Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Forystumenn Eystrasaltsríkjanna: Koma til okkar í pílagrímsferð - segir Ólafur Ragnar Grímsson forseti DV-MYND NH Hreinleglr Forsetarnir komu í Mjólkurbú Flóamanna og skoöuöu þaö ásamt landbúnaö- arráöherra í viöeigandi hlíföarfatnaöi. „Gestimir hafa verið afskaplega ánægðir með daginn, þaö var ánægju- legt að gefa þeim innsýn í starf Fjöl- brautaskólans, kennsluaðferðir og þá framtíðarsýn sem skólinn hefur. For- setinn lýsti því yfir að hann hefði komið víða í skóla, bæði í Bandaríkj- unum og Evrópu og í sínu heima- landi. Hann hefði aldrei á ævinni komið inn í jafnglæsilegan skóla eins og Fjölbrautaskóla Suðurlands og fannst mjög merkilegt hvað skólinn var vel útlítandi þó að hann hafi ver- ið í notkun í 10 ár. Síðan var það mik- il upplifun fyrir þau að koma í Mjólk- urbúið og kynnast hátæknifram- leiðslu í íslenskum landbúnaði og þeim gæðavörum sem þar era fram- leiddar. Og eins og hann lýsti yfir í lok þeirrar heimsóknar hefur nánast hver einasti klukkutími í dvölinni hér á íslandi fært honum nýjar stað- festingar á því hvað íslendingar hafa áorkað miklu á undanfomum áratug- um og hann telur það vera umhugs- unarvert fordæmi fyrir sitt litla land aö leita ekki aðeins að fyrirmyndum hjá hinum stóru þjóðum, heldur líka í þeim árangri sem lítil þjóð eins og íslendingar hafa náð við erfiðar að- stæður," sagði Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Islands, við Gullfoss þeg- ar degi var tekið að halla í gær og leið forsetanna lá næst á Þingvöll til kvöldverðar hjá Davíð Oddssyni for- sætisráðherra. Eystrasaltslöndin þrjú eru lönd sem íslendingar margir hverjir vissu lítið um fyrr en þau fóru að berjast fyrir frelsi undan bjamar- hrammi Sovétstjómarinnar fyrir rúmum tíu árum. Er það með sérstök- um hug sem forseti íslands ferðast með leiðtoga eins þess ríkis sem við studdum I sjálfstæðisbaráttu þess? „Auðvitað er þaö ljóst að forystu- menn Eystrasaltsríkjanna sem koma til íslands era öðram þræði í píla- grímsferð, til þess að þakka íslending- um fyrir einstæðan stuðning á hættu- tímum, örlagatímum, þegar aðrar þjóðir hikuðu í sínum stuðningi en ís- lendingar stigu fram og réttu fram þá hönd sem dugði. Og þakklætið er ekki aðeins bundið við forystu þessara ríkja heldur við þjóðimar allar, þess vegna er ferð tU íslands sérstök í þeirra huga,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands. -NH Indónesískur maður missti fót: Þyrla Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti ungan indónesískan sjómann í jap- anskan túnfiskveiðibát um 170 sjómíl- ur suðvestur af Reykjavík í gærmorg- un. Sjómaðurinn flæktist í vír á sunnu- dagskvöldið með þeim afleiðingum að hann missti annan fótinn fyrir neðan hné. Þegar hjálparbeiðnin barst frá skipinu var það statt of langt undan landi fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar svo þyrla bandaríska hersins i Kefla- Komiö meö slasaöan sjómann til Reykjavíkur Indónesískur sjómaður missti fót í slysi sem varð um borö í japönskum túnfiskveiöibáti suövestur af landinu á sunnudagskvöldiö. Þyrla Land- helgisgæslunnar sótti manninn i gærmorgun. DV-MYND S. sótti slasaðan sjómann vík var send en hún getur tekið elds- neyti á flugi. Hún varð hins vegar að hverfa frá án þess að geta sótt mann- inn því veður var ákaflega slæmt á svæðinu og skyggni lélegt. Skipið hélt því i áttina til íslands og þegar það var komið nær landi lagði þyrla Landhelgisgæslunnar af stað. „Skilin voru nýgengin yfir svo veðr- ið var orðið ágætt þegar við komum þangað," sagði Jakob Ólafsson, flug- sfjóri þyrlu Landhelgisgæslunnar. „Við vorum kallaðir út í morgun þeg- ar skipið var komið innan okkar dræg- is og það gekk vel að ná í manninn." Þyrlan lenti með sjómanninn unga í Reykjavík á tólfta tímanum í gærdag og farið var með hann á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn læknis þar var líðan mannsins góð eft- ir atvikum og var hann lagður inn á bæklunardeild sjúkrahússins. -SMK Frá blaöamannafundi í gær. Tæp 80% vilja hækka bílprófs- aldurinn Samkvæmt netskoðanakönnun Stanz, hóps almennra borgara sem berst gegn umferðarslysum, vilja um 78% landsmanna hækka bílprófsald- urinn upp í átján ár. Hins vegar vilja aðeins um 62% hækka sektir við um- ferðarlagabrotum. Hópurinn hefur verið starfræktur um nokkurt skeið og er fjöldi félagsmanna nú um 600. Á fúndi, sem haldinn var á vegum Stanz í gær, voru kynntar tillögur um úr- bætur en meðal þeirra voru hug- myndir um stigskiptingu ökuskír- teina 17-20 ára ökumanna og skipun nefndar á vegum dómsmálaráðuneyt- isins. Stefnt er að því að virkja al- menning í baráttunni en önnur ein- stök markmið hópsins eru m.a. öfl- ugri sýnileg umferðarlöggæsla, hert viðurlög við alvarlegum umferðar- lagabrotmn og úrbætur í vegamálum. Fyrirhugað er að halda opinn borg- arafund um þessi málefni í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun kl. 17.30 undir kjörorðunum „Tökum slysin úr um- ferð“.__________________-MT Kanslari og utanrík- isráðherra Þýska- lands í heimsókn Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Joschka Fischer, ut- anríkisráðherra Þýskalands, koma til íslands í dag til fundar við Davíð Oddsson forsætisráðherra og Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Auk blaðamannafunda verður sam- ráðsfundur milli utanríkisráðherr- anna tveggja í orkuveri Hitaveitu Suðumesja að Svartsengi í dag. -MT Austan og suðaustan Austan 8 til 13 m/s og rigning um mestallt sunnanvert landiö en hæg SA-átt og skýjaö meö köflum noröan til í kvöld og nótt. (^•0 REYKJAVIK AKUREYRI Sólariag í kvöld 20.28 20.20 Sólarupprás á morgun 06.25 06.02 Síödegisflóö 23.42 04.15 Árdegisflóð á morgun 12.25 16.58 Sltýrlngar-á vwAnrfákmim “1 '"^>VINDSTVRKUR I metrum n sekUndu ^NFROST HEIÐSKÍRT o o LÉnSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÖ Q Ö Q Ö RIQNING SKÚRIR SLYDÐA SNJÓKOMA iQ* 9 ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Góð færö um allt land Allir helstu þjóðvegir landsins eru greiðfærir. Restir hálendisvegir eru færir stærri bílum og jeppum. Vegurinn í Hrafntinnusker er enn lokaöur. Þá er vegurinn í Heröubreiðarlindir lokaöur vegna vatnavaxta viö Lindaá. Ástand Qallvega , JSp m|! •sfápA -Ci 'j.yK-é Veglr á skyggöum tvæöum eru lokaölr þar tll annaö www.vagaj.ls/faerd Rigning og skúrir Fremur hæg suöaustlæg átt á morgun, rigning á Suðaustur- og Austurlandi, skúrir sunnanlands og vestan en þurrt aö mestu á Norðurlandi. Hiti yfirleitt á bilinu 8 til 12 stig. j Vindur'^/^' r~’ '-v Vindun C Vinduni ^ r~’ O 15-20,,,/» 8-13 m/»\ C ý 8-13 m/5 Hiti 8° til 12° Hiti 5° til 9“ Hiti 0° til -flT Austan- og noröaustanátt, 15 til 20 m/s vift Noröanátt, sums staöar suöausturströndina en nokkuö hvöss. Rigning um Vestlæg eöa breytileg átt, hægari í öörum iandiö noröanvert en skúrir um vestanvert landshlutum. Rigning víöa úrkomulitiö sunnanlands. landiö en léttir til um land. Hiti 5 til 9 stig. austanlands. Fremur svalt. AKUREYRI alskýjaö 11 BERGSTAÐIR skýjaö 9 BOLUNGARVÍK alskýjaö 9 EGILSSTAÐIR 10 KIRKJUBÆJARKL. skýjað 10 KEFLAVÍK léttskýjað 7 RAUFARHÖFN rigning 10 REYKJAVÍK léttskýjaö 6 STÓRHÖFÐI mistur 9 BERGEN skýjaö 10 HELSINKI léttskýjaö 8 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 12 OSLÓ þoka 6 STOKKHÓLMUR 9 ÞÓRSHÖFN súld 11 ÞRÁNDHEIMUR súld 8 ALGARVE léttskýjaö 23 AMSTERDAM skýjaö 13 BARCELONA léttskýjaö 18 BERLÍN skýjaö 11 CHICAGO léttskýjaö 16 DUBLIN Dublin skýjaö 13 HAUFAX heiöskírt 11 FRANKFURT skýjaö 12 HAMBORG skýjaö 11 JAN MAYEN skýjaö 5 LONDON skýjaö 12 LÚXEMBORG skýjaö 10 MALL0RCA léttskýjaö ' 14 MONTREAL léttskýjaö 6 NARSSARSSUAQ alskýjaö 5 NEW YORK hálfskýjaö 16 ORLANDO skýjaö 24 PARÍS léttskýjaö 8 VÍN skýjaö 12 WASHINGTON alskýjaö 18 WINNIPEG 15 5D3Bl3Í3iSSJSrSWi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.