Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 I>V Fréttir Aukin þátttaka Sam- herja í fiskeldi DV, AKUREVRI:_________________________ Samherji hf. hefur fest kaup á helmingi hlutafjár í íslandslaxi hf. í Grindavík og 85% hlutafjár í Víkur- laxi ehf. í Eyjafirði. Fjárfesting Samherja i þessum félögum nemur samtals um 215 milljónum króna. Fyrir er Samherji næststærsti hlut- hafinn í Fiskeldi Eyjafjarðar, með um 11% hlutafjár. íslandslax hf. rekur strandeldis- stöð við Grindavík og er fram- leiðslugeta hennar um 1.000 tonn á ári. Þá rekur félagið seiðaeldisstöð við Grindavík og eru núver- andi afköst stöðvarinnar um ein milljón seiða á ári. Þá hefur íslandslax nú fest kaup á seiðaeldisstöð að Núpum í Ölfusi af Guð- mundi A. Birgissyni. Fram- leiðslugeta stöðvarinnar er tvær milljónir seiða á ári. Vikurlax ehf. er með fisk- eldiskvíar í Grýtubakka- hreppi i Eyjaflrði og hefur verið með laxeldi i sjó þar síðustu 11 ár. Þorsteinn Már Baldvinsson - Höfum trú á fiskeldinu. „Það hefur verið mikill vöxtur í fiskeldi í heimin- um síðustu misseri og við höfum trú á að sú þróun haldi áfram. Aðstæður til fiskeldis hér eru góðar og öll skilyrði fyr- ir hendi til að atvinnugrein- in eflist til muna í náinni framtíð," segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Hann segir að margt bendi til þess að á komandi árum muni æ stærri hlutur þess fisks sem fer á markað koma úr fiskeldisstöðvum. „Það er yfirlýst stefna Samherja að fylgjast ávallt sem best með þeirri þróun sem á sér stað í sjávarútvegi og svara kalli tímans. Aukin þátttaka félagsins í fiskeldi er liður í þvi. Samherji hef- ur að undanfömu verið með um- fangsmikla starfsemi í Grindavík og með kaupunum á hlut í íslandslaxi eykur félagið þátttöku sína í at- vinnurekstri á svæðinu enn frek- ar,“ segir Þorsteinn Már. -gk Vinnuslys í lyftu á Akureyri: Rúmar 12 millj- ónir í bætur DV, AKUREYRI: Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Kaupfélag Eyfirðinga til að greiða fyrrum starfsmanni sínum rúmlega 12 milljónir króna í bætur vegna vinnuslyss sem maðurinn lenti í árið 1996. Maðurinn er rafvirkja- meistari og hafði starfað hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga um árabil og vann m.a. við viðgerðir á rafmagni og raf- lögnum. í júní árið 1966 var maður- inn kallaður í verslunina Hrísalund í eigu KEA, vegna bilunar á lyftu þar. Aðgengi að lyftunni þótti sannarlega ábótavant en maðurinn komst þó inn i lyftuna en lyftan féll við það með manninn og klemmdist hann við það og fótbrotnaði m.a. Orsök slyssins er talin sú að lyftuspil slakaði út vír eft- ir að lyftan hafði stöðvast. Maðurinn, sem fyrir slysinu varð, var 62 ára þegar það átti sér stað og var metinn 40% varanlegur öryrki. Hann krafðist tæplega 12,4 miiljóna króna og var gangið að kröfu hans að fullu þrátt fyrir kröfu KEA um sýknu. -gk DV-MYND JÚLÍA IMSLAND I fjós vísaö Þessi óvenjulegi vegvísir er við Voga í Mývatnssveit og verður aö teljast mjög frumlegur og táknrænn þar sem staður- inn sem vísað er á er kaffistofa í nýju fjósi sem búið er öllum tilheyrandi búnaði og kannski er hægt að fá þar spen- volga mjólk ef þjónustufólk er beöið vel. Fallegir garðar í Fjarðabyggð: Gróðursæld eftir sólríkt sumar DV, NESKAUPSTADÍ ~~ „Hér er nóg af fallegum görðum og þeir eru gróðursælir eftir hlýtt og gott sumar. Eiginlega hefur verið of mikill þurrkur hjá okkur en þeir sem eiga fallega garða eru duglegir að vökva þá,“ sagði Petrún Jóns- dóttir, æskulýðs- og íþróttafulltrúi Fjarðabyggðar, í samtali við DV. Umhverfismálanefnd Fjarðabyggðar var sannarlega í erfiðum sporum að velja fegurstu garðana og ýmsa aðra sem viðurkenningu áttu skilið, en þau voru veitt á Hótel Öskju á Eski- firði á þriðjudaginn. Valinn var fal- legasti garðurinn í hverjum byggð- arkjarna, eitt fyrirtæki og land- græðslufrumkvöðull. Fallegustu húsagarðarnir voru hjá Guðrúnu Guðmundsdóttur, Hlíðargötu 18, Norðfirði, Öldu Pét- Flskvinnsla með stæl Sporður framleiðir landsfrægan harðfisk - en ekki vita allir að fyrirtækið sýnir gott fordæmi meö fallegu umhverfi og snyrtimennsku. DV-MYNDIR REYNIR NEIL Fegurö í Neskaupstaö Hér er Guðrún Guðmundsdóttir aö Hlíöargötu 18 i Neskaupstað í fallegum garði sem hún hefur nostraö við. ursdóttur og Hreini Péturssyni, Brekkugötu 5, Reyðarfirði, og Auði Valdimarsdóttur og Guðjóni Björns- syni, Bleiksárhlíð 58, Eskifirði. Landsbankarnir í Fjarðabyggð fengu allir umhverfisverðlaun fyrir- tækja, hver á sínum staö, en viður- kenning fyrir landgræðslu fór til Hálfdáns Haraldssonar, fyrrum skólastjóra í gamla skólanum á Kirkjumel í Norðfirði. Eftirtaldir fengu líka sérstaka viöurkenningu umhverfismála- nefndar fyrir lofsvert framtak til fegrunar á umhverfinu: Sjóhús við Egilsbraut 22, Norðfirði, eign Hjart ar Arnfinnsonar og Kristins Hjart arsonar. Sjóhús við Strandgötu 17 Norðfirði, eign Halldórs Gunnlaugs sonar. Blómsturvellir 1, Norðfirði eign Sylwester Jan Myszak. Mána- gata 4, Reyðarfirði, eign ÞórhaUs Jónassonar. . Hús harðfiskverkunarinnar Sporðs hf. við Strandgötu, Eskifirði, en það fyrirtæki hefur löngum þótt góð fyrirmynd fyrir fiskvinnsluhús í landinu, svo þrifalega er þar að verki staðið. -RN f Urnsjón: Gylfi Kristjánsson netfang: sandkom@ff.ls Viðbjóðurinn Það hefur ekki farið hátt að undan- förnu að „dauða- sveitirnar" svoköll- uðu hafa verið að störfum í íslensku laxveiðiánum en i þar er átt við \ maðkveiðihollin óg- urlegu sem engu lífi þyrma og koma til veiða eftir hefðbundinn fluguveiðitíma ár hvert. íslendingar eru e.t.v. loksins famir að skammast sín fyrir þetta dráp á laxastofni sem virðist í út- rýmingarhættu, a.m.k. fara sögurnar af drápinu ekki eins hátt og áður. Þó höfum við áreiðanlega sögu úr þeirri frægu á, Víðidalsá, en fyrsta maðkahollið þar drap 70 laxa af þeim 90 sem þaulvanir leiðsögu- menn sögðu að hefðu verið í ánni. Veiðimennirnir voru frá Finnlandi og sögðu leiðsögumennimir, sem eru ýmsu vanir, að drápið hefði ver- ið viðbjóðslegt upp á að horfa. Rottara í Vatnsdalnum Þeir verða því ekki margir, lax- arnir, sem hrygna í Víðidalsá í haust og enn eitt árið mun áin skila af sér fáum seiðum til framtíðarinnar. í næstu á við hlið Víðidalsár, sem er Vatnsdalsá í samnefndum dal, er hins vegar annað upp á teningnum. Þar hefur aliur fiskur verið veiddur á flugu undanfarin ár og honum öll- um sleppt í ána aftur að því loknu. Þetta hefur farið fram undir styrkri stjórn Péturs Péturssonar, leigu- taka og fyrrverandi kjötsala. I ný- legri seiðatalningu var útkoman þannig að Vatnsdalsá bar höfuð og herðar yfir aðrar ár þar sem seiða- magn var mælt. Menn bíða nú spenntir eftir því að „veiða-sleppa“- aðferðin i Vatnsdalnum skili árangri í veiðinni sem á að gerast strax næsta sumar og í enn meira mæli sumarið 2002. Á meðan drepa menn síðustu fiskana í nágrannaánum. Bogi flottur Bogi Ágústsson, Eréttastjóri Sjónvarps- ins, hefur slegið í gegn að undanfórnu, enda þykir mönnum ljóst að Bogi hafi far- ið á námskeið og lært þar nýja „skjá- tækni“. Þannig þykj- ast vanir menn sjá að Bogi fitli nú geysifimlega við gler- augu sín, komi við skyrtuermarnar af og til og handleiki penna sinn af mik- illi fimi. Þessa nýju takta fréttastjór- ans segja menn greinilegt að hann hafi sótt í smiðju einhvers ráðgjafar- fyrirtækisins en hvers þeirra er ekki vitað. Hitt er ljóst að mörgum þykir Bogi flottur með nýju taktana og sér- staklega þykir „gleraugnafitlið" vera tilþrifamikið. Og víst... Orrahríðin um gölda þeirra sem sóttu Þingvallahá- tíðina í sumar heldur áfram og þykir ljóst að blessaður bisk- upinn okkar, faðir hans, biskupinn, og Júlíus Haf- stein, framkvæmdastjóri hátíðarinn- ar, ætli ekki að gefa tommu eftir og halda því fram hvað sem á gengur að á Þingvöllum hafi verið 30 þús- und manns. Framkvæmdastjórinn hefur m.a. sagt að starfsmaður ein- hvers ónefnds fyrirtækis hafi staðið fyrir óformlegri skoðanakönnun og talið um 30 þúsund manns á Þing- völlum eða helmingi fleiri en aðrir töldu, ef biskupinn og faðir hans, biskupinn, eru undanskildir. Þykja þeir feðgar reyndar svo heitir í þessu máli að með ólíkindum er talið en er ekki alltaf hitinn mestur og „djöfulgangurinn" þar sem trúin er annars vegar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.