss við Engihjalla. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. október. Búist er við að ef Norðmenn senda niðurstöður sínar innan næstu vikna geti ákæru- meðferð farið fljótlega fram eftir það og réttarhöld siðan í október eða nóv- ember. DNA-rannsókn vegha Letfsgötumálsins Rétt um mánuður er liðinn frá því að Hafigrímur Elísson, 47 ára, fannst látinn að Leifsgötu 10. Sterkur grunur hefur reynst um að honum hafi verið ráðinn bani. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík er töluvert eftir af rannsókn þess máls, t.a.m. hvað varð- ar lífsýnatöku og það að senda gögn utan í DNA-rannsókn. Bergþóra Guð- mundsdóttir, 38 ára, hefúr verið úr- skurðuð í gæsluvarðhald til dagsins í dag en lögreglan í Reykjavík fer fram á að það verði framlengt. Vart er að vænta dómsmeðferðar í þessu máli fyrr en í lok árs. -Ótt Leikfélag íslands sópar til sín stjörnum: Hálf Spaugstofan og Bibba á Brávallagötunni - meðal fastráðinna leikara Leikfélag íslands hefúr gengið frá samningum og fastráðið fjölmarga af helstu leikurum þjóðarinnar. Má þar nefna hluta Spaugstofunnar, þá Sigurð Sigurjónsson og Öm Ámason og Eddu Björgvinsdóttur sem vann hug og hjörtu landsmanna sem Bibba á Brá- vallagötunni fyrir nokkrum misserum. Aðrir fastráðnir leikarar Leikfélags ís- lands em Jakob Þór Einarsson, Frið- rik Friðriksson og Hilmir Snær Guðnason. Meðal annarra leikara sem Vigdís Finnbogadóttir starfa munu hjá Leikfélagi íslands í vetur má nefna Hafidór Gylfason, Stef- án Jónsson, Eddu Björgu Eyjólfsdótt- ur, Áma Tryggvason, Tinnu Gunn- laugsdóttur, Ólafiu Hrönn Jónsdóttur, Guðrúnu Ásmundsdóttur, Halldóm Geirharðsdóttur og Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur. Þá hefur Jón Ólafsson verið ráðinn tónlistarstjóri Leikfélags íslands og Vigdís Finnbogadóttir, fyrr- um forseti íslands, hefur fafiist að vera vemdari leikfélagsins. -EIR Sigrún Edda Bjömsdóttir Ólafía Hrönn Jónsdóttir Voðriö i kvolil Rigning um mestallt land Suðvestlæg eða breytileg átt, 5 til 8 m/s og rigning veröur um mestallt land í kvöld. Solartiamíur bg i|| REYKJAV Sólariag í kvöld 21.18 21.14 Sólarupprás á morgun 05.44 04.59 Síödegisflóð 23.30 04.03 Árdegisflóö á morgun 12.11 16.44 Skýringar á veáuiiáknum ^viNDArr 151 «10° 'J\viNDSTYRKUR ' VnjflST í nietríun á sckándu ' ri Ú HEIOSKÍRT o o trrrsKVjAÐ HÁLF- SKÝJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ v,v Ö RIGNING SKÚRiR SLYDDA SNJÓK0MA S? ~\r : ÉUAGANSUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Ástand fjallvega Vegur F88 enn lokaður Helstu þjóðvegir landsins eru greiðfærir. Hálendisvegir eru flestir færir stærri bílum og jeppum.Vegur F88 í Herðubreiöalindir er enn lokaður við Lindaá vegna vatnavaxta. Þá er vegurinn I Hrafntinnusker líka lokaður. 'T’. • ./ i, V* >; Xt*, •A\l' A. * ,■» -tT \v "I M ■ .. .. : '■/ 'aifddwf' Vofllr á skyogðum «v»öum oru lokaölr þar tll annab www.vagag.is/faerd Hlýjast suðaustanlands Vestlæg átt, 5 til 8 m/s, skúrir og hiti veröur á bilinu 10 til 19 stig, hlýjast suðaustanlands á morgun. Sunnan og suövcstanátt og súld eóa rlgnlng sunnan og vestan tll en stöku skúrlr á Noröurlandl. Hitl 10 tll 20 stlg, hlýjast austan til. Vindur: J 8—13 m/o—. Hiti 9” tii 17° wsms&im ..S Vindur: 5-8 m/s Hiti 7° til 14° éV* Spáö er suövestanátt og skúrum sunnan og vestan tll en léttskýjuöu á Noröausturlandi. Norölæg eöa breytileg átt og rignlng veröur viöa um land. Hægt kólandi veöur. ■JdpiIV jUu u AKUREYRI léttskýjaö 10 BERGSTAÐIR B0LUNGARVÍK alskýjaö 13 EGILSSTAÐIR 7 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 9 KEFLAVÍK súld 11 RAUFARHÖFN alskýjaö 8 REYKJAVÍK skýjaö 11 STÓRHÖFÐI súld 10 BERGEN léttskýjaö 10 HELSINKI hálfskýjaö 16 KAUPMANNAHÖFN skýjað 13 OSLÓ léttskýjaö 12 STOKKHÓLMUR 13 ÞÓRSHÖFN alskýjaö 9 ÞRÁNDHEIMUR skýjaö 9 ALGARVE heiöskírt 16 AMSTERDAM þoka 12 BARCELONA heiöskírt 20 BERLÍN rigning 14 CHICAG0 skýjað 21 DUBLIN HALIFAX léttskýjaö 11 FRANKFURT léttskýjaö 12 HAMBORG léttskýjaö 14 JAN MAYEN léttskýjaö 10 LONDON alskýjaö 6 LÚXEMBORG skýjað 12 MALLORCA léttskýjaö 11 MONTREAL léttskýjaö 24 NARSSARSSUAQ léttskýjað 17 NEW YORK alskýjaö 8 ORLANDO heiöskírt 21 PARÍS þokumóöa 26 VÍN lágþokublettir 11 WASHINGTON léttskýjaö 22 WINNIPEG skýjaö 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.