Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 11 DV Útlönd Forsetaefni og varaforsetaefni repúblikana hvíslast á: Bush kallar blaða- mann algjöran asna George W. Bush, ríkisstjóra í Texas og forsetaefni repúblikana, varð heldur betur á í messunni í gær þegar hann hvíslaði ókvæðis- orðum um blaðamann við hið virta dagblað New York Times í eyra varaforsetaefnisins síns, Dicks Cheneys, og til hans heyrðist. Bush sem lofaði því á sínum tíma að halda uppi merki kurteisinnar í bandarískum stjómmálum. Ríkisstjórinn sagði síðar að hann iðraðist þess að hafa talað illa um blaðamanninn en kom sér undan að svara því hvort hann ætlaði að biðj- ast afsökunar á ummælum sínum. „Þama er Adam Clymer, meiri Forsetaefni uppnefnir mann George W. Bush lét út úr sér ókvæö- isorð um blaðamann. háttar asni frá New York Times,“ heyrðist Bush hvísla að Cheney á kosningafundi. Hann áttaði sig ekki á að hjá honum var opinn hljóð- nemi. Cheney tók undir með Bush og sagði: „Já, það er hann, og það ekki lítm.“ Bush mun hafa verið óánægður með greinar sem blaðamaðurinn hafði skrifað og voru gagnrýnar í garð starfa hans sem ríkisstjóra í Texas. Þegar Bush var útnefndur for- setaefni repúblikana á landsfundin- um í Fíladelfiu í síðasta mánuði sagðist hann vilja breyta tóninum í stjómmálaumræðunni í Wash- ington og láta kurteisi og virðingu fyrir öðmm ráða ferðinni. Cheney var spurður að því síðar hvort það væri hluti kosningabar- áttu þeirra Bush að uppnefna fólk. „Ég svara því ekki,“ sagði hann. Karen Hughes, formælandi kosn- ingabaráttu Bush, sagði að ummæl- in hefðu eingöngu verið ætluð vara- forsetaefninu. „Það var ekki ætlast til að þau kæmust á öldur ljósvakans. Ríkis- stjórinn var að vísa í greinaflokk sem hann taldi ósanngjaman. Demókratar voru ekki seinir á sér að lýsa því yfir hve blaðamenn væru i miklum metum hjá þeim. Hillary Ekki er vitað hvort forsetafrúin sá konuna bíta leyniþjónustumanninn. Beit til að kom- ast að Hillary Yolande Bobb, 55 ára gömul kona, beit í gær leyniþjónustumann sem stöðvaði hana er hún reyndi aö nálgast HUlary Clinton, forsetafrú Bandarikjanna, á Vestur-Indíuhátíð i Brooklyn í New York. Leyniþjónustumaðurinn var flutt- ur á sjúkrahús þar sem gert var að sári hans. Yolande hefur verið kærð fyrir árásina. Hvorki er vitað hvort forsetafrúin hafl orðið vör við atvikið né heldur hvers vegna Yolande reyndi að nálg- ast hana. Líf í skugga eldfjalls Síðustu íbúar eldfjallaeyjunnar Miyakejima í Japan voru fluttir á brott i gær vegna goss í eldfjallinu Oyama. Um fjögur þúsund manns búa á eyjunni sem er 180 kílómetra suður af höfuðborginni Tokyo. Á meðan beöið var eftir ferjunni reyndu sumir hverjir aö vernda sig fyrir öskunni sem sveif um í loftinu. DAM CRIÞROTT fyrir alla __________________r Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Gömlu dansarnir - Standard - Latin Byrjendur og framhald. Kántry línudans i Salsa + Mambó * Merenge • Brúbarpör • Keppnispör, œfingar 2-3svar í viku i Erlenáir gestakennarar • Einkatímar ® Frábœrir kennarar og skemmtilegt anárúmsloft i Opið hús á laugardagskvöldum Fa/jMwns&a /ficjf'immi DANSSKOLI Sigurðar Hákonarsonar Auöbrekku 17- Kópavogi Watson sektaður um 3 milljónir Hvalavinurinn Paul Watson var í gær dæmdur í Þórshöfn í Færeyjum til að greiða 3 milljónir íslenskra króna í sekt fyrir brot gegn lögum um útlendinga. Watson kom tvisvar í sumar í færeyska landhelgi á flaggskipi Sea Shepherd-samtakanna, Ocean Warrior, til að koma í veg fyrir grindadráp Færeyinga. Þrátt fyrir bann færeyskra lög- regluyfirvalda sigldi Watson inn í færeyska landhelgi. Vegna þess að Paul Watson hefur viðurkennt að hafa sökkt tveimur hvalbátum í Reykjavík er honum bannað aö koma til allra Norður- landanna. Hann hafði þó fengið þriggja daga vegabréfsáritun til Færeyja vegna réttarhaldanna þar. Hann nýtti sér ekki leyfið til að koma þangað. Hægt verður að krefja Watson, sem er kanadískur rikisborgari, um greiðslu sektarinnar hvar sem er. Greiði hann ekki sektina verður hann aö sitja 60 daga í fangelsi. 7 Paul Watson Hvalavinurinn Watson var ekki viðstaddur réttarhöldin í Færeyjum þó hann hefði fengiö vegabréfsáritun. {/Ctsdí/l 15~*£0% /tfrsUttnr /i£ HTHfu skdrtgrt&Hfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.