Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 2000 DV Fréttir Fimm sem voru sakfelldir í stóra fíkniefnamálinu áfrýjuðu dómum sínum: Gæsluvarðhald rennur út í dag Gífurlegt magn fikniefna Lagt var hald á mikið af eiturlyfjum i stóra fikniefnamáiinu svokallaöa en upp komst stórfellt smygl í gámum skipafyrirtækis í september í fyrra. Fimm af hinum 14 sakfelldu sem hlutu dóm í stóra fíkniefnamálinu svokallaða áfrýjuðu dómum sínum til Hæstaréttar. Gunnlaugur Ingi- bergsson, Júlíus Kristófer Eggerts- son, Sverrir Þór Gunnarsson, Val- garð Heiðar Kjartansson og Ingvar Árni Ingvarsson áfrýjuðu dómum sínum. Gunnlaugur var dæmdur í fjögur og hálft ár í fangelsi og upp- töku á tæpum 12 milljónum króna; Július Kristófer var dæmdur í fimm og hálfs árs fangavist og upptöku á átta milljónum; Sverri Þór var gert að sæta sjö og hálfs árs fangelsisvist og upptöku á rúmri 21 milljón; Val- garð Heiðar var dæmdur í þriggja ára fangelsi og upptöku á 245 þús- undum króna; og Ingvar Ámi var dæmdur í tveggja og hálfs árs fang- elsi. Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari lagði fram gagnáfrýjun á þessa fimm menn en áfrýjaði ekki öðrum dóm- um. Hinir níu sem sakfelldir voru eru byrjaðir að afplána dóma sína. Alls voru 32 ákærðir í tengslum við stórfellt fikniefnasmygl til ís- lands í gámum Samskipa sem upp komst í september í fyrra en þrír hinna ákærðu voru starfsmenn skipafélagsins. I næsta mánuði hefst aðalmeðferð seinni hluta stóra fíkniefnamálsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem héraðsdóms- lögmaður og tannlæknir, ásamt 11 öðrum, hafa verið ákærðir fyrir peningaþvætti og eiturlyfjamisferli i tengslum við þetta sama mál. Þrir af þeim sem áfrýjuðu dómum sínum sitja enn í gæsluvarðhaldi. Það rennur út í dag og sagði Kol- brún í samtali við DV í gær að áframhaldandi gæsluvarðhalds verði krafist yfir þeim. Hinir tveir biða ákvörðunar Hæstaréttar áður en þeir byrja að afplána dóma sína. Ekki hefur verið ákveðið hvenær mál mannanna fimm verða tekift fyrir í Hæstarétti en verið er að undirbúa meðferð þeirra. Andrés Ingibergsson kærði gæsluvarðhaldsúrskurð yfir sér til Mannréttindadómstóls Evrópu en sætti sig við 15 mánaða fangelsis- dóm og upptöku á 300.000 krónum sem hann hlaut fyrir þátttöku sína í eiturlyfjasmyglinu. Að sögn lög- manns Andrésar er gæsluvarðhalds- úrskurðurinn nú til meðferðar hjá Mannréttindadómstólnum en ekki hefur verið ákveðið hvenær aðal- meðferð málsins fer fram. -SMK „ Jarðskj álf tahús“: Tilboð opnuð í dag Tilboð í 30 íbúðarhús, svokölluð ,jarðskjálftahús“ sem Fram- kvæmdasýsla rikisins bauð út fyrir hönd forsætis- og fjármálaráðuneyt- isins, verða opnuð í dag. Húsin, sem verða færanleg, á í upphafi að stað- setja á þeim svæðum á Suðurlandi sem harðast urðu úti í jarðskjálftun- um þar í júni. Þráinn Sigurðsson, deildarstjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, sagði við DV í gær að um væri að ræða 75-80 fermetra heilsárshús og svokallað „óhannað útboð“. Húsin á að taka í notkun í nóvember og vissulega finnst mörgum þau tíma- mörk vera býsna þröng. Þráinn viöurkenndi aö svo kynni að vera, en hann sagði að óvíst væri að öll tilboðin sem bærust mundu innihalda boð um smíði allra hús- anna, menn gætu allt eins boðið í eitt hús. Hann sagði að þegar á allt væri litið ættu tímamörkin sem sett heföu verið að standa. Um það hvort smíði húsanna hefði þurft að bjóða út á EES-svæð- inu sagði Þráinn svo ails ekki vera, til að svo væri þyrfti upphæð þess sem verið væri að bjóða út að nema um 500 milljónum króna eða þar um bil og húsin þrjátíu yrðu ekki nærri svo dýr. -gk Riða kemur upp í Skagafirði DV. SKAGARRDl: Riða hefur greinst í einni tveggja vetra gamalli kind á bænum Mikla- bæ í Óslandshlíð. Á þessum slóðum hefur ekki komið upp riða í mörg ár. Síðast var fargað vegna veikinn- ar í þessari sveit árið 1993. Því eru mikil vonbrigði að veikin skuli koma upp nú þar sem yfir tíu ár eru síðan fjárbúskapur hófst á Miklabæ eftir niðurskurð vegna veikinnar. Að sögn Ólafs Vagnssonar, hér- aðsdýralæknis á Norðurlandi, er ekki farið að ræða um neinar sér- stakar aðgerðir á þessu svæði en ljóst er að öllu fé verður fargað á Miklabæ í haust eins og raunar er ávallt gert þar sem riðuveiki kemur upp. -ÖÞ DV-MYND KK Viöeyjarsund Fimm lögreglumenn syntu frá Viöey til lands í gær. Hlunnfarnir viðskiptavinir fjárglæfrafyrirtækis fá óvæntan glaðning: 54 milljónir greiddar - úr sjóðum Ávöxtunar eftir þrot fyrirtækisins Fyrrverandi viðskiptavinir íjár- festingarfyrirtækisins Ávöxtunar hf. hafa nú óvænt fengið samtals 54 milljónir króna úr búi fyrirtækisins tíu árum eftir að það komst i þrot. Þar með hefur búið greitt ijárfestun- um um tvo þriðju hluta nafnverðs þess fjár sem þeir höfðu sett inn í fjárglæframyllu fyrirtækisins á sin- um tíma. Viðskiptavinir Ávöxtunar hf. fengu greiddar samtals 100 milljónir króna á árinu 1990 af sérstakri skilanefnd sem sett var á fót til að gera fyrirtækið upp. Endanlegt heildartap viðskiptavinanna mun vera um 100 milljónir króna, miðað við innborgað nafnverð. Segja má að rauntapið sé þó miklum mun meira vegna þeirrar ávöxtunar sem viðskiptavinirnir hefðu ella geta fengið á fé sitt hefði það verið fest í tryggari eignum. Málaferli og fasteignabasl Þegar skilanefndin greiddi út áð- umefndar 100 milljónir króna með sérstöku láni frá Landsbanka ís- lands á sínum tíma voru viðskipta- vinum Ávöxtunar hf. ekki gefnar vonir um frekari greiðslur og þeim Ármann Símon Á. Reynisson. Gunnarsson. raunar ráðlagt að afskrifa þann hluta fjárfestingar sinnar sem eftir stóð. Það kom þvi mörgum af hin- um um það bil eitt þúsund aðilum, sem lýst höfðu kröfum í þrotabúið, þægilega á óvart þegar þeim barst ný greiösla fyrir skemmstu. Símon Á. Gunnarsson er einn þriggja manna sem eiga sæti í skila- nefndinni. Hann segir að þegar nefndar- menn tóku til starfa hafi þeir veriö svartsýnir á að eignir þrotabúsins myndu standa undir ööru en Lands- bankaláninu. „Frá þessum tíma höfum við ver- ið að breyta eignum og kröfum og staðið í alls kyns stappi, meðal ann- ars dómsmálum, til að gera sem mest verðmæti úr þessu félagi. Það sem hefur kannski teygt mest á mál- inu voru málaferlin á sínum tíma við sameignarfélagið Ávöxtun og eins höfum við verið í basli með að losa okkur viö fasteignir sem við sátum uppi með,“ segir Simon. Loforðin voru húmbúkk Símon segir að þó að hann vilji ekki meta hve raunverulegt heildar- tjón viðskiptavina Ávöxtunar hafi verið mikið hafi strax í upphafi ver- ið ljóst að það yrði gríðarlegt. „Menn geta skoðað þetta í sam- hengi við lofaða ávöxtun sem var auðvitað húmbúkk og á brauðfót- um. Peningamir höfðu farið inn í alls kyns farvegi sem svona peningar eiga aldrei að fara í, til dæmis í rekstur bakarís í Keflavík og mat- vöruverslun í Garðabæ. Það er ljóst að bara af nafnverðinu tapast yfir 100 milljónir,“ segir Símon. Fyrir utan að fá hina óvæntu greiðslu geta fyrrverandi viðskipta- vinir Ávöxtunar huggað sig við að peningagreiðslan nú er að minnsta kosti ekki skattlögð, enda fá menn þar minna til baka en þeir lögðu fram í upphafi. -GAR Stuttar fréttir Óska eftir lögreglurannsókn Lögreglurann- sókn mun fara fram á flugslysinu í Skerjaflrði, þar sem fjórir fórust, að ósk aðstandenda ann- ars piltsins sem liggur þungt hald- inn eftir slysið. Krafa um það verður samkvæmt heimildum Dags lögð fram hjá Böðvari Bragasyni, lögreglustjóra í Reykjavík, í dag. Dagur greindi frá. Nóg af kennurum Vel gengur að ráða kennara til starfa við flesta skóla á Norður- landi. I Skagafirði er 10% aukning á hlutfalli réttindakennara frá því á síðasta skólaári. RÚV greindi frá. Japönsk heimildamynd Japanskir kvikmyndagerðar- menn ætla að gera heimildamynd um göngur á Víðidalstunguheiði. í kvikmyndagerðarhópnum eru þrír Japanir, túlkur og bílstjóri. Rú- vak greindi frá. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til aðstoðar við að flytja sjúkling á sjúkrahús í Reykja- vík. Kona á Höfn í Hornafirði fékk hjartaáfall og ekki fékkst flugvél til að flytja hana og því var kallað til Gæslunnar. Mbl. greindi frá. Stórfelld stækkun álvers Einn af forstjórum Norsk Hydro og stjómarformaður Reyðaráls segja að stórfelld stækkun eins af ál- verum fyrirtækisins í Noregi hafi engin áhrif á áform Hydro um þátt- töku í smíði nýs álvers í Reyðar- firði. RÚV greindi frá. Háskólanám á Suðurnesjum Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum opnaði starfsemi sína í nýju húsnæði í gamla bamaskólanum að Skólavegi 1 í Keflavík, Reykjanes- bæ, fyrir helgi. Háskólanám á Suð- urnesjum er hafið. Víkurfréttir greindu frá. Aldamótaveisla við Arnarhól Útgjöld vegna almennrar stjómar ríkisins fyrstu sjö mánuði ársins voru 21% hærri i ár en á sama tíma í fyrra eða 6,6 milljarðar í stað 5,4 milljarða á sama tíma í fyrra. Dóm- gæsla og löggæsla hafa einnig hækkað drjúgum, um 12,5% milli ára eða um hálfan milljarð í 4,4 milljarða. Dagur greindi frá. Líkamsleifar af jökiinum Tiu manna leiðangur hélt um há- degisbil í gær að flaki breskrar sprengjuflugvélar sem fórst á há- lendinu milli Öxnadals og Eyjafjarð- ar í maí árið 1941. Mbl. greindi frá. Aka frekar til Reykjavíkur Ekki virðast enn þá hafa risið há- værar óánægjuraddir á landsbyggð- inni í kjölfar hækkunar Flugfélags íslands á fargjöldum í innanlands- flugi en hins vegar virðist sem að bíllinn veiti fluginu sífellt meiri samkeppni. Þróunin á ísafirði er sú að fólk keyrir sífellt meira til höfuð- borgarsvæðisins. Mbl. greindi frá. Reglur brotnar Guðlaugur Þór Þórðarson, einn borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, hefur óskað eftir því að borgarlög- maður kanni hvort Alfreð Þorsteins- son, einn af borgar- fulltrúum Reykjavikurlistans, hafi brotið stjórnsýslulög þegar hann vék ekki sæti á fundi stjómar Inn- kaupastofnunar þar sem málefni Línu.Nets voru til umræðu. Mbl. greindi frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.